Morgunblaðið - 03.07.2014, Side 27
Ragnheiður var skíðakennari í Aust-
urríki veturinn 1994-1995 og hóf svo
nám í sálfræði við Háskóla Íslands
haustið 1995. Hún var í stjórn Animu,
félags sálfræðinema við HÍ, og sat
fyrir Röskvu í Stúdentaráði Háskóla
Íslands. Hún lauk BA-prófi í sálfræði
árið 2000 og MA-prófi í mannauðs-
stjórnun frá HÍ 2009.
Fyrsta vinna Ragnheiðar var að
bera út Morgunblaðið, frá 9-14 ára
aldurs, svo vann hún í fisk- og rækju-
vinnslu á unglingsárunum á Ísafirði.
Eftir útskrift frá HÍ var Ragnheiður
stjórnendaráðgjafi hjá Pricewater-
houseCoopers/IBM/ParX, 2000-2006.
Þá hóf hún störf hjá TM, fyrst sem
forstöðumaður einstaklingsþjónustu
en frá 2008 hefur hún verið fram-
kvæmdastjóri einstaklingsþjónustu
og samskiptasviðs TM. „Ég vinn við
mjög vítt svið og tekst því á við ótrú-
lega fjölbreytt verkefni. Það sem ger-
ir vinnuna síðan ennþá skemmtilegri
er hvað maður vinnur með frábæru
fólki.“
Hleypur, syndir, skíðar, veiðir
Helstu áhugamál Ragnheiðar eru
hreyfing og útivist. „Ég stunda alls
konar líkamsrækt; hleyp, hjóla, syndi
og nánast allt sem ég kemst í. Svo eru
það náttúrlega skíðin á veturna sem
er það skemmtilegasta sem fjöl-
skyldan gerir. Ég hef einnig gaman
af veiðum og fer á hverju ári í lax-
veiði. Ekki má gleyma golfinu en
krakkarnir stunda það einnig. Við
ætlum t.d. upp í Húsafell um næstu
helgi og þar er markmiðið að sex ára
dóttirin, Auður, fari sinn fyrsta níu
holu hring. Annað markmið er reynd-
ar að minnka muninn milli mín og Óli-
vers, sonarins, í golfinu en hann er
orðinn betri en ég. Svo hef ég mjög
gaman af að elda og þrátt fyrir miklar
annir oft á tíðum borðum við fjöl-
skyldan nánast alltaf saman kvöld-
mat þó að stundum sé nokkuð áliðið.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ragnheiðar var Þórð-
ur Friðjónsson, f. 2.1. 1952, d. 8.2.
2011, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og
síðar forstjóri NASDAQ OMX á Ís-
landi. Foreldrar hans voru Friðjón
Þórðarson, fyrrverandi alþingis-
maður og ráðherra, bús. í Búðardal,
og Kristín Sigurðardóttir.
Börn: Óliver Dagur Thorlacius, f.
19.3. 1999, og Auður Ólöf Þórðar-
dóttir, f. 11.11. 2007.
Systkini sammæðra: Haraldur
Líndal Haraldsson, f. 27.12. 1979,
starfsmaður ISAVIA í Reykjavík, og
Arnar Haraldsson, 29.4. 1985, vá-
tryggingaráðgjafi hjá TM í Reykja-
vík. Systkini samfeðra: Hildigunnur
Agnarsdóttir, f. 31. 1. 1986, d. 12.4.
1986, Tómas Agnarsson, f. 14.6. 1987,
hugbúnaðarsérfræðingur hjá Lands-
bankanum og knattspyrnumaður í
Reykjavík, Hrafnhildur Agnars-
dóttir, f. 10.1. 1993, líffræðinemi og
knattspyrnukona í New York. Upp-
eldisbróðir: Hrafn Árnason, f. 29.9.
1972, forstöðumaður hjá Íslands-
sjóðum, Kópavogi.
Foreldrar: Ólöf Thorlacius, f. 3.6.
1958, starfsmaður Arion banka í
Garðabæ, og Agnar Hákon Krist-
insson, f. 28.5. 1954, kennari og fyrr-
verandi knattspyrnuþjálfari í Reykja-
vík. Fóstur- eða stjúpforeldrar:
Haraldur L. Haraldsson (giftur móð-
ur), f. 17.8. 1952, fyrrverandi bæj-
arstjóri á Ísafirði og ráðgjafi í Garða-
bæ, Rósa Steinsdóttir (gift föður), f.
24.5. 1952, listmeðferðarfræðingur á
BUGL og sjálfstætt starfandi.
Úr frændgarði Ragnheiðar Agnarsdóttur
Ragnheiður
Agnarsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðmundur Einarsson
sjómaður í Reykjavík
Ágústa Thorlacius
húsfreyja í Reykjavík
Sigfríð Þ.
Guðmundsdóttir
Breiðfjörð húsfreyja
í Reykjavík
Ævar Breiðfjörð
framkvæmdastjóri
í Reykjavík
Helen Breiðfjörð
starfsmannastjóri
Vodafone
Þorleifur Thorlacius
skipasmiður í Reykjavík
Ólöf Thorlacius
bankastarfsmaður í Garðabæ
Björg Thorlacius
starfsmaður
Jurtaapóteksins í
Reykjavík
Margrét Tryggvadóttir
forstöðumaður sölu-
og þjónustusviðs Nova
Margrét Thorlacius
húsfreyja í Reykjavík
Ólafur Thorlacius
sjómaður í Reykjavík
Guðrún S. Hákonardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Tómasson
verkamaður í Reykjavík
Magnea Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjanesbæ
Kristinn Björnsson
rafvirkjameistari í Reykjanesbæ
Guðrún Björnsdóttir
húsfr. á Hólmavík og í Reykjavík
Bjarni Magnús
Snæland
Guðmunds-
son rafvirki í
Keflavík
Guðfinna S.
Bjarnadóttir
fyrrv.
alþingismaður
og rektor
Háskólans í
Reykjavík
Þórður Björnsson
sjómaður á Hólmavík, síðar
leigubílstjóri í Keflavík
Gunnar Þórðarson
tónlistarmaður og borgarlista-
maður Reykjavíkur 2014
Agnar Hákon Kristinsson
kennari í Reykjavík
Guðbjörg Níelsdóttir
húsfreyja á Hólmavík
Björn Björnsson
verslunarmaður á Hólmavík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Jón Þorsteinsson íþróttakennarifæddist 3.7. 1898 í Örnólfsdal íÞverárhlíð í Borgarfirði. For-
eldrar hans voru Þorsteinn Hjálm-
arsson, bóndi þar, og k.h., Elín Jóns-
dóttir, bónda í Stafholtsey og í
Norðtungu Þórðarsonar.
Jón var einn merkasti brautryðj-
andi á sviði íþróttamála, leikfimi-
kennslu og sjúkraþjálfunar hér á
landi. Hann stundaði nám við Al-
þýðuskólann á Hvítárbakka 1916-18,
við Gymnastikhojskolen í Ollerup í
Danmörku 1922-23, sótti íþrótta-
námskeið í Tunsby í Finnlandi, við
Mullers Institut í Kaupmannahöfn
og við lýðskólann í Voss í Noregi.
Jón kenndi sund, glímu og leikfimi
víða um land frá 1916 og var aðal-
kennari Glímufélagsins Ármanns frá
1924. Hann sérhæfði sig í æfingum
til að ráða bót á hryggskekkju og
bakveiki og fékk sérstakt lækninga-
leyfi til þess árið 1934. Jón sigldi
með glímu- og leikfimiflokka til Nor-
egs, Danmerkur, Þýskalands og Sví-
þjóðar fyrir seinna stríð.
Jón stofnaði íþróttaskóla í
Reykjavík 1924 og byggði sérstakt
tveggja sala íþróttahús á Lindar-
götu 7 í Reykjavík árið 1935 og var
þar sjálfur búsettur síðan. Leikfim-
ishús Jóns Þorsteinssonar við Lind-
argötu var veglegasta íþróttahús
síns tíma og var reyndar um árabil
vandaðasta íþróttahús hér á landi.
Þar voru á árum áður haldnir kapp-
leikir í handknattleik og keppt í
glímu auk þess sem fjöldi skóla
kenndi þar leikfimi. Íþróttaskólinn
var starfræktur til ársins 1975. Hús-
ið hýsti síðan litla svið Þjóðleikhúss-
ins og nú Kúluna, sem er helgað
ungum leikhúsunnendum.
Jón var mikill vinur Kjarvals sem
bjó í húsi hans við Lindargötu um
skeið og sýndi þar oft verk sín.
Kona Jóns var Eyrún Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f. 25.3. 1898, d. 12.3.
1996. Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Sæmundsson, kennari á
Stokkseyri, síðar skrifstofumaður í
Reykjavík, og k.h. Eyrún Eiríks-
dóttir húsfreyja. Sonur Jóns og Ey-
rúnar er Guðmundur Jónsson, fyrr-
verandi hæstaréttardómari.
Jón Þorsteinsson lést 24.3. 1985.
Merkir Íslendingar
Jón Þorsteinsson
95 ára
Jóhanna Ólafsdóttir
90 ára
Sigurlaug Guðmundsdóttir
85 ára
Óttar Björnsson
80 ára
Ólafur Ingimundarson
75 ára
Hulda Heiðdal Hjartardóttir
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir
Kristján Árnason
70 ára
Hildur Þorsteinsdóttir
Jórunn M. Bernódusdóttir
60 ára
Björn Ágústsson
Helga Helgadóttir
Magnús Magnússon
Margrét Þórdís Jónsdóttir
Ólöf Árnadóttir
Steinunn Þorsteinsdóttir
50 ára
Bergsveinn G. Reynisson
Edda Kristín Hauksdóttir
Guðný Sverrisdóttir
Halldór Örn Oddsson
Josefina Binatero Ordiz
Jónína Rikka M.
Steinþórsdóttir
Nína Edvardsdóttir
Ólöf Kristjánsdóttir
Rósa Ragúels
Jóhannsdóttir
Sigríður Dröfn
Björgvinsdóttir
40 ára
Einar Hannesson
Gísli Júlíus Sigurðsson
Grétar Magnús Grétarsson
Guðrún Svava
Stefánsdóttir
Gunnur Róbertsdóttir
Harpa Magnúsdóttir
Hjördís Bergsdóttir
Jóhanna Harpa Svansdóttir
Júlíus Fjeldsted
Kristín Dana Husted
Lára Janusdóttir
Marsibil Jóna
Sæmundardóttir
Páll Sveinsson
Pálmi Jóhannsson
Zydrunas Dulinskas
30 ára
Andri Freyr Magnússon
Arnar Þórðarson
Björn Valdimarsson
Edyta Kozikowska
Eiríkur Birkir Ragnarsson
Ilija Tisma
Karl Lilliendahl Viggósson
Kjartan Freysteinsson
Marcel Radix
Mariusz Jacek Konopka
Paul Robert Elsy
Víðir Jónasson
Þórhallur Guðmundsson
Til hamingju með daginn
40 ára Garðar býr í
Gunnarsholti á Rangár-
völlum og er héraðs-
fulltrúi hjá Landgræðslu
ríkisins.
Maki: Klara Viðarsdóttir,
f. 1979, aðalbókari hjá
Rangárþingi ytra.
Börn: Viðar Freyr, f. 2011,
og Helga Björk, f. 2014.
Foreldrar: Þorfinnur Þór-
arinsson, f. 1943, og Ás-
laug Jóhannesdóttir, f.
1945, bændur á Spóa-
stöðum.
Garðar
Þorfinnsson
40 ára Svanhvít er fædd
og uppalin á Stokkseyri
en býr í Reykjavík. Hún er
þjónusturáðgjafi hjá
Sjóvá.
Maki: Helgi Ólafsson, f.
1969, bifvélavirki og sölu-
maður hjá Wurth.
Börn: Eva Ýr, f. 1996,
Hugrún Líf, f. 2000, og
Ólafur Kristófer, f. 2002.
Foreldrar: Jón Hall-
grímsson, f. 1944, og
Ragnhildur Jónsdóttir, f.
1953.
Svanhvít Ósk
Jónsdóttir
30 ára Ingunn er frá
Hellu en býr í Reykjavík.
Hún er uppeldis- og
menntunarfræðingur og
vinnur á leikskólanum
Rauðhóli.
Maki: Sigþór Árnason, f.
1984, viðskipta- og mark-
aðsfræðingur hjá Tótem.
Börn: Þórdís Eva, f. 2011,
og Gunnar Darri, f. 2014.
Foreldrar: Kjartan Erl-
ingsson, f. 1956, og Kol-
brún Hákonardóttir, f.
1955.
Ingunn Heiða
Kjartansdóttir
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is