Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 38
Besta tónlistarveitan Það er enginn hægðarleikur að gera upp á milli þeirra fjölmörgu tónlistarveitna sem eru í boði fyrir íslenska neytendur. Allar hafa þær bæði kosti og galla. Ef þú vilt öðru fremur nálgast innlenda tónlist, þá er Tónlist.is líklegt til að þjóna þér vel, en að öðru leyti er erfitt að velja hana fram yfir stærri erlend- ar þjónustur á borð við Deezer, Rdio og Spotify. Hin franska Dee- zer.com býður upp á mest úrval tónlistar, en þar má velja úr rúm- lega 30 milljón lögum til að hlusta á. Það býður þér hins vegar ekki upp á að hlusta á tónlist nema í tvær klukkustundir á mánuði án þess að ger- ast áskrif- andi og not- endaviðmótið hefur heldur ekki heillað undirrit- aðan. Rdio.com ber hins vegar af hvað varðar notendaviðmót. Það er auðvelt í notkun, en að sama skapi býður það ekki upp á jafn mikið úrval tónlistar og Deezer eða jafn marga notendur og Spotify. Sví- arnir í Spotify bjóða upp á rúmlega 20 milljón lög að hlusta á, auk þess sem þeir bjóða upp á mest fram- boð gegn gjaldfrjálsri áskrift, ótak- markað framboð af lögum gegn því að hlusta á auglýsingar og tak- markað framboð laga í símaforriti. Þá er mikið magn viðbóta í boði fyrir forritið sem hjálpa þér að uppgötva nýja tónlist. Vefviðmót Spotify er hins vegar ekki mjög frambærilegt og forritið á það til að frjósa eftir mikla notkun, sér- staklega á PC-vélum. Sigurvegari: Það er eiginlega ekki hægt að velja vitlaust í þessum flokki. Spotify fær þó kökuna, aðallega fyrir það að bjóða upp á mest virðið í gjaldfrjálsri áskrift og mikið framboð af viðbótum sem hægt er að fá fyrir forritið. Besta skýjageymslan Nú spretta upp skýjageymslur (cloud storage) á öðru hverju horni netsins. Skýjageymslur gefa kost á að geyma gögn miðlægt í gagna- verum og nálgast þau úr ólíkum vélum yfir netið þegar þurfa þykir. Þú þarft því ekki að eiga afrit af skjali á tölvunni heima og í vinnunni, þú getur nálgast það hvar sem þú hefur nettengingu. Ris- arnir Google og Micro- soft hafa tekist á um hylli notenda undan- farið. OneDrive frá Microsoft (áður Skydrive) býður upp á 7 GB af gjaldfrjálsu geymsluplássi og nána tengingu við Office-vöndulinn. Fyr- ir fólk sem vinnur nær eingöngu í Office-forritum, s.s. Word eða Ex- cel, þá er OneDrive gríðarlega hentugt. Þá er það samtengt við netútgáfu af Office-forritunum, sem gerir þér kleift að vinna í skjölum yfir netið, án þess að hlaða því niður. Google býður upp á þjónustu sem kallast Drive og er um margt svipuð, en kostnaðurinn er lægri. 15 GB fást án endur- gjalds, og hægt er að fá 100 GB gegn $2 á mánuði. Fyrir þá rúm- frekustu er svo hægt að fá tera- bæti á mánuði fyrir $10. Google Drive er nátengt Google Docs, sem er einfaldur skrifstofuvöndull Go- ogle. Þó svo að hann keppi ekki við Office-pakkann frá Microsoft hvað varðar möguleika, þá er hann flest- um feikinóg. Helsti kostur Google Drive er þó hve auðvelt er að vinna samhliða í Google Docs- skjölum sem samræma sig gegnum Drive. Dropbox er sú skýjageymsla sem hefur notið hvað mestra vin- sælda, og ekki að ósekju. Hún er gífurlega einföld í notkun og er einna næst því að vera miðlæg framlenging af harða drifinu þínu. Dropbox gerir þér einfalt að geyma skjöl á hvaða sniði sem er, og virkar nær snurðulaust á öllum stýrikerfum. Það býður hins vegar bara upp á 2 GB af gjaldfrjálsri geymslu, en fyrir $10 á mánuði má fá 100 GB. Dropbox hefur átt í samkeppni við mjög svipaða þjónustu sem nefnist Box- .com, en svo virðist sem Box.com ætli sér nú að einbeita sér að fyr- irtækjum og öðrum sem þurfa auk- ið öryggi við geymslu gagna. Sigurvegari: Dropbox er sú lausn sem passar flestum til þess að geyma ólík gögn óháð sniði og stýrikerfi, en bæði OneDrive og Google Drive hafa umtalsverða kosti, hvort á sinn hátt. Besti vafrinn Vafrar eru að mörgu leyti eins og fótboltalið. Fólk tekur ástfóstri við vafrann sinn og neitar alfarið að skipta þó að á móti blási. Það er þó töluverður munur á milli vafra ef nánar er að gáð. Internet Explorer og Safari eru þeir vafrar sem fylgja Micro- soft-vélum annars vegar og Apple-vélum hins veg- ar. Þeir eiga það sameig- inlegt að vera hannaðir gagngert til þess að virka sem hluti af ákveðnu stýrikerfi og líða fyrir það. Til dæmis eru þeir báðir lélegir til þess að lesa htm. Um skeið naut Firefox mikilla vinsælda en hann hefur dalað talsvert með tilkomu Google Chrome-vafrans sem er mest notaði vafri heims um þessar mundir. Helstu kostir Chrome og Firefox umfram Safari og Explorer eru annars vegar hraði og hins vegar fjöldi viðbóta sem hægt er að fá fyrir þessa vafra. Chome hefur um talsvert skeið verið hraðasti vafrinn. Hann er bæði fljótastur að ræsa sig og fljótastur að hlaða vefsíður. Helsti galli Chrome er að hann er oft frekur á vinnsluminni. Jafnvel umfram aðra vafra. BARA ÞAÐ BESTA Á NETINU ER NÓG AF ÖLLU OG ÞAÐ GETUR VERIÐ SNÚIÐ AÐ VELJA ÞÁ ÞJÓNUSTU SEM HENTAR BEST HVERJU SINNI. GREINARHÖFUNDUR HEFUR TEKIÐ SAMAN LISTA YFIR ÞAÐ SEM HONUM HEFUR REYNST BEST GEGNUM TÍÐINA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Þægilegasta lausnin á netinu valin 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Græjur og tækni Android-spjaldtölvur eru til margs brúklegar (og iPad svosemlíka), en ná þó ekki að leysa fyllilega af hólmi tölvur með full-komnari stýrikerfi, sérstaklega ef nota á vélarnar til að keyra umfangsmikil forrit. Svar við því er einfalt: Keyra fullvaxið stýrikerfi á viðskomandi spjaldtölvu eins og Lenovo gerir til að mynda með ThinkPad 8. Spjaldtölvur eru til margra hluta brúkleg- ar, en notagildið takmarkast þó að stórum hluta við upplýsingaöflun og skemmtun; það er ekki gott að vinna á spjaldtölvu, eins og þeir komast að sem reyna að leggja borðtölvunni fyr- ir fullt og allt og treysta á spjaldið. Það ræður eflaust nokkru að vefsetur víða um heim eru almennt illa sniðin fyrir spjaldtölvur, en líka það að þó Android og iOS séu framúrskar- andi stýrikerfi á sinn hátt þá vantar ýmsan veiga- mikinn hugbúnað. Svar við slíkum vanda er náttúrlega að nota á spjaldtölvunni útbreiddari, og öflugri, stýrikerfi, eins og ýmsir framleiðendur eru teknir að gera og sjá má til að mynda á nýrri spjaldtölvu frá Lenovo – ThinkPad 8, en eins og nafnið bendir til keyrir hún Windows 8, eða réttara sagt Windows 8.1 Pro. Fyrir vikið er hægt að setja upp á henni dæmi- gerðan Windows-hugbúnað, til að mynda Office 365 og hvaðeina. Það reyndist líka vel að keyra á henni prufuáskrift að Office 365 (sem er reyndar mjög sniðug útfærsla að mörgu leyti. Að því sögðu þá er sitthvað í Windows 8.1 ekki fullgert fyrir spjaldtölvunotkun eins og kemur í ljós þegar maður fer útúr nýja við- mótinu og inn í það gamla, sem er að mestu óbreytt frá því Windows XP kom út. Draumastaðan er vitanlega að geta haldið sig í Metro- viðmótinu, en ekki raunhæft – verður það kannski í Windows 9. Örgjörvi í vélinni er 2,4 GHZ fjögurra kjarna In- tel ATOM Z3770. Vinnsluminni er 2 GB, en annars er 64 GB pláss fyrir gögn í henni. Skjárinn er mjög fínn, 8,3" FHD með svo- nefndu Dragontrail-gleri, sem er örþunnt, en þó sterkt og rispuþolið. Upplausnin er 1920 x 1080 díla, 273 ppi og skjákortið Intel HD. Á vélinni er HDMI-tengi og eins USB 3.0 tengi, en bæði eru þau af minni gerðinni – micro- tengi. ThinkPad 8 kostar 144.900 kr. í vefverslun Nýherja. STÓRT STÝRIKERFI Í LITLUM PAKKA NÝ SPJALDTÖLVA FRÁ LENOVO, THINKPAD 8, ER FORVITNILEG FYRIR MARGAR SAKIR OG ÞÁ KANNSKI HELST AÐ HÚN KEYRIR FULLVAXIÐ STÝRIKERFI – WINDOWS 8.1, ÞÓ HÚN SÉ EKKI NEMA RÍFLEGA 8" AÐ STÆRÐ. * Að sögn framleiðanda er raf-hlöðuending allt að átta tímar og Lenovo heldur því fram að vélin geti beðið í allt að sautján tíma. Þó ekki hafi ég sannreynt það þá er endingin vissulega afskaplega góð, nær ekki iPad-endingu en mjög góð engu að síður. Sér- staklega fanst mér eftirtektarvert hve biðtíminn var langur. * Bakið á vélinni er úr áli, engúmmírönd á köntunum - mjög traustbyggð vél við fyrstu snert- ingu og frekari kynni. Hún er 22,4 x 13 x 0,8 sm að stærð og 430 g að þyngd, eiginlega passlega þung. Aðalmyndavélin er 8 MP, en á framhliðinni er 2 MP myndavél. * Sem spjaldtölva er vélin fyr-irtak, létt og þægileg í meðförum. Hún er líka spræk, þó hún sé að keyra fullvaxið stýrikerfi, Wind- ows 8, og eins þegar Office-forrit eru ræst. Hún er greinilega ætluð fyrir fyrirtækjanotkun, enda Windows 8.1 Pro sett upp á henni og svo styður hún TPM 2.0 öryggisstuðulinn og Bitlocker og líka dulritun minniskorta. ÁRNI MATTHÍASSON Græja vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.