Morgunblaðið - 26.04.2014, Side 4

Morgunblaðið - 26.04.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 FLUGFARÞEGAR FÁ VSK AFÖLLUMGLERAUGUM SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala landbúnaðartækja hefur verið að aukast síðustu mánuði. Salan er þó enn langt undir því sem var fyrir hrun. Framkvæmdastjóri Þórs hf. telur að uppsöfnuð þörf bænda fyrir að endurnýja dráttarvélar og hey- vinnutæki sé farin að segja til sín. Sem dæmi um aukna sölu má nefna að 24 dráttarvélar voru fluttar inn fyrstu þrjá mánuði ársins. Það eru tvöfalt fleiri vélar en sömu mánuði á síðasta ári. Útlit er því fyrir að um 100 vélar verði fluttar inn á árinu í heild. Oddur Einarsson, framkvæmda- stjóri Þórs hf., segir að lítið hafi selst af landbúnaðartækjum síðustu ár. Fyrir hrun fjármálamarkaðarins hafi selst um 350 vélar á ári en það hafi farið niður í 20-40 vélar eftir hrun og lítið náð sér á skrið síðan. Þá hafi ver- ið nokkuð um að dráttarvélar og stærri heyvinnutæki hafi verið seld úr landi í hruninu. Segir Oddur að þótt salan hafi aukist að undanförnu sé langt í að hún svari áætlaðri end- urnýjunarþörf landbúnaðarins sem talin er vera 200-250 dráttarvélar á ári. „Það er erfitt að átta sig á því hvort þetta er raunverulegur vöxtur í at- vinnugreininni eða hvort þörfin fyrir endurnýjun er orðin svo brýn að bændur séu að fjárfesta af illri nauð- syn,“ segir Oddur. Hreyfing í fjósbyggingum Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Jötuns véla ehf., tekur í sama streng, segir að mun meiri sala sé í dráttarvélum. Þá segir hann að sala á heyvinnutækjum hafi aukist mjög. Ekki síst sé töluvert spáð í bún- að vegna breytinga á fjósum. Bændur séu að leita leiða til að auka mjólk- urframleiðsluna, ýmist með viðbygg- ingum til að geta fjölgað mjaltaþjón- um eða með því að byggja ný fjós. „Þetta er allt frá því að bæta við ein- um eða tveimur básum upp í það að byggja hús fyrir 200 til 300 kýr,“ segir Finnbogi. Arnar Bjarni Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Landstólpa í Gunn- bjarnarholti, segir að margir séu að athuga möguleikana á byggingu gripahúsa, ekki síst fjósa. Telur hann að nokkur fjós muni rísa á þessu ári. Nokkuð sé um bændur sem byggi við til að fjölga gripum og bæta við öðr- um mjaltaþjóni en einnig séu til at- hugunar áform um byggingu nýrra fjósa með 200-250 mjólkurkúm og fjórum mjaltaþjónum. „Það er bjartsýni í landbúnaði. Boðuð er aukning í framleiðslu. Það ýtir undir. Þá hafa bændur haldið aft- ur af sér í fjárfestingum frá því fyrir hrun. Þörfin hefur verið fyrir hendi en menn hafa verið að greiða niður skuldir og bæta sinn rekstur. Nú láta þeir þetta eftir sér, þora að taka skrefið,“ segir Finnbogi. Oddur Einarsson segir að góð sala hafi verið í tækjum til jarðvinnslu á síðustu árum. Veltir hann því fyrir sér hvort það hafi verið vegna endur- ræktunar túna í kjölfar kals. Korn- rækt hafi einnig verið að aukast þótt uppskera hafi verið léleg á síðasta ári. Þá hafi sala á heyvinnuvélum verið góð í fyrra og útlit fyrir að í ár verði aukning í sölu rúlluvélasamstæðna. Vonandi batnar afkoman Oddur segir að þrátt fyrir þessa þróun og hvatningu til framleiðslu- aukningar sé hljóðið í bændum ekk- ert sérstaklega gott. Afurðaverð til þeirra hafi lítið hækkað síðustu 5-7 árin en allar rekstrarvörur hækkað mikið á þeim tíma. „Það er viss þróun í gangi, kúabúin stækka og vélvæðing eykst. Vonandi skilar það bættri af- komu,“ segir Oddur.  Sala á dráttarvélum og öðrum landbúnaðartækjum eykst  Enn langt í land með að viðskiptin standi undir nauðsynlegri endurnýjun  Bændur breyta fjósum og byggja ný til að auka mjólkurframleiðslu Mikil þörf fyrir endurnýjun tækja Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Heyskapur Tækin stækkuðu fyrir hrun enda var þörf á því við stæðu- heyskap sem innleiddur hefur verið við hlið rúllubaggatækninnar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur á Seljavöllum í Hornafirði settu niður fyrstu kartöflurnar 9. apríl sl. Er það um viku fyrr en ofast hef- ur verið. Ef veður verður hagstætt koma fyrstu kartöfl- urnar á markað í lok júní og fljótlega í júlí má búast við töluverðu framboði af íslenskum kartöflum. Uppskeran var afar léleg síðasta haust í flestum kartöfluræktarhéruðum. Það varð til þess að birgðirnar hjá stórum söluaðilum, eins og Sölufélagi garðyrkju- manna, kláruðust að mestu fyrir áramót. Jóhannes H. Sigurðsson sölustjóri segir að það hafi verið viðbrigði frá árinu á undan þegar ágætar íslenskar kartöflur hafi ver- ið á markaðnum fram í apríl. Besta uppskeran í fyrra var í Hornafirði og segir Hjalti Egilsson á Seljavöllum að hornfirsku kartöflurnar hafi verið á markaði út febr- úar. Síðan hefur meginhluti kartaflna í verslunum verið innfluttur, eins og flestar tegundir útiræktaðs grænmet- is því uppskera brást í flestum greinum. Innlendir tómatar og gúrkur eru á markaðnum allt árið enda plöntunar lýstar í skammdeginu og á nóttunni. Þá segir Jóhannes að paprika sé að koma á markaðinn. Hjalti á Seljavöllum segir að vegna uppskerubrests í stórum kartöfluræktarhéruðum hafi óvanalega stór hluti uppskerunnar selst á uppskeruárinu. Það sé hag- stætt fyrir ræktendur, þeir þurfi ekki að taka vöruna í hús og geyma og meðhöndla. Þá hafi uppskeran nýst vel vegna þess hversu gott tíðarfar var þegar unnið var að uppskerustörfum og kartöflurnar hafi því verið vel undir veturinn búnar. Hjalti horfir með bjartsýni til sumarsins. Plast er sett yfir kartöflurnar sem settar eru niður snemma í apríl og það hjálpar þeim af stað. Ef veðrátta verður hagstæð í vor og sumar má búast við fyrstu hornfirsku kartöflunum á markað um mánaðamótin júní og júlí og að allgott framboð geti verið komið í fyrrihluta júlí- mánaðar. „En þetta er algerlega háð tíðarfarinu fram- undan. Við höfum lent í alls konar veðri á vorin,“ segir Hjalti. Von á fyrstu íslensku kartöflunum í lok júní  Vegna uppskerubrests eru þær íslensku löngu uppurnar Ljósmynd/Ásgeir Núpan Ágústsson Kartöflur Hjalti Egilsson á Seljavöllum í Hornafirði er byrjaður að setja niður kartöflur og plast er sett yfir. Fyrstu kríur vorsins sáust við Ósland á Höfn í Hornafirði að morgni sum- ardagsins fyrsta, 24. apríl. Þá voru fjórar kríur mættar eftir langt ferðalag frá Suðurskauts- landinu. Í gær töldu kríurnar nokkra tugi. Brynjúlfur Brynjólfs- son, fuglaáhugamaður á Höfn, sagði kríuna yfirleitt koma á svip- uðum tíma, en þó færi eftir veðri hvenær hún birtist. Svartsvanur hefur sést við Hval- nes í Lóni undanfarið. Greint var frá honum á vefnum www.fuglar.is hinn 13. apríl sl. Svartsvanurinn hefur haldið sig nærri álftum og hefur líklega orðið þeim samferða yfir hafið frá Bretlandseyjum. Brynjúlfur sagði það árvisst að hér sæjust einn til fjórir svartsvanir. Einnig hafa þrjár blágæsir, sem eru afbrigði af snjógæs, sést fyrir austan og hvítandarsteggur er á Héraði. gudni@mbl.is Ljósmynd/Pétur Pétursson Svartsvanur Svarti svanurinn hefur haldið sig með álftum við Hvalnes. Krían kom í Ósland um leið og sumarið  Svartsvanur við Hvalnes í Lóni Krían Er komin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.