Morgunblaðið - 03.07.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Skemmtisigling og jólainnkaup í Orlando
www.norræna.is sími 570 8600Lækaðu og deildu okkur á facebook ogþú getur unnið „út að borða“ fyrir 2 umborð í skemmtiferðaskipinu STAR
Karabískahafið og Orlando 14. -25. nóvember verð frá kr. 299.000
Sláðu tvær flugur í einu höggi!
Frábær skemmtisigling frá Tampa til Hondúras, Belize, Costa Maya og Cozumel í Mexíkó.
Fjórar nætur á Florida Mall hótelinu. Tilvalið að gera jólainnkaupin í Orlando.
Við höfum bætt við sætum í þessa ferð.
Barcelona og Miðjarðarhafið 29. ágúst Uppselt
Feneyjar og Barcelona 13. sept. 2 sæti laus vegna forfalla
Panama og Los Angeles 31. október Uppselt
Cruise Line var valið
besta skipafélag í Evrópu
síðustu sex ár og það
besta í Karabískahafinu
árið 2013
Malín Brand
malin@mbl.is
Þeir Gestur Einar Jónassonog Aðalsteinn Bergdalhafa unnið saman í ófáskipti á ævinni. Þeir eru
báðir atvinnuleikarar að norðan og
hafa leikið saman hér og þar. Hvor-
ugan þeirra hefði þó órað fyrir því
fyrir einhverjum árum eða áratug-
um að þeir ættu eftir að vinna sam-
an í flugsafni. Sú er einmitt raunin í
sumar og hafa þeir báðir ein-
staklega gaman af samstarfinu á
safninu.
Heilsusamlegt að vera á safni
Gestur Einar hefur óbilandi
flugáhuga og byrjaði að vinna á
Flugsafninu árið 2008 og hefur unn-
ið þar svo gott sem alla tíð síðan og
verið eini starfsmaður safnsins. Það
var ekki fyrr en í sumar sem Aðal-
steinn kom til sögunnar en aðdrag-
andinn er þessi:
Árið 2011 lenti Aðalsteinn í
mjög alvarlegu slysi þegar ekið var
á hann í Lækjargötu í Reykjavík.
Það þykir mesta mildi að hann
skyldi í fyrsta lagi lifa þetta af og í
öðru lagi að hann skyldi ná sér eins
vel eftir slysið og raun ber vitni.
Hann hefur verið í stöðugri end-
urhæfingu og til stóð að í sumar
héldi endurhæfingin áfram. Í raun
og veru má segja að endurhæfingin
hafi alla vega tekið á sig aðra mynd.
„Það þarf alltaf að útvega
starfsfólk á safnið yfir sumartím-
ann,“ útskýrir Gestur Einar sem
stakk upp á því að félagi hans tæki
starfið að sér og tók Aðalsteinn vel í
hugmyndina. „Ég hefði ekki getað
fengið betri mann en Alla,“ segir
Tveir leikarar á
Flugsafni Íslands
Flugsafn Íslands á Akureyri er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Þar eru ein-
stakar flugvélar sem flestar hafa mikið gildi fyrir flugsögu Íslands. Þar er til dæm-
is stjórnklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, björgunarþyrlan TF-SIF, TF-SYN
Fokker F-27 frá Landhelgisgæslunni og svo mætti lengi telja. Starfsmennirnir
tveir á safninu eru líka einstakir en þeir eru æskuvinir og báðir atvinnuleikarar.
Ljósmynd/Hörður Geirsson
Flugkennsla Trúðurinn Skralli, leikinn af Aðalsteini Bergdal, tók annan
flugtíma sinn á dögunum undir handleiðslu Arngríms B. Jóhannssonar.
Morgunblaðið/Malín Brand
Einstakt Flugsafn Íslands á Akureyri er einstakt og varðveitir flugsögu
landsins í myndum, munum og sögum. Sögufrægar vélar eru þar margar.
Viðey er perla sem allir ættu að heim-
sækja oftar, þangað er skemmtilegt
að sigla fyrir fólk á öllum aldri, þar er
hægt að ganga um og njóta náttúru-
fegurðar, fuglalífs og fjörunnar. Þar
er veitingahús sem notalegt er að
setjast inn á og fá sér í gogginn. Upp-
lagt er að skreppa út í Viðey með er-
lenda vini og á morgun er lag, því þá
verður boðið upp á fræðslugöngu um
Viðey fyrir enskumælandi gesti.
Snorri Sigurðsson, doktor í líffræði,
leiðir gönguna sem hefst kl. 12:30.
Snorri gefur innsýn í líffræðilega fjöl-
breytni Viðeyjar, vistfræði lífríkisins,
sögu þess og mikilvægi. Leiðsögnin
er gjaldfrjáls en greiða þarf ferjutoll.
Ferjan siglir frá Skarfabakka á
Sundahöfn á klukkustundar fresti frá
10:15 til 17:15 alla daga. Einnig siglir
hún frá gömlu höfninni við Ægisgarð
í Reykjavík kl. 11:30 og frá Hörpu kl.
12.
Vefsíðan www.videy.com
Morgunblaðið/ÞÖK
Sigling Það er gaman að sigla yfir hafið út í Viðey og skoða litlu eyjuna.
Sýnið erlendum gestum Viðey
Hvernig væri að fá kynningu á menn-
ingarlífi miðbæjarins, kíkja á stytt-
urnar, leikhúsin og njóta að því loknu
sirkuslista? Í kvöld kl. 20 gefst fólki
kostur á því að kynnast miðbæ
Reykjavíkur undir leiðsögn á sex
tungumálum; íslensku, ensku, pólsku,
víetnömsku, arabísku og frönsku.
Lagt er upp frá aðalsafni Borg-
arbókasafnsins í Tryggvagötu. Tilvalið
fyrir íbúa af erlendum uppruna og
aðra nýja íbúa sem og fyrir ferða-
menn. Hressing í lokin í aðalsafni þar
sem Sirkus Íslands skemmtir. Fim-
leikadúett leikur listir sínar og býður
þeim sem þora að vera með. Gaman!
Endilega …
… takið þátt í
fimleikadúett
Morgunblaðið/Ernir
Sirkus Íslands Mjög skemmtilegur.
Nóatún
Gildir 4.-6. júlí verð nú áður mælie. verð
Lambafile m/fiturönd úr kjötborði ..................... 3.998 4.798 3.998 kr. kg
Lambafile kryddað að vali úr kjötb. ................... 3.998 4.798 3.998 kr. kg
Nautafile spjót m/grænmeti úr kjötb. ................ 998 1.298 998 kr. kg
Laxaflök beinhreinsuð úr fiskborði..................... 2.198 2.598 2.198 kr. kg
Laxaflök krydduð úr fiskborði ............................ 2.198 2.598 2.198 kr. kg
Ísl M-kjúklingabringur ...................................... 2.198 2.469 2.198 kr. kg
Krónan
Gildir 3.-6. júlí verð nú áður mælie. verð
Lúxus grísakótilettur New York........................... 1.298 2.198 1.298 kr. kg
Grísahnakki á spjóti hvítl. & rós. ....................... 1.398 1.698 1.398 kr. kg
Lambafile New York-marinerað ......................... 3.998 4.498 3.998 kr. kg
Lambalundir ................................................... 4.498 4.998 4.498 kr. kg
Ungnauta entrecote erlent ............................... 3.398 4.598 3.398 kr. kg
Lambalæri kryddað ......................................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg
Kjarval
Gildir 3.-6. júlí verð nú áður mælie. verð
Goða hamborgarar 6 x 120 g ........................... 1.258 1.398 1.258 kr. pk.
SS Grískar lambatvírifjur .................................. 2.968 3.298 2.968 kr. kg
SS Caj P’s lærissneiðar.................................... 3.328 3.698 3.328 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Ásdís
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.