Morgunblaðið - 03.07.2014, Síða 15
Helgarferðin - áhugaverðir áfangastaðir 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Talsverður verðmunur er á tjald-
svæðum landsins samkvæmt tölum
sem Morgunblaðið tók saman um
kostnað við að tjalda fyrir fjögurra
manna fjölskyldu; foreldra og tvö
börn, ásamt rafmagni, á nokkrum
tjaldsvæðum landsins. Munurinn á
því ódýrasta og því dýrasta er
5.000 krónur, eins og sjá má í töfl-
unni hér að ofan. Auk þess getur
verð hækkað nýti fólk sér þá af-
þreyingu sem í boði er á ýmsum
tjaldsvæðanna, en þó getur hún
einnig staðið gestum til boða að
kostnaðarlausu.
Töluverður verðmunur
Sé gengið út frá því að fjöl-
skyldan gisti eina nótt er verðið
eins og kemur fram í töflunni hér
að ofan. Þar er reiknað með því að
um sé að ræða tvo fullorðna og tvö
börn í kringum 12 ára aldur. Má
þar sjá að dýrast er að gista á
tjaldsvæðunum í Húsafelli og á
Flúðum en ódýrast, í raun ókeypis,
er að gista á Ölfusi. Þó má taka
fram að gæði tjaldsvæða geta verið
mismunandi og tekur Morgunblaðið
það ekki með í reikninginn. Einnig
skal tekið fram að ýmis tjaldsvæði
bjóða upp á ódýrari gistingu, sé
gist í fleiri en eina nótt. Má þar til
að mynda nefna Húsafell, en þar
kostar 2.000 krónur fyrir fullorðinn
og 1.000 krónur fyrir barn sé gist
tvær nætur, 3.000 krónur fyrir full-
orðinn og 1.500 krónur fyrir barn
sé gist í þrjár nætur og 3.800 krón-
ur fyrir fullorðinn og 1.800 krónur
fyrir barn sé gist í fjórar nætur. Á
Flúðum breytist verðið sé gist
lengur en í þrjár nætur, en þá
kostar nóttin 1.000 krónur fyrir
fullorðinn og 600 krónur fyrir barn.
Tjaldsvæðin á Flúðum og við Geysi
í Haukadal bjóða upp á ódýrari
gistingu fyrir ellilífeyrisþega og ör-
yrkja, en þar er verðið fyrir þá það
sama og fyrir börn, eða 1.000 krón-
ur á nótt á Flúðum og 900 krónur
á nótt á Geysi.
Aukaþjónusta einnig í boði
Mörg tjaldsvæði bjóða einnig
upp á aukaþjónustu eins og þvotta-
og eldhúsaðstöðu. Verð fyrir slíka
þjónustu getur einnig verið mis-
jafnt. Á Úlfljótsvatni kosta afnot af
þvottavél og þurrkara 400 krónur
saman, á Flúðum kostar sama
þjónusta 750 krónur, en á Geysi
kosta afnot af þvottavél einni og
sér 500 krónur og afnot af þurrk-
ara einum og sér 500 krónur, svo
samanlagt er kostnaðurinn 1.000
krónur. Eldhúsaðstaða er til staðar
í Húsafelli, en afnot af henni kosta
1.000 krónur.
Ýmiss konar afþreying
Fjölbreytt afþreying er í boði á
mörgum tjaldsvæðanna, og má þar
einna helst nefna Úlfljótsvatn, en
þar hafa skátarnir komið upp svo-
kallaðri útilífsmiðstöð. Innifalin í
verði tjaldsvæðisins við Úlfljótsvatn
er veiði í vatninu, sem hefur um
árabil verið gjöfult veiðivatn. Einn-
ig er aðgangur að 9 holu golfvelli á
svæðinu innifalinn í verði en auk
þess geta gestir leigt golfsett í
þjónustumiðstöð. Bátaleiga er einn-
ig til staðar og er þar hægt að
leigja hjólabáta, kanóa, kajaka og
árabáta og sigla á vatninu. Þá má
finna enn frekari afþreyingu á
svæðinu svo sem vatnasafarí, bog-
fimi, klifurturn og folf eða frisbí-
golf.
Fleiri tjaldsvæði bjóða upp á
fjölbreytta afþreyingu. Nýlega var
opnaður sjónvarpssalur á tjald-
svæðinu á Laugarvatni og geta fót-
boltaáhugamenn þar fylgst með
leikjum á heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu í miðri útilegu. Ýmiss
konar afþreying er einnig í boði á
tjaldsvæðinu á Þórisstöðum og má
þar einna helst nefna lazer tag; af-
þreyingarleik þar sem keppendur
skjóta andstæðinga sína með lazer
tag-byssu. Spilað er í Hálsaskógi
og fá keppendur hermannagalla og
lazer tag-byssur við upphaf leiks.
Einn leikur kostar 1.200 krónur, en
þó er hægt að spila tvo leiki fyrir
1.990 krónur eða þrjá fyrir 2.990
krónur.
Upplýsingar um tjaldsvæði og
verðskrár má finna á heimasíðunni
Tjalda.is.
Misdýrt að
fara í útilegu
Ýmislegt í boði á tjaldsvæðum
Samtals fyrir
2 fullorðna og
tvö börn með
Svæði Fullorðnir Börn Rafmagn rafmagni
Ölfus Frítt Frítt Ekki til staðar Frítt
Laugaland 900 kr. pr. nótt Frítt fyrir 17 ára og yngri 900 kr. pr. sólarhringur 2.700 kr.
Úlfljótsvatn 1.200 kr. pr. nótt 600 kr. fyrir 12-17 ára pr. nótt 600 kr. pr. sólarhringur 4.200 kr.
Leirubakki 1.100 kr. pr. nótt 550 kr. fyrir 6-12 ára pr. nótt 800 kr. pr. sólarhringur 4.300
Varmaland 1.200 kr. pr. nótt Frítt fyrir 16 ára og yngri 900 kr. pr. sólarhringur 3.300
Húsafell 1.300 kr. pr. nótt 700 kr. fyrir 7-17 ára pr. nótt 1.000 kr. pr. sólarhringur 5.000
Flúðir 1.250 kr. pr. nótt 750 kr. fyrir 10-16 ára pr. nótt 1.000 kr. pr. sólarhringur 5.000
Geysir í Haukadal 1.500 kr. pr. nótt 500 kr. fyrir 8-15 ára pr. nótt 900 kr. pr. sólarhringur 4.900
Verð á gistingu - tjaldsvæði
Morgunblaðið/RAX
Tjaldsvæði Misdýrt er að gista á tjaldsvæðum landsins, en gæði tjaldsvæða
geta þó verið misjöfn. Á sumum stöðum er ýmis afþreying í boði.