Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 24
Morgunblaðið/Ernir B andarískar rannsóknir gefa til kynna að átta af hverjum tíu þar í landi leiti að heilsufarsupplýsingum á net- inu. Sex af hverjum tíu hafa notað netið til að leita uppi aðra einstaklinga með svipuð vandamál og þeir glíma við sjálfir. Þótt ekki hafi verið gerðar eins viðamiklar rannsóknir hérlendis á þessu fyrirbæri er ljóst að Íslendingar sækja í miklum mæli á Facebook til að nálgast þessar upplýsingar. Undanfarin ár hafa fræðimenn á sviði hvers kyns heilbrigðisvísinda haft mikinn áhuga á að skoða hvernig notendur Face- book nota vefinn til að nálgast upplýsingar um heilsufar. Rannsóknum á þessu ber ekki endilega alltaf saman en þó virðist það al- mennt vera tilhneigingin að fólk opni sig í auknum mæli á samfélagsmiðlum um sitt heilsufar, ekki síst í því skyni að ná til ann- arra í svipuðum eða sömu sporum. Heilbrigð samfélög? Nokkrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu árum sýna að þeir sem nota Face- book til að leita uppi aðra einstaklinga, sem t.d. eru með sama sjúkdóm eða glíma við svipuð heilsufarsvandamál, gera það ekki síst í því skyni að fá tilfinningalegan stuðning. Fólk virðist með öðrum orðum ekki endilega leita að lækningu eða lausn heldur frekar andlegum stuðningi. Í rannsókn sem gerð var á stórum spjall- hópi á Facebook þar sem notendur ræddu sín á milli um sykursýki og deildu reynslu sinni af sjúkdómnum kom í ljós að það skipti notendur máli að vera hluti af hópi, sú upp- lifun var ekki síður mikilvæg en leitin að upplýsingum um sjúkdómseinkenni. Aðrir rannsakendur hafa lýst áhyggjum af þessari þróun og telja að netsamfélög þar sem eru tilteknir sjúklingahópar eða fólk í leit að bættri heilsu gefi notendum falskt ör- yggi. Andlegi stuðningurinn sé mikilvægur en notendur verði að hafa í huga að þátttaka í slíkum samfélögum komi ekki í stað þess að eiga samskipti í raunheimum. Einn af þeim fræðimönnum sem hafa bent á þetta viðhorf er Guðbrandur Árni Ísberg en hann hefur bent á að erfitt sé að upplifa nánd á Facebook. Svipað kemur fram í þeim rann- sóknum sem skoðaðar eru á tengslum heilsu- farsupplýsinga og Facebook. Samfélag við fólk með lík vandamál, eða sama sjúkdóm, sé mikilvægt ekki síður en upplýsingaleitin á netinu. Almennt meðvitaðra um heilsuna Svo virðist sem fólk sem leitar sér að stuðn- ingi á Facebook sé almennt meðvitaðra um eigin heilsu en aðrir. Ein nýleg rannsókn sem birt var í Computers in Human Behavi- or sýnir að þeir sem leituðu að upplýsingum um heilsufar og leituðu eftir samfélagi um tiltekin heilsufarsvandamál voru líklegri til að vera sérlega meðvitaðir um eigin heilsu. Þessir einstaklingar voru þó ekki endilega með meiri vandamál eða líklegri til að hafa tiltekna sjúkdóma, heldur höfðu áhuga á að taka ábyrgð á eigin heilbrigði og leita sér upplýsinga sem gætu aðstoðað við að byggja sig upp. Við ritun greinarinnar er byggt á nokkr- um greinum af hvar.is sem birst hafa í rit- rýndum tímaritum undanfarið ár. HEILSA OG FACEBOOK Heilbrigðari með hjálp netsins? Þótt Facebook sé stórt samfélag innan netheima þar sem hægt er að deila reynslu sinni og lausnum vegna ýmissa heilsufarsvandamála – og hvaða mála sem er raunar – þá er ekkert sem kemur í staðinn fyrir mannlega nánd og samskipti manna á milli í raunheimum. Morgunblaðið/Golli * Fólk sem leitar að heilsufars-upplýsingum á Facebook er oftar en ekki að leita að andlegum stuðningi. * Fólk sem leitar að heilsufars-upplýsingum á Facebook er gjarnan meðvitaðra um eigin heilsu en aðrir. * Þótt hópar á Facebook geti veriðstuðningur veita þeir ekki nánd líkt og samfélag við fólk í raunheimum. ÞAÐ FÆRIST Í VÖXT AÐ FÓLK LEITI SÉR UPPLÝSINGA UM HEILSU Á NETINU. FÓLK SEM GLÍMIR VIÐ EINHVER SJÚKDÓMSEINKENNI EÐA SÉRSTÖK HEILSUFARSVANDAMÁL LEITAR GJARNAN AÐ ÖÐRU FÓLKI MEÐ SVIPUÐ VANDAMÁL TIL SKRAFS OG RÁÐAGERÐA, TIL DÆMIS Á SAMFÉLAGSMIÐLUM. MARGIR HÓPAR HAFA SPROTTIÐ UPP Á FACEBOOK ÞAR SEM FÓLK DEILIR SÖGUM, REYNSLU OG LAUSNUM. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Heilsa og hreyfing Ýmsir hafa fagnað því að í fata- verslunum er mun oftar hægt að sjá gínur sem passa í stærri núm- er og er stillt upp á áberandi stöðum í verslunum. Þykir það vinna gegn staðalímyndum. En það eru ekki allir á eitt sátt- ir og er þá ekki verið að ræða um Karl Lagerfeld eða aðra tískuhönnuði heldur er það heilbrigðisráðgjafi bresku rík- isstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum sínum af þessari þróun og segir eitthvað á milli mega vera. Hann segir að með því að hafa gínurnar í stærðum á borð við 16 sé verið að segja fólki að það sé eðlilegt og allt í lagi að vera í yfirþyngd og normalísera þannig þann heilsufarslega vanda sem offita er á Vesturlöndum. Meðvitund um hve mikil og slæm áhrif offita getur haft á heilsufar fólks sé minni og þessar aðgerðir verslunarmanna séu ekki til þess að bæta þar úr. Verslunarmenn í Bretlandi segja hins vegar að gínur í stærð 16 endurspegli vöxt „alvöru“ breskra kvenna. Heilbrigðis- ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að hvorki megi gera eðlilegt að vera of grannur eins og tískuiðn- aðurinn hefur oft verið hallur undir að gera, né að það að vera yfir kjörþyngd sé líka allt í lagi. Hins vegar átti fólk sig oftar en ekki á því að það sé of feitt og einnig sé að koma upp að það átti sig ekki á því þegar börnin eru of þung. Debenhams var fyrsta verslunin þarlendis til að nota gínur í stærð 16 til að stilla upp í versl- uninni og hafa fleiri verslanir fylgt í kjölfarið en meirihluti verslana notar þó gínur í stærð 8 eða 10. Á það hefur einnig verið bent að því meira sem úrvalið er af fötum í mjög stórum stærðum, því lík- legra sé að fólk haldi að það sé eðlilegt að vera í yfirþyngd og loki því augunum fyrir vandanum. Í Bretlandi eru tveir þriðju fólks yfir 18 ára í yfirþyngd og um þriðjungur barna og ung- menna. Offita er vaxandi vandamál hérlendis en Íslendingar eru ein feitasta þjóð Evrópu. HEILBRIGÐISVANDI EKKI BÆTTUR MEÐ STÆRÐ 16 Of stórar gínur ekki af hinu góða Gínur og módel sem tískuhönn- uðir og verslanir nota til að sýna vöru sína eru í vaxandi mæli í stærri stærðum. Heilbrigð- isráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segir það jafn slæma fyrirmynd og gínur í of litlum stærðum. Hugleiðsla vefst fyrir mörgum enda líður okkur oft eins og við höfum ekki tíma til að sitja kyrr og reyna að koma böndum á hugsanir sem fljúga á ógnarhraða um hugann. Góð leið til að byrja er að taka frá nokkrar mínútur á dag. Fyrir upptekna sem vilja ná að kyrra hugann getur verið fínt að láta símann pípa þegar tími er kominn á hugleiðslu. Fimm mínútur á dag eru ágætis byrjun. Hugleiðsla þarf ekki að vera flókin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.