Morgunblaðið - 03.07.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hvorki lög né reglugerð um Seðla-
banka Íslands gera ráð fyrir því að
formaður bankaráðs hafi sjálfstæðar
valdheimildir, svo sem til að skuld-
binda bankann með einhverjum
hætti. Útgjaldatilefni í tengslum við
fjárhagslega hagsmuni bankastjór-
ans verður að bera upp í bankaráðinu
til samþykktar áður en greiðslur eru
inntar af hendi eða að formaður ráðs-
ins fái formlega heimild fyrir þeim.
Þetta segir Ríkisendurskoðun í
svari við erindi bankaráðs Seðla-
banka Íslands, þar sem þess var farið
á leit gerð væri úttekt á málskostn-
aðarreikningum Más Guðmundsson-
ar seðlabankastjóra vegna máls hans
á hendur bankanum í kjölfar úr-
skurðar Kjararáðs snemma árs 2010.
Óskað eftir úttekt
Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi
formaður bankaráðs Seðlabankans,
ákvað án þess að bera það undir
bankaráðið að Seðlabankinn greiddi
málskostnað bankastjórans. Ekki
varð uppvíst um þetta fyrr en Morg-
unblaðið greindi frá málinu 7. mars
síðastliðinn. Í kjölfarið ákvað banka-
ráð Seðlabankans að óska eftir því að
Ríkisendurskoðun gerði úttekt á
málinu.
Meðal þeirra spurninga sem
bankaráðið lagði fyrir Ríkisendur-
skoðun var, hvort embættisfærsla
Más Guðmundssonar seðlabanka-
stjóra hefði verið með eðlilegum
hætti í tengslum við greiðslu reikn-
inganna. Í svarinu segir að ekkert
hafi komið fram sem bendi til þess að
bankastjórinn sjálfur hafi á nokkurn
hátt komið að ákvörðunum, fyrir-
mælum eða samþykki greiðslu þeirra
reikninga sem um ræðir, heldur hafi
alfarið verið um að ræða ákvarðanir
og fyrirmæli Láru V. Júlíusdóttur,
fyrrverandi formanns bankaráðsins.
Varðandi heimildir Láru V. Júl-
íusdóttur til að stofna til útgjaldanna
segir Ríkisendurskoðun að enda þótt
hún hafi með vitneskju bankaráðs og
yfirstjórnar bankans farið með for-
svar í málinu verði að líta til þess að
bankaráðið sé fjölskipað stjórnvald.
Ekkert hafi komið fram sem sýni að
hún hafi haft umboð til að taka
ákvarðanir ein utan funda, svo sem
um útgjöld tengd bankastjóranum.
Með vísan til þessa og í ljósi þess að
hér var um umtalsverð útgjöld að
ræða hefði að mati Ríkisendurskoð-
unar átt að bera ákvörðun um
greiðslu þeirra upp til samþykktar í
bankaráðinu.
Varðandi spurningar bankaráðs-
ins um það hvort málskostnaður
seðlabankastjóra geti talist til
rekstrarkostnaðar bankans segist
Ríkisendurskoðun telja að ekki sé
rétt að taka afstöðu til þess álitamáls
heldur sé það bankaráðsins.
Varðandi skattalega meðferð
greiðslunnar, ef ekki er um rekstr-
arkostnað að ræða, segir Ríkisend-
urskoðun að hyggist bankaráðið end-
urskoða umrædda ákvörðun
fyrrverandi bankaráðsformanns
þurfi að ganga úr skugga um hvort
skilyrði séu til staðar til að krefja
bankastjórann um endurgreiðslu.
Umrædd ákvörðun hafi í eðli sínu
verið ívilnandi og þó áhöld séu um
hvort hún hafi byggst á fullnægjandi
umboði sé nauðsynlegt að ganga úr
skugga um hvort hún, hvað sem því
líður, skapi bankastjóranum ákveð-
inn rétt. Huga þurfi að ákvæðum
stjórnsýslulaga í því sambandi.
Vegna þessa telur Ríkisendurskoðun
hvorki rétt né eðlilegt að hún tjái sig
um skattalega meðferð greiðslunnar,
enda liggi ekki fyrir hver afstaða
bankaráðs sé til þeirrar spurningar
hvort bankinn skuli bera þennan
kostnað eða ekki.
Þá segir í svari Ríkisendurskoðun-
ar að hún hafi ekki fundið neitt annað
dæmi um að reikningar vegna út-
gjalda Seðlabanka Íslands hafi verið
samþykktir af formönnum banka-
ráðs í gildistíð núverandi laga um
bankann.
Mál sérstaks eðlis
Ríkisendurskoðun segir að fyrr-
verandi formaður bankaráðs hafi
ekki talið sig hafa sjálfstæðar vald-
heimildir. Hann hafi á hinn bóginn
litið svo á að þar sem hann var með
fullri vitneskju og a.m.k. án form-
legra athugasemda bankaráðsins í
forsvari fyrir bankann í þessu dóms-
máli og hafði tekið að sér að ljúka því
hefði hann jafnframt heimild til þess
að skuldbinda bankann að þessu
leyti. Að mati Ríkisendurskoðunar er
ekki hægt að horfa fram hjá því að
mál þetta, þ.e. málsókn seðlabanka-
stjóra á hendur bankanum, sé ákaf-
lega sérstaks eðlis. Við málsóknina
hafi allir starfsmenn bankans orðið
vanhæfir. Því hafi verið einboðið að
bankaráðið og einkum formaður hlyti
að verða í forsvari fyrir bankann að
því er málareksturinn varðaði.
Hefði átt að
bera málið upp
í bankaráði
Engin fordæmi fyrir vinnubrögðum
Láru V. Júlíusdóttur í Seðlabankaráði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Seðlabankinn Deilt hefur verið um þá ákvörðun að láta Seðlabankann greiða máls-
kostnað bankastjórans í launadeilu við bankann.
Lára V.
Júlíusdóttir
Már
Guðmundsson
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg@internet.is | hafberg.is
GLÆNÝ STÓRLÚÐA – ÞORSKHNAKKAR
RAUÐSPRETTA
LAXASTEIKUR Á GRILLIÐ
EÐAL HARÐFISKUR Á TILBOÐI
VIRKA DAGA 10.00 - 18.15
LAUGARDAGA 11.00 - 15.00
OPIÐ
Stakkholt 2-4
Nýjar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur
• 2ja til 4ra herbergja íbúðir
• 48,8 til 141,7 fermetrar að stærð
• Stæði í bílageymslu með flestum íbúðum
• Verð frá 22,8 m.
• Frábært útsýni til sjávar og/eða til suðurs
og vesturs yfir borgina
• Allar innréttingar og fataskápar verða af vandaðri gerð
• www.stakkholt.is
Nánari upplýsingar á eignamiðlun.is og hjá sölumönnum.