Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík og vara-
formaður stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar
Alþingis, segir að
nefndin muni
kalla eftir öllum
gögnum sem hún
telji hafa þýðingu
við umfjöllun
nefndarinnar
varðandi stofn-
úrskurði Fjár-
málaeftirlitsins
(FME) um stof-
nefnahag nýju
ríkisbankanna frá október 2008 og
þær afskriftir sem FME fram-
kvæmdi með heimild í neyðarlög-
unum.
Víglundur Þorsteinsson ritaði
þeim Ögmundi Jónassyni, formanni
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis, og Brynjari Níelssyni,
varaformanni nefndarinnar, opið
bréf, sem birt var hér í Morgun-
blaðinu í gær, þar sem hann hvatti
þá til þess að kalla eftir gögnum frá
FME frá 21.10. 2008 vegna Nýja
Kaupþings hf.; 08.10. samanber
endurskoðun 16.11. 2008 vegna
Landsbankans og 14.10. 2008 vegna
Nýja Glitnis, nú Íslandsbanka. Víg-
lundur segir jafnframt í bréfi sínu
að þessi gögn hafi hann undir hönd-
um, en að sinni muni hann ekki op-
inbera þau.
Þetta hefur sinn gang
„Við munum ræða þetta mál í
nefndinni, en eins og kunnugt er var
ákveðið að taka þetta mál fyrir þar.
Við höfum kallað eftir útlistunum og
frekari rökstuðningi frá Víglundi,
sem hann varð við,“ sagði Brynjar í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Brynjar segir að störf nefnd-
arinnar hafi aðeins legið niðri að
undanförnu og á ekki von á fundum
hennar í þessum mánuði. „En ég
reikna með því að við tökum ákvörð-
un um framhald málsins miðsumars,
eða strax í haust. Þetta hefur bara
sinn gang, en ef það eru þarna ný
gögn, sem þarf að skoða, eins og
Víglundur segir, þá getur það eitt-
hvað seinkað afgreiðslu málsins hjá
nefndinni. Það hefur aldrei staðið
annað til hjá nefndinni en að hún
kalli eftir öllum þeim gögnum sem
skipta máli við þessa skoðun,“ sagði
Brynjar Níelsson. agnes@mbl.is
Verður
kallað eft-
ir gögnum
Hlé á störfum
nefndarinnar nú
Brynjar
Níelsson
Æðri máttarvöld buðu Akureyringum upp á
þrumur og eldingar um hádegisbil í gær, sem er
fátítt á þeim slóðum, því fylgdi hellirigning góða
stund en síðan stytti upp laust fyrir klukkan þrjú
þegar flautað var til leiks á árlegu N1-móti KA-
manna fyrir 5. aldursflokk drengja í fótbolta.
Einhverjir höfðu á orði að sá almáttugi væri lík-
lega KA-maður! Drengirnir, sem koma hvaðan-
æva af landinu, léku því í sól og blíðu fram á
kvöld. Veðurspáin gekk ekki eftir, sem betur fer
að mati mótshaldara og keppenda, og spennandi
verður að sjá hvernig viðrar á pollana á KA-
svæðinu næstu daga. Strákarnir á mótinu buðu
upp á flotta takta; til dæmis þessi. Myndin er úr
leik Aftureldingar og Álftaness. skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Snilldartaktar í sólinni á N1-mótinu á Akureyri
Mánaðargreiðsla fyrir örygg-
ishnappa hefur hækkað um
89% eftir að niðurgreiðslur
Sjúkratrygginga lækkuðu með
nýrri reglugerð 1. apríl sl.
Kostar hnappurinn nú 2.550
kr. á mánuði en kostaði áður
1.350 kr.
Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir, formaður Landssam-
bands eldri borgara, segir
breytinguna koma sér illa. „Af-
ar slæmt er að lækka niðurgreiðslur sem eldri
borgarar fá í gegnum Sjúkratryggingar. Við mót-
mæltum breytingunum á fundi með Kristjáni Þór
Júlíussyni heilbrigðisráðherra og sagðist hann
ætla að endurskoða reglugerðina á fundinum.“
Þá segir Jóna að stefna yfirvalda sé að gera
fólki kleift að vera heima fyrir í sem lengstan tíma
og telur hún breytinguna ekki ríma vel við þá
stefnu, enda veiti hnappurinn fólki öryggi.
Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, segir
að þeir hafi hækkað gjaldið á öryggishnöppunum
vegna lægri fjárframlaga frá Sjúkratryggingum.
„Niðurgreiðslan lækkaði um 1.200 krónur 1. apríl
og í ljósi þess höfum við ákveðið að hækka gjaldið
fyrir öryggishnappinn sem því nemur. Okkur
þykir leiðinlegt að þurfa að hækka verðið en við
sjáum okkur ekki fært að taka hækkunina á okk-
ur,“ segir Guðmundur.
Öryggishnappurinn hækkar
um 89% vegna niðurskurðar
Landssamband eldri borgara telur breytinguna afar slæma
Öryggishnappurinn
» Með öryggishnappinum er hægt að
senda út neyðarkall ef ýtt er á hann. Hann
er vinsælt tæki hjá eldri borgurum sem búa
heima.
» Í aprílbyrjun tók í gildi reglugerðarbreyt-
ing sem lækkar niðurgreiðslur Sjúkratrygg-
inga vegna öryggishnappsins. Hækkaði þá
verðið úr 1.350 krónum á mánuði í 2.550
krónur, eða um nærri 90%.
Guðmundur
Arason
flottir í flísum
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Strandveiðar hafa gengið betur á
flestum svæðum það sem af er sumri
en á sama tíma í fyrra. Örn Pálsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, sagði að gæftir
hefðu verið prýðilegar í sumar.
„Í fyrra dugði aflinn á B-svæðinu
(Strandabyggð – Grýtubakkahrepp-
ur) alveg út júní en nú lokaðist það
26. júní. Á B-svæðinu kláruðust því
allar aflaheimildir og eins á A-
svæðinu (Eyja- og Miklholtshrepur
– Súðavíkurhreppur),“ sagði Örn.
Strandveiðisjómenn á A-svæðinu
eru fljótastir að ná í mánaðar-
skammtinn. Þeir fengu sjö veiðidaga
í júní og jafnmarga veiðidaga í maí.
Ónýttar aflaheimildir flytjast á
milli tímabila. Nú um mánaðamótin
færðust t.d. óveidd 283 tonn, fyrn-
ingar frá maí og júní, yfir á júlí á C-
svæðinu (Þingeyjarsveit – Djúpa-
vogshreppur). Um sömu mánaðamót
í fyrra voru fyrningarnar á C-
svæðinu 591 tonn en miklu minna
hafði fiskast þá en nú í sumar. Á D-
svæði (Hornafjörður – Borgar-
byggð) færðust nú 237 tonn á milli
tímabila um síðustu mánaðamót en í
fyrra voru 324 tonn óveidd þar í
byrjun júlí. B-svæðið var 100 tonn í
plús í fyrra en var nú aðeins í mínus.
Strandveiðibátum hefur fækkað
frá því í fyrra. Nú hafði 601 strand-
veiðibátur tekið þátt í veiðum í maí
og júní en í fyrra voru þeir 621.
Flestir bátar veiða á A-svæðinu eða
224 bátar í sumar. Á B-svæðinu eru
134 bátar, á C-svæði eru 123 bátar
og á D-svæði eru 120 bátar byrjaðir.
Afli báta á A-svæði er nú að með-
altali 599 kg í róðri en í fyrra var
hann 553 kg. Á B-svæði er meðalafl-
inn 560 kg í róðri, 515 kg á C-svæði
og 446 kg á D-svæði.
Góður gangur í strandveiðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Strandveiðar Góður gangur hefur verið í strandveiðunum í sumar.