Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
Aurora velgerðarsjóður og UNI-
CEF á Íslandi undirrituðu á dög-
unum styrktarsamning þar sem
sjóðurinn heitir áframhaldandi
stuðningi við menntun og vernd
barna í einu fátækasta ríki heims,
Síerra Leóne. Styrkurinn hljóðar
upp á 11,5 milljónir króna og mun
hann stuðla að myndun 100 svokall-
aðra mæðraklúbba vítt og breitt um
landið. Mæðraklúbbarnir eru öflug
leið til að koma fátækustu börnum í
Síerra Leóne í skóla, vernda þau
gegn ofbeldi og stuðla að valdefl-
ingu kvenna, samkvæmt UNICEF.
„Við erum stolt af því að styðja
áfram við uppbyggingu mæðra-
klúbba í Síerra Leóne,“ segir Auð-
ur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
Auroru velgerðarsjóðs, en sjóður-
inn hefur veitt stuðning við
mennta- og barnaverndarverkefni
UNICEF í Síerra Leóne frá árinu
2008. Sjóðurinn var stofnaður af
hjónunum Ingibjörgu Kristjáns-
dóttur og Ólafi Ólafssyni. if@mbl.is
Veita 11,5
milljónir
í styrk
Styðja við börn
í Síerra Leóne
Ljósmynd/UNICEF
Börn Síerra Leóne er eitt fátækasta
ríki heims og lifa börn þar við skort.
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Aurskriða féll framan í Spákonufelli
ofan við Skagaströnd rétt um klukk-
an 19.30 á mánudag. Elstu menn á
Skagaströnd vita ekki til að áður
hafi fallið slík skriða framan í fjall-
inu.
Gríðarleg rigning var á föstudag
en þó einkum á laugardag með upp-
styttu eftir hádegi á sunnudag. Síð-
an gerði skúr eftir miðjan dag á
mánudag og eftir þá skúr fór skrið-
an af stað. Hún er um það bil 150
metra löng og líklega um 20 metrar
þar sem hún er breiðust.
Stórir steinar fóru af stað
Að sögn sjónarvottar þá byrjaði
skriðan með því að nokkrir stórir
steinar efst í henni fóru af stað en
síðan kom aurfyllan á eftir. Að hans
sögn fór skriðan sjálf fremur hægt
niður hlíðina, nægjanlega hægt til að
hross og kindur gátu forðað sér.
Þessu fylgdu miklir skruðningar eða
drunur meðan skriðan var á hreyf-
ingu.
Meðan fréttaritari brá sér á stað-
inn skall á mikil rigningarskúr með
þrumum og eldingum en slíkt er af-
ar sjaldgæft í kringum Skagaströnd.
Aurskriða féll í Spákonu-
felli við Skagaströnd
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Aurskriða Hross og kindur í hagagöngu í Spákonufellinu höfðu tíma til að
forða sér meðan aurinn vall niður hlíðina. Skriðan olli engu tjóni.
Gunnar Bragi
Sveinsson utan-
ríkisráðherra
stóð í gær fyrir
morgunverðar-
fundi hóps 23
ríkja sem Ísland
og Namibía
stofnuðu á síðasta
ári um land-
græðslumál hjá
Sameinuðu þjóð-
unum. „Það er mikilvægt að land-
græðslumál fái aukinn sess í þróun-
arstarfi til þess að koma í veg fyrir
afleidd vandamál á borð við mat-
vælaskort, meiriháttar fólksflutn-
inga og átök sem geta orðið vegna
landeyðingar og þurrks. Þess vegna
leggur Ísland ríka áherslu á að
markmið í landgræðslumálum verði
meðal nýrra þróunarmarkmiða
Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Gunnar
Bragi m.a. á fundinum, að því er
fram kemur í tilkynningu.
SÞ setji sér
markmið í
landgræðslu
Gunnar Bragi
Sveinsson