Morgunblaðið - 26.04.2014, Side 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Aðstæður batna þegar líður á daginn
og þú verður í algeru þrumustuði í kvöld. Ef
þú gefur þér tíma til þess, má segja að það sé
að hálfu leyst.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhver sér sér hag í því að koma hlut-
um þannig fyrir að þér hafi orðið á einhver
mistök. Maður verður hamingjusamur og
heill ef maður ákveður að láta sér líða þannig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hvers konar ný og framandi reynsla
gleður þig í dag. Það eru spennandi tímar
framundan. Líttu á björtu hliðarnar ef þú mis-
stígur þig og reyndu að læra af reynslunni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Allt sem krefst hugsunar höfðar til
þín í dag. Dagurinn er líka kjörinn til þess að
hitta vinina og finna út úr því hvernig hægt er
að bæta veröldina.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Undanfarið hefurðu sett velferð ein-
hvers annars ofar þinni eigin. Hlutir sem
tengjast tómstundum munu vera góð kaup.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Jafnvel hin ýktasta beiðni virðist sjálf-
sögð í huga þínum, svo samdauna ert þú. En
það er ekki allt til eftirbreytni. Sýndu vænt-
umþykju og þá mun allt fara vel.
23. sept. - 22. okt.
Vog Haltu hugmyndum þínum hjá þér um
sinn, því nú blæs ekki byrlega. Hafðu trú á
ástvinum þínum og spurðu einskis.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu ekki draga þig í dilk í þeim
deiluefnum sem koma upp á vinnustað þín-
um. Ekki ganga of langt þótt þú viljir gjarnan
styðja einhvern.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er mikil hætta á að nei-
kvæðni nái tökum á þér í dag. Forðastu að
troða illsakir við vinnufélaga þína að ósekju.
Allt verður betra í kvöld.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hagnast í dag, sama hvað þú
tekur þér fyrir hendur. Kynntu þér alla mála-
vexti vandlega áður en þú afræður að veðja á
einhvern hestinn. Notaðu tækifærið til að
ganga frá þínum málum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert staðráðin/n í því að fara
þínu fram, sama hvað það kostar. Láttu vel-
gengnina ekki spilla barninu í þér en mundu
að vera ekki frek/ur, þá vilja aðrir að þetta
mistakist.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hitinn kraumar undir niðri í vinnunni
og sem betur fer ert þú sjóðheit/ur líka um
þessar mundir. Persónuleg tengsl eru mik-
ilvæg og þar ert þú á grænni grein.
Í síðustu viku var þessi vísnagátaeftir Pál Jónasson í Hlíð:
Stundum þínu eyra á,
ekki traustur piltur sá,
kind sem gömul ekki er
amerískur trukkur hér.
Harpa Jónsdóttir í Hjarðarfelli
leysti gátuna:
Gemsann berðu glöggt að eyra.
Gemsa vandræða ég sé.
Gemsi er eins ár, ekki meira.
Ekur þú á GMC.
Séra Sveinn Víkingur á þessa
gátu:
Þessi styrkir þak og veggi.
Þrælslega á sjó er ráðist á ‘ana.
Horað sprund með spóaleggi.
Úr spýtum oft í hliði ég sá ‘ana.
Svör þurfa að berast fyrir hádegi
á fimmtudag til að ná laugardags-
blaðinu. Gaman væri að fá nýjar
gátur sendar!
Karlinn á Laugaveginum var dá-
lítið hnugginn þegar ég sá hann og
með hugann við kerlinguna á
Skólavörðuholtinu:
Mér skilst að oss hafi ekki skort
annað
til skilnings á því sem er vort annað
en svolitla ást
sem að sjálfsögðu brást
– og svo sitjum við uppi með hvort
annað!
Grímur Jónsson bóndi á Jökulsá í
Flateyjardal var gáfaður maður og
skáldmæltur vel. Hann orti:
Ég hef reynt til þrautar það:
þeim mun logar minna
sem menn skara oftar að
eldum vona sinna.
Enn orti Grímur:
Órór gests ég úti beið,
inn hann skyldi leiða;
en Hamingjan um hlaðið reið,
hafnaði öllum greiða.
Níels skáldi orti, – vísan er úr
Fransrímum:
Ég að öllum háska hlæ
á hafi Sóns óþröngu,
mér er sama nú hvort næ
nokkru landi eða öngu.
Þetta erindi úr Rúbajat-þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar er undra-
gott:
Við brauðhleif, fulla flösku og
ljóðakver
í forsælu undir tré við hlið á þér,
sem andar söng á öræfanna þögn,
er auðnin Paradís – sem nægir mér.
Davíð frá Fagraskógi orti undir
sama hætti í ljóðinu „Í dögun“:
Er sólin rís úr svefnsins tæru laug,
er sælt að finna líf í hverri taug
og heyra daginn guða á gluggann sinn
og geta jafnvel boðið honum inn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Svolítil ást og þögn öræfanna
Í klípu
„ERUM VIÐ HRÆDD VIÐ SMÁ
SAMKEPPNI? MIÐAÐ VIÐ ÞESSAR
TÖLUR - JÁ, GREINILEGA!“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MIG VANTAR 11 SENTIMETRA
Í VIÐBÓT.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finna ástarbréf
frá henni í vinnu-
póstinum þínum.
BÓKASAFN
VERKSTÆÐ
I
KL
O
NK
KL
O
NK
KL
O
NK
KL
ON
K
HRÓLFUR, VIÐ
VORUM AÐ FÁ
SENDINGU AF
STEINUM Í
VALSLÖNGVUNA.
FLOTT!
ÞAÐ ER KOMIÐ
AÐ ÞÉR AÐ
HLAÐA.
ÞÁ ER RUNNINN UPP
TÍMI FYRIR ALVARLEGA
NAFLASKOÐUN.
ÉG ER
FRÁBÆR!
ÉG HEFÐI ÁTT AÐ VERA
LÖNGU BÚINN AÐ ÞESSU.Upp á sitt eindæmi náði Víkverji aðlæsa lyklana inni í bíl á föstudag-
inn langa. Hann var staddur fyrir ut-
an einu verslunina sem var opin á
þessum degi (að öllum líkindum) Ice-
land í Breiðholtinu. Hann húkti þar
með úttroðinn poka af mat sem átti
að reiða fram fyrir matarboð seinna
um kvöldið.
x x x
Já – Víkverji er ekki sá skipulagð-asti í heimi og var ekki stressa sig
yfir að flana út í búð og skipuleggja
átið næstu daga þar sem einhverjar
búðir eru hvort sem er alltaf opnar
yfir páskana, eins og raunin varð.
Honum leiðist nefnilega þetta við-
horf sem grípur um sig í kringum jól
og páska að hamstra mat því allt er
búið.
x x x
Veðrið var rysjótt, skiptust á skinog skúrir, hríðarbylur og sól.
Veðrið endurspeglaði hugarástand
Víkverja. Höfuðið fylltist af sjálfs-
ásökunum, en þetta gæti svo sem
verið verra. Hann hékk þó að
minnsta kosti ekki negldur upp á
kross. Í staðinn gat hann fylgst með
fólki athafna sig á þessu pínulitla
bílastæði.
x x x
En af hverju alltaf að gera tvennt íeinu? Víkverji var nefnilega að
tala í símann um leið og hann læsti
samviskusamlega dyrunum innan frá
á meðan lykillinn hékk í svissinum.
Sem betur fer var hann þó með síma
og veski og gat hringt í betri helm-
inginn sem kom eins og riddari á
svörtum jeppa jafn úfinn í skapi og
liturinn á bílnum.
x x x
Þetta var ekki í fyrsta skipti semhann læsir lyklana inni í bílnum
en samt virðist hann aldrei ætla að
læra af reynslunni. Og þó, í dag að
minnsta kosti læsti hann bílnum utan
frá með lyklinum. Ástæðuna fyrir því
að læst var handvirkt innan frá má
flokka sem leti. Batteríið var búið svo
að samlæsingin hætti að virka, þá fór
Víkverji í þetta þar sem lykillinn var
ögn stamur þegar honum var rennt
inn í lásinn á bílstjórahurðinni. Mjög
eðlilegt allt saman. víkverji@mbl.is
Víkverji
Kunnan gerðir þú mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni að eilífu.
(Sálmarnir 16:11)
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -