Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Side 26
Hamskipti var hugmyndin á bak við herbergi Ólaf-
ar og Unnar en sú hugmynd leiddi þær að rjúpunni
sem er eini íslenski fuglinn sem breytir um lit eftir
árstíðum. „Rjúpan er lykiltegund í íslensku vistkerfi
og einn einkennisfugla íslenskrar náttúru. Okkur
fannst skemmtilegt að hugsa til þess að ferðamenn
sem koma til Íslands eru nokkurn veginn eins og
rjúpur, en þá er hægt að „spotta“ hvar og hvenær
sem er í bænum í neon-litum útivistarklæðnaði
með stórar og fyrirferðamiklar myndavélar. Líkt og
með rjúpuna þegar hún er að reyna að falla inn
umhverfið sitt í hamskiptum. Efnisnotkun, litaval,
form og annað ræðst því út frá rjúpunni og um-
hverfi hennar,“ segja þær Unnur sem útskrifaðist
með B.A. í arkitektúr vorið 2013 og Ólöf sem út-
skrifaðist úr vöruhönnun sama ár.
ÓLÖF RUT STEFÁNSDÓTTIR OG UNNUR ÓLAFSDÓTTIR
Einkenni íslenskrar náttúru
Herbergi Sólveigar og Guðnýjar heitir Hrafntinna og
er það innblásið af samnefndum steini en innblásturinn
kemur helst fram í lit og áferð veggja og gólfs. „Hót-
elherbergi er tímabundinn áfangastaður og við
ákváðum að nýta okkur það eðli til að hanna rými sem
við kæmust ekki upp með annars staðar. Á móti svarta
litnum er spilað með lýsingu sem endurspeglast í öllum
flötum rýmisins og eykur dýpt þess,“ segja Sólveig og
Guðný sem báðar útskrifuðust 2013 með BA-gráðu í
arkitektúr frá Listaháskóla Íslands.
SÓLVEIG GUNNARSDÓTTIR OG GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Nýta eðli áfangastaðarins
Herbergi Ylfu og Hörpu ber heit-
ið Skjótt skipast veður í lofti og
er það vísun í andstæður og
hversu stutt getur verið á milli
gjörólíkra upplifana á Íslandi.
„Vinnan að verkefninu hefur
verið mjög skemmtileg, við út-
skrifuðumst saman úr vöruhönn-
un 2012 og er þessi vika búin að
vera hálfgert endurlit í námið,
vökunætur, kaffiþamb, skrítlur,
hugarflug, hláturköst og skrítnar
búðarferðir,“ segja þær Ylfa og
Harpa sem útskrifuðust úr vöru-
hönnun úr Listaháskóla Íslands
2012.
YLFA GEIRSDÓTTIR OG HARPA BJÖRNSDÓTTIR
Stutt á milli ólíkra upplifana
„Aðalhugmyndin á bak við hönnunina okkar er slabbið,
eðal íslenskt slabb. Við erum með marmaraáferð á nátt-
borðunum, það minnir á svipaða áferð og á bílasnjó,“
segja þær Helga og Ásta sem fengu innblástur úr hráum
íslenskum raunveruleika, en þær eru báðar útskrifaðar
úr myndlist. Helga og Ásta segja það áhugavert sem
myndlistarmenn að fá að hanna hótelherbergi þar sem
mörg listamannarekin rými séu að víkja fyrir nýjum hót-
elum. „Við ákváðum þá bara að taka listina inn í hótelin.
Þetta er leynilegt ráðabrugg hjá okkur.“
HELGA PÁLEY FRIÐÞJÓFSDÓTTIR OG ÁSTA FANNEY SIGURÐARDÓTTIR
Hrár veruleiki
Heimili
og hönnun *Sigríður Rún, grafískur hönnuður sýnir let-urverk sín, líffræði leturs, í Þjóðmenning-arhúsinu um helgina og er sýningin parturaf HönnunarMars. Að auki mun SigríðurRún verða með vinnustofur í fornlet-ursuppgreftri þar sem gestum, ungum semöldnum gefst kostur á að grafa eftir beina-
grindum fornra íslenskra bókstafa.
Líffærafræði leturs og uppgröftur
F
osshótel Lind í samstarfi við Listaháskóla
Íslands fékk átta nýútskrifaða nemendur
Listaháskólans til þess að umbreyta hótel-
herbergjum.
Fjögur tveggja manna lið fengu sitt herbergið
hvert ásamt styrkjum frá samstarfsaðilum verk-
efnisins. Hvert lið keppir síðan um besta her-
bergið og munu dómarar keppninnar, þeir Björn
Skaptason, Davíð T. Ólafsson og Greipur Gíslason
kynna sigurvegarana í lok næstu viku.
„Þessi hugmynd kviknaði árið 2012 hjá mér og
hótelstýrunni Ernu Dís.
Við vildum skapa tækifæri fyrir nýútskrifaða
hönnuði og aðstoða þá við að koma sér á fram-
færi, einnig er þetta skemmtileg upplifun fyrir
túristana,“ segir Anna Sigurðardóttir verkefna-
stýra. keppendurnir unnu herbergin út frá þem-
anu Ísland en hver hópur valdi sér síðan hug-
mynd til þess að vinna út frá þemanu.
„Keppendurnir fá 50.000 kr. gjafkort frá Foss-
hóteli, 50.000 kr. gjafakort frá IKEA, 20.000 kr.
frá Slippfélaginu, 25.000 kr. frá Textílprentun Ís-
lands og 15.000 kr. inniegn frá Vogue. Þetta er
það sem við veitum þeim en síðan mega þau bara
prútta, díla og víla,“ segir Anna og bætir við að
enn séu fjögur herbergi eftir á hæðinni og
stefnt sé á það að endurtaka verkefnið á næsta
ári.
Umbreyta hótelherbergjum
FJÖGUR TVEGGJA MANNA LIÐ NÝÚTSKRIFAÐRA NEMENDA LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS
FENGU ÞAÐ VERKEFNI AÐ UMBREYTA HÓTELHERBERGJUM Á FOSSHÓTEL LIND. KEPPT
VERÐUR UM BESTA HERBERGIÐ OG VERÐA ÚRSLITIN KYNNT Í LOK VIKUNNAR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is