Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna * Það er ekki eingöngu láglaunafólk sem lifir frá launaseðli til launaseðils.Í rannsókn Princeton-háskóla og NYU kom í ljós að þriðjungur allra bandarískra fjölskyldna á ekkert aflögu í lok mánaðarins og að tveir þriðju þeirra fjöl- skyldna sem nota upp allar tekjur sínar í mánuðinum eru með allgóðar tekjur og ágæta eignastöðu. Rannsóknin sýndi líka að þessi þrönga fjárhagsstaða varir skemur hjá hátekjufólki, eða að jafnaði í 2,5 ár, en lengur hjá þeim sem eru með tekjur í námunda við fátæktarmörk. Ekki bara þeir fátæku sem skrimta Sigrún Daníelsdóttir er sálfræðingur og starfar sem verkefnisstjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. Hún hefur staðið fyrir samfélagsbaráttu á sviði líkamsvirðingar um árabil og gaf á dögunum út barnabók sem ber heitið Kroppurinn er kraftaverk þar sem markmiðið er að efla jákvæða líkamsmynd barna og virðingu fyrir fjölbreytileika. Bókin fór beint á metsölulista tveggja stærstu bóka- verslana landsins. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fimm manna fjölskylda, mamma, pabbi, þrjú börn og slatti af fiskum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það er margt sem verður að vera til ef lífið á að ganga upp. Ef við eigum til dæmis ekki mjólk, brauð, egg, smjör, ost, morgunkorn og kaffi fer allt í vitleysu. Stundum þarf því að rjúka í Hagkaup um miðnættið til þess að hægt sé að byrja næsta dag með góðu. Hvað freistar mest í matvörubúðinni? Það er fátt sem freistar mín því ég er alltaf á hlaupum við að reyna að ljúka búðarferðinni af á sem skemmstum tíma. Það er meira vandamál að ég gleymi því sem þarf að kaupa, þess vegna reyni ég alltaf að vera með inn- kaupalista og fylgja honum. En ég kaupi eig- inlega alltaf það sama. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Við erum nægjusöm og gerum mjög lítið, kannski of lítið, af því að gera okkur daga- mun. Okkur foreldrunum finnst svo rosalega gaman í vinnunni þannig að við sækjum frek- ar í að gera meira af því heldur en að fara út og eyða peningum. Það er hagstætt fyrir budduna. Eyðir þú í sparnað? Já, við leggjum fyrir um hver mánaðamót og reynum að lifa á restinni. Stundum tekst það og stundum ekki. Við erum dáldið gamaldags með það að við viljum helst eiga fyrir því sem við kaupum, hvort sem það er stórt eða smátt. Skothelt sparnaðarráð? Hafa ekki kostnaðarsamar þarfir og vera ekki svag fyrir dýrum hlutum. Læra að njóta þess sem kostar lítið. Það er svo ótrúlega margt sem hægt er að gera sér til dundurs og ynd- isauka sem kostar ekki neitt. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Það fer eftir því hvar við verslum. Þessar miðnæturferðir í Hagkaup eru frekar kostn- aðarsamar. SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR Miðnæturferðir í Hagkaup „Ég er alltaf á hlaupum við að reyna að ljúka búð- arferðinni af á sem skemmstum tíma,“ segir Sigrún. Morgunblaðið/Kristinn Aurapúkanum þykir fátt leiðinlegra en að eyða peningum í að leigja eða kaupa aðgöngumiða á kvikmynd sem svo stendur ekki undir vænt- ingum. Þykir honum þá bæði illa farið með peningana, og ekki síður með tímann, því í þrjósku sinni er Púkinn vanur því að reyna að horfa á alla myndina til að reyna að fá peninganna virði. Púkinn hefur fundið út einfalda leið til að rata betur á myndirnar sem falla að smekk hans og skapi hverju sinni. Lausnin er Google. Það eina sem púkinn þarf að hafa fyrir er að reyna að muna eftir mynd af svipuðum toga og hann er í skapi fyrir þá stundina. Ef t.d. Aurapúkann dauðlangar að horfa á mynd sem býður upp á samskonar upplifun og the Matrix, þá slær hann inn leitarorðin „movies like the Matrix“. Google birtir þá runu af myndum sem allar eru keimlíkar ævintýrinu um kung-fú forritarann Neo. Með þessari aðferð rambar Aurapúkinn frekar niður á myndir sem kæta, og stundum uppgötvar hann gimsteina sem hann hafði ekki hugmynd um. púkinn Aura- Horfðu bara á góðar myndir Keanu Reeves á örlagaríku augna- bliki í The Matrix. B íleigendur ættu að kætast yfir því að veturinn er senn að baki. Bílar eru nefnilega ekki eins spar- neytnir í vetrarveðrum og þeir eru um hásumar. Hafa mælingar sýnt að í kringum -7°C notar bíll um 12% meira eldsneyti í innanbæj- arakstri en ef lofthitinn er 25°C. Merkilegt nokk eru áhrif kuldans enn verri á tvinnbíla og versnar orkunotkunin hjá þeim um 31-34% við sömu aðstæður, að því er Um- hverfisverndarstofnun Bandríkj- anna, EPA, greinir frá. Kalda veðrið eykur m.a. viðnám í vélinni, orka fer í að hita farþega- rými, sæti og rúður, og meira að segja er kalt loft þéttara í sér svo að vindmótstaðan er meiri. Þar með vita lesendur eitthvað satt og rétt um bensíneyðsluna, en hvað með allar ranghugmyndirnar? Fjármálavefurinn MarketWatch tók á dögunum saman lista yfir út- breiddar mýtur og misskilning um eldsneytisnotkun bíla. Þurfa ekki að vera litlir Fyrst á lista er sú ranghugmynd að eina leiðin til að spara eldsneyti sé að aka um á smábíl. Miklar frramfarir hafa orðið í smíði bílvéla á undanförnum árum svo að hægt er að finna bíla í venjulegri fjöl- skyldubíls-stærð sem fara mjög vel með eldsneytið. Af tíu sparneyt- nustu nýju bensín- og dísil-bílunum á Bandaríkjamarkaði árið 2014 er t.d. um helmingur í miðstærð eða stærri. MarketWatch segir það líka ekki rétt að beinskiptir bílar séu alltaf sparneytnari en sjálfskiptir. Þetta kann að hafa verið raunin áður fyrr en gírkassar hafa tekið miklum breytingum svo að í dag ná full- komnustu sjálfskiptingar oft betri eldsneytisnotkun. Ekkert vit í lausagangi Eflaust hefur mörgum lesendum verið kennt að það borgi sig ekki að drepa á bíl í lausagangi, því vél- in notar hvort eð er svo mikið elds- neyti í að ræsa sig upp aftur. Enn eina ferðina hafa verkfræðingar bílaframleiðendanna staðið í stykk- inu og þó svo að gamla reglan hafi kannski átt við um eldri vélar þá nota nýjar bílvélar mjög lítið elds- neyti við ræsingu. Þó er ekki ráð- legt að drepa á bílnum t.d. í hvert skipti sem stoppað er á rauðu ljósi því það getur slitið startaranum. Hvað með að leyfa bílnum að hita sig upp áður en ekið er af stað? Óhætt er að aka nýjum bílum af stað strax en góð regla er að aka ekki of geyst í fyrstu heldur leyfa vélinni að ná upp hita áður en hún er látin vinna undir miklu álagi. En allir vita að nýir bílar eru sparneytnastir en þeir gömlu drekka bensín í lítravís, eða hvað? Aldeilis ekki. EPA mælir eldsneyt- isnotkun bíla eftir 5.000 mílna akst- ur því þá hefur vélin fengið góðan tíma til að ganga til og eldsneyt- iseyðslan batnað frá því þegar bíll- inn var nýkominn af færibandinu. Eyðslutölurnar fara batnandi fyrstu árin sem bíllinn er í notkun og þurfa ekki að versna mikið eftir 10 eða jafnvel 15 ára notkun, að því gefnu að vel sé hugsað um ökutæk- ið. NOTA BÍLAR MEIRA BENSÍN MEÐ ALDRINUM? Algengar ranghugmyndir um bensíneyðslu leiðréttar ÞARF AÐ LEYFA VÉLINNI AÐ HITNA? EYÐIR ÞAÐ MEIRA BENSÍNI AÐ RÆSA VÉLINA AFTUR EN AÐ LÁTA HANA GANGA? ERU SMÁBÍLAR EINI SPARNAÐARKOSTURINN? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Mælingar hafa sýnt að eldsneytiseyðsla bíla minnkar með notkun fyrstu árin. Eyðslan eykst ekki svo nokkru nemi með áframhaldandi keyrslu svo fremi að vel sé hugsað um farartækið. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.