Morgunblaðið - 23.07.2014, Page 6

Morgunblaðið - 23.07.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 „Við erum hérna 20 manna vinnu- hópur og með stærsta krana á land- inu,“ sagði Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft ehf. Í gær var verið að reisa tvær vind- myllur fyrirtækisins í Þykkvabæ. Steingrímur vonaðist til þess að veður leyfði að uppsetningarvinnu lyki í dag og á morgun. Eftir það taka við prófanir á vindmyllunum. Í gær var einnig verið að leggja raf- streng frá vindmyllunum. Búið var að reisa bæði 55 metra há möstrin og var verið að hífa vélarhúsið á aðra mylluna. Vængina verður að setja á í stilltu veðri. Einnig var settur GSM endurvarpsbúnaður á annað mastrið til að bæta fjarskipti. Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi til Biokraft ehf. 8. júlí sl. Fyrirtæk- inu var leyft að reisa og reka tvær 600 kW vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Fram kemur í fylgibréfi með leyf- inu að fyrirhugað sé að reisa þriðju vindrafstöðina þegar reynsla hefur fengist af rekstri hinna tveggja. Spaðar vindrafstöðvanna eru 21 metra langir og samanlagt þvermál þeirra er 44 metrar. Möstrin eru 53 metrar og standa á undirstöðum. Orka frá vindrafstöðvunum verður leitt með 400 metra löngum 11 kV jarðstreng að spennustöð RARIK. gudni@mbl.is Þurfa stillt veður fyrir vængina Vélarhúsið Hífa þurfti vélarrúmið 55 metra upp og koma því fyrir.  Stefnt að þriðju vindmyllunni Morgunblaðið/Óli Már Aronsson föstudag eða laugardag í Vestmanna- eyjum. Þeir fylgja okkur á græn- lenska hafsvæðið,“ segir Sveinn. Far- ið var í sams konar makrílleiðangur í fyrra og lágu niðurstöður fyrir undir lok ágúst. Ekki komið fram í veiðum Karl Jóhann Birgisson, rekstrar- stjóri útgerðasviðs Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað, segir að skipstjórar vinnslunnar hafi ekki fundið fyrir aukinni makrílgengd, en fyrirtækið er með þrjú skip á makrílveiðum út af Austurlandi. „Það hefur ekki komið fram í veiðunum hjá okkur að það sé meiri makríll hérna núna. Það eina sem við finnum fyrir er að það er heldur meira um íslenska síld í aflanum,“ segir Karl. Mælingar gefa til kynna meiri makríl fyrir austan  Ekkert hægt að fullyrða um aukna makrílgengd í lögsögunni að svo stöddu Morgunblaðið/Styrmir Kári Makríll Hafrannsóknastofnun hóf mælingar á makrílgengd við Íslandsstrendur 11. júlí og munu niðurstöður liggja fyrir undir lok ágústmánaðar. Í fyrra mældust um 1,5 milljónir tonna í lögsögunni, svipað og árið á undan. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Grófar niðurstöður úr rannsóknar- leiðangri Hafrannsóknastofnunar gefa til kynna að meira sé af makríl út af Austurlandi en verið hefur undan- farin ár. Leiðangurinn hófst 11. júlí og reiknað er með að hann standi til 11. ágúst. Leiðangursmenn hafa einnig mælt makrílgengd fyrir norðan landið en þar var lítið að finna. Þá á eftir að framkvæma mælingar við sunnan- og vestanvert landið. Sveinn Svein- björnsson er leiðangursstjóri. „Við erum komnir með grófa niðurstöðu á þeim svæðum sem við erum búnir að kanna. En við eigum eftir að mæla mjög stórt svæði og því erfitt að segja hver heildarniðurstaðan verður,“ seg- ir Sveinn. Segir ekkert um heildarmagn Mælingar hófust á Norðurlandi en Sveinn segir að þegar leiðangurs- menn hafi komið út fyrir norðaustur- horn landsins hafi fundist meiri mak- ríll á svæðinu en í fyrra. „Svo hefur magnið aukist eftir því sem við höfum komið sunnar á Austurlandinu. En við eigum eftir að mæla á Suður- og Vesturlandi og það eru þau svæði sem hafa verið gjöfulust undanfarin ár. Því segir þetta ekki endilega neitt voðalega mikið um heildarmagn mak- ríls í lögsögunni. Kannski er dreifing- in meiri en hún var í fyrra,“ segir Sveinn. Sjö starfsmenn frá Hafrannsókna- stofnun taka þátt í leiðangrinum en 17 eru í áhöfninni sjálfri. Mælingar fara fram með flotvörpu sem mælir ákveð- ið flatarmál á sjó og síðan er aflinn uppfærður yfir heildarflatarmálið á dreifingunni. Samhliða mælir Hafró einnig hitastig og seltu í sjónum. Undir lok leiðangursins fer leið- angurinn yfir á grænlenska hafsvæð- ið þar sem sambærilegar mælingar fara fram í 12 daga. „Það koma menn á vegum Grænlendinga um borð á Búið er að veiða um 37 þúsund tonn af þeim 154 þúsund tonna heild- arkvóta sem áætlað er að veiða í ís- lenskri lögsögu á árinu. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, sviðsstjóra á upplýsingasviði Fiskistofu, er það svipað magn og hafði verið veitt á sama tíma á síðasta ári. „Eftir að makrílveiðarnar hafa fest sig í sessi er aðalveiðitímabilið í ágúst og september. Menn fara rólega af stað því fiskurinn er að safna á sig fitu fyrri hluta sumarsins,“ segir Þorsteinn. Nið- urstöður rann- sóknarleiðangurs Hafrannsókna- stofnunar í fyrra sýndu að um 1,5 milljónir tonna af makríl gengu inn í íslenska lögsögu og er það svipað og var árið 2012. Menn fara rólega af stað BÚIÐ AÐ VEIÐA UM 37 ÞÚSUND TONN Þorsteinn Hilmarsson Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is „Það er nokkuð ljóst að það eru gallar í kerfinu hjá okkur,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipu- leggjenda Druslugöngunnar, sem í gær sendu bréf á alla þingmenn og biðluðu til þeirra að finna kynferðisafbrotamálum farveg inn- an Alþingis og sjá til þess að raun- verulegar úrbætur eigi sér stað í málaflokknum. „Við sendum þetta bréf til að kalla eftir aðgerðum og úrbótum varðandi kynferðisafbrota- mál innan réttarkerfisins og hjá lögreglunni. Þolendur nefna margir hverjir að það sé ekki til neins að kæra og það eitt og sér segir okkur að kerfið er ekki að þjóna þeim sem það er byggt upp fyrir,“ segir hún. Druslugangan er vettvangur fólks til að standa saman og taka afstöðu með þolendum kynferðisof- beldis, gegn gerendum, og verður hún farin í fjórða sinn þann 26. júlí næstkomandi. Skýrsla um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skilaði af sér skýrslu þann 5. apríl 2013 sem unnin var af Samráðshópi forsætis- ráðherra um samhæfða fram- kvæmd stjórnvalda við að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum barna. Hópurinn tók saman 27 tillögur til breytinga og bóta á kerfinu. Eva segir skipuleggjendur göngunnar vilja sjá þessar tillögur fram- kvæmdar, en þeir hafa fram að þessu ekki fengið að vita hvort til- lögunum hefur verið fundinn far- vegur. „Einnig viljum við að al- menningur átti sig á því að frávísun kæru sanni ekki endilega sakleysi þar sem svo stórum hluti mála er vísað frá. Það er eitthvað sem þarf alvarlega að skoða,“ segir Eva. „Okkar draumaniðurstaða er sú að enginn þolandi kynferðisofbeldis líti svo á að það sé ekki til neins að leita réttar síns heldur að við búum við kerfi sem fólk vill leita til og treystir á.“ Fram kemur í bréfinu að Sameinuðu þjóðirnar hafi gagn- rýnt og bent á það hversu fáar ákærur í kynferðisafbrotamálum séu hér á landi. Einnig hefur Guð- rún Jónsdóttir, framkvæmdastýra Stígamóta, opinberlega bent á að þolendur kynferðisofbeldis telji margir gagnslaust að leita réttar síns. Einungis 10% þolenda kæra og af þeim er 70% mála vísað frá. Hvetja alla þingmenn til aðgerða  Skipuleggjendur Druslugöngunnar segja réttarkerfið óaðgengilegt  Vilja að tillögum í skýrslu um kynferðisbrot verði hrint í framkvæmd  Vekja athygli á málstað þolenda kynferðisbrota Morgunblaðið/Ernir Mikilvægt Skipuleggjendur Druslugöngunnar vilja sjá aðgerðir og úrbætur á réttarkerfinu. Stór hluti þolenda kynferðisofbeldis telur gagnslaust að leita réttar síns og vilja skipuleggjendur úrbætur til að breyta því viðhorfi. Björt Ólafs- dóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar, er ánægð með bréfið og telur mikilvægt að málunum sé fylgt eft- ir. „Skipuleggjendur göng- unnar bentu á mjög góða vinnu sem unnin var í tíð Jó- hönnu Sigurðardóttur og nú er það okkar sem erum á þingi að taka við keflinu og halda áfram.“ Hún telur þing- ið geta komið málinu í fram- kvæmd. „Ég mun taka þetta upp á þingi og vonast til að fleiri geri það. Við getum sammælst um þetta og gert þetta saman.“ Hyggst taka málið upp VIÐBRÖGÐ ÞINGMANNA Björt Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.