Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 G eorge Orwell birti mönnum nýja mynd af alræðisríkinu og opn- aði augu margra pólitískra blindingja. Bók hans 1984 og áður Dýrabær höfðu annað og meira bit en margt sem áður hafði verið skrifað. Orwell benti á að alræðisríkið væri stjórnmálalegt takmark í sjálfu sér en ekki tæki í þágu stórbrotinna hugsjóna eins og látið var í veðri vaka og alltof margir féllu fyrir. Alræðisríkið gengi sí- fellt lengra og vildi loks ekki aðeins ákvarða gerðir manna, heldur jafnframt og ekki síður hugsanir þeirra og hugmyndir. Þöggun er upplýst umræða Öfugmælin, hinar óskeikulu yfirlýsingar alræðisins, voru táknmyndir þessa: „Stríð er friður. Frelsi er ánauð. Fáfræði er máttur.“ Þar sem alræði öfugmælanna ríkti, eins og í Dýrabæ, gat það ekki gert inntaki jafnaðarhugsjón- arinnar skaða, þótt sum dýr væru miklu jafnari en önnur. Þvert á móti. Það undirstrikaði beinlínis jöfn- uðinn. Kommúnisminn kvaddi, að hluta til, með falli múrsins og kalda stríðið fór í humátt á eftir honum. Breytingin sem varð, þegar múrinn brotnaði óvænt, var svo stórbrotin að heimurinn kaus að gleyma því um stund að Kína, fjölmennasta ríki veraldar, lýtur enn kenningum kommúnismans, að minnsta kosti í orði kveðnu. Og norðan þess mikla ríkis er eins konar Árbæjarsafn alheimskommúnismans enn geymt og þar má skoða óhugnaðinn í upprunalegri mynd. Þar gengur starf safnstjórans raunar í arf og myndi sú til- högun vísast hafa verið notuð í bókum Orwells til að undirstrika hvílíkum hæðum alræði öreiganna eitt gæti náð. Á síðustu árum hafa verið nokkrir tilburðir til að sækja yfirskriftir og orðanotkun eins og óviljandi til Dýrabæjar. Velhljómandi og áróðurskenndar nafn- giftir hafa aukist í stjórnkerfinu á litla Íslandi og sum- ar þeirra eru jafnvel ekki alveg lausar við að vera væmnar. Þess háttar þróun er vísast bæði saklaus og skaðlítil í þróuðu lýðræðisríki eins og okkar og að því leyti annað en þau ósköp sem Orwell gaf líf. En skyld- leikinn leynir sér ekki, þótt fjarlægur sé. R-listinn sálugi í Reykjavík fór í heilmikinn hring- dans með nafngiftir í stjórnkerfi borgarinnar og var sú gluggaskreyting fjarri því að vera hjálpleg fyrir íbúa borgarinnar, sem þurfa að sækja þjónustu og eiga margvísleg samskipti við yfirvöldin. Einkamark- aðurinn hefur ekki heldur sloppið alveg við þessa þró- un. Stjórnmálaflokkar og frasasmíð þeirra enn síður. Þeir fara í vegferðir. Stunda umræðustjórnmál, segj- ast eiga upplýsta umræðu og forðast foringjaræði, reyna að komast að borðunum í leit að framtíðarsýn og þar fram eftir götunum. Og eftir þessum höfðum dansa margir limir. Smádæmin eru sum komin ná- lægt gráum svæðum væmninnar eins og þegar starfs- mannastjórar breytast í mannauðsstjóra. Velgjan fer upp í kok hjá mörgum fyrst þegar svona heyrist, en svo láta menn sig hafa það. Þess háttar orðakukl breytir þó ekki neinu, því að starfsmennirnir sem í hópskilgreiningu heita ekki lengur starfsmenn heldur mannauður eru eftir sem áður starfsmenn. Það renn- ur heldur betur upp fyrir mörgum þegar kreppir að og starfsmanni eða starfsmönnum er sagt upp, en ekki einhverju hlutfalli af mannauðnum í fyrirtækinu. Orð og gerðir Sjálfsagt er réttlætingin fyrir nafnbreytingum af þessu tagi sú, að einhverjir telja líklegt að þegar upp- hafin og gildishlaðin nöfn, en að vísu merkingarlaus, koma í staðinn fyrir einföld og töm heiti, þá aukist virðing og tillit að sama skapi. Umgengni verði önnur og betri við þá sem í hlut eiga, ef litið sé á þá sem hluta af mannauði en ekki sem starfsmenn. Þó hafa allir yf- irmenn, sem eitthvað geta, lengi áttað sig á að fátt gagnast stofnun eða fyrirtæki betur en öflugur, ánægður og samviskusamur starfsmaður. En þannig hittist á, að einmitt á sama tíma og breytt er um merkimiða af þessu tagi, þá er vélræn framganga gegn „mannauðnum“ að aukast, eins og nýleg dæmi sýna. Þegar tilekin ríkisstofnun (reyndar sú eina sem að lögum starfar í þjóðarþágu – enn einn ómerkilegur merkimiðinn) taldi sig neyðast til að segja upp starfs- mönnum var engu líkara en þeir sömu hefðu brotið af sér. Ef marka má frásagnir var tölvunetföngum lokað samstundis, og horft yfir axlir manna þegar persónu- legir munir voru settir í poka. Langreyndir starfs- menn, sem höfðu fyrir fáeinum árum breyst í mann- auð, höfðu lítið upp úr því á lokametrunum. Íslenskir gleðigjafar Það eru furðu mörg dæmi í íslensku þjóðlífi sem lík- legt er að George Orwell hefði haft gaman af. Áfeng- islög eru í gildi í landinu og þau voru sett til að tryggja einokun ríkisins á víni og að ofurskattar á þessa vöru skiluðu sér fljótt og vel til ríkisins. En í fyrstu grein Það eru ótrúlega margir í vinabæjar- sambandi við Dýrabæ *Nú liggur fyrir, staðfest í mörgum könnunum, að sáhópur innan Sjálfstæðisflokksins sem vill ganga í ESB er mun fámennari en þeir félagar og stuðn- ingsmenn Samfylkingarinnar sem ekki vilja ganga í það samband. Reykjavíkurbréf 28.03.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.