Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 BÓK VIKUNNAR Marco-áhrifin eftir Jussi Adler-Olsen er hin fínasta spennubók með ungri söguhetju sem lesandinn getur ekki annað en staðið með. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Á unglingsárum mínum var beinlín-is talin höfuðskylda að gefa ung-lingum bækur í fermingargjöf og var þetta áður en þægilegasta leiðin til að afgreiða slíkar gjafir þótti vera að setja einhverja þúsundkalla í umslag og skrifa utan á. Hið dæmigerða fermingarbarn þessa tíma komst ekki undan því að fá Passíusálma Hallgríms Péturssonar, stundum fleiri en eitt eintak, og ekki tók fermingarbarn við þeirri gjöf með hrifn- ingarstunu. Það viðhorf átti eftir að breytast með vaxandi þroska og fjöl- margir eiga ennþá þessa góðu ferming- argjöf í bókaskáp og eru stoltir af þeirri eign. Ein bók var það sem naut umtals- verðra vinsælda á þessum árum, bæði meðal ferming- arbarna og þeirra sem vildu gefa bók að gjöf. Þetta var Ljóðasafn Steins Steinars. Ferm- ingarbörn tóku mörg fagnandi á móti þessu safni, enda var Steinn mikils metinn í gagnfræða- skólum landsins. Jafnvel nemendur sem lítinn áhuga höfðu á ljóðum gátu ekki annað en hrifist af Að sigra heiminn, Á Valhúsahæðinni, Barn, Kvæði um Krist og Í draumi sérhvers manns. Þegar nemendur áttu að velja sér ljóð til upp- lestrar nutu ljóð Steins umtalsverðra vin- sælda. Steinn var sennilega eina ljóð- skáldið sem nemendur dáðu eins og poppstjörnu. Þeir skildu hann og fannst hann vera að yrkja til sín. Orðið „ég“ kemur ótal sinnum fyrir í ljóðum Steins og unga fólkið átti ekki í neinum vand- ræðum með að samsvara sig ljóðmæl- anda og Steinn sagði líka oft „þú“ og þá var hinn ungi lesandi sannfærður um að skáldið væri einmitt að tala til hans. Steinn var svo nálægt skáld og ekki upp- hafinn og fjarlægur. Svo var ekki verra að hann virtist vera utangarðs og misskil- inn snillingur – það féll sannarlega í kramið hjá ungmennum. Ljóðasafn Steins er komið út að nýju og mun vonandi rata í sem flesta gjafa- pakka til fermingarbarna. Þetta er bók sem allir verða að eiga og ekki slæmt að eignast hana á unglingsaldri. Orðanna hljóðan STEINN OG UNGA FÓLKIÐ Steinn Steinarr. Ljóðasafnið góða. S káldsagan Eftirköstin eftir Rhidi- an Brook er þriðja skáldsaga höfundar og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og Ridley Scott hefur tryggt sér kvik- myndaréttinn. Sögusvið bókarinnar er Ham- borg árið 1946. Lewis, yfirmaður í breska hernum, fær það verkefni ásamt breska hernámsliðinu að reisa borgina úr rústum. Lewis og fjölskylda hans fá til umráða glæsihýsi og Lewis leyfir eigendum hússins, ekkli og dóttur hans, að búa þar áfram, þrátt fyrir mikla andstöðu konu sinnar. Rhidian Brook byggir söguna á raunveru- legum atburðum í lífi afa síns. „Ég þekkti aldrei afa minn en faðir minn og föður- bróðir sögðu mér sögu hans,“ segir Brook. „Í lok seinni heimsstyrjaldar var hann í hernámsliði Breta í Þýskalandi en Þýskalandi hafði verið skipt í fjögur svæði og svæðið sem Bretar höfðu forræði yfir var sérlega illa leikið. Afi sá um uppbyggingu á svæði rétt utan við Hamborg og fékk til umráða hús auðugrar kaupmannsfjölskyldu og íbúunum var gert að flytja út. Afi minn brást mjög óvenjulega við og bauð íbúunum að búa áfram í húsinu ásamt sér og konu sinni og pabba sem þá var níu ára. Amma var mjög mótfallin þessu því hún leit á Þjóðverja sem óvini, en þarna bjuggu þau í fimm ár ásamt þýsku fjölskyldunni og smám saman þróaðist sterk vinátta milli þessa fólks. Þegar faðir minn sagði mér þessa sögu fyrir nokkrum árum vissi ég að hér væri komin gjöf til mín frá fjölskyldunni. Þetta var saga sem ég varð að segja. Í byrjun hugsaði ég söguna sem kvikmyndahandrit og fór að skrifa hana þannig en umboðs- maður minn vildi að ég skrifaði hana einnig sem skáldsögu og ég ákvað að verða við þeirri áskorun. Bókin mín er skáldsaga og atburðir gerð- ust alls ekki nákvæmlega eins og ég lýsi þeim, þótt ég nýti mér sögu afa. Það sem heillaði mig sérstaklega við þessa sönnu sögu afa míns var hversu mótfallin amma mín var því að deila húsi með Þjóðverjum. Sagan fjallar um það hvernig manneskjur takast á við reiði og andúð eftir að hafa verið særðar, þolað missi og upplifað hræði- lega atburði. Allir í sögunni hafa orðið að þola missi og þá skiptir ekki máli hvort við- komandi er Breti eða Þjóðverji, tilfinning- arnar vegna missisins eru þær sömu. Ég vildi fjalla um þetta og fyrirgefningu, end- ursköpun og réttlæti.“ Spurður hvort hann hafi lagst í mikla heimildavinnu við smíði skáldsögunnar segir Brook: „Það hefur ekki verið skrifað mikið um þetta tímabil, en ég fann bækur sem ég gat nýtt mér og byggði líka mikið á frá- sögnum pabba og föðurbróður. En ég þurfti vitanlega einnig að reiða mig á ímyndunar- afl mitt.“ Ridley Scott hefur keypt kvikmyndarétt- inn að bókinni og Brook segir að nú sé unnið að því að fínpússa handritið en vonir standa til að myndin verði tekin upp í Þýskalandi næsta vetur. Innan tíðar verður tilkynnt um leikstjóra og leikara. „Ég þekki kvikmyndaheiminn nokkuð vel því ég hef skrifað kvikmyndahandrit og veit að ekkert er öruggt í þeim heimi en útlitið er gott,“ segir Brook. „Mér er samt mikið í mun að bókin eigi sjálfstætt líf óháð kvikmyndinni.“ Hann segist vera með hugmynd að nýrri skáldsögu. „Ég hef gengið með hugmyndina lengi en sagan byggist á eigin reynslu, en árið 1987 þegar ég var 23 ára var ég í Bandaríkjunum og vann við að selja fiðrildi í glerkrukkum. Ég ætla að setja þessa reynslu mína í skáldskaparbúning og hlakka til að skrifa um tíma sem ég hef lifað sjálf- ur.“ SKÁLDSAGAN EFTIRKÖSTIN VERÐUR SENN AÐ KVIKMYND Gjöf frá fjölskyldunni „Það sem heillaði mig sérstaklega við þessa sönnu sögu afa míns var hversu mótfallin amma mín var því að deila húsi með Þjóðverjum,“ segir breski rithöfundurinn Rhidian Brook. BRESKI RITHÖFUNDURINN RHIDIAN BROOK ER HÖFUNDUR SKÁLDSÖG- UNNAR EFTIRKÖSTIN SEM HANN BYGGIR Á LÍFSREYNSLU AFA SÍNS. „Ég er mikið fyrir töffarabókmenntir á við þær sem Chuck Klos- terman, nafni hans Palahniuk og Bret Easton Ellis senda frá sér. Killing Yourself to Live, Fight Club og American Psycho koma fyrst upp í hugann. Þær tvær síðarnefndu urðu einnig að stórkost- legum kvikmyndum – kvikmyndum sem eldast mjög vel, ef einhver var að velta því fyrir sér. Núna er ég hins vegar að lesa The Fault in Our Stars (Skrifað í stjörnurnar) eftir John Green og ég er viss um að hún á eftir að enda í uppáhaldi. Þetta er ljúfsár og á köflum fyndin saga 16 ára dauðvona krabbameins- sjúkrar stúlku sem reynir af veikum mætti að gera sem minnst úr veikindum sínum. Hún er á tilraunalyfi sem heldur í henni lífinu en sjálf vill hún ekki láta hafa neitt fyrir sér. Þeg- ar pabbi hennar byrjar að kjökra er hún minnt á að foreldrar henn- ar hafa í raun þurft að helga líf sitt tilraunum hennar til að ná bata. Bókin er gríðarlega erfið aflestrar fyrir mig enda hræðist ég ekk- ert meira en dauðann. Stelpan er svo svo veik en svo svo auðmjúk, kaldhæðin, hnyttin og skemmtileg. Hún teymir mann áfram í lestr- inum. Ég hætti samt yfirleitt að lesa eftir tvo, þrjá kafla, tilfinn- ingalega tæmdur þangað til næsta kvöld þegar ég kveiki aftur á spjaldtölvunni.“ Í UPPÁHALDI ATLI FANNAR BJARKASON FJÖLMIÐLAMAÐUR Atli Fannar er að lesa Skrifað í stjörnurnar og lesturinn tekur á enda er sagan einstaklega tilfinningarík. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.