Morgunblaðið - 26.04.2014, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014
Sjö umsækjendur voru um embætti
sóknarprests í Seljaprestakalli,
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Embættið veitist frá 1. ágúst 2014.
Umsækjendurnir eru: Anna Þóra
Paulsdóttir mag. theol, séra Arna
Ýrr Sigurðardóttir, Fritz Már
Berndsen Jörgensson mag. theol,
séra Halldór Reynisson, séra Hans
Markús Hafsteinsson Isaksen, séra
Karl V. Matthíasson og séra Ólafur
Jóhann Borgþórsson.
Frestur til að sækja um emb-
ættið rann út 15. apríl. Biskup Ís-
lands skipar í embættið að fenginni
umsögn valnefndar. Valnefnd skipa
níu manns úr prestakallinu auk
prófasts í Reykjavíkurprófasts-
dæmi eystra.
Þá bárust alls sex umsóknir um
tvö embætti í Egilsstaðaprestakalli,
Austurlandsprófastsdæmi. Tveir
umsækjendur eru um embætti
sóknarprests sem veitist frá 1.
ágúst 2014: Séra Sigríður Munda
Jónsdóttir og séra Þorgeir Arason.
Fjórir umsækjendur eru um
embætti prests sem veitist frá 1.
nóvember 2014: Davíð Þór Jónsson
cand. theol, Elín Salóme Guð-
mundsdóttir cand. theol, María
Gunnarsdóttir cand. theol og Ólöf
Margrét Snorradóttir cand. theol.
Umsóknarfrestur var til 15. apríl
sl. Biskup Íslands skipar í emb-
ættið að fenginni umsögn valnefnd-
ar. Valnefnd skipa níu manns úr
prestakallinu auk prófasts í Austur-
landsprófastsdæmi . sisi@mbl.is
Þrettán umsóknir bárust
um þrjú laus prestsembætti
Morgunblaðið/Jim Smart
Seljakirkja Sjö umsóknir bárust um prestsembættið.
Töluverður
áhugi er á tveim-
ur bújörðum sem
eru nú auglýstar
til ábúðar á Suð-
urlandi.
Rétt fyrir
páska auglýsti
fjármála- og
efnahagsráðu-
neytið ríkisjörð-
ina Læk í Flóahreppi, skammt aust-
an við Selfoss, til ábúðar. Þar er
stundaður kúabúskapur og fylgir
170 þúsunda lítra greiðslumark í
mjólk með í leigunni. Samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu hefur
verið töluvert spurt um Læk og
greinilegur áhugi á að taka við
ábúð þar. Ráðuneytið hafi fengið
margar fyrirspurnir bæði í gegnum
síma og tölvupóst frá fólki á öllum
aldri. Opið hús verður á Læk í dag,
laugardag, frá kl. 11-17.
Þá auglýsti kirkjuráð íslensku
þjóðkirkjunnar lausa til ábúðar
jörðina Skálholt í Biskupstungum
fyrir skömmu. Greiðslumark jarð-
arinnar er nú 71.350 þúsund lítrar
mjólkur og er leigt með jörðinni.
Samkvæmt upplýsingum frá Bisk-
upsstofu er nokkur áhugi á jörð-
inni, þónokkrir hafi sett sig í sam-
band og sýnt verulegan áhuga.
Skoðunarferð verður um bújörðina
3. maí og er búist við tilboðum eftir
þá ferð.
Töluverður áhugi á
að taka við tveimur
jörðum á Suðurlandi
Skálholt
Fimmtán ára stúlka féll af hestbaki
í umdæmi lögreglunnar á Suður-
nesjum í vikunni. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni kenndi
stúlkan sér meins eftir byltuna.
Hún var í útreiðartúr með kunn-
ingja sínum og átti óhappið sér stað
á vegarslóða á Miðnesheiði. Þar
hnaut hesturinn sem stúlkan reið
með þeim afleiðingum að hún féll
fram af honum og lenti á vinstri
öxlinni. Hún var flutt með sjúkra-
bifreið á Heilbrigðisstofnun Suð-
urnesja.
Féll af hestbaki
á Miðnesheiði
Veghúsastígur 1
Mynd af húsi við Vatnsstíg 8 birtist
við frétt í blaðinu 17. apríl sl. og sagt
vera við Veghúsastíg 1. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum um leið
og birt er hér mynd af Veghúsastíg 1.
Rétt nafn Steinars
Rangt var farið með nafn viðmæl-
anda á baksíðu blaðsins í gær. Hann
heitir Steinar Hermann Ásgeirsson.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Morgunblaðið/Þórður Ljósið fæst í helstu verslunarkjörnum
um land allt!gr
a
fi
k
.i
s
- kaupum ljósið!
Herferð Blátt áfram hefst
30. apríl og lýkur 4. maí
Forvarnarsamtökin Blátt áfram hvetja til forvarnarfræðslu
fyrir fullorðna í grunnskólum og samfélaginu öllu gegn kyn-
ferðisofbeldi á börnum. Starfið hjá forvarnarsamtökunum fer
fram allt árið og fagna þau 10 ára afmæli á þessu ári.
Það er verkefninu mikilvægt að samfélagið sýni stuðning sinn
í verki því án framlaga væru Blátt áfram ekki starfandi. Við
hvetjum landsmenn alla að hjálpa okkur í að upplýsa þjóðina
um gildi forvarna með því að kaupa ljósið.
Ein af hverjum 5 stelpum og einn
af hverjum 10 drengjum verða fyrir
kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára
aldur.
Verum upplýst, kaupum ljósið! blattafram.is