Morgunblaðið - 03.07.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við munum taka þessa umræðu á
fundi bæjarráðs [sem fram fer í dag].
Við höfum hins vegar rætt málin
óformlega og þá hvernig við munum
mynda hópinn sem fær þetta verk-
efni,“ segir Eiríkur Björn Björgvins-
son, bæjarstjóri á Akureyri, en verk-
efnahópi er ætlað að stuðla að því að
flutningur aðalskrifstofu Fiskistofu
norður í land gangi sem best fyrir sig.
Á hópurinn einnig að veita starfs-
mönnum stofnunarinnar og fjölskyld-
um þeirra aðstoð við flutninginn til
Akureyrar, vilji þeir yfirhöfuð flytjast
búferlum.
Aðspurður segist Eiríkur Björn
gera ráð fyrir því að taka sæti, eða
jafnvel leiða verkefnahópinn. „Ég er
búinn að setja mig í samband við fiski-
stofustjóra og upplýsa hann um stöðu
mála.“ En til stendur að halda fund
með fiskistofustjóra við fyrsta tæki-
færi, að líkindum í næstu viku, og hef-
ur bæjarstjóri Akureyrar m.a. boðið
honum að hitta fulltrúa starfsmanna.
„Því þeir hafa eflaust spurningar sem
snúa að bæði samfélaginu hér og
sveitarfélagi,“ segir Eiríkur Björn og
bætir við að ýmislegt sé því þegar far-
ið í gang þó verkefnahópurinn hafi
ekki enn verið skipaður með formleg-
um hætti.
Mikill mannauður í Fiskistofu
Spurður hvort hann hafi sett sig í
samband við einhverja af starfsmönn-
um Fiskistofu kveður Eiríkur Björn
nei við. „Við hins vegar vonumst eftir
því að sem flestir starfsmenn sjái sér
hag í þessu og hafi jafnframt tækifæri
til að flytja. Það er mikill mannauður í
starfsfólki stofnunarinnar og við vilj-
um gjarnan að það sýni þessu áhuga.“
Borghildur Erlingsdóttir, formað-
ur Félags forstöðumanna ríkisstofn-
ana, segir brýnt að minna á mikilvægi
þess að við endurskipulagningu á op-
inberri stjórnsýslu verði ávallt byggt
á faglegum vinnubrögðum. Er með
því m.a. átt við greiningu á starfsum-
hverfi og innviðum stofnunar sem
áformað er að flytja, að skýr framtíð-
arsýn liggi fyrir og markmið flutnings
og ákvörðun sé ávallt vel rökstudd.
Bendir hún einnig á að mjög mikil-
vægt sé að standa vörð um bæði
þekkingu og mannauð sem byggður
hefur verið upp hjá viðkomandi stofn-
un.
„Þegar svona flutningur stofnana á
sér stað flyst mannauðurinn því mið-
ur sjaldnast með. Reynslan sýnir að
það tekur allt að fimm ár að ná upp
fullri virkni stofnunarinnar á nýjan
leik,“ segir Borghildur og bætir við að
því sé ljóst að full ástæða sé til að
vekja athygli á mikilvægi þess að
staðið sé vel að fyrirhuguðum flutn-
ingi aðalskrifstofu Fiskistofu.
Eftir hádegi í gær fóru fulltrúar
Fiskistofu á fund í húsakynnum sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðuneytis-
ins. Var um að ræða fyrsta fund verk-
efnisstjórnar um flutning höfuðstöðva
Fiskistofu norður í land.
Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir, trún-
aðarmaður starfsmanna Fiskistofu
gagnvart SFR - stéttarfélagi í al-
mannaþjónustu, er annar tveggja
fulltrúa Fiskistofu í hópnum en Sig-
urjón Ingvason lögfræðingur fer fyrir
hönd Bandalags háskólamanna.
Spurð út í fundinn svarar Jóhanna:
„Við vorum beðin um að upplýsa ekki
hvað kom fram á fundinum fyrr en við
erum búin að ræða við okkar fólk.“
En að sögn hennar verða starfsmenn
Fiskistofu settir betur inn í gang mála
á sérstökum fundi sem haldinn verð-
ur fyrir hádegi í dag. Annar fundur
verkefnisstjórnar er áformaður í
næstu viku.
Undirbúningur hafinn á Akureyri
Ekkert gefið upp eftir fund fulltrúa Fiskistofu og ráðuneytis Fiskistofustjóri mun að líkindum
funda með fulltrúum Akureyrarbæjar í næstu viku Standa verður vörð um þekkingu og mannauð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfuðstöðvar Fulltrúar Fiskistofu
og ráðuneytisins funduðu í gær.
Lítt kræsilegur laumufarþegi slæddist með ferða-
manni sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum í
maí, áttfætt blóðsuguskordýr, svonefndur rakkamítill.
Um var að ræða fullþroskað kvendýr sem hafði tekið
sér bólfestu á baki ferðamannsins.
Rakkamítillinn hefur fundist sex sinnum hér á landi.
Í öllum tilvikum sem vitað er um barst hann með er-
lendum ferðamönnum frá Ameríku. Mítillinn getur
borið með sér sýkingar en að sögn Erlings Ólafssonar,
skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands,
er þó ekki þar með sagt að hann sé endilega hættu-
legur mönnum. Venjulega finnist mítillinn fljótlega
eftir að hann festir sig á menn og minnka líkurnar á
sýkingu allverulega ef hann er fjarlægður snemma.
Það séu aðallega hundar sem geti orðið illa úti vegna
sýkingar frá rakkamítli en fullorðin dýr sækja fyrst og
fremst í þá og önnur meðalstór spendýr sem hýsla.
Þrjár mítlategundir landlægar hér
Margir anda þó eflaust léttar að heyra að Erling tel-
ur engar líkur á að rakkamítillinn nái fótfestu hér á
landi. „Ég hef enga trú á að hann myndi þrífast hér.
Hann kemur hins vegar áfram til með að berast hing-
að fyrir slysni,“ segir Erling sem útilokar þó ekki að
rakkamítillinn geti fjölgað sér tímabundið á býli eða
jafnvel heimili með fjölda hunda.
Þrjár tegundir mítla eru landlægar á Íslandi að
sögn Erlings. Þær eru lundamítill og skógarmítill, en
hann getur m.a. borið með sér lyme-sjúkdóm, auk
sjaldgæfrar tegundar á fuglum sem lítið er vitað um.
Mítlar af þessu tagi berast aðallega með farfuglum en
einnig stöku sinnum með ferðamönnum og hundum.
Hvað nafngiftina á rakkamítlinum varðar segir Er-
ling að hann hafi valið honum það nafn vegna þess að
hann leggst á hunda og þvottabirni (e. raccoon). Hann
leggur mikið upp úr því að finna góð íslensk nöfn á
nýjar tegundir. „Ég sef með orðabækur á bringunni til
að fá hugmyndir. Það er mjög gaman þegar maður er
nýbúinn að gefa út eitthvert heiti og það er rétt komið
út á vefinn þá byrja menn að tala um þetta eins og eðli-
legasta hlut. Þá hlýtur að hafa tekist vel til,“ segir
hann og hlær. kjartan@mbl.is
Ferðaðist á baki ferðamanns
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Rakkamítillinn Skordýrið er um fjórir
millimetrar að lengd, með átta fætur.
Blóðsjúgandi rakkamítill fannst á ferðamanni sem kom frá Ameríku í maí
Geta borið með sér ýmsar sýkingar en eru hættulegastir fyrir hunda
„Það er landlega, bátarnir liggja í
brælu hérna við bryggjuna,“ segir
Gunnlaugur F. Gunnlaugsson,
stöðvarstjóri í hvalstöðinni í Hval-
firði, aðspurður hvernig hvalveið-
arnar gangi. Hann segir bátana
hafa legið við bryggju þriðja dag-
inn í röð í gær. Í sumar hafa veiðst
26 dýr og er Gunnlaugur bjartsýnn
á að fylla kvótann. „Við lifum á
bjartsýni hér. Við breiðum ekkert
yfir haus út af brælu hérna.“
Morgunblaðið/Kristinn
Hvalveiðar 26 dýr hafa veiðst í sumar.
Bræla á Faxaflóa
hægir á hvalveiðum
Verð á vörukörfu ASÍ hefur lækkað
hjá verslunarkeðjunum Bónus,
Nettó og Nóatúni frá júní í fyrra.
Á sama tíma hækkaði vörukarfan
hjá Víði, Samkaupum-Strax, Sam-
kaupum-Úrvali, Hagkaupum og Ice-
land en hefur nánast staðið í stað hjá
Tíu-ellefu og Krónunni.
Fram kemur á vef ASÍ að á þess-
um tólf mánuðum hafi vörukarfan
hækkað mest um 5% hjá Víði, um 3%
hjá Samkaupum-Strax, um 2% hjá
Samkaupum-Úrvali, um 1% hjá Ice-
land og Hagkaupum en í verslunum
Krónunnar og Tíu-ellefu er vöru-
karfan næstum á sama verði, hjá
Nettó og Nóatúni lækkar hún um 1%
en mesta lækkunin er 3% hjá Bónus.
Á þessu tímabili hefur verðlag á mat
og drykk hækkað um 0,2% sam-
kvæmt mælingum Hagstofunnar.
Í vörukörfu ASÍ eru allar almenn-
ar mat- og drykkjarvörur auk hrein-
lætis- og snyrtivara.
Verð hefur lækk-
að í 3 verslunum
Hækkun hjá fimm verslunarkeðjum
Vörukarfa ASÍ
Lágvöruverslanir og stórmarkaðir (júní 2013 = 100)
106
104
102
100
98
96
94
92
Bónus Krónan Iceland Nóatún Tíu-
ellefu
Nettó Hag-
kaup
Samk.-
Úrval
Samk.-
Strax
Víðir
-3% – –-1% -1%
+1% +1%
+2% +3%
+5%Júní 2013 Júní 2014