Morgunblaðið - 26.04.2014, Page 10

Morgunblaðið - 26.04.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég kom fyrst til Íslandsfyrir fimmtán árum, enþá fór ég að vinna ífrystihúsi í Hnífsdal og það var þungur vetur. En Íslend- ingar hafa tekið vel á móti mér og ég kann vel við mig hér í norðrinu og hef búið hér meira og minna allt frá því ég kom hingað fyrst,“ segir Augustin Dufatanye, en hann opn- aði nýlega kaffihúsið Kigali við Ing- ólfsstræti í Reykjavík. Þar er m.a hægt að fá gæðakaffi sem hann flytur beint frá bónda í Rúanda. Nafnið á kaffihúsinu sækir hann í heimaland sitt, en höfuðborg Rú- anda heitir Kigali. „Þótt ég hafi fæðst þar ólst ég ekki upp í Rú- anda, því ég og fjölskylda mín flutt- um til Búrúndí þegar ég var barn- ungur. Við bjuggum líka um tíma í Kenía og öðrum löndum, en ég gleymi ekki uppruna mínum og ég á skyldmenni í Rúanda. Ég bauð hér upp á frítt kaffi í þrjá daga í byrjun apríl til að minnast þess að þá voru tuttugu ár liðin frá hinum hræðilegu þjóðarmorðum í Rú- anda.“ Best fyrir þig – best fyrir mig Augustin er með meistara- gráðu í viðskiptum og þannig kom það til að hann fór að höndla með kaffi frá heimalandi sínu Rúanda sem og Búrúndí. „Þegar kom til uppbyggingar eftir þjóðarmorðin leituðu yfirvöld að fólki frá Rúanda sem búsett var um víða veröld og bauð því í sérstaka heimsókn til að kynna fyrir því allt það góða sem landið hefur upp á að bjóða. Ég var einn af þeim sem þáðu þetta boð og við vorum meðal annars hvött til að fjárfesta í Rúanda. Ég kom mér í samband við bændur sem rækta kaffi í fjallahéruðum Rúanda, en þar eru konur í miklum meirihluta vegna þess hversu margir karl- menn voru myrtir í þjóðarmorð- unum. Þetta er hágæðakaffi, F2C (Farmer to Customer), þar sem stefnan kristallast í slagorðinu: Best fyrir þig – best fyrir mig. Við- skiptavinir mínir fá úrvalskaffi að drekka en styrkja um leið ræktun og lífsviðurværi fólksins í fjallahér- uðum Rúanda. Þetta fólk handvelur Mér finnst gott að búa á Íslandi Augustin flytur gæðakaffi til Íslands beint frá Rúanda og styður þannig kaffi- bændur í heimalandi sínu, sem flestir eru kvenkyns, því mikill fjöldi karlmanna var myrtur þar í þjóðarmorðunum. Kaffisopinn á Kigali-kaffihúsinu sem Aug- ustin opnaði nýlega í miðbæ Reykjavíkur er einstaklega ljúffengur svo ekki sé tal- að um súkkulaðikökuna sem hann bakar eftir uppskrift frá Rúanda. Morgunblaðið/Þórður Lopapeysupar Madeleine og Augustin fyrir framan kaffihúsið góða. Áherslan er á hollustu í matnum okkar, hér er alltaf súpa og matur. Ljóðskáldið Olga Markelova Alexand- ersdóttir yrkir jöfnum höndum á rússnesku og íslensku en hún ætlar í dag að lesa upp nokkur af Íslands- ljóðum sínum, gömlum og nýjum og kynna þýðingar úr erlendum tungu- málum, í MÍR-salnum við Hverfisgötu 105 í Reykjavík kl. 16. Með henni í lestrinum verður Hjalti Rögnvalds- son, leikari og þýðandi. Olga er fædd í Moskvu og hefur búið þar alla sína tíð, að frátöldum náms- og starfs- dvölum erlendis. Á háskólaárum sín- um sótti Olga tíma í forníslensku sem aukagrein og kviknaði þá áhugi hennar á nútíma-íslensku og hún tók nám í henni fastari tökum. Á árinu 2002 kom Olga til Íslands sem skipti- nemi frá Rússlandi og nam íslensku og íslensk fræði við Háskóla Íslands. Viðburðurinn er opinn öllum með- an húsrúm leyfir og kaffiveitingar verða á boðstólum. Vefsíðan www.mmedia.is/felmir Morgunblaðið/Ómar Úrvalsupplesari Hjalti Rögnvaldsson ætlar að lesa ásamt Olgu í dag. Íslandsljóð rússneskrar skáldkonu Á morgun, sunnudag, halda eldri fé- lagar í Karlakór Reykjavíkur sína ár- legu vortónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 16. Sérstakur gestakór verður Breiðfirðingakórinn en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu hins ástsæla Breiðfirðings og Dalamanns Jóns Jónssonar frá Ljárskógum, en hann söng í nokkur ár með Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandi kórs eldri fé- laga er Breiðfirðingurinn og Snæfell- ingurinn Friðrik S. Kristinsson. Breið- firðingakórnum stjórnar Julian Hew- lett. Efnisskrá tónleikanna verður vorleg og ljóðlínur Jóns frá Ljárskóg- um eiga vel við: Kom vornótt og syng. Endilega … … njótið vornætursöngvanna Ljósmynd/Einar Long Siguroddsson Fjórtán nemendur sjónlistadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík opna sýningu í dag kl. 14 í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu. Sjónlistadeild er ný námsbraut við Myndlistaskólann í Reykjavík, en í náminu er falinn fjöl- breyttur undirbúningur fyrir nem- endur sem hyggja á áframhaldandi nám m.a. í myndlist, ýmiss konar hönnun og arkitektúr. Nemendur kynnast undirstöðum listrænna við- fangsefna svo sem teikningu, form- fræði, hugmyndavinnu, margmiðlun, módelteikningu, listasögu og sjálf- stæðri vinnu. Deildin er tilraunaverk- efni Myndlistaskólans og er nýjung, þar sem hefðbundin bókleg fög á borð við íslensku, ensku og stærð- fræði eru kennd út frá forsendum hinna listrænu faga, þ.e. íslenska er kennd í samhengi við skapandi skrif, stærðfræði út frá og í samhengi við formfræði og enska út frá listsögu- legum forsendum. Námið veitir nem- endum dýrmætan og skapandi snertiflöt á milli þessara ólíku faga. Á sýningunni gefur að líta teikn- ingar, vídeó- og málverk unnin út frá frjálsri rannsóknarvinnu og eru þau æði fjölbreytt. Teikningar, vídeóverk og málverk í Gallerí Tukt Dýrmætur og skapandi snertiflötur á milli ólíkra faga Skapandi Hluti af hópnum sem sýnir verk sín í Gallerí Tukt í dag. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Laugardagstilboð – á völdum glösum Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af glösum fyriröll tækifæri Cancun Sevillia Barista Gem Marguerita Quartz Opið laugardaga kl. 10-16 Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.