Morgunblaðið - 26.04.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.04.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á síðasta ári greindust 2.179 klamyd- íutilfelli hér á landi. Þetta voru 673 til- felli á hverja 100.000 íbúa, sem er 13,8% aukning frá árinu á undan og hæsta tíðni í Evópu. Flestir þeirra sem greindust voru á aldrinum 20-24 ára. Þetta sýna tölur frá embætti land- læknis. Af þessum 2.179 tilfellum voru 896 karlar og 1.241 kona. Tilvik þar sem ekki var greint frá kyni voru 42, en þá hafa sýni verið send undir dul- kóðuðu einkenni til greiningar. „Samkvæmt tölum frá Sóttvarna- stofnun Evrópu erum við Evrópu- meistarar í klamydíu og höfum verið frá a.m.k. 2003,“ segir Guðrún Sig- mundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti landlæknis. „Þau lönd sem síðan koma eru hin norrænu löndin, sem eru reyndar nokkuð á eftir okk- ur.“ Börnin sýkjast við fæðingu -Hvernig stendur á þessari háu tíðni hér á landi? „Það eru margar skýringar, enda er þetta ekkert einfalt mál. Ein sennileg skýring er sú að hér er miklu betri skimun og leit en í mörgum öðrum Evrópulöndum. Við erum t.d. með hlutfallslega mesta fjölda sýna sem eru tekin. Þannig að þessar tölur end- urspegla ekki einungis fjölda sýkinga í samfélaginu heldur líka gæði heil- brigðiskerfisins. Auðvitað tengist þetta líka kynhegðun, rannsóknir sýna að ungar konur á Íslandi eru með fleiri bólfélaga en t.d. ungar konur annars staðar á Norðurlöndum. En ég held, að ef jafn vel væri leitað í öðrum löndum og er gert hér, þá myndum við missa þennan Evrópumeistaratitil.“ Í tölunum kemur líka fram að tveir drengir og tvær stúlkur yngri en eins árs greindust með sjúkdóminn á síð- asta ári, en á undanförnum árum hafa yfirleitt verið nokkur slík tilvik á ári hverju. Guðrún segir það vera vegna þess að mæður þeirra hafi verið sýkt- ar og börnin smitist við fæðingu. Sýk- ingin getur farið í augu og öndunar- færi og afleiðingarnar geta orðið alvarlegar að sögn Guðrúnar. Um helmingur kvenna sem sýkjast af klamydíu er einkennalaus og geta þær þess vegna hafa verið lengi með sýkinguna án þess að vita það. Sé klamydíusýking ekki greind og meðhöndluð getur hún valdið ófrjó- semi hjá konum. Guðrún segir dæmi um að það hafi gerst, en ekki liggi fyr- ir upplýsingar um umfangið. Erfitt sé að rannsaka það ýmissa þátta vegna. „En við vitum að um 10% prósent kvenna með klamydíusýkingu fá bólgusjúkdóm í grindarbotn (pelvic inflammatory disease – PID) og að sumar þeirra verða ófrjóar.“ Höfum sett Evrópumet í klamydíu í meira en 10 ár  13,8% aukning í fyrra frá árinu á undan  Meira eftirlit hér en víða annars staðar Fjöldi klamydíutilfella eftir aldri og kyni árið 2013 600 500 400 300 200 100 0 <1 árs 1-4 5-9 15-19 25-29 35-39 45-4910-14 20-24 30-34 40-44 >50 ára Aldur óþekktur Karlar (samtals 896) Konur (samtals 1.241) 2 2 0 0 0 0 416 506 25 32 11 21 2 171 165 14 11 0 2 161 460 93 51 2 8 Aldur: Fjöldi klamydíutilfella á Íslandi á hverja 100.000 eftir kyni og ári 1998 ‘99 ‘03 ‘07 ‘11‘01 ‘05 ‘09 2013‘00 ‘04 ‘08 ‘12‘02 ‘06 ‘10 1.000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 413 552 562 673 673 769 Karlar Konur Meðaltal Klamydía er kynsjúkdómur sem smitast með bakt- eríunni Chla- mydia tracho- matis. Klamydía getur valdið bólgum í eggjaleiðurum sem síðan geta lokast og er algengasta ástæða ófrjósemi kvenna. Spurð um forvarnir segir Guðrún þær vera margvíslegar og á ýmsum vettvangi, bæði í skólum og á vegum annarra að- ila. „En við getum alltaf gert betur og ungt fólk þarf að vera vel meðvitað um þennan sjúk- dóm og það sem honum getur fylgt.“ Forvarnir eru mikilvægar ALGENGASTA ÁSTÆÐA FYRIR ÓFRJÓSEMI KVENNA Guðrún Sigmundsdóttir Margar þeirra kvenna á suðurhluta Vestfjarða sem saumuðu sér þjóð- búninga í vetur mættu á þjóðbún- ingamessu í Bíldudalskirkju á sum- ardaginn fyrsta. „Svo voru konur að draga fram úr skápum búninga frá ömmum eða mömmum til að mæta í,“ segir Arnheiður Jóns- dóttir, formaður Þjóðbúninga- félagsins Auðar. Félagið hefur í vetur staðið fyrir námskeiðum í þjóðbúningagerð í samvinnu við fyrirtækið Annríki. Alls hafa 25 konur saumað sér bún- inga á tveimur námskeiðum. Hefur myndast mikil og góð stemning í kringum félagið og námskeiðin. „Við erum að hvetja konur til að nota þjóðbúninginn eins og spariföt og búa til athafnir og hefðir til að hjálpa til. Það voru nokkrar sem mættu í búningum sínum í ferming- arveislur um páskana,“ segir Arn- heiður. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Bíldudalskirkja Yfir fjörutíu konur mættu spariklæddar á aðra þjóðbúningamessuna á sumardaginn fyrsta. Búningar dregnir fram úr skápunum Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Lúðrasveit Stykkishólms var stofn- uð sumardaginn fyrsta árið 1944. Þess var minnst með fjölbreyttri tónleikadagskrá í kirkjunni sl. fimmtudag. Lúðrasveitin hefur sett mikinn svip á menningarlíf Hólm- ara frá upphafi. Á afmælistónleik- unum kom vel í ljós hversu Hólm- arar kunna að meta starf sveitar- innar og bárust henni margar þakkir og gjafir á tímamótunum. Á fyrstu árunum var búið við þröngan kost. Þá lögðu frumherj- arnir í mikla vinnu til að halda sveitinni gangandi. Þeir reistu sér félagsheimili með því að flytja gömlu bókhlöðuna niður höfðann og byggja Hljómskálann. Árið 1964 stóð Lúðrasveit Stykkishólms að stofnun tónlistarskólans og rak hann þar til bærinn tók við. Lúðrasveitinni er í dag skipt upp í hópa. „Litla lúðrasveitin“ er byrj- endasveit fyrir nemendur tónlistar- skólans. „Stóra lúðrasveitin“ er hin eiginlega Lúðrasveit Stykkishólms. Í henni eru lengra komnir nem- endur en einnig nokkrir fullorðnir, yfirleitt fyrrverandi nemendur skólans. „Víkingasveitin“ tók til starfa árið 2007. Í henni eru nem- endur sem lengst eru komnir í hljóðfæraleik. Að lokum er það fjórði hópurinn, „Trommusveitin“, allir vita á hvaða hljóðfæri þar er leikið. Fyrsti stjórnandi Lúðrasveit- arinnar var Víkingur Jóhannsson en núverandi stjórnandi er Martin Markvoll. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Aldursmunur Anna Soffía Lárus- dóttir og Bjarni Lárentínusson. Lúðraþyt- ur á 70 ára afmæli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.