Morgunblaðið - 26.04.2014, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Fjarreikistjarnan Kepler-186f sem
vísindamenn tilkynntu að þeir hefðu
fundið í síðustu viku er sú pláneta
utan sólkerfis okkar sem gæti líkst
mest jörðinni af þeim sem menn
hafa fundið – enn sem komið er.
Leitin að fjarreikistjörnum hófst
á 10. áratug síðustu aldar en á síð-
ustu árum hefur Kepler-geimsjón-
aukinn verið notaður eingöngu til
þess að finna slík fyrirbæri. Menn
hafa fundið 3.600 mögulegar fjar-
reikistjörnur með honum og búið er
að staðfesta hátt í þúsund af þeim.
Endanlegt markmið með að
kanna fjarreikistjörnur er að kom-
ast að því hvort líf þrífst annars
staðar í alheiminum en á jörðinni.
Aðferðirnar eru enn tiltölulega
frumstæðar. Kepler finnur plán-
eturnar með því að greina flökt í
ljósi frá fjarlægum sólstjörnum
þegar fjarreikistjörnurnar ganga
fyrir þær frá jörðinni séð. Tæknin
býður ekki upp á nánari rann-
sóknir.
Bíða næstu kynslóðar
Ályktun vísindamanna um að
Kepler-186f geti líkst jörðinni bygg-
ist á að hún er nánast jafnstór
henni og er í hæfilegri fjarlægð frá
sólstjörnu sinni til að vatn geti
mögulega verið þar í fljótandi
formi. Það er talið grundvöllurinn
fyrir lífi.
Það verður þó áfram sveipað dul-
úð í fyrirsjáanlegri framtíð. Hægt
væri að greina samsetningu loft-
hjúps reikistjörnunnar, ef hún hef-
ur hann, með litrófsgreiningu en
hún er of langt í burtu til að það sé
hægt.
„Við erum ekki einu sinni nærri
því að hafa getu til að gera þessar
mælingar. Við þurfum að bíða eftir
næstu kynslóð geimsjónauka, eftir
tíu til tuttugu ár,“ segir Sean Ray-
mond, stjarneðlisfræðingur og einn
af þeim sem fundu Kepler-186f.
Dæmi um þessa nýju kynslóð
sjónauka er Risavaxni sjónauki
(Extremely Large Telescope) Evr-
ópsku geimrannsóknastofnunar-
innar (ESA). Eftir nokkrar vikur
verður byrjað að sprengja tind
fjalls í Síle þar sem sjónaukinn mun
tróna í framtíðinni. Hann á að vera
tilbúinn árið 2025 og verður stærsti
sjónauki á jörðinni. Með honum
verður mögulegt að mynda fjar-
reikistjörnur sem eru á lífvænlegu
belti í kringum stjörnur sínar og
jafnvel greina hvort líf sé að finna á
þeim.
„Við erum á gullöld uppgötvana á
fjarreikistjörnum. [Kepler-186f] er
enn sem komið er einstök, en verð-
ur hún það áfram? Ég er tilbúinn
að veðja fé að hún verður það ekki,“
segir Fabio Favata hjá vísinda- og
vélkönnunardeild ESA.
Gullöld í upp-
götvunum fjar-
reikistjarna
Undirbúa smíði stærsta sjónauka í
heimi á fjallstindi í Síle
AFP
Bergpláneta Teikning af hvernig
Kepler-186f gæti litið út.
Kepler-186f
» Reikistjarnan gengur um
sólstjörnu sem telst til rauðra
dverga. Hún er minni og dimm-
ari en sólin okkar.
» Kepler-186f er yst reiki-
stjarnanna fimm sem fundist
hafa í þessu sólkerfi. Hún er
um 10% stærri en jörðin.
» Hingað til hafa fjar-
reikistjörnur sem fundist hafa
verið gasrisar, líkt og Júpíter.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Þegar Suður-Afríkubúar ganga að
kjörborðinu 7. maí verður það í
fyrsta skipti sem kynslóð lands-
manna sem fæddist eftir að endi var
bundinn á aðskilnaðarstefnuna
greiðir atkvæði. Það verða einnig
fyrstu kosningarnar eftir að frelsis-
hetjan Nelson Mandela lést.
Á morgun verða tuttugu ár liðin
frá fyrstu kosningunum sem blökku-
menn í landinu máttu kjósa í. Afríska
þjóðarráðið (ANC) hefur síðan
stjórnað landinu og ekki er talið að
það breytist eftir kosningarnar nú.
Þessi nýja kynslóð fólks sem fæddist
frjálst og hefur ekki sömu tilfinn-
ingalegu tengslin við flokkinn eins
og eldri kynslóðir þýðir þó að ANC
getur ekki gengið að völdum sínum
sem vísum til lengri tíma litið.
Vinna aðeins fyrir sjálfa sig
Í augum margra hafa meðlimir
ANC orðið spillingu að bráð og lítið
gert til að breyta aðstæðum blökku-
manna í landinu frá því sem var. Mis-
skipting er óvíða eins afgerandi og í
Suður-Afríku. Hvíti minnihlutinn
hefur það betra en nokkru sinni áður
á sama tíma og helmingur ungs
svarts fólks er atvinnulaus.
Íbúar sem hafast við í kofum í fá-
tækrahverfum eins og Diepsloot þar
sem opinber þjónusta er hverfandi-
kenna flokknum um hvernig er kom-
ið fyrir þeim.
„Við höfum alltaf kosið ANC en
við höfum búið í kofum í mörg ár.
Þeir segjast ætla að byggja hús en
ekkert gerist. Ef þú kýst stjórn, þá
vinna þeir fyrir sjálfa sig, ekki fyrir
okkur,“ segir Kganyo, einn íbúa
hverfisins, við breska blaðið The Gu-
ardian. Hún hefur verið á biðlista
eftir félagslegu húsnæði í tíu ár.
Aðalbakland ANC er lágstéttin og
tveir af hverjum þremur kjósendum
þess eru atvinnulausir. Nú er í fyrsta
skipti flokkur sem keppir við það um
þennan markhóp, Efnahagsfrelsis-
baráttumennirnir (EFF). Julius
Malema, leiðtogi flokksins, segir
byltingu Mandela aðeins hálfklár-
aða. Enn eigi eftir að ná fram efna-
hagslegu frelsi fyrir alla landsmenn.
Fyrirmyndir hans eru Hugo Chá-
vez, fv. forseti Venesúela, og Ro-
bert Mugabe í Simbabve.
Malema hefur verið sakað-
ur um lýðskrum en hann
hefur m.a. lofað að þjóð-
nýta banka og námur, taka
land eignarnámi án bóta,
hækka lágmarkslaun
og tvöfalda allar
bætur á vegum
hins opinbera.
AFP
Fátækrahverfi Óvistlegir kofar eins og í Diepsloot eru hlutskipti margra þeldökkra Suður-Afríkumanna.
Kynslóðaskipti
í Suður-Afríku
Fólk fætt eftir aðskilnaðarstefnuna kýs í fyrsta sinn
Desmond Tutu, fv. erkibiskup
Suður-Afríku og handhafi frið-
arverðlauna Nóbels, ætlar ekki
að kjósa Afríska þjóðarráðið.
Hann hefur gagnrýnt flokkinn
og fyrir vikið átti upphaflega
ekki að bjóða honum í jarðarför
Nelsons Mandela, vinar hans, í
desember.
„Okkur dreymdi um samfélag
sem hefði samúð, sem léti fólki
líða eins og það skipti raunveru-
lega máli. Þú getur ekki gert
það í samfélagi þar sem fólk fer
svangt að sofa, þar sem mörg
barnanna fara enn í skóla undir
tré,“ segir Tutu.
Erkibiskupinn fyrrver-
andi segir jafnframt að
menn þurfi að viður-
kenna að ekki mörgum
arftökum kynslóðar
Mandela hafi tekist að
standa henni snúning í
stjórn landsins.
Ætlar ekki að
kjósa ANC
ERKIBISKUP
Desmond
Tutu
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði“
„Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um
að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér
framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var
opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið
velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir
en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við.
Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“
820 8080
Hringdu núna og
pantaðu frítt söluverðmat
KJARANSHÚSIÐ - ÁSVALLAGATA 4, 101 REYKJAVÍK, 2. HÆÐ.
Eignin verður sýnd þriðju-
daginn 29. apríl milli
kl. 17:00 og kl. 18:00.
Til sölu er gullfalleg 99 fm íbúð á 2. hæð á
þessum einstaka stað í gamla vesturbæn-
um og í göngufæri við miðbæinn. Íbúðin
hefur verðið endurnýjuð á mjög vandaðan
og fallegan hátt, auk þess að utan hefur
húsið verið lagfært og endurnýjað. Garður
hefur verið endurhannaður og skipt hefur
verið um allar frárennslislagnir og upp-
hituð hellulögð stétt frá götu að húsinu og
sett upp útilýsing. Nýtt járn er á þaki.
Verð 49,5 millj.
OPI
Ð H
ÚS
þrið
jud
ag