Morgunblaðið - 03.07.2014, Síða 11
Morgunblaðið/Malín Brand
Vinir Aðalsteinn Bergdal og Gestur Einar Jónasson hafa þekkst svo lengi sem þeir muna. Þeir byrjuðu báðir leik-
araferilinn árið 1967 og hafa verið saman á leiksviði sem og á sjónvarpsskjá. Nú vinna þeir saman á Flugsafninu.
Gestur Einar og ekki er annað að
sjá en starfið geri Aðalsteini gott.
Báðir eru þeir léttir á fæti og
hraustir að sjá og ekki hægt að
draga heilunarmátt verunnar á
Flugsafninu í efa sé horft á það.
Æskuvinir og kollegar
Þessir tveir starfsmenn Flug-
safns Íslands hafa þekkst og verið
vinir frá því þeir muna eftir sér.
„Við ólumst upp í sama hverfi,“ seg-
ir Aðalsteinn en auk þess unnu þeir
saman í leiklistinni í fjölda-
mörg ár. Þeir byrjuðu
báðir að
leika árið
1967. „Við
höfum alltaf verið
vinir,“ segir Gestur
Einar og Að-
alsteinn tekur undir:
„Og ætlum að halda þetta út
alveg fram í rauðan …“ Án efa á
sumarið á Flugsafninu eftir að
þjappa þeim enn betur saman.
Aðalsteinn bregður stundum á
leik sem trúðurinn Skralli og gerir
það við ýmis tækifæri. Trúðurinn
hefur nokkrum sinnum brugðið á
leik í Flugsafninu en þó ekki á
venjulegum dögum heldur á sjálfan
flugdaginn. Flugdagurinn er hald-
inn á hverju sumri, nú síðast 21.
júní, og þá mætti Skralli á svæðið og
tók annan flugtímann sinn á Piper
Cub. Betur fór en á horfðist en ljóst
er að Skralli á margt ólært í fluginu,
enda eru tveir tímar engin ósköp.
Sprella inn á milli
Þó svo að leikarastarfið snúist
að sjálfsögðu ekki um grín og glens
alla daga er óhjákvæmilegt að
spyrja þessa tvo hvort þeir detti ein-
hvern tíma í ærslagang á venjuleg-
um vinnudegi á Flugsafninu. „Jújú,
það kemur nú alveg fyrir. Við rifjum
stundum upp gamla takta og þá
hlæjum við tveir bara og það er allt í
lagi,“ segir Gestur Einar. „Fólk sem
kemur hingað þekkir okkur stund-
um og veit að við erum leikarar.
Kona sagði við mig um daginn:
„Hva, ert þú hér?“ og ég játti því.
Þá spurði hún: „Og af hverju ert þú
ekki að leika?“ Þá segir maður bara
söguna eins og hún er,“ segir Gest-
ur Einar sem er hvergi nærri hætt-
ur að leika þó svo að hann njóti þess
til fulls að vinna á Flugsafninu. Þeir
Aðalsteinn unnu saman í leikhúsinu
í fjöldamörg ár en Gestur Einar hóf
störf hjá Ríkisútvarpinu og hætti í
leikhúsinu. Þar vann hann í um 23
ár, allt til ársins 2008 þegar staða
hans hjá útvarpinu fyrir norðan var
lögð af, mörgum hlustendum til
mikilla vonbrigða. Þá var hann far-
inn að vinna í hlutastarfi á Flugsafn-
inu en hefur verið í fullu starfi þar
svo gott sem síðan, eins og fyrr kom
fram. Báðir eru þeir þó trúir
leiklistargyðjunni sem menn yf-
irgefa ekki svo auðveldlega eftir að
þeir hafa eitt sinn gengið henni á
hönd. Aðalsteinn hefur leikstýrt
töluvert og saman hafa þeir meðal
annars leikið í þáttunum Hæ gosi og
í leiksýningum á Norðurlandi.
Eftir atvinnuleik í 47 ár hlýtur
að vera skemmtileg áskorun að
fræða gesti um flugvélar á þessu
merka safni. „Það liggur við að mað-
ur segi að þetta sé hryllilega
skemmtilegur vinnustaður,“ segir
Aðalsteinn. „Svo koma margar flug-
hetjur á svæðið og það eru sagðar
sögur og drukkið alveg gríðarlega
mikið kaffi. Hingað koma sögulegar
flugvélar eins og Þristurinn og karl-
ar að sunnan sem sinna viðhaldinu
og hér skapast skemmtileg tengsl.
Þetta er bara yndislegt,“ segir leik-
arinn og flugáhugamaðurinn Gestur
Einar Jónasson um starfið á Flug-
safni Íslands þar sem hann nýtur
góðs félagsskapar leikarans Aðal-
steins Bergdal í sumar.
Morgunblaðið/Malín Brand
Flugdagur Á hverju sumri er Flugdagurinn haldinn hátíðlegur á Flug-
safni Íslands. Hér má sjá Piper PA-23-150 Apache, á Flugdeginum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði fór af
stað í gær með pomp og prakt og
heldur áfram í dag og næstu daga.
Nóg er að hafa fyrir þá sem vilja
njóta, sprelligosarnir í hljómsveitinni
Hundi í óskilum ætla að vera með
barnatónleika kl. 17.15 í Allanum, ís-
lensk lög verða frumflutt og þjóðlög
sungin í kvöld kl. 20 í Siglufjarðar-
kirkju, hljómsveitin Klezmer Kaos
leikur franskar dægurperlur í Báta-
húsinu kl. 21.30 og hljómsveitin Mó-
gil leikur í Siglufjarðarkirkju kl. 23 í
kvöld. Ævinlega er mikil stemning á
Sigló á Þjóðlagahátíðinni.
Þjóðlagahátíðin
Hundur í óskilum Þeir eru fjörugir.
Stuðið heldur
áfram á Sigló
Margir hafa notið þess að skoða einstaklega vel uppgerða sjóflugvél sem er
á Flugsafni Íslands. Hún er af gerðinni DHC-2 Beaver frá árinu 1960. Vélin
er í eigu flugkappans Arngríms B. Jóhannssonar en vélin er ein sú fegursta
af þessari gerð sem til er. Það fór ekki
framhjá leikaranum og flugáhuga-
manninum Harrison Ford sem
komið hefur á flugsafnið og ítrekað
óskað eftir að fá að kaupa vélina. Eigandinn
gaf lítið fyrir það, enda er vélin ekki föl.
Víst þykir að Ford geri aðra tilraun til að
bjóða í vélina þegar hann kemur hing-
að til lands í sumar vegna leiks í nýj-
ustu Stjörnustríðsmyndinni.
Harrison Ford vill eignast
sögulegan sýningargrip
LEIKARAR LAÐAST AÐ SAFNINU Á AKUREYRI