Morgunblaðið - 26.04.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.04.2014, Qupperneq 14
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 ÚR BÆJARLÍFINU Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstangi Hjá Grunnskóla Húnaþings vestra eru miklar breytingar í vænd- um. Rætt er að sameina kennslu allra deilda í skólahúsnæði á Hvammstanga. Í dag eru um 100 barna eldri deild á Laugarbakka og um 60 börn í yngri deild á Hvamms- tanga. Skólamannvirki á Laugar- bakka hafa verið auglýst til sölu og þegar hafa komið fyrirspurnir um þau.    Fyrir nemendur sem útskrifast hafa úr 10. bekk er í boði svonefnt dreifnám og eru um 15 ungmenni þar í námi. Gerir þetta nemendum kleift að dvelja lengur í foreldra- húsum, þar til þau fara síðan til náms í fjarlægari skólum.    Húnaþing vestra auglýsti í vet- ur eftir aðila til að reka skólamöt- uneyti frá næsta hausti og jafnframt var tekið fram, að sá aðili skyldi halda úti veitingarekstri á Hvamms- tanga á ársgrunni. Fimm aðilar sendu inn umsókn og var Sveitasetr- ið á Gauksmýri valið úr hópnum.    Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, KVH, var rekið með 27 milljóna króna hagnaði árið 2013. Félagið rekur almenna verslun á Hvamms- tanga, auk byggingavörudeildar, pakkhúss og vöruafgreiðslu. Þá á fé- lagið helmingshlut í Sláturhúsi KVH. Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2013 kemur fram, að velta árs- ins var 726,2 milljónir króna. Heil ársverk töldust 18 og greidd laun 84 milljónir auk launatengdra gjalda. Efnahagsreikningur er upp á 638 milljónir króna og eigið fé um 420 milljónir króna. Félagsmenn í KVH eru 442 alls. KVH leigir Fæðingarorlofs- sjóði skrifstofuaðstöðu á efri hæð verslunarhússins og Selasetri Ís- lands rými í „gamla sláturhúsinu“ við höfnina. Á efri hæð þess húss hyggst HVK innrétta veglegan veit- ingasal, til útleigu, m.a. sem skóla- mötuneyti fyrir Grunnskóla Hvammstanga.    María Sigurðardóttir og Örn Gíslason, sem reka í dag kaffihúsið Hlöðuna, eru einnig að innrétta veit- ingastað við höfnina, þannig að margir möguleikar verða fyrir heimamenn og ferðafólk að njóta matar og annarra veitinga á Hvammstanga á komandi sumri. Ferðafólki hefur líka fjölgað stór- lega milli ára og virðast heimamenn ætla að þjóna þeim vel. Miklar stæður af túnáburði eru komnar á hafnarsvæðið og setja sinn svip á staðinn. KVH sel- ur um 1.800 tonn, en einnig er skipað upp áburði sem aðrir versla með. Hluta áburðarins er ekið héð- an um langan veg, m.a. til sveita Ísafjarðardjúps, Dali og í Borg- arfjörð.    Mikið er um að vera í menn- ingarlífinu og tónlistin þar áberandi. Karlakórinn Lóuþrælar söng inn vorið á síðasta vetrardag, eldri borg- ara kórinn syngur í dag, laugardag, og Lillukórinn – kvennakór er með tónleika á 1. maí. Nýlega kom Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð í heimsókn, söng fjórum sinnum í héraðinu og var mjög gaman að hlýða á þennan frábæra 70 ungmennakór undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.    Sumardagurinn fyrsti var haldinn með „pomp og prakt“ á Hvammstanga, og hefur verið svo í tæpa sex áratugi. Hátíðarhöld voru með hefðbundnum hætti, skrúð- ganga um götur bæjarins. Vetur konungur afhendi Vorinu veld- issprota sinn, íklæddur fallegum búningum. Síðan var fjölskyldu- skemmtun og veislukaffi fram eftir degi. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Ljúfir tónar Kór MH söng fyrir vistfólk á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga við mikla hrifningu. Sungið vor í sveitina Sunna Ósk Logadóttir Kjartan Kjartansson Ekkert verður af áformum fjall- göngumannsins Ingólfs Axelssonar að klífa tind Everest. Hann til- kynnti þetta á Facebook í gær. Framan af var útlit fyrir að leið- angur Ingólfs héldi áfram þrátt fyr- ir mannskætt snjóflóð á föstudaginn langa. Síðan hafa nepölsk yfirvöld fundað með sjerpum sem segjast nú ætla að yfirgefa fjallið. Ingólfur er 31 árs gamall Akur- eyringur. Hann er menntaður fjár- málafræðingur og lærði meðal ann- ars í Dúbaí. Það eru hins vegar aðeins fjögur ár síðan hann hóf að stunda fjallgöngu. „Ég hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á fjallabrölti og fannst það bara vera fyrir skáta og einfara,“ sagði Ingólfur í viðtali við Vikudag í mars. „Þetta breyttist hins vegar allt árið 2010 þegar ég kleif minn fyrsta tind, Chachani í Perú sem er 6.057 metrar. Þetta var sannkölluð svaðilför, fjórtán klukkutíma ganga með ísexi og mannbrodda þar sem flestir úr hópnum sneru við. En við sem kom- umst alla leið vorum verðlaunuð með mögnuðu útsýni á toppnum,“ sagði hann. Að sögn Ingibjargar Ragnars- dóttur, móður Ingólfs, hefur hann alltaf verið ævintýramaður og aktíf- ur. Hann keppti í handbolta með KA og Fram og varð bikar- og Ís- landsmeistari með KA. Þá hefur hann verið í crossfit, hefur þreytt maraþon í París og Dúbaí og flýgur að auki svifvængju. Frá því að Ingólfur lauk námi í Dúbaí 2012 hafði hann undirbúið göngu á Everest. Ingibjörg segir þau foreldra hans styðja hann alla leið. Ingólfur fer ekki á tind Everest  Fór úr fjármálafræði í fjallaklifur Við tind Everest Ingólfur Axelsson. Karlakórinn Þrestir er með tvenna vortónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði um helgina sem hafa yfirskriftina Ást og friður. Þeir fyrri voru í gærkvöldi en seinni tón- leikarnir verða kl. 16 í dag. Þrest- irnir flytja að þessu sinni vinsæl ljúflingslög með aðstoð hljóm- sveitar. Hún er skipuð þeim Jónasi Þóri á píanó, Jóni Elvari Hafsteins- syni á gítar, Richard Korn á bassa og Jóhanni Hjörleifssyni á slag- verk. Stjórnandi karlakórsins er Jón Kristinn Cortez. Erlendu lögin hafa verið flutt af stjörnum á borð við Luis Arm- strong, John Lennon og Elvis Pres- ley. Einnig flytur kórinn íslensk lög þannig að lagavalið er mjög fjöl- breytt. Sem dæmi má nefna lög eins og Ferðalok, Imagine, Hraustir menn, Kvöld í Moskvu, Stjáni blái, Ísland er land þitt, What a Wonder- ful World, You’ll Never Walk Alone og Góða nótt. Hægt er nálgast miða á vefnum midakaup.is/threstir. Ljúflingslög í Víði- staðakirkju í dag Morgunblaðið/Golli Tónleikar Karlakórinn Þrestir í ham. Viltu selja bílinn? Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. HÁTÍÐNI- VIÐSKIPTI Á VERÐBRÉFA- MARKAÐI Jim McTague heldur fyrirlestur í Öskju, N-132 þriðjudaginn 29. apríl. kl.12-13:30 Hann mun fjalla um forrituð viðskipti á verðbréfamörkuðum þar semmannshöndin kemur hvergi nærri. Hvernig leiknum verðbréfamiðlurum tókst að gera verðbréfamarkaði að spilavítum án þess að eftirlitsaðilar gætu rönd við reist. Jim Mc Tague hefur starfað við blaðamennsku frá 1972 og er nú ritstjóri fjármálaritsins BARON. Hann fjallar einkum um afskipti forsetans og þingsins í Bandaríkjunum af fjármálamarkaðnum. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.