Morgunblaðið - 26.04.2014, Side 38

Morgunblaðið - 26.04.2014, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fésbókin getur verið mestiskaðvaldur og tímasuga enum leið – eins og með flest mannanna verk – er hægt að hag- nýta hana til góðra verka ef rétt er með farið. Á dögunum, seint að kvöldlagi, setti ég á vegginn minn fremur saklausa hugleið- ingu um tónlist að ég taldi. Við- brögðin voru hins vegar með nokkrum ólíkindum. Þar tiltók ég hvernig maður skynjaði popp- landslagið barn að aldri, nánar tiltekið árið 1984, en þá var ég tíu ára. Vanþekking á sögunni gerði það að verkum að ég hélt að David Bowie væri hress, dans- óður, ljóshærður poppari – ein- göngu. Ég vissi ekkert um fortíð Genesis og Peter Gabriel var söngvarinn sem átti flotta mynd- bandið við hið ægigrípandi „Sledgehammer“ . Lengi vel var „In the army now“ eina lagið sem ég þekkti með Status Quo. Og svo má telja. Ég hélt að ég væri til- tölulega einangraður hvað þessar skekktu söguskoðun varðar en í ljós kom að jafnaldrar tengdu nánast allir sem einn sterklega við þetta. Sýn og heyrn Fleiri nöfn flóðu því inn á þráðinn. Var Fergal Sharkey í pönkhljómsveit (Undertones, fyrir þá sem ekki vita)? Átti Yes eitt- hvað annað en svuntuþeys- araslagarann „Owner of Lonely Heart“? Og fyrir mörgum var Fleetwood Mac poppsveitin á bak við „Seven Wonders“, „Little Lies“ og „Everywhere“. Auðvitað höfðum „við“ ekki hugmynd um að í eina tíð var hún helsta blús- rokksveit Bretlands leidd af gít- arundrinu Peter Green og mokaði síðan plötunni Rumours út í millj- ónavís nokkrum árum síðar. Einn af þráðverjum uppgötvaði þetta með Sharkey meira að segja þar og þá. Þessi sameiginlega sýn (og heyrn) þessarar kynslóðar vakti upp spurningar. Þarna hafði okk- ur verið varpað inn í mjög svo sérstætt tímabil í poppsögunni þar sem fjöldinn allur af gömlum stríðshrossum frá sjöunda og átt- unda áratugnum var að gera til- raunir með að fóta sig á mark- „Óminni“ æskunnar Popp Bíddu, hafði Bowie gert meira en „Modern Love“ og „Let‘s Dance“? aðnum á nýjan leik. Þetta voru bæði tilraunir til listrænnar end- ursköpunar og líka einfaldlega aðgerðir til að næla í smábita af poppkökunni með hvaða þeim að- ferðum sem dygðu best. Þetta fólk hefur flestallt verið komið undir fertugt á þessum tíma og hafði legið í hýði um þrítugt og eitthvað yfir það (c.a. árin 1977- 1982, þegar pönkið reið röftum). Varnir Mörg þessara laga eru það kirfilega þrædd í taugakerfið á „okkur“ að við sjáum í þeim gildi sem er hulið kynslóðinni á undan. Gildir þá einu að margt af þessu er arfaslakt og stenst engan veg- inn samanburð við fyrri afrek. Hins vegar hefur aldurinn sem þú ert á þegar þú heyrir herlegheit- in allt um þetta að segja. Í dag getur maður rýnt í þetta úr meiri fjarlægð en það breytir því þó ekki að þessar smíðar bera okkur oft tilfinningalega ofurliði. Það erum við sem höldum uppi vörn- um fyrir þessa tónlist og beinum sjónum að snilld þessara laga á meðan þeir sem eldri eru fussa og sveia. Skiljanlega. Þó að mér finnist fyrri verk Genesis í dag blómaskeið sveitarinnar hef ég mun sterkari og „náttúrulegri“ tengingu við tímabilið í kringum samnefndu plötuna frá 1983 („Mama“, „That’s All“, „Illegal Alien“). Skynjunin er einfaldlega öðruvísi. Þeir sem voru tíu ára 1994, 2004 og 2014 hafa þá sína sögu að segja en vangaveltur um slíkt eru efni í annan pistil. Læt þetta duga … í bili! »Ég vissi ekkert umfortíð Genesis og Peter Gabriel var söngvarinn sem átti flotta myndbandið við hið ægigrípandi „Sledgehammer“  Eru börn „níunda áratugarins“ með skekkta mynd á popptónlistina?  Eða var David Bowie eitthvað meira en ljóshærður, fjörugur og dansóður poppsöngvari? Bandaríski víbrafón- og marimbu- leikarinn Arthur Lipner stendur fyrir fjölbreyttum listviðburði í sal Tónlistarskóla FÍH í dag kl. 13. Sér- stakir gestir verða Ragnheiður Gröndal, Haukur Gröndal og Einar Scheving. Lipner mun leika með þeim og fræða áhorfendur um víbrafóninn og marimbuna, leiða trommuhring og sýna heimilda- mynd sína Talking Sticks. Aðgang- ur er ókeypis. Masterclass með Arthur Lipner Lunkinn Bandaríski víbrafón- og marimbuleikarinn Arthur Lipner. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Gleðilegt sumar! Sýningar í tilefni Barnamenningarhátíðar Teiknibókin lifnar við á Torgi Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Skemmtilegir ratleikir Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNLEGAR VÍDDIR Sefán Boulter og Stephen L. Stephen sýna mannamyndir 15. mars – 27. apríl Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Shop Show Samtíma hönnun Hnallþóra í sólinni Dieter Roth Sunnudag 27. apríl Kl. 14 – Skapandi vinnustofa fyrir börn og fullorðna Kl. 20 - Tónleikar - Hljóðön Áshildur Haraldsdóttir, flauta Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Leiðsagnir föstudaga kl. 12.10 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. FORM, LITUR, LÍKAMI: HÁSPENNA / LÍFSHÆTTA Magnús Kjartansson 7.3.-11.5. 2014 GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 LETTRES Á LA MER Sýning á videóverki franska listamannsins, Renaud Perrin á kaffistofu safnsins. SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 Sýningin, HÚSAFELL ÁSGRÍMS. Opið sunnudaga kl. 14-17. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 Sýningin, BÖRN AÐ LEIK. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 www.lso.is Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is AÐGANGUR ÓKEYPIS HETJUR OG HÁSTÖKKVARAR ÓPERUARÍUR EFTIR VERDI O.FL. HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU MÁNUDAGINN 28. APRÍL KL.12:15 JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON TENÓR ANTONÍA HEVESI PÍANÓ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.