Morgunblaðið - 26.04.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tveir stjórnarþingmenn gagnrýna
harðlega áform Landsbankans um
byggingu nýrra höfuðstöðva fyrir
bankann á byggingarreit 6 við Hörpu.
„Ég sé engar forsendur fyrir því að
fara að byggja nýjar höfuðstöðvar
Landsbankans á besta stað í borg-
inni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
fyrsti varaformaður fjárlaganefndar
Alþingis.
Eigum eftir að fara í ýmis mál
sem varða bankakerfið okkar
„Þetta er ríkisbanki og margt sem
að honum snýr er í óvissu eins og
margoft hefur komið fram. Við eigum
eftir að fara í ýmis mál sem varða
bankakerfið okkar og það síðasta sem
við eigum að fara í núna eru höf-
uðstöðvar og bankabónusar,“ segir
Guðlaugur Þór.
Spurður hvort stjórnendur bankans
ráði þessu endanlega eða hvort ríkið
geti gripið inn í þessi áform þar sem
um banka í eigu ríkisins er að ræða
segir Guðlaugur Þór sérstjórn yfir
bankanum sem valin er af Bankasýsl-
unni, sem á að halda utan um eign-
arhlut ríkisins. „Ég veit ekki hvernig
umræðan er þar um þessi mál en
þetta er mjög skýrt í mínum huga,“
segir hann.
Ekki rétt forgangsröðun
Frosti Sigurjónsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar Alþing-
is, hefur gagnrýnt tilboð Landsbank-
ans í byggingarréttinn á lóðinni við
Austurhöfn og áform bankans um að
reisa þar allt að 15 þúsund fermetra
höfuðstöðvar.
Í framhaldi af umræðu um þessi
áform Landsbankans í fyrra gaf
Landsbankinn út yfirlýsingu þar sem
sagði að bankinn hefði ekki, ólíkt því
sem fram hafi komið, sótt um til-
greinda lóð í Reykjavík heldur aðeins
óskað eftir viðræðum við borgina um
þá möguleika sem fyrir hendi væru.
Í yfirlýsingunni útilokaði bankinn
þó ekki að til þess gæti komið að
byggt yrði við hlið Hörpu. Í byrjun
apríl sl. birtust svo þær fréttir að Sítus
ehf., sem fer með ráðstöfun lóðanna á
Hörpureit, hefði ákveðið að ganga til
samninga við Landsbankann vegna
tilboðs bankans í byggingarréttinn á
reit 6.
Frosti minnir á að Landsbankinn er
ríkisbanki og það sé alls ekki rétt for-
gangsröðun ríkisins sem hluthafa í
bankanum að ráðast í byggingu nýrra
höfuðstöðva á dýrasta stað í bænum.
Fjármununum yrði betur varið með
því að nota arðgreiðslurnar til ríkisins,
t.d. í lækkun skulda ríkissjóðs eða til
að mæta fjárþörf Landspítalans.
Vekur furðu að heildar-
kostnaður liggi ekki fyrir
Frosti hefur sent fyrirspurnir
vegna málsins til bankastjóra Lands-
bankans og formanns bankaráðsins en
fengið takmörkuð svör að hans sögn.
Spyr Frosti meðal annars hvort tilboð
bankans í reit 6 sé bindandi, hvort ein-
hver kostnaður falli til ef fallið verður
frá tilboðinu, hvort ekki sé hagkvæm-
ara að byggja á ódýrari lóð og hvort
bankaráðið hafi gefið heimild til að
gera þetta tilboð og ganga til samn-
inga við Sítus ehf. um byggingarrétt-
inn á lóðinni.
Þá hefur hann einnig sent bréf
vegna þessa til forstjóra Bankasýsl-
unnar og fjármálaráðherra, þar sem
hann bendir á að þessi fjárfesting eigi
ekki að vera framarlega í forgangs-
röðinni.
Frosti segist hafa fengið þau svör
frá bankastjóra Landsbankans að
heildarkostnaðurinn liggi ekki fyrir og
vekur það furðu hans. „Menn sem
þekkja til bygginga af þessari tegund
segja að ekki sé hægt að byggja á
þessum stað fyrir lægri fjárhæð en
fimm til sjö milljarða,“ segir Frosti.
Hann segir að ef stjórnendur bank-
ans telji að það sé hluthöfunum fyrir
bestu að byggja nýjar höfuðstöðvar
vakni sú spurning hvort bankaráðið sé
með á nótunum.
„Þeir gera mikið úr því að það sé
mikil hagræðing í því fólgin að hafa
höfuðstöðvarnar undir einu þaki á
besta stað í bænum. Þeir eru nú þegar
með útibú á besta stað í bænum sem
getur vel þjónað öllum þeim sem eru í
miðbænum. Auk þess er fullt af auðu
skrifstofuhúsnæði í borginni. Þjóðin
þarf ekki að byggja meira skrifstofu-
húsnæði. Aðrar þarfir eru brýnni,“
segir Frosti.
Röng og óheppileg skilaboð
út í alþjóðasamfélagið
Að mati hans er margt gagnrýni-
vert við þessi áform bankans, m.a. þau
skilaboð sem í þessu felast gagnvart
umheiminum.
„Hér varð bankahrun fyrir stuttu
og mikill fjöldi fólks hefur tapað gríð-
arlegum peningum á banka-
viðskiptum á Íslandi og einnig erlend-
ir aðilar. Hvaða skilaboð eru það að
ríkisbankinn byggi sér glæsilegar höf-
uðstöðvar á dýrasta stað? Það eru
mjög röng og óheppileg skilaboð út í
alþjóðasamfélagið,“ segir Frosti Sig-
urjónsson.
Gagnrýna áform Landsbankans
„Það síðasta sem við eigum að fara í núna eru höfuðstöðvar og bankabónusar,“ segir Guðlaugur Þór
Frosti hefur sent spurningar til bankastjóra, bankaráðs, Bankasýslu og fjármálaráðherra
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Það voru glaðir grunnskólanem-
endur sem fóru í sparisjóðinn með
söfnunarbauka sína frá ABC barna-
hjálp og lögðu þar inn tæpar fjöru-
tíu þúsund krónur. Barnahjálpin
safnar nú fyrir byggingu heima-
vistar fyrir stúlkur í Pakistan og ís-
lensk grunnskólabörn hafa lagt sitt
af mörkum með því að ganga í hús
með söfnunarbauka til styrktar
þessu verkefni.
Morgunblaðið/Líney Sigurðard
Ánægja Þeir voru glaðir grunnskólakrakkarnir á Þórshöfn þegar þau
lögðu inn í sparisjóðinn á staðnum peningana úr ABC söfnunabaukunum.
Börn hjálpa börnum
Í yfirlýsingu sem Landsbankinn
sendi frá sér 30. ágúst í fyrra,
vegna gagnrýni á áform bank-
ans um nýjar höfuðstöðvar, er
bent á að markmiðið með bygg-
ingu nýrra höfuðstöðva sé að
hagræða í starfsemi til lengri
tíma. Í núverandi höfuðstöðvum
séu um 800 starfsmenn í 15
húsum við Hafnar- og Austur-
stræti, í Thorvaldsensstræti við
Austurvöll og Mjódd með til-
heyrandi óhagræði. Húsnæðið
sé alls um 18.000 m2 en aðeins
7.000 m2 eru í eigu bankans. Í
þessu felist áhætta. „Ef hluta-
bréf Landsbankans verða skráð
í kauphöll er hætt við því að nú-
verandi staða húsnæðismála
bankans verði talin til rekstr-
aráhættu,“ sagði þar.
Starfsemi í
15 húsum
MARKMIÐIÐ HAGRÆÐING
Tölvumynd/T.ark
Hörpureitur Landsbankinn bauð í reit 6 við Austurhöfn fyrir höfuðstöðvar bankans. Sítus ehf. ákvað að ganga til samn-
inga við bankann um byggingarrétt á lóðinni, sem er við Kalkofnsveg fyrir framan væntanlegt hótel og íbúðarbyggð.
Frosti
Sigurjónsson
Guðlaugur Þór
Þórðarson