Morgunblaðið - 03.07.2014, Síða 1
F I M M T U D A G U R 3. J Ú L Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 154. tölublað 102. árgangur
LANDSMÓT
HESTAMANNA Í
SVIÐSLJÓSINU
LÍFEYRIS-
SJÓÐIR
BEITA SÉR
LEIKARAR
VINNA SAMAN
Á SAFNI
VIÐSKIPTAMOGGINN FLUGSAFNIÐ 1024 SÍÐNA AUKABLAÐ
FORTE
blanda meltingargerla
MÚLTIDOPHILUS
þarmaflóran
hitaþolin
www.gulimidinn.is
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er
mjög skýr. Fyrrverandi formaður
bankaráðs hafði ekki heimild til að
ákveða að bankinn greiddi máls-
kostnað seðlabankastjóra,“ sagði
Jón Helgi Egilsson, varaformaður
bankaráðs Seðlabankans, í samtali
við Morgunblaðið eftir fund banka-
ráðsins í gærkvöldi. Á fundinum
kynnti Sveinn Arason ríkisendur-
skoðandi skýrslu um greiðslur
Seðlabankans á lögmannsreikning-
um Más Guðmundssonar seðla-
bankastjóra vegna málsóknar hans á
hendur bankanum.
Jón Helgi sagði að á fundinum í
gærkvöldi hefði verið farið yfir efnis-
atriði skýrslunnar en engin ákvörð-
un tekin um viðbrögð. Annar fundur
verður í bankaráðinu innan fárra
daga þar sem málið verður tekið til
frekari umræðu og framhald ákveð-
ið.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að hvorki lög né reglu-
gerð um Seðlabankann geri ráð fyrir
að formaður bankaráðs hafi sjálf-
stæðar valdheimildir, svo sem til að
skuldbinda bankann með einhverj-
um hætti. Útgjaldatilefni í tengslum
við fjárhagslega hagsmuni banka-
stjórans verði að bera upp í banka-
ráðinu til samþykktar áður en
greiðsla sé innt af hendi. Í skýrsl-
unni segir að ekkert hafi komið fram
við athugun málsins sem bendi til
þess að Már Guðmundsson seðla-
bankastjóri hafi sjálfur komið að
ákvörðunum, fyrirmælum eða sam-
þykki greiðslu þeirra reikninga sem
um ræðir. Alfarið hafi verið um að
ræða ákvarðanir Láru V. Júlíusdótt-
ur, fyrrverandi formanns bankaráðs.
Ríkisendurskoðun kveðst ekki hafa
fundið neitt annað dæmi um að
reikningar vegna útgjalda Seðla-
bankans hafi verið samþykktir af
formönnum bankaráðs í gildistíð nú-
verandi laga um bankann.
Ríkisendurskoðun segir að hygg-
ist bankaráðið endurskoða ákvörðun
fyrrverandi formanns bankaráðs
þurfi að ganga úr skugga um hvort
skilyrði séu til staðar til að krefja
bankastjórann um endurgreiðslu.
MHefði átt að bera … »14
Niðurstaða Ríkisend-
urskoðunar mjög skýr
Jón Helgi
Egilsson
Lára V.
Júlíusdóttir
Hafði ekki heimild til að ákveða greiðslu málskostnaðar
Engin fordæmi
» Lára V. Júlíusdóttir hafði
ekki heimild til að láta bankann
greiða málskostnað Más.
» Engin fordæmi fyrir vinnu-
brögðum formanns bankaráðs,
segir Ríkisendurskoðun.
„Þetta voru mannleg mistök. Við reynum að
gera farþegum okkar til hæfis og sýnum nátt-
úruna í þeirri nánd sem óhætt þykir á hverjum
tíma, en mönnum geta orðið á mistök og í
þessu tilviki var farið of nálægt landi, sem
gerði það að verkum að báturinn festist,“ segir
Hörður Sigurbjarnarson hjá Norðursiglingu
en allir komust heilir á húfi í land þegar hvala-
skoðunarbáturinn Haukur strandaði við Lund-
ey á Skjálfanda síðdegis í gær. Nítján farþegar
voru um borð í bátnum og tveir í áhöfn en eng-
an sakaði. Farþegarnir voru allir ferðamenn
af erlendum uppruna og voru þeir fluttir til
Húsavíkur til aðhlynningar.
Aðstæður voru góðar og rólegt í sjó þegar
björgunaraðgerðir fóru fram. Gengu þær
hratt fyrir sig en 20 mínútum eftir að tilkynnt
var um atvikið var gúmmíbátur frá Norður-
siglingu, eiganda Hauks, kominn á staðinn.
Hauki var komið á flot upp úr kl. 21 í gær-
kvöldi, en ætlunin var að gera það rétt fyrir
miðnætti þegar færi að flæða. Björgunarmenn
voru tilbúnir með dráttartaugar og gripu
tækifærið þegar stór alda kom til að koma
bátnum á flot. Fór Haukur þá til hafnar á eigin
vélarafli, en ekki voru ummerki um leka eða
skemmdir.
Þetta er í annað skipti sem Haukur strand-
ar. Árið 2012 strandaði báturinn einnig á
grynningum Lundeyjar. isb@mbl.is
Ljósmynd/Alexia Annisius Askelöf
Fóru of
nálægt
lundunum
Nítján ferðamenn og tveir í áhöfn Hauks sluppu heilir á húfi þegar báturinn strandaði við Lundey á Skjálfanda
Strandaður Björgunaraðgerðir á strandstað við Lundey í gærkvöldi. Öllum farþegum var bjargað frá borði. Björgunarsveitarmenn, Rauði kross-
inn, hvalaskoðunarfyrirtæki og fleiri aðilar aðstoðuðu við björgunina, m.a. RIB-bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga frá Gentle Giants.
Alls seldust 44 nýir vörubílar,
sem eru 12 tonn eða þyngri, á
fyrstu sex mánuðum ársins. Það er
57% meiri sala en í fyrra og kemur
fram í greiningu Brimborgar.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brim-
borgar, tekur fram að sala á vöru-
bílum sem eru með palli og ætlaðir
til efnisflutninga sé enn sem komið
er hverfandi. Flestir nýju vörubíl-
anna séu notaðir í vöruflutninga.
Stefán Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Guðmundar Jón-
assonar, segir aukna eftirspurn
vegna fjölgunar erlendra ferða-
manna á síðustu árum hafa ýtt und-
ir endurnýjun á rútum. Þær séu nú í
notkun allt árið en ekki aðeins yfir
sumarið eins og áður. »6
Sala á nýjum vöru-
bílum eykst mikið
Fjárfesting Nýir vörubílar seljast vel.
Svonefndur rakkamítill, áttfætt
blóðsuguskordýr, hefur fundist sex
sinnum hérlendis og í öllum til-
fellum með erlendum ferðamönn-
um frá Bandaríkjunum, síðast í
maí. Mítillinn getur borið með sér
sýkingar og einkum geta hundar
orðið illa úti en ekki er talin hætta á
að hann nái fótfestu hérlendis, að
sögn skordýrafræðings. »12
Ferðamenn bera
með sér rakkamítil