Morgunblaðið - 26.04.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Það virðist flestum hafa komið mjög
á óvart á sumardaginn fyrsta þegar
yfirlýsing barst fjölmiðlum frá
Guðna Ágústsyni, fyrrverandi for-
manni Framsóknarflokksins og
landbúnaðarráðherra, þess efnis að
hann hefði ákveðið að gefa ekki kost
á sér til að leiða lista Framsókn-
arflokksins í Reykjavík fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar í næsta
mánuði.
Af samtölum blaðamanns við
framsóknarmenn má marka að
flokksmönnum er mjög brugðið, því
menn höfðu bundið miklar vonir við
það að Guðni leiddi listann. Höfðu
margir fulla trú á því að hann myndi
ekki aðeins landa einum borgarfull-
trúa í kosningunum, heldur tveimur
og þeir bjartsýnustu sögðu þremur.
Framsóknarmaður sem rætt var
við í gær hélt því fram að þótt árásir
í netheimum á Guðna hefðu aug-
ljóslega átt þátt í ákvörðun hans
væru þær ekkert aðalatriði. Ekki
væri búið að gera grein fyrir því
hver þáttur stjórnar kjördæmis-
sambands Framsóknarflokksins í
Reykjavík var í tengslum við
ákvörðun hans.
Samkvæmt heimildum úr innsta
hring er meginskýringin á því að
Guðni hætti við á miðvikudagskvöld
sú að stjórn kjördæmisráðs Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík hafnaði
þeim hugmyndum sem Guðni kynnti
fyrir henni á fundi. Guðni fór með
formlegt umboð stjórnar kjördæm-
issambandsins í einn sólarhring en
áður hafði stjórnin samþykkt með
sjö atkvæðum – þrír sátu hjá – að
Guðni leiddi listann. Áður hafði
Guðni rætt við Sigmund Davíð
Gunnlaugsson, formann Framsókn-
arflokksins, um þá hugmynd sína að
framboð Framsóknarflokksins yrði
víkkað út og héti Framboð fram-
sóknarmanna og flugvallarsinna í
Reykjavík. Formaðurinn mun hafa
tekið hugmyndinni vel, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Þessum
hugmyndum Guðna hafnaði stjórn
kjördæmisráðsins og vildi að um
hreint framsóknarframboð væri að
ræða.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fólu hugmyndir Guðna það í
sér að öflugir stuðningsmenn flug-
vallar í Vatnsmýri gengju til sam-
starfs við Framsókn í Reykjavík og
hvorir tveggju, þ.e. framsóknar-
menn og flugvallarsinnar, myndu
eflast við samstarfið. Því mun hann
hafa viljað að menn og konur úr hópi
flugvallarsinna sem tækju sæti á
listanum þyrftu ekki að vera flokks-
bundnir framsóknarmenn. Með því
að stjórn kjördæmisráðsins hafnaði
þessum hugmyndum Guðna mun
hann hafa talið að þar með væri
grundvöllurinn fyrir hans framboði
og hugmyndafræði brostinn og því
væri sjálfhætt. Þegar svona hafi ver-
ið komið hafi hann tilkynnt stjórn-
inni að hann væri hættur við. Fram-
sóknarmaður sem rætt var við í gær
hefur eftir Guðna að hann hafi ætlað
að taka flugvallarsinnana í faðminn
og hefja sig og Framsókn til flugs
með þeim! „Hann ætlaði að bjarga
hvorutveggja, flugvellinum og
Framsóknarflokknum,“ segir þessi
viðmælandi.
Framsóknarflokkurinn í Reykja-
vík er því í tómu tjóni nú rúmum
mánuði fyrir kosningar og enginn
augljós kandídat í sjónmáli til þess
að leiða framboðslista Framsóknar.
„Um leið og gefið var til kynna að
Guðni myndi leiða lista okkar fram-
sóknarmanna hér í Reykjavík hófst
skítkastið og leiðindin. Guðni var af
vinstrimönnum á netinu sakaður um
hómófóbíu, kvenfyrirlitningu,
subbulega klámbrandara og óheið-
arleika. Guðni er búinn að svífa á
rósrauðu skýi í nokkur ár og því
voru svona árásir ansi hörð lending
fyrir hann,“ segir framsóknarmaður
í Reykjavík.
Annar framsóknarmaður bendir á
að árásir vinstrimanna á Guðna beri
þess merki að vinstriflokkarnir hafi
farið á taugum við tilhugsunina um
að Guðni leiddi listann í Reykjavík.
Hann telur að um kerfisbundnar
árásir hafi verið að ræða.
Ekki náðist í Guðna í gær við
vinnslu þessarar greinar.
Vildi útvíkka framboð Framsóknar
Guðni Ágústsson hugðist bjarga hvorutveggja, flugvellinum og Framsóknarflokknum,
samkvæmt heimildum úr innsta hring Sjálfhætt eftir að hugmyndum hans var hafnað af stjórninni
Morgunblaðið/Kristinn
Vildi breytingar Stjórn kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík
hafnaði hugmyndum Guðna um framboð Framsóknar og flugvallarsinna.
Egill Helgason skrifaði m.a. á
vefsíðu sína í fyrradag:
„Framboð Guðna hefur verið
aðalfréttin síðustu vikuna – og
aðalumræðuefnið á Facebook.
Reyndar verður að segjast eins
og er að margir fóru algjörlega
fram úr sér – sjaldan hefur mað-
ur séð jafn illa talað um mann á
þessum umræðuvettvangi og
Guðna síðustu vikuna.
Óhroðinn var eiginlega með
eindæmum.
En Framsóknarflokkurinn er í
alvarlegum vandræðum. Það er
ekki gott að geta ekki mannað
framboðslista í sjálfri höfuðborg
landsins – og einungis 35 dagar
til kosninga.
Guðni gat verið leiðin til að
bjarga flokknum – sem er sá
næststærsti á landsvísu – frá af-
hroði í borginni. Nú er vandséð
hvaða ráða flokkurinn getur
gripið til. Það getur ekki verið
auðvelt fá fólk til að ganga til
liðs við framboð sem hefur sama
og ekkert fylgi og enga mál-
efnastöðu.“
Óhroðinn
með ein-
dæmum
EGILL HELGASON
Fasteignasalan TORG kynnir: Sérlega glæsileg íbúð á efstu hæð! Einstaklega
falleg, björt og vönduð 126,3 fm íbúð á besta stað í Norðlingaholti í Reykjavík. Í
íbúðinni er 3ja metra lofthæð og stórir gluggar með granít sólbekkjum. Sérhönnuð
lýsing frá Lumex er í íbúðinni og fylgir hún öll með. Granít á eldhúsinnréttingu og
vönduð tæki. Mjög stórar svalir sem gengið er út á frá stofu og baðherbergi, þar
sem gert er ráð fyrir heitum potti. Íbúðin er á 3. hæð í lyftuhúsi en henni fylgir stæði
í bílageymslu. Eignin er hin vandaðasta í alla staði.
Uppl. Garðar Hólm sölufulltrúi, gsm: 899 8811
Verð: 42.500.000 Herbergi: 3 Stærð: 126,3 fm Bílageymsla
OPIÐ HÚS mánud. 28. apríl kl. 18:00-18:30
Sandavað 11
110 Reykjavík
OPIÐ HÚS
28. apríl kl. 18:00 - 18:30
Áb. Sigurður Gunnlaugsson lfs.
Garðar
Sölufulltrúi
899 8811
gardar@fasttorg.is
Sigurður
Fasteignasali
898 6106
sigurdur@fasttorg.is