Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Hann segir arnarstofninn ekki hafa mælst stærri í 100 ár, en öld er liðin frá því að örninn var friðaður árið 1914. Hann tekur fram að ekki sé búið að heimsækja hreiður svo tölur um varpárangur gætu breyst lítillega. „Arnarungar verða ekki fleygir fyrr en í ágúst og ekki er búið að heimsækja hreiður til ungamerkinga, svo endanlegar tölur um varpárangur gætu breyst lítillega,“ segir Kristinn. Bannað að eitra fyrir refi 1964 Kristinn segir að um aldamótin 1900 hafi örnum tekið að fækka mikið vegna ofsókna og eiturútburðar. „Örninn var í bráðri útrýmingar- hættu um miðja síðustu öld. Upp úr 1960 voru hér aðeins 20 pör og kom um og innan við helmingur þeirra upp ungum þegar best lét. Bannað var að eitra fyrir refi árið 1964 og fljótlega fór örnum að fjölga og hefur stofninn vaxið hægt og bítandi allar götur síð- an,“ segir Kristinn. Minna um að varp sé skemmt Kristinn segir engar óyggjandi fregnir hafa borist af því að arnar- varpi hafi verið spillt vísvitandi í ár. „Við vitum um a.m.k. eitt tilvik þar sem varp misfórst á svæði þar sem ernir urðu fyrir truflun af völdum manna sem sýndu ekki nægja að- gæslu. Slíkum tilvikum hefur farið mjög fækkandi á undanförnum árum og skal bændum og öðrum landeig- endum sérstaklega hrósað fyrir um- gengni við þennan viðkvæma fugl,“ segir Kristinn. Fleiri arnarpör koma ungum á legg  Stofninn hefur ekki mælst eins stór frá árinu 1914, þegar hann var friðaður Ljósmynd/Daníel Bergmann Arnaróðul Talin hafa verið 73 arnaróðul og 38 arnarungar á þessu ári. VIÐTAL Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Staða arnarstofnsins og varpárangur er með besta móti í ár að sögn Krist- ins Hauks Skarphéðinssonar, fugla- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Arnaróðul í ábúð eru nú talin 73, þar af urpu 48 pör og 31 þeirra er nú með alls 38 unga. Varpútbreiðslan nær frá sunnanverðum Faxaflóa í Húnaflóa en fram yfir aldamótin 1900 urpu ernir í öllum landshlutum. Fleiri pör hafa nú komið ungum á legg en nokkru sinni frá því farið var að fylgj- ast reglulega með stofninum árið 1959. Þá hafa aðeins einu sinni áður orpið jafnmörg pör og það sama er að segja um fjölda stálpaðra unga í hreiðrum,“ segir Kristinn. Unnið var að því í gær að tryggja öryggi á vett- vangi eldsvoðans sem varð í Skeifunni 11 í Reykjavík síðastliðið sunnudagskvöld. Voru bitar úr strengjasteypu, sem héngu í þaki hússins, rifnir niður og fjarlægðir en til verksins voru fengnar stórvirkar vinnuvélar. Að sögn Lúðvíks Eiðssonar rannsóknarlögreglu- manns er nauðsynlegt að fjarlægja bitana svo tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu geti hafið rannsókn sína af fullum þunga við öruggar aðstæður. „Við höfum ekkert verið þarna [í gær] því það var ekki búið að tryggja strengjasteypubitana,“ sagði Lúðvík við Morg- unblaðið. Búast má við að rannsókn lögreglu á eldsupptökum haldi áfram í dag. khj@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Stórvirkar vinnuvélar sjá um að tryggja brunavettvang Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Makrílvertíðin hófst um miðjan júní síðastliðinn og virðist hún fara held- ur rólega af stað, en samkvæmt upp- lýsingum frá Fiskistofu er nú búið að landa alls 12.196 tonnum. Heildarafli makríls fyrir árið 2014 nemur hins vegar 147.721 tonni. Vinnslu- og fjölveiðiskipið Hug- inn VE-55 er sem stendur aflahæst þeirra skipa sem nú eru á makríl- veiðum við landið. Eru það búið að landa rúmlega 2.067 tonnum. Fast á eftir kemur áhöfnin á fjölveiðiskip- inu Vilhelmi Þorsteinssyni EA-11 sem hefur komið með rúmlega 2.059 tonn af makríl að landi. Þegar Morgunblaðið náði tali af Guðmundi Hugin Guðmundssyni, skipstjóra á Hugin, voru þeir staddir um 20 sjómílum suður af Kötlutanga. „Þetta er búið að ganga ágætlega og munum við að líkindum landa næst um helgina, sennilega á sunnudag,“ segir Guðmundur Huginn, sem á von á því að koma þá með rúmlega 600 tonn að landi. Stærstu skipin í svelti Sjö skip voru á sömu slóðum við veiðar í gær og segir Guðmundur Huginn fínasta veður hafa verið þar að undanförnu. „Það er nú samt ein- hver kaldi fram undan en ég held að þetta verði í fínu lagi hérna.“ Frystitogararnir Guðmundur í Nesi RE-13 og Brimnes RE-27 voru í gær við veiðar um 90 sjómílur vest- ur af Bjargtöngum. „Þetta hefur gengið ágætlega og við togum bara eftir vinnslunni,“ segir Kristján Guð- mundsson, skipstjóri á Guðmundi í Nesi. Hefur skipið nú verið úti í mán- uð. „Við erum búnir að fara víða. Fyrst byrjuðum við á makrílveiðum sunnan við land og fórum svo suð- vestur í leit að betri makríl. Hann er aðeins stærri hér.“ Spurður hvort honum finnist kvótinn vera nægjan- legur kveður Kristján nei við. „Þetta er allt of lítill kvóti fyrir svona stór og fín skip. Þessi skip sem eru að frysta, eins og við um 75 til 80 tonn á sólarhring, eru í algeru svelti miðað við uppsjávarskipin. [] Við höfum oft verið að færa okkur til og víða virðist vera mikið um makríl, í mismiklum mæli að vísu, en alls staðar verðum við varir við hann.“ Aðspurður segir Kristján bæði rússnesk og grænlensk skip vera í grenndinni og voru þau í gær 40 sjó- mílur beint vestur af íslensku tog- urunum. Fjölveiðiskipin Faxi RE-9 og Lundey NS-14 eru við veiðar austur af landinu. Samkvæmt upplýsingum frá HB Granda er makríllinn þar á fullu í æti og því mikið á ferðinni. Makríllinn gefur sig vel á miðunum  Skipstjóri Guðmundar í Nesi vill meiri kvóta  Elta makríl fyrir austan Morgunblaðið/Árni Sæberg Við veiðar Menn eru sammála um að makrílveiðar gangi vel þetta árið. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá máli gegn fyrrverandi starfsmanni símafyrirtækisins Nova. Hann var til rannsóknar vegna LÖKE-málsins. Maðurinn var í lokuðum hópi á Facebook ásamt tveimur félögum sínum, lög- fræðingi og lögreglumanni. Meint brot lögreglumannsins fólst í óeðli- legum flettingum í málakerfi ríkis- lögreglustjóra, LÖKE. Hann var sakaður um að hafa deilt upplýs- ingum úr LÖKE með spjallhópnum. Símamaðurinn fyrrverandi er því ekki lengur með réttarstöðu sak- bornings. Honum var vikið úr starfi hjá Nova vegna trúnaðarbrests vegna þess hvernig hann blandaðist inn í rannsókn málsins. Áður hafði ríkissaksóknari einnig fellt niður málið gegn lögfræðingnum. Hann fór í leyfi frá starfi sínu vegna rann- sóknar málsins. „Nú liggur fyrir að sakborning- arnir þrír sem voru handteknir vegna málsins hafa ekki deilt með sér neinum trúnaðargögnum úr LÖKE né heldur úr kerfum Nova, enda voru þær ásakanir frá upphafi úr lausu lofti gripnar,“ sagði Garðar St. Ólafsson hdl., sem hefur verið verjandi allra mannanna. gudni@mbl.is Mál gegn tveimur felld niður  Lögreglumaður í stöðu sakbornings 1914 er árið sem örninn var friðaður eftir skipulegar ofsóknir á 19. öld. 20 pör voru hér á landi upp úr 1960. Fljótlega tók þeim að fjölga. 38 arnarungar hafa nú verið taldir. Arnaróðul í ábúð eru 73. Þar af urpu 48 pör og 31 þeirra er nú með alls 38 unga. ARNARVARPIÐ »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.