Morgunblaðið - 03.07.2014, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Endurskoðuð viðmið um skipulag
hjúkrunarheimila sem velferðar-
ráðuneytið hefur gefið út miðast
aðeins við ný heimili sem verða
byggð. Nýju viðmiðin gera meðal
annars ráð fyrir að unnt verði að
veita endurhæfingu inni á hjúkr-
unarheimilum og að gert verði ráð
fyrir sérstakri aðstöðu til þjálfunar.
„Það er ekki hægt að krefjast
þess að eldri hjúkrunarheimilin
verði brotin niður en þau hafa haft
viðmiðin til hliðsjónar þegar þau
ráðast í endurbætur sem hafa þá
tekið mið af möguleikum gamla
húsnæðisins til að mæta þessum
viðmiðum,“ segir Bryndís Þorvalds-
dóttir, sérfræðingur á skrifstofu
heilbrigðisþjónustu hjá velferð-
arráðuneytinu.
Viðmið af þessu tagi voru fyrst
sett árið 2008 en þau hafa nú verið
endurskoðuð að teknu tilliti til
ábendinga sem hafa borist og
breyttra aðstæðna.
Á meðal annarra breytinga sem
nýju viðmiðin fela í sér er að flat-
armál einkarýmis íbúa er tilgreint
sérstaklega. Það skal vera að lág-
marki 28 fermetrar. Þá hafa kröfur
um fermetrafjölda fyrir hvert
hjúkrunarrými á heimili verið
minnkaðar úr 75 fermetrum í 65.
Innan þess reiknast einkarými,
sameiginlegt rými íbúa eininga,
stoðrými og aðstaða starfsfólks.
Viðmið fyr-
ir ný hjúkr-
unarrými
Einstaklingsrými
minnst 28 fermetrar
Morgunblaðið/Ómar
Rými Lágmarksstærð einkarýmis
íbúa er nú skilgreind í fyrsta skipti.
Vel á fimmta þúsund manns eru á
Landsmóti hestamanna á Gadd-
staðaflötum. Eftir hádegi hófst dag-
skrá mótsins að nýju eftir að fresta
þurfti bæði gæðingakeppni og kyn-
bótasýningum vegna slagveðursins
sem gekk yfir á þriðjudaginn. Það
stytti upp eftir hádegi í gær en var
þó heldur hvasst.
Gestir mótsins voru að vonum
ánægðir þegar stytti upp og létu
veðrið ekki á sig fá. Almennt láta
gestir mjög vel af hestakosti móts-
ins enda hafa aldrei verið jafn
margir hestar á Landsmóti hesta-
manna. Þó nokkur stemning mynd-
aðist í brekkunni þegar kynbóta-
hrossin voru á braut og voru
áhorfendur ósparir á klappið þegar
þeir hrifust með.
Spurning um dagsformið
„Þetta er allt spurning um dags-
formið. Hesturinn er góður og að
sjálfsögðu stefnum við á sigur,“
sagði Sigurður Sigurðarson sem er
efstur inn í úrslit í B-flokki gæðinga
á Loka frá Selfossi eftir milliriðla.
Gústaf Ásgeir Hinriksson og Ás
frá Skriðulandi eru efstir inn í úrslit
eftir milliriðla í ungmennaflokki.
Ölnir frá Akranesi var efstur
fimm vetra stóðhesta með 8,69 í ein-
kunn. Hann hefur þó tækifæri til að
hækka í yfirliti. Fyrri tveir sprettir
í skeiðgreinum fóru fram í gær,
Árni Björn Pálsson og Korka frá
Steinnesi voru með besta tímann í
250 metra skeiði. thorunn@mbl.is
Sigurður stefnir á sigur
Morgunblaðið/Þórunn Kristjánsdóttir
Áhorfendur Líflegt var í brekkunni á kynbótabrautinni og gestum fjölgar.
Stytti loks upp á landsmótinu Gestir á fimmta þúsund
Horfur í vatnsbúskap Landsvirkj-
unar hafa batnað verulega, sam-
kvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.
Fylling miðlunarlóna er á góðu róli
og útlit fyrir að staðan verði betri í
haust en hún var síðastliðið haust.
Þó er talið ólíklegt að þau fyllist öll
og fari á yfirfall í lok sumars.
Hálslón stendur hærra nú en á
sama tíma í fyrra og eru yfirgnæf-
andi líkur á að það fyllist í ágúst-
mánuði. Staðan í Blöndulóni er mun
betri en vorið 2013 og eru líkur á
fyllingu lónsins um meðallag. Góðar
líkur eru á að staðan í Þórisvatni
verði betri en í fyrrahaust. Þó er
ólíklegt að það fyllist.
Betri staða í
vatnsbúskap
Háþróaður svefnbúnaður
duxiana.com
DUXIANA
Ármúla 10
S - 568 9950
Sænsk hágæðarúm í 87 ár
DUX 414
SUMARTILBOÐ
12 -17% Afsláttur