Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 18
F orlögin leiddu Þóru Valsteinsdóttur til Grikklands. Að loknu stúdentsprófi 1982 héldu þær Aðalbjörg Ingadóttir í Interrail-ferð með lest frá Kaupmannahöfn og suður um álfu. Kompásstrikið var sett á Aþenu í Grikklandi. Fast- mælum var bundið að þar yrði Þóra vetrarlangt. Myndi annast börn og bú fyrir Emilíu Kofoed-Hansen, íslenska konu, og grísk- an eiginmann hennar, sem var ræðismaður Íslands í Aþenu. „Ég tengdist landinu strax. Í fyrstu lotu var ég einn vetur í Grikk- landi. Kom svo hingað heim og var sumarlangt, en sneri svo út aftur og hef síðan átt þar mitt líf,“ segir Þóra. Alveg frá því að Þóra settist að ytra hefur hún starfað við far- arstjórn, m.a. fyrir íslenskar ferðaskrifstofur sem gera út á Grikklandsmið. Einnig hefur hún leitt sérferðir til fjarlægari landa, meðal annars fyrir Vita og Bændaferðir. Í mörg sumur var Þóra fararstjóri á eyjunni Krít, en nú eru hafnar þangað ferðir aftur eftir nokkurra ára hlé. Í dag einbeitir Þóra sér áfram að því að kynna Íslendingum Grikkland sem áhugaverðan áfangastað, enda búi landið yfir töfrum sem gera ferðalög þang- að ógleymanleg. Í þessu efni vinna þau saman, Þóra og Makis Tsoukalas eiginmaður hennar, sem er hluthafi og framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Passepartout í miðborg Aþenu. „Í Grikklandi stendur vagga vestrænnar menningar. Fyrir ár- þúsundum voru þar uppi merkir menn sem settu fram kenningar í hinum ýmsu vísindum, svo sem heimspeki, sagnaritun og stjórnmálafræði. Aþena var leiðarljós hins forna heims og við lif- um enn í bjarmanum af henni,“ segir Þóra sem er sagnfræðingur og býr í Varkiza, 6.000 manna fiskibæ við Eyjahafið, um 30 kíló- metra utan við höfuðborgina. „Vaxandi fjöldi ferðamanna sækir á þessar slóðir,“ segir Þóra sem nýlega opnaði vegginn Grikklandsgaldur á Facebook. Er þar að finna margvíslegan fróðleik um land og þjóð. „Grikklandsferðir henta vel fólki sem vill fræðast og skilja hið stóra samhengi sögunnar, en jafnframt kynnast fegurð lands og eyja,“ segir Þóra sem á von á nokkrum íslenskum hópum til Grikklands á þessu ári. Almennt segist hún skynja vaxandi áhuga fólks á landinu. Það hafi sannarlega verið í umræðunni síðustu árin vegna efnahagsþrenginga, rembihnúts sem nú sé að rakna upp. GRÍSKIR GALDRAR ÞÓRU VALSTEINSDÓTTUR Í bjarma Aþenu VAGGA VESTRÆNAR MENNINGAR ER Í GRIKKLANDI. ÞAÐ ER MARGT FRAMANDI VIÐ EYJAHAFIÐ OG TILVALIÐ AÐ SETJA KOMPÁSSTRIKIÐ Á AÞENU. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þóra Valsteinsdóttir hefur búið í rúmlega þrjátíu ár í Grikklandi og starfað sem fararstjóri, bæði þar og í fjarlægari löndum. Himinn og haf. Á Santorini sem er vinsæll ferðamanna- staður á Grikklandi. Á eyjunni Skopelos. Kirkjan og kletturinn voru sviðsmynd brúð- kaupsins í kvikmyndinni Mamma mia sem gerð var fyrir nokkrum árum og náði miklum vinsældum. Með íslenskum hópi við Parþenonhofið á Akrópólis. Grikkland er komið á kortið eftir að rembihnútur krepp- unnar hefur verið rakinn upp. Ferðalög og flakk Fylgstu með flugumferð *Hér áður fyrr þótti nýbreytni að geta vaktaðkomur og brottfarir flugvéla í rauntíma á texta-varpinu og síðar á vefnum. Með fría snjallsíma-forritinu FlightRadar24 er hægt að ganga skref-inu lengra. Þar er hægt að virða fyrir sér flug-umferð hvar sem er í heiminum í rauntíma. Því skalekki haldið fram að þarna sjáist án vafa allar flugvélar alls staðar. Það er hins vegar óneitanlega merkilegt að geta virt fyrir sér umferðina í háloftunum í rauntíma. Pastellitaðar húsalengjurnar eru einkennandi fyrir Notting Hill. Litadýrðin verður ekki rakin til frumbyggja hverfisins heldur karabískra innflytjenda frá gömlum nýlendum Breta, sem flykkt- ust til landsins eftir seinna stríð. Þá var hverfið langt í frá jafn eftirsótt og það er í dag – enda hefur verðþróunin tekið kipp bara á síðustu tveimur áratugum eða svo. Í dag byggja Notting Hill einkum bankamenn í bland við stór- stjörnur og smástirni af sviði stjórnmála og skemmtanaiðnaðar. Hafa núverandi eigendur leyft litadýrðinni að lifa, sem er vel. Er margt vitlausara að gera í Lundúnaborg en að rölta hér um götur eins og Elgin Crescent og fleiri. Oft á tíðum leynast líka huggu- legustu krár, kaffihús og gallerí í huldum hliðargötum. Gunnhildur Ríkjandi litagleði í húsum í Notting Hill er óneitanlega upplífgandi. Ein þekktasta gatan í Notting Hill. Litadýrðin lifir Fjöldi gourmet-búða er í hverfinu. PÓSTKORT F RÁ NOTTING HILL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.