Morgunblaðið - 23.07.2014, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, skoraði í gær á leið-
toga Hamas-samtakanna að sam-
þykkja vopnahléstillögur sem
Egyptar hafa lagt fram til að reyna
að binda enda á blóðsúthellingarnar
á Gaza-svæðinu. Yfir 620 manns hafa
beðið bana í árásum Ísraelshers á
Gaza, þar af um 75% óbreyttir borg-
arar að sögn embættismanna Sam-
einuðu þjóðanna. Hátt í 140 börn eru
á meðal þeirra sem hafa látið lífið í
sprengjuárásunum, samkvæmt
síðustu fréttum í gær.
John Kerry var í Kaíró og sagði
eftir fund með forseta Egyptalands,
Abdel Fattah al-Sisi, að Bandaríkja-
stjórn styddi tillögur Egypta sem
grundvöll að viðræðum um vopnahlé.
Samkvæmt tillögum Egypta eiga
Ísraelar og Hamas-samtökin að
hætta árásum sínum áður en viðræð-
ur hefjast um skilmála varanlegs
vopnahlés.
Egyptar hafa áður haft milligöngu
um vopnahlé á Gaza-svæðinu, síðast í
nóvember 2012 þegar Mohammed
Morsi, leiðtogi íslömsku samtakanna
Bræðralags múslíma, var forseti
Egyptalands. Her Egyptalands,
undir forystu al-Sisi, steypti Morsi af
stóli á síðasta ári og ríkisstjórn nýja
forsetans í Kaíró hóf herferð gegn
Bræðralagi múslíma sem hún skil-
greinir sem hryðjuverkasamtök.
Hamas-samtökin, sem eiga rætur að
rekja til Bræðralags múslíma, neit-
uðu að verða við kröfu al-Sisi um að
rjúfa tengslin við þessa íslömsku
bandamenn sína í Egyptalandi.
Vegna togstreitunnar milli Egypta
og Hamas er talið að al-Sisi sé tregur
til að beita sér fyrir vopnahléssamn-
ingi sem treysti Hamas-samtökin í
sessi á Gaza-svæðinu.
Leiðtogar Hamas hafa hafnað
vopnahléstillögum Egypta og segj-
ast ekki vilja leggja niður vopn nema
Ísraelar fallist á skilyrði þeirra fyrir
vopnahléi áður en viðræður hefjist
um varanlegan frið. Hamas-menn
krefjast einkum þess að Ísraelar og
Egyptar aflétti umsátrinu um Gaza
og Ísraelar leysi palestínska fanga
úr haldi. Hamas-samtökin saka einn-
ig Ísraela um að hafa brotið fyrri
vopnahléssamninga.
Embættismenn í Egyptalandi
hafa neitað að breyta vopnahléstil-
lögum sínum, að sögn fréttaveitunn-
ar AFP. Hún hafði á hinn bóginn eft-
ir embættismanni í föruneyti Johns
Kerry að Bandaríkjastjórn léði máls
á breytingum á tillögunum til að fá
Hamas-menn til að leggja niður
vopn.
100.000 á flótta
Tzipi Livni, dómsmálaráðherra
Ísraels, sagði í gær að kröfur Hamas
væru „óaðgengilegar“ og ekki kæmi
til greina að stöðva árásir Ísraels-
hers fyrr en hann hefði eyðilagt göng
sem liðsmenn samtakanna eru sagð-
ir hafa notað til að reyna að gera
árásir á Ísrael. Ísraelsher segist
hafa fundið fleiri göng en búist var
við áður en landhernaðurinn hófst og
er tregur til að stöðva árásirnar áður
en þau hafa öll verið eyðilögð, að
sögn The New York Times.
Bandarísk og evrópsk flugfélög
ákváðu að aflýsa flugi til alþjóðaflug-
vallar Tel Avív í gær vegna flug-
skeyta sem féllu nálægt honum.
Kerry skoraði á leiðtoga Hamas
að hætta flugskeytaárásum á Ísrael
þegar í stað til að binda enda á blóðs-
úthellingarnar. „Hamas þarf nú að-
eins að taka þá ákvörðun að hlífa
saklausum borgurum við þessu of-
beldi,“ sagði Kerry. Arababandalag-
ið tók undir áskorun bandaríska
utanríkisráðherrans.
Um 100.000 Palestínumenn höfðu
í gær flúið heimili sín vegna árása
Ísraelshers og leitað athvarfs í skól-
um þar sem Palestínuflóttamanna-
hjálpin, UNRWA, veitir þeim
neyðaraðstoð. Um 3.650 Palestínu-
menn hafa særst í árásunum, þeirra
á meðal hundruð barna.
Tveir óbreyttir borgarar í Ísrael
hafa látið lífið í flugskeyta- og
sprengjuárásum Hamas-manna og
27 hermenn Ísraela liggja í valnum
eftir að landhernaðurinn hófst.
Hafna skilmálum Hamas
AFP
Særð Palestínumaður heldur á níu ára stúlku sem særðist í einni af árásum Ísraelshers á Gaza-svæðið í gær.
AFP
Sorg Palestínsk fjölskylda syrgir
eitt fórnarlambanna í Gaza-borg.
Ísraelar segja kröfur Hamas-samtakanna vera óaðgengilegar Egyptar sagðir neita að breyta
vopnahléstillögunum Yfir 620 Palestínumenn hafa beðið bana, þeirra á meðal á annað hundrað börn
Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í
Hollandi í dag vegna farþegaþotunn-
ar sem hrapaði á yfirráðasvæði að-
skilnaðarsinna í austanverðri Úkra-
ínu á fimmtudaginn var.
298 manns létu lífið þegar þotan
hrapaði og a.m.k. 200 líkanna voru
flutt með lest til úkraínsku borgar-
innar Kharkív í gær. Gert er ráð fyr-
ir að þau verði flutt með herflugvél
til Hollands í dag. 193 farþeganna í
þotunni voru frá Hollandi.
Aðskilnaðarsinnar afhentu malas-
ískum sérfræðingum tvo flugrita
þotunnar í gærmorgun og flókin
rannsókn á atburðinum á að hefjast í
dag. Mark Rutte, forsætisráðherra
Hollands, sagði að það gæti tekið
marga mánuði að rannsaka öll líkin
og bera kennsl á þau.
Lýst hefur verið yfir vopnahléi á
staðnum þar sem þotan hrapaði en
átök hafa geisað milli aðskilnaðar-
sinna og stjórnarhersins í grennd-
inni.
Rannsókn á hendur varnar-
málaráðherra Rússa
Stjórnvöld í Úkraínu saka aðskiln-
aðarsinna um að hafa grandað þot-
unni með flugskeytabúnaði sem þeir
eru sagðir hafa fengið frá Rússlandi.
Rússar hafa hins vegar sakað Úkra-
ínuher um að hafa skotið þotuna nið-
ur til að koma sökinni á aðskilnaðar-
sinnana. Varnarmálaráðuneytið í
Moskvu segir að rússneski herinn
hafi orðið var við úkraínska orrustu-
þotu í grennd við farþegavélina dag-
inn sem hún hrapaði. Ráðuneytið
óskaði eftir skýringu á flugi orrustu-
þotunnar.
Stjórnvöld í Kænugarði sögðust í
gær hafa hafið rannsókn á hendur
varnarmálaráðherra Rússlands,
Sergej Shoigu, og rússneskum auð-
manni vegna ásakana um að þeir
hefðu skipulagt og fjármagnað
„ólöglega, vopnaða hópa“ í Úkraínu.
Lýst yfir þjóðar-
sorg í Hollandi
Fyrstu líkin úr þotunni flutt þangað
AFP
Líkin flutt Lest flutti lík úr farþega-
þotunni til Kharkív-borgar í gær.
Neðri deild jórdanska þingsins for-
dæmdi í gær „grimmileg fjölda-
morð“ Ísraelshers á Gaza-svæðinu
og lýsti drápunum sem broti á al-
þjóðalögum. „Við krefjumst þess
að alþjóðasamfélagið miðli málum
þegar í stað og stöðvi árásir
Ísraelshers á óvopnaða Palest-
ínumenn.“
Jórdanía undirritaði friðarsamn-
ing við Ísrael árið 1994 og varð
annað arabaríkið til að gera það á
eftir Egyptalandi sem samdi um
varanlegan frið við Ísraela árið
1979.
The New York Times segir að
spurningar hafi vaknað um þá
staðhæfingu Ísraela að þeir forðist
árásir á óbreytta borgara og skír-
skotar meðal annars til árásar á
fjögurra hæða fjölbýlishús á
sunnudagskvöld. 25 manns í fjór-
um fjölskyldum létu þá lífið, þeirra
á meðal nítján börn.
Sagðar grimmileg fjöldamorð
JÓRDANAR FORDÆMA ÁRÁSIR ÍSRAELSHERS
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og
hvernig lífi þú lifir, því ReSound heyrnartækin, eru vel til þess fallin
að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði
og snjalla þráðlausa tengingu.
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is