Morgunblaðið - 26.04.2014, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014
● Landsbankinn
opnaði í gær þjón-
ustumiðstöð fyrir
minni og meðal-
stór fyrirtæki á
höfuðborgarsvæð-
inu í Borgartúni 33
í Reykjavík. Þangað
hafa allir starfs-
menn fyrirtækja-
þjónustu útibúa á
höfuðborgarsvæð-
inu flust og minni og meðalstór fyrir-
tæki geta sótt þangað alla þjónustu
sem þau þarfnast. Með þessu gengur í
garð ein mesta breyting sem gerð hefur
verið á þjónustu við fyrirtæki á höfuð-
borgarsvæðinu á síðari árum af hálfu
Landsbankans, segir í tilkynningu.
Öll útibú á höfuðborgarsvæðinu
munu eftir þessar breytingar leggja
megináherslu á þjónustu við ein-
staklinga, en geta áfram sinnt einfaldari
þjónustu við fyrirtæki.
Hið nýja fyrirkomulag gefur bank-
anum kost á að bjóða fyrirtækjum um-
fangsmeiri ráðgjöf en áður, aðgengi að
sérfræðingum verður betra og hægt
verður að afgreiða erindi þeirra hraðar.
Landsbankinn færir
fyrirtækjaþjónustu
Steinþór Pálsson
bankastjóri
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu
mun halda áfram að hækka á kom-
andi tólf mánuðum, en þó minna en á
undangengnum tólf mánuðum, sam-
kvæmt spá Greiningar Íslands-
banka. Sé gert ráð fyrir að verðbólga
á tímabilinu verði rétt við verðbólgu-
markmið, má ætla að raunhækkun
íbúðarhúsnæðis geti orðið umtals-
verð.
Margar skýringar á hækkun
Bent er á í Morgunkorni Íslands-
banka að íbúðaverð á höfuðborgar-
svæðinu hafi hækkað um 11,1% yfir
síðustu tólf mánuði samkvæmt gögn-
um Þjóðskrár Íslands. Það er mesta
hækkun yfir tólf mánaða tímabil sem
mælst hefur síðan í upphafi árs 2008.
Að raunvirði hefur íbúðaverð á
svæðinu hækkað um 8,7% og þarf að
fara aftur til ársins 2007 til að finna
viðlíka hækkun yfir tólf mánaða
tímabil.
Skýringa á hraðri hækkun íbúða-
verðs má að mati Greiningar leita til
aukins kaupmáttar launa, bætts at-
vinnuástands og fjölgunar íbúa á
höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hef-
ur vöxtur í ferðaþjónustu leitt til
aukinnar útleigu húsnæðis til ferða-
manna. Þá telur Greining Íslands-
banka að væntingar vegna skulda-
aðgerða ríkisstjórnarinnar skýri
hugsanlega hækkun íbúðaverðs að
einhverju marki. Sé það raunin auka
væntingar heimila um batnandi eig-
infjárstöðu eftirspurn á íbúðamark-
aði, sem aftur ýtir upp íbúðaverði og
eykur þannig reiknað eigið fé íbúðar-
eigenda.
Húsaleigan hækkar líka
Samhliða hækkun íbúðaverðs hef-
ur leiguverð hækkað um 8,2% yfir
síðustu tólf mánuði, sem er rétt und-
ir fyrrgreindri 8,7% raunhækkun
íbúðaverðs á sama tímabili. Um 27%
heimila voru í leiguhúsnæði árin
2010-2012 samkvæmt rannsókn
Hagstofunnar á útgjöldum heimila.
Íbúðaverð hækkar áfram
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á
höfuðborgarsvæðinu 2007-2014
20%
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
-15%
20%
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
-15%
11,1%
6,85%
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Heimild: Þjóðskrá Íslands
Raunhækkun íbúðaverðs síðustu 12 mánuði á höfuðborgarsvæðinu ekki jafn
mikil síðan 2007 Íslandsbanki spáir frekari raunverðshækkun næstu 12 mánuði
Mistök urðu þess valdandi að grein-
ingardeild Arion banka sendi við-
skiptavinum ranga ráðgjöf varð-
andi viðskipti með hlutabréf í N1. Í
fyrirtækjagreiningu sem send var
út á miðvikudaginn var við-
skiptavinum ráðlagt að bæta við sig
í félaginu, en skömmu fyrir hádegi
á föstudaginn var send leiðrétting
þar sem þeim var ráðlagt að draga
úr eign sinni í N1.
Völdum viðskiptavinum Arion
banka var send ítarleg fyrir-
tækjagreining á N1 skömmu fyrir
klukkan tvö á miðvikudaginn. N1
hefur verið skráð félag á aðallista
Kauphallarinnar frá því í desember
síðastliðnum. Samkvæmt virðismati
voru hlutabréf félagsins metin á
17,9 krónur á hlut, sem var 0,8%
hærra en síðasta dagslokagengi,
sem var 17,75 krónur á hlut. Sam-
kvæmt því var ráðlegging Arion
banka til viðskiptavina að „bæta
við“.
Skömmu fyrir hádegi á föstudag-
inn sendi Arion banki viðskipta-
vinum leiðréttingu á virðismatinu á
N1. Þar kemur fram að í sjóð-
streymisgreiningu hafi láðst að
draga arðgreiðslu frá lausu fé þar
sem arðleysisdagur er liðinn. Það
leiði til þess að virðismat, byggt á
spá um sjóðstreymi og stöðu lauss
fjár, samsvarar 16,2 krónum á hlut
en ekki 17,9 krónum á hlut. Það er
um 8,7% lægra en dagslokagengið
sem miðað var við í fyrri greining-
unni. Í samræmi við það var ráðgjöf
breytt úr því að „bæta við“ yfir í að
„draga úr“.
Samkvæmt þessu liðu liðlega
þrjár og hálf klukkustund af við-
skiptatíma á Kauphöllinni áður en
leiðréttingin var send út, en Kaup-
höllin var lokuð á fimmtudaginn,
sumardaginn fyrsta. Við opnun
markaða á föstudaginn var gengi
hlutabréfa í N1 17,80 krónur á hlut
en það var komið í 17,45 krónur á
hlut í lok dags.
Arion gerði mistök
við verðmat á N1
Arður Greiningardeild Arion banka
gleymdi arðgreiðslu.
Mælti með kaupum fyrir mistök
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Aðeins 2.150 kr. á mann
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420
Kæliskápadagar út apríl
20%
afsláttur