Morgunblaðið - 03.07.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 03.07.2014, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Látinn er í Copse Cottage í Heath, skammt frá Southampton, Kenneth East sem nýlega fagnaði 93 ára afmæli sínu þar með fimm börnum sínum, barnabörnum og einu barna- barnabarni. Kenneth East var sendiherra Breta á Íslandi árin 1975 til 1981 þegar hann lét af störfum í bresku utanríkisþjónustunni í samræmi við eftirlaunaaldur hennar. Bjó hann eftir það á Eng- landi. Kenndi hann í nokkur ár á námskeiðum breska utanríkis- Kenneth East ✝ Kenneth Eastfæddist 9. maí 1921. Hann and- aðist 20. júní 2014. Hann var sendi- herra Bretlands á Íslandi frá apríl 1975 til mars 1981. Minningarathöfn fjölskyldu hans er í dag, 3. júli 2014. ráðuneytisins en helgaði sig að mestu garðrækt og bók- lestri á heimili sínu í Copse Cottage þar sem hann dvaldist löngum einn þrátt fyrir áeggjan barna sinna um að búa við þægilegri aðstæður. Þar vildi hann kveðja þennan heim sem hann gerði föstudaginn 20. júní sl. Kenneth eignaðist fjölda vina hér á landi eftir að hafa meðal annars verið í Srí Lanka og Níg- eríu auk fleiri landa í þjónustu þjóðar sinnar. Ræktaði hann tengsl við íslenska vini sína allt fram undir andlátið með bréfum og símtölum. Á meðan heilsa leyfði lagði hann einnig oft leið sína hingað til lands. Öllum vin- um sínum var hann aufúsugestur. Hann hafði áhuga á fögrum list- um, tónlist og bókmenntum og þýddi meðal annars ljóð úr ís- lensku á ensku eða orti sjálfur ef svo bar undir. Við Kenneth kynntumst vegna síðasta þorskastríðsins en ég starfaði í forsætisráðuneytinu sem skrifstofustjóri þegar hann kom hingað. Ræddum við þá oft viðkvæm málefni og vorum meðal annars saman úti í London í árs- byrjun 1976 þegar Geir Hall- grímsson forsætisráðherra fór þangað í því skyni að reyna að semja við Harold Wilson, for- sætisráðherra Breta. Deilan leystist ekki í London og hinn 19. febrúar 1976 var slítið stjórnmálasambandi við Breta. Kenneth East sendiherra skyldi fara af landi brott þriðjudaginn 24. febrúar. Þá var skollið á flug- freyjuverkfall sem leystist ekki fyrr en sunnudag 29. febrúar. Sendiherrann brottrekni var strandaglópur til mánudags 1. mars. Kenneth vissi ekki hvað hann ætti af sér að gera þegar hann varð óvelkominn að dveljast í landinu. Hann þáði þó málsverð heima hjá okkur Rut kvöldið áður en flug hófst að nýju. Við svo búið hvarf hann til starfa í utanríkisráðuneytinu í London og átti vafalaust ríkan þátt í sinnaskiptum Breta sem leiddu til 200 mílna samninganna í Ósló 2. júní 1976. Hann sneri aftur til Íslands 8. júní 1976. Lagði hann sig mjög fram um að græða öll sár vegna eina þorska- stríðs okkar og Breta sem leiddi til slita á stjórnmálasambandi. Minnist ég margra ánægjulegra gönguferða okkar á fjöll hér í ná- grenni Reykjavíkur. Í spjalli okkar sagði Kenneth mér meðal annars frá þeirri sér- visku föður síns að vilja endilega dveljast einn á tíræðisaldri í húsi sínu, Copse Cottage, og ekki þiggja neina aðstoð sinna nán- ustu. Síðar heimsótti ég Kenneth á þennan sama stað og skildi vel að þeir sem hafa ánægju af garð- rækt, fögrum blómum, eigin ávöxtum og grænmeti kysu að dveljast í kyrrð og ró á þessum stað, á eigin landi við skógarjaðar en þó ekki fjarri mannabyggð. Blessuð sé minning Kenneths Easts. Björn Bjarnason. ✝ Erla Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1935. Hún lést á Landspítala Hring- braut 24. júní 2014. Foreldrar hennar voru Kristín Andr- ea Sæby Friðriks- dóttir frá Siglufirði og Helgi Einarsson frá Eyrarbakka. Systur Erlu eru Björg (látin), gift Árna Jóhanns- syni (látinn), og Oddný, gift Kristjáni Sigurðssyni (látinn). Erla giftist hinn 26. desember 1959 Haraldi Gísla Eyjólfssyni, er Una Sigurlína Rögnvalds- dóttir, f. 1953. Sonur hennar er Huldar Bjarmi. 2) Örn Helgi, f. 1959, giftur Ásu Þorkelsdóttur, f. 1962. Börn þeirra eru Erla, sambýlismaður Baldur Sig- mundsson, dóttir þeirra er Ása Karitas, og Steinar Örn, sam- býliskona Ólöf Stefánsdóttir. 3) Einar Birgir, f. 1964, sambýlis- kona Sigrún Árnadóttir, f. 1964. Synir þeirra eru Helgi og Jó- hann. 4) Kristín Huld, f. 1970, gift Hallgrími Vigni Jónssyni, f. 1969. Börn þeirra eru Hrafnkell Oddi, Líney Erla og Hákon Helgi. Erla helgaði sig fjölskyldunni og vann almenn húsmóðurstörf. Útför Erlu fer fram í Bú- staðakirkju í dag, 3. júlí 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. f. 4. apríl 1931. Börn þeirra eru: 1) Óskar Smári, f. 1954, var giftur Margréti Þórdísi Egilsdóttur, f. 1955, d. 2005. Synir þeirra eru Har- aldur Helgi, giftur Önnu Fanneyju Gunnarsdóttur, börn þeirra Oddur Jarl og Andrea Ýr, og Brynjar Þór, sambýliskona Hanna Karen Jóhannsdóttir. Sonur þeirra er Dagur Freyr, sonur Hönnu Karenar er Einar Jóhann. Sambýliskona Óskars „Tregt erumk tungu að hræra“ er það fyrsta sem kemur upp í hugann nú þegar móðir mín er fallin frá og rifjast upp fyrir mér að fyrir um það bil mánuði sátum við saman á pallinum í sumarbú- staðnum í Grímsnesi og horfðum yfir til Búrfells undir ljúfum fugla- söng vorsins. Það er með ólíkind- um hve lífið getur breyst hratt, sem er hörð áminning til okkar allra um að nýta tímann okkar vel og njóta líðandi stundar. Mamma og pabbi áttu gott líf saman. Þau hófu búskap sinn á Rauðalæk, en síðar byggðu þau sér hús í Fornastekk sem við flutt- um í árið 1968 eftir mikið strit og langa vinnudaga. Þarna var ég svo heppinn að alast upp undir vernd- arvæng foreldra minna og um- hyggju, ekki síst móður minnar, sem var mikið í mun að halda heimilinu snyrtilegu og að alltaf væri nú til eitthvert „bakkelsi“ ef gesti bar að garði. Þetta kom sér líka vel þegar maður kom loks heim eftir að hafa verið í skólanum og að spila látlaust fótbolta, sem var auðvitað ekki síst það sem maður lifði fyrir á þessum árum. Mamma var lengstum heimavinn- andi og í gæfuríku hjónabandi sem ól af sér fjögur heilbrigð systkini; þrjá drengi og eina stúlku í lokatilrauninni. Ávallt fylgdist hún vel með öllum og hafði yfirleitt ákveðnar skoðanir á okkar málefnum, eflaust til að vera góð fyrirmynd og leiða okkur á rétta braut. Þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn lyftist brúnin enn frekar og stolt móðir og amma gat verið hreykin af ávöxtum lífsins. Það var því auð- sótt að fá pössun fyrir strákana þegar á þurfti að halda og ósjaldan var boðið upp á mjólk og „brúna“ sem vakti lukku. Mamma hafði sterkar skoðanir á málefnum kvenna og bar hag þeirra fyrir brjósti enda dreif hún sig, ásamt fjölda kynsystra sinna, niður í bæ á kvennafrídaginn 24. október 1975. Ekki kom á óvart að hún gengi í kvenfélag og varð hún stofnfélagi í Kvenfélagi Breið- holts. Henni þótti ákaflega vænt um félagið og félagsskapinn enda hélt þessi kjarni hópinn æ síðan. Síðasta fundinn sótti hún í maí síð- astliðnum. Mamma og pabbi ræktuðu garðinn sinn af kostgæfni. Í Forn- astekk lögðu þau nótt við dag til að halda garðinum fallegum með öll- um sínum blómum og trjám. Það er táknrænt að nú skuli gróðurinn skarta sínu fegursta um hásumar. Þau nutu sín vel á ferðalögum um íslenska náttúru og þótti vænt um okkar stórbrotna land. Þau ferð- uðust vítt og breitt um Ísland, með tjaldvagninn sinn. Ósjaldan „hurfu“ þau inn í Skaftafell og tal- aði mamma um að þar fyndi hún fyrir mætti og kröftum íslenskrar náttúru. Árið 2000 greindist mamma með illvígan sjúkdóm, sem hún barðist við og um tíma leit út fyrir að baráttan hefði unnist. Því miður reyndist svo ekki vera og var átak- anlegt að þurfa að horfa upp á móður sína missa heilsuna smám saman uns yfir lauk eftir harkaleg- an endi. Eftir sitjum við öll hugsi og með söknuð og sorg í hjarta vegna fráfalls sterkrar konu og móður. Elsku mamma, hvíl í friði og við lofum öll að hugsa vel um pabba sem nú á líka mjög erfitt á Skógarbæ með brostið hjarta. Þinn sonur, Einar Birgir Haraldsson. Elskuleg tengdamóðir mín hef- ur kvatt okkur og margar minn- ingar koma upp í hugann. Útilegur og heimsóknir hennar og Halla til okkar til Lundar og stolt hennar yfir fjölskyldunni og húsinu sem þau Halli byggðu í Fornastekk. Ég man að ég átti erfitt í byrjun með að kalla Erlu Lóló, eins og hún var alltaf kölluð, og það tók mig svolítinn tíma að venjast því. Hún sagði mér söguna á bak við það en hún var sú að Lóló var skírð svo seint að hún gekk sjálf upp að altarinu og sagði nafnið sitt. Hins vegar þurfti að kalla hana eitthvað áður en hún var skírð og þar kom nafnið Lóló. Fyrsta ferðalag okkar saman var sumarið 1999. Keyrðum við þá hvern krók og kima um Suður- landið og enduðum í Skaftafelli sem allir vita að var uppáhalds- staður Lólóar á landinu. Þar sat hún, horfði á jökulinn og naut úti- veru og, eins og hún sagði sjálf, sótti sér orku í jökulinn, orku sem entist yfir veturinn. Það var því al- gengt að Lóló og Halli færu í Skaftafell síðsumars, m.a. í þess- um erindagjörðum. Sameiginleg ferðalög okkar innanlands urðu ekki miklu fleiri, en eftir að við Kristín fluttum til Svíþjóðar voru þau reglulegir gestir hjá okkur í Lundi. Ég man vel að fyrsta heim- sóknin var fjórar vikur en þá var ég heimavinnandi. Mörgum fannst það langur tími en mér fannst það ekkert tiltökumál enda voru samskipti okkar Lólóar alltaf góð en með endurteknum heim- sóknum þeirra náði ég að kynnast þeim hjónum vel. Fljótlega keypt- um við Kristín okkur sjö manna bíl til að geta farið með þau í dags- ferðir, sem þeim fannst mjög gam- an. Helstu staðir á Skáni voru skoðaðir en þar átti hún sér sína uppáhaldsstaði eins og Ystad, heimabæ Wallanders, og Kivik, heimabæ eplaiðnaðar. Þau nutu dvalarinnar í Lundi og komu alltaf í nokkrar vikur í senn. Þau nutu þess að sitja úti í góða veðrinu, stússa í garðinum og baka pönnu- kökur. Fljótlega komust þau upp á lagið með að taka strætó niður í bæ og spásseruðu þar í búðum og m.a.s. afgreiðslukonurnar í konu- búðinni Camillu voru farnar að þekkja hana. Lóló og Halli komu gjarnan í september, í kringum af- mæli Líneyjar Erlu, en þá var einnig uppskerutíminn. Epli voru tínd, búnar til eplakökur og einnig var farið með eplin í lítinn bæ þar sem hægt var að skipta eplunum fyrir epladjús. Aðalmarkmiðið með Lundarferðunum var þó að fylgjast með barnabörnunum, gengi þeirra og njóta samverunn- ar með þeim. Eftir að við fluttum heim urðu samverustundirnar fleiri. Síðasta utanlandsferð hennar var einmitt til Lundar þar sem hún fylgdist stolt með Kristínu verja doktors- ritgerðina sína. Elsku Lóló, hvíl þú í friði. Þín verður sárt saknað. Þinn tengda- sonur, Hallgrímur Vignir. Elskuleg amma mín er fallin frá eftir stutt og erfið veikindi. Þegar ég hugsa til baka koma upp góðar minningar um hana og afa Halla. Þau fluttu í Fornastekkinn í lok árs 1968 og eiga það heimili enn, einbýli sem þau byggðu sjálf upp úr eigin vasa. Þar ólu þau upp sín fjögur börn sem fóru svo að heim- an þegar aldur gafst til. Amma var húsmóðir og í gamla daga var hún oft á símanum heima við að taka við skilaboðum fyrir afa Halla sem vann hjá Rafmagnsveitunni en í þá daga voru hvorki gsm-símar né tölvur til taks þannig að heimasím- inn var eina vopnið sem fólk hafði til að bjarga sér. Annað slagið vann hún á útsölum hjá Samband- inu með Diddu systur sinni í gamla Iðnaðarmannahúsinu og síðan uppi á höfða þar sem Húsgagna- höllin er í dag. Að koma til ömmu og afa í heim- sókn til að hjálpa til við garðverk- in, þvo bílinn eða hjálpa til við hvað sem stóð til var alltaf gaman. Svo þótti mér alltaf gott að fá brúna köku og mjólkurglas í hverri heim- sókn. Ég hef alltaf haft gaman af að vera í kringum ykkur bæði enda nærvera ykkar beggja virki- lega góð. Þið voruð dugleg að ferðast, innanlands sem utan. Ég man að þið fóruð oft í Skaftafell í tjald og ég man eftir mörgum skiptum með ykkur og foreldrum mínum og bróður í bústað lyfja- fræðinga í Grímsnesi. Einnig lá leiðin oft á Apavatn til Arnar og Ásu og þegar land var lagt undir fót var farið til Lundar í Svíþjóð þar sem Kristín og Hallgrímur bjuggu um tíma. Undanfarin ár hefur aldurinn færst yfir ykkur afa. Afi fluttist á Skógarbæ fyrir rúmu ári sökum veikinda sinna og þú varst eftir ein í húsinu sem þér þótti afar erfitt og einmanalegt. Í maí kom svo í ljós að krabbameinið var komið í þriðja sinn og útlitið ekki gott. Eftir stutta sjúkrahúslegu á Landspít- alanum við Hringbraut kvaddir þú okkur öll og hélst á nýjar slóðir. Ég vona svo sannarlega að þér eigi eftir að líða vel á þeim stað sem þú ferð á. Ég mun sakna þín, elsku amma, og óska þér góðrar ferðar á nýjar slóðir. Helgi Einarsson. Erla Helgadóttir  Fleiri minningargreinar um Erlu Helgadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Júlíus ÓskarHalldórsson fæddist 29. júlí 1924 í Reykjavík. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 27. júní 2014. Júlíus var sonur hjónanna Halldórs Jóns Guðmunds- sonar, f. á Leirum, Austur-Landeyjum, 20. maí 1900, d. í júní 1976, og Sigrúnar Jóns- dóttur, f. í Vestra-Fíflholti, Landeyjum, 16.10. 1892, d. í desember 1974. Systir hans er Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 1.9. 1929. Júlíus kvæntist 30. apríl 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Á. Sigurð- ardóttur, f. í Rekavík bak Höfn á Hornströndum 18.4. 1929. Hún er dóttir hjónanna Sig- urðar Hjálmarssonar, f. 14.9. 1894, d. í nóv. 1969, og Ingi- bjargar Bárðlínu Ásgeirs- dóttur, f. 23.4. 1898, d. í okt. 1935. Júlíus og Sigríður eignuðust fimm dætur, þær eru: Ingi- björg Bára, maki Símon Johnsen Þórðarson; Sigrún Alda, maki Björg- vin Andri Guð- jónsson; Ásgerður Ósk, maki Hans Wilhelm; Lilja Hrönn; Heiða Björk, maki Óskar Kristjánsson. Júl- íus var áður kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og átti með henni soninn Halldór Jón, maki Ellen Marie Schjerven. Fyrir átti hann börnin Ingibjörgu Helgu, Jóhann Leví, Guðnýju, Grétar Örn, Ragnar Geir, Bjarnrúnu og Valgarð. Júlíus var leigubílstjóri um árabil en ævistarf hans var hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og urðu árin 47, lengst af sem vaktformaður. Meðfram starfi sínu hjá Strætisvögnum Reykjavíkur vann hann sem ökukennari. Útför Júlíusar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 3. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Með sárum söknuði og ljóði eftir föður þinn kveðjum við þig. Hér angar allt til stranda í árdagsroða blæ, og ylur heilags anda fer yfir land og sæ. Minn hugur vorleið velur, í vonarörmum grær, það blóm, sem ást mín elur og aldrei bliknað fær. Gleymdur skal genginn vegur, gleðinnar léttast brár. Anda þinn að sér dregur afl minnar hjartans þrár. Leiddu mig ljóss á brautum, lifa með þér ég kýs, sviptu mig sorg og þrautum sólbjarta vonardís. Ljúfir straumar leiða laða fjöllin blá. Hingað upp til heiða huga minn og þrá. Frið og gleði fann ég fyrst í þessum reit. Þú geymir allt sem ann ég yndislega sveit. (Halldór Jón Guðmundsson) Við hittumst í sumarlandinu fagra. Þín Sigríður og dætur, Ingi- björg, Sigrún, Ásgerður, Lilja og Heiða. Kær tengdafaðir og ekki síst góður vinur er fallinn frá. Ég kom inn í líf Júlla er hann bjó í Ásgarði 32 með Siggu tengdó og fimm dætrum sínum. Við Júlli náðum strax vel saman frá fyrsta degi, kannski vegna þess að hann sá mannsefni í mér fyrir hana Sigrúnu sína, hver veit? Alla vega gekk það upp að fyrsti tengdasonurinn var í höfn. Júlli var lífsglaður maður og töffari alla sína tíð. Bílstjóri nr. 35 hjá strætó og búinn að vinna sig upp í vaktformann með bækistöð í gamla gasfélagshús- inu niðri á Hlemmi. Rakstur, rakspíri, stífpressað uniform og vel burstaðir skór og greiðan í brjóstvasa var fastur liður fyrir vakt, aukavaktir teknar ef þær buðust og ökukennsla í auka- vinnu. Svona var þetta bara til að endar næðu saman á heim- ilinu í Ásgarðinum. + Ég heyrði Júlla aldrei kvarta né hallmæla nokkurri sál en hann hafði skoðanir á hlutun- um. Lífsgleði hans náði út fyrir endimörk lífsins, þótt eflaust hafi oft á móti blásið þá var hann ekki að flíka því. Örlæti Júlla gagnvart mér og fleirum var með eindæmum, að fá nafn- ið hans á víxil var pottþétt. Víx- illinn var keyptur. En það var eitt sem maður skynjaði fljótt, maður bað hann ekki að lána sér bílinn. Bíllinn var í hans huga bæði atvinnutæki og stolt hans, án bílsins komu engar tekjur inn af ökukennslunni. En svo tínd- ust dæturnar hver af annarri að heiman og róðurinn fór að léttast. Til Spánar var farið, sérstak- lega Majorka, og komið heim með spænskar plötur sem röt- uðu beint á fóninn í stofunni. Æskuslóðir sínar á Leirum undir Eyjafjöllum talaði Júlli alltaf um af hlýhug. Að renna austur var árlegur viðburður og geta þreifað á stokkum og steinum æsku sinnar. Það var andagift hans. Bíladellan yfir- gaf Júlla aldrei; gat haldið prófinu til endaloka, þótt sumir hafi ekki verið hressir með það. Að taka rúntinn niður Laugaveg upp Hverfisgötu og inn Borgartún til að fara í Bón- us var vikulegt ævintýri. Flokkurinn og málgagnið höfðu einnig fastan sess í lífinu. Stundum var hann ósáttur við flokkinn, þá var bara farið nið- ur í Valhöll og málin rædd við ráðamennina þar. Að yfirgefa flokkinn kom aldrei til greina. Lífið okkar saman er búið að spanna mörg ár, en nú er kom- ið að leiðarlokum kæri vinur. Far í friði. Elsku Sigga, Guð styrki þig í þínum raunum. Þinn tengdasonur, Björgvin Andri. Júlíus Óskar Halldórsson HINSTA KVEÐJA Ég kveð kæran bróður með ljóði um Eyjafjöllin, sveitina sem hann unni, eft- ir föður okkar, Halldór Guðmundsson. Ljúfir straumar leiða, laða fjöllin blá hingað upp til heiða huga minn og þrá. Frið og gleði fann ég fyrst í þessum reit. Þú geymir allt sem ann ég, yndislega sveit. Góða ferð, Ingibjörg.  Fleiri minningargreinar um Júlíus Óskar Hall- dórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.