Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Snilld Góðir taktar sáust á Íslandsmótinu í hópfimleikum í Ásgarði í Garðabæ í gær og keppendur brostu breitt en aðrir virtust ekki kippa sér upp við snilldina enda ýmsu vanir í þeim efnum. Kristinn Engum þurfti að koma á óvart þó að ís- lenskir Evrópusam- bandssinnar brygðust við með látum þegar ríkisstjórnin og þing- flokkar hennar ákváðu að Ísland myndi aft- urkalla inngöngubeiðni sína í ESB. Enginn vill missa málið, og eins- máls-menn allra síst. Og ekki þurfti að koma á óvart þótt hefðbundnir andstæðingar stjórn- arflokkanna yrðu stóryrtir og ofsa- fengnir. Þau viðbrögð eru hefð- bundin. Menn þurfa ekki að horfa lengra en til síðustu daga þar sem efnt var til skyndiherferðar til þess að fæla Guðna Ágústsson frá því að bjóða sig fram til borgarstjórnar, enda óttuðust vinstrimenn að fram- boð Guðna gæti komið þeim sjálfum illa. Í hvert sinn sem eitthvað er gert sem vinstrimenn telja koma sér illa, verður efnt til herferðar. Aðrir verða einfaldlega að geta staðið slíkt af sér, ef þeir ætla að ná einhverjum árangri. „Hvaða óðagot er þetta?“ Í tilraunum sínum til að fæla stjórn- arþingmenn frá því að fylgja yfirlýstri stefnu beggja flokka í ESB- málum hafa ESB- sinnar snúið mörgu á hvolf. Þeir hafa jafnvel hamrað á því að núver- andi stjórnarflokkar hafi farið fram með miklu óðagoti í málinu. „Offors“ kallaði blaðamaður Morgunblaðsins það í vikunni. En hver ætli staðreyndin sé? Það hefur reyndar verið offors og óðagot í um- sóknarmálum, en sú er alls ekki raunin nú. Offorsið var árið 2009, en þá létu ESB-sinnar og fréttamenn sér það vel líka. Kosið var til alþingis í lok apríl 2009. Fyrir kosningar og síðast í umræðum kvöldið fyrir þær lofuðu vinstri grænir að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu kæmust þeir í ríkisstjórn. Stein- grímur J. Sigfússon sagði sér- staklega að það yrði ekki gert það sumar, og alls ekki í maímánuði. Síð- an var kosið og strax í stjórnarsátt- mála 10. maí var tilkynnt að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Fréttamenn sáu ekkert að því. Hálfur mánuður þá, tæpt ár nú Hálfum mánuði eftir kosningar, sama dag og nýir ráðherrar settust í stólana, var tilkynnt að Ísland ætlaði í Evrópusambandið. Þá hafði Al- þingi ekki enn komið saman eftir kosningarnar. Tveimur mánuðum og sex dögum síðar var búið að sam- þykkja inngöngubeiðnina á Alþingi. Hvar voru þá ESB-sinnarnir með upphrópanir sínar um „óðagot“, „of- fors“ og „flýtimeðferð“? Vinstri- meirihlutinn á þingi hafnaði tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um það hvort Ísland yrði um- sóknarríki að ESB. Hvar voru þá undirskriftasafnanir „lýðræð- issinna“? Hvar voru þá útifundirnir og pistlahöfundarnir? En hvað er upp á teningnum núna? Kosið var í apríl 2013. Í síðari hluta febrúar 2014 kemur rík- isstjórnin loks með tillögu um að inngöngubeiðnin verði afturkölluð. Fréttamenn spurðu strax hvaða óða- got þetta væri. Síðan eru liðnir tveir mánuðir og tillagan er enn í nefnd og fréttamenn þráspyrja hvort henni verði ekki örugglega breytt í nefnd- inni, í von um að einhverjir stjórn- arþingmenn hefji undanhald sem endi með því að Ísland verði áfram umsóknarríki. „Hvað liggur eig- inlega á?“ spyrja þeir sem árið 2009 keyrðu allt í gegn á tveimur mán- uðum. „Á að svínbeygja lýðræðið?“ spyrja þeir sem fengu samtals 20% atkvæða í síðustu kosningum og ákváðu fyrir fjórum árum að ekki þyrfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að senda inngöngubeiðnina til Brussel. Og fréttamenn reka erindi þeirra í von um að stjórnarþingmenn guggni. Að beygja sig fyrir ofstækinu Ofstækið í málinu er allt á aðra hliðina. Í umsókn um aðild að Evr- ópusambandinu felst yfirlýsing lands um að það hafi ákveðið að ganga í Evrópusambandið og vilji nú vita hvaða reglum sínum það þurfi að breyta til að verða tekið inn. Um- sókn snýst ekki um að „sjá hvað er í boði“. Þegar hvorki meirihluti þings né þjóðar vill ganga í ESB er hreint ofstæki að láta Ísland verða um- sóknarríki. Það er hins vegar ekki ofstæki að afturkalla slíka umsókn, þegar hvorki þjóðkjörið þing né rík- isstjórn vilja ganga inn. Það mega allir sjá hvorum megin offorsið og ofstækið er. Ekkert í viðbrögðum ESB-sinna í málinu þurfti hins veg- ar að koma á óvart. Það eina sem gæti komið á óvart væri ef einhverjir forsvarsmenn stjórnarflokkanna byrjuðu að taka undir sönginn. Með því væri öllu snúið á hvolf. Eftir Bergþór Ólason » Árið 2009 tók það vinstristjórnina tvo mánuði að gera Ísland að umsóknarríki. Þá tal- aði enginn um „offors“, „ofstæki“ og „flýti- meðferð“. Bergþór Ólason Höfundur er fjármálastjóri. Öllu snúið á hvolf Frumvörp rík- isstjórnarinnar um leiðréttingu höf- uðstóls verðtryggðra skulda og séreign- arsparnað, sem Al- þingi hefur nú til meðferðar, munu gefa um 100 þúsund heimilum í landinu tækifæri til að lækka húsnæðisskuldir sínar eða spara til kaupa á húsnæði. Lækkun skulda getur orðið allt að 20% ef úrræðin eru nýtt að fullu. Leiðréttingin er almenn aðgerð sem ræðst að rót vandans, skapar tækifæri til vaxtar og hjálpar launafólki til sjálfs- hjálpar með því að lækka greiðslu- byrði þess. Hér er einnig um að ræða aðgerð sem gagnast öllum sem eru/voru með verðtryggð hús- næðislán. Heildarumfang leiðrétt- ingarinnar er 150 milljarðar króna. Leiðrétting verðtryggðra íbúða- lána með lækkun höfuðstóls er að hámarki 4 milljónir króna. Því til viðbótar getur komið lækkun höf- uðstóls með nýtingu séreign- arsparnaðar að hámarki 1,5 millj- ónir króna. Samtals geta því verðtryggð fasteignalán lækkað um 5,5 milljónir króna. Til frádráttar koma fyrri úrræði til lækkunar höfuðstóls. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu heimili með minna en fjórar milljónir í heildartekjur á ári fá hlutfallslega mest í sinn hlut af nið- urfærslunni, hlutur þeirra er um 24%. Heimili með 700 þúsund króna heildartekjur eða meira á mánuði geta nýtt sér hámark skattleysisins, allt að 1,5 milljónir króna á þremur árum. Ef Alþingi afgreiðir málið nú í maí ætti al- menningur að geta byrjað að njóta góðs af aðgerðinni strax í sept- ember. Leiðréttingin mun dreifast mun jafnar á tekjuhópa en fyrri skulda- úrræði. Samkvæmt tölum frá fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu skulda nú um 73.000 heimili verð- tryggð íbúðalán. Aðeins 10% þess- ara heimila hafa fengið einhverja aðstoð í gegnum þau úrræði sem hafa verið reynd. Þar af fékk að- eins 1% heimila um helming alls þess fjár er varið var til nið- urfærslu skulda í gegnum 110% leiðina eða rúmlega 20 milljarða króna. Þessi heimili, 775 talsins, fengu öll yfir 15 milljóna króna nið- urfærslu og var meðaltal nið- urfærslunnar um 26 milljónir króna. Meðaltekjur þessara heimila á mánuði á árinu 2009 voru um 750 þúsund en um tugur þessara heim- ila var með meðaltekjur yfir tvær milljónir króna á mánuði. Til að auka enn á óréttlætið fóru 30% þeirrar fjárhæðar sem varið var til 110% leiðarinnar til heimila með yfir 10 milljóna króna tekjur. Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn lögðu áherslu á aðgerðir í þágu heimilanna í kosningabaráttunni. Framsókn- arflokkurinn lagði áherslu á beina leiðréttingu til að lækka höfuðstól húsnæðislána og Sjálfstæðisflokk- urinn lagði áherslu á nýtingu skatt- kerfisins til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Forsendubresturinn sem varð í framhaldi af banka- hruninu og stökkbreyting verð- tryggðra lána í kjölfarið kallar á stjórnmálalegt inngrip. Það birtist í þeim tillögum sem nú liggja fyrir, sem taka mið af stefnu og tillögum beggja ríkisstjórnarflokka. Leiðréttingin dreifist jafnt á tekjuhópa Eftir Karl Garðarsson og Elínu Hirst » Samtals geta því verðtryggð fast- eignalán lækkað um 5,5 milljónir króna. Til frá- dráttar koma fyrri úr- ræði til lækkunar höf- uðstóls. Höfundar eru alþingismenn. Elín HirstKarl Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.