Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Page 36
Facebook keypti Oculus AFP *Oculus-gleraugun halda áfram að sláí gegn, jafnvel þótt þau séu ekki ennkominn í sölu. Mark Zuckerberg,stofnandi Facebook, tók upp veskiðí vikunni og festi kaup á fyrirtækinusem framleiðir þrívíddargleraugun,fyrir tvo milljarða dala. Græjurog tækni F rumkvöðlasetrið FLux Innovation Lounge í London hélt sýningu í vikunni á öllu því nýjasta sem frumkvöðlar þar á bæ hafa unnið að síðasta ár. Var þar margt að sjá, meðal annars snjallfataklefi, fyrir karla og konur, þar sem hægt er að máta föt án þess að fara nokkru sinni úr einni einustu spjör. Hver þekkir ekki þá tilfinningu að sjá fallega flík en ekki vita í hvaða lit eða númeri hún á að vera. Það eru því teknar margar flíkur inn í lítinn mátunarklefa og það tekur mikinn tíma. Sumum finnst þetta gaman en aðrir eru minna spenntir fyrir þessari at- höfn. Með öskrandi börn og jafnvel suðandi maka getur þetta ver- ið allt annað en auðveldur tími. Nú er hinsvegar þetta vandamál leyst því það tekur stutta stund að skipta um föt í sýndarklefanum og með einum smelli skiptir flíkin um lit, númer og jafnvel áferð. Átta myndavélar fylgjast með hverri hreyfingu þeirra sem stíga inn í klefann og þegar búið er að ákveða sig er einfaldlega ýtt á panta vöru og gengið að kassanum. Bleik kápa, ekkert mál. Hægt er að breyta litunum með ein- földum hætti og máta kápuna í hvaða lit sem búðin býður uppá. Á kynningunni var sagt að að þetta væri líkt því að horfa í snjallspegil en átta myndavélar fylgjast með hverri hreyfingu. Einn svona klefi er nú þegar í notkun, í lúxusverslunarmiðstöðinni The Galleria í Abu Dhabi. Klefinn er ekki bara hannaður fyrir konur heldur einnig karlmenn þar sem þeir geta prófað boli, peysur og buxur. Kona prófar að setja veski með sem fylgihlut við þennan fallega bláa kjól. Með gagnvirkri tækni er hægt að kalla fram allskonar aukahluti. AFP TÆKNIN KÍKIR Í BÚÐIR Máta án þess að skipta Í FRUMKVÖÐLASETRINU FLUX INNOVATION LOUNGE Í LONDON HEFUR VERIÐ SETTUR UPP SÝNDARMÁTUNARKLEFI. ÞAR ER HÆGT AÐ MÁTA HEILA BÚÐ ÁN ÞESS AÐ SKIPTA UM FÖT. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.