Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Síða 64
SUNNUDAGUR 30. MARS 2014 „Þessi dagur er mikilvægur til þess að auka vitund al- mennings um einhverfu. Við teljum mikilvægt að eyða staðalmyndum um einhverfu og ýta undir þá þekkingu á því að einhverfa er í raun einhverfuróf og einstaklingarnir innan þess eru jafn ólíkir og þeir eru margir,“ segir Rannveig Tryggvadóttir hjá Styrktarfélagi einhverfra barna. Félagið stendur fyrir átakinu Blár apríl sem snýr að því að auka vitund og umræðu um einhverfu. Átakið er tvíþætt en annars vegar verða byggingar og önnur þekkt kennileiti Reykjavíkurborgar lýst upp í bláum lit fyrstu vikuna í apríl eins og gert er um úti um all- an heim á alþjóðadegi einhverfunnar. Blá hús í borginni verða meðal annars Harpan, Hallgrímskirkja, Háskóli Ís- lands, forsætisráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Perlan og Ráðhús Reykjavíkur. Seinni hluti átaksins snýst um að hvetja sem flesta til að klæðast bláu frá toppi til táar 2. apríl, á alþjóðadegi ein- hverfunnar. Styrktarfélagið ætlar bæði að fá skóla- og leikskólabörn til liðs við sig sem og fyrirtæki og fá sem flesta til að halda upp á bláan alþjóðadag. „Í þessu samhengi er markmiðið annars vegar að ná sem allra flestum bláklæddum og hafa það dálítið gaman en einnig að fræða fólk um einhverfu í máli og myndum. Allt fjármagn sem safnast í kringum átakið mun renna óskert til kaupa á sérkennslugögnum fyrir einhverfa á grunnskólastigi en við verðum með sérstakt styrktar- númer sem er 902-1010.“ Helga Arnfríður Haraldsdóttir, barnasálfræðingur á Greiningarstöð segir mjög mikilvægt að þekking og skiln- ingur á þörfum barna á einhverfurófi sé til staðar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. „Skilningur og viðhorf okkar sem komum að kennslu og uppeldi þessara barna er for- senda þess að þau fái að dafna, efla og nýta færni sína, njóta lífsgæða og verða virkir þátttakendur í samfélaginu.“ Alþjóðlegur dagur einhverfu er haldinn blár víða um heim en á Íslandi verður sá siður tekinn upp í fyrsta sinn nú í apríl. ÁTAK FYRIR EINHVERFA FYRSTU VIKUNA Í APRÍL Kennileiti verða blá Ítalski vínframleiðandinn Vini Lunardelli hefur lengi skilið eftir sig beiskt bragð meðal túrista sem heimsækja búðirnar hans í Róm, Udinese og Rimini. Vín hans Il ventennio, Communist Collection og Der Führer skarta nefnilega myndum af einræðisherrum fyrri tíma. Il ventennio er með mynd af Be- nito Mussolini, Communist Collec- tion hampar Jósef Stalín meðal annars og Der Führer skartar sjálfum Adolf Hitler framan á flöskunum. Nú hefur Vini Lun- ardelli bætt einni flösku við sem skartar Hitler framan á sem hefur komið vínframleiðandanum aftur í fréttirnar. Vini Lunardelli byrjaði að selja þessi vín árið 1995 og kallar línuna sína „Í sögulegu samhengi“. Sjálf vínekran var tekin í notkun árið 1968. Árleg framleiðsla er í kring- um 100 þúsund flöskur. Vínlínan af einræðisherrunum dúkkar reglu- lega upp í fréttunum, sérstaklega flöskurnar úr Der Führer-línunni þar sem Hitler, Hermann Göring og nasistaslagorð eru framan á flöskunum. Það róar ekki magann fyrir stóra steik. FURÐUR VERALDAR Einræð- isvín til sölu Vini Lunardelli er vínekra í norðausturhluta Ítalíu. Vínin þaðan komast reglulega í fréttir en ekki fyrir bragð heldur umbúðirnar. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Ottó rútubílstjóri úr Simpson Þórólfur Matthíasson hagfræðingur Aðalheiður Steingrímsdóttir, fyrr. form. Félags framhaldsskólakennara Vodafone RED er komið til Íslands Ótakmörkuð símtöl og SMS óháð kerfi í alla farsíma og heimasíma á Íslandi Skiptu yfir í Vodafone RED Vodafone H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.