Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
Kaupum alla bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif við-
skiptabann Rússa muni hafa á ís-
lenskan efnahag. Ísland seldi til
Rússlands sjávarafurðir að andvirði
18 milljarðar króna í fyrra. Mest var
selt til Rússlands af makrílafurðum,
en þær námu 10 milljörðum króna.
Friðleifur Friðleifsson, sölustjóri
Iceland Seafood, segir rússnesk
fyrirtæki vera að þreifa fyrir sér á
Íslandi. „Rússarnir eru að þreifa
fyrir sér en í raun og veru er hálf-
gerð krísa hjá kaupendum okkar í
Rússlandi, sem hafa margir hverjir
verið að kaupa mikið af laxi og
öðrum afurðum frá Noregi. Þeir eru
núna í slökkvistarfi vegna viðskipta-
bannsins þannig að þeir eru upp-
teknir við að átta sig á stöðunni áður
en þeir geta tekið ákvarðanir um
framhaldið.“
Í sambandi við Rússana
Þá segir Friðleifur Iceland Sea-
food hafa verið í sambandi við rúss-
neska kaupendur síðustu daga. „Við
höfum verið í sambandi við Rússana í
gegnum síma og þess háttar en
ekkert fundað sérstaklega við þá,
heldur einungis hringt til að kanna
stöðuna og hvert útlitið væri. Ég
held að næstu dagar verði hefð-
bundnir að öllu leyti en ef viðskipta-
bannið dregst á langinn, þ.e. um
vikur og mánuði, gæti sala til Rúss-
lands aukist. Rússarnir komu þó
ekkert sérstaklega til Íslands út af
viðskiptabanninu. Þeir komu til
landsins einfaldlega vegna þess að
við erum í miðri makrílvertíð. Þeir
áttu margir hverjir bókað flug hing-
að og ætluðu að koma til landsins
hvort sem viðskiptabannið hefði
komið upp eða ekki. Á þessum tíma-
punkti hafa þeir ekki sýnt áhuga á að
versla meira,“ segir Friðleifur, en
hann telur ómögulegt að áætla hve
mikið sala á makríl gæti aukist
ílengist viðskiptabannið. Boltinn er
hjá Rússum um hvert framhaldið
verður.
Markaðirnir eru á hreyfingu
Kolbeinn Árnason, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, segir of snemmt að spá
um framhaldið. „Ég held að það sé
útilokað að velta því fyrir sér hvernig
verð á makríl muni þróast í kjölfar
viðskiptabannsins. Það er mikil
óvissa sem við sjáum ekki í gegnum.
Við seljum aðrar fisktegundir á aðra
markaði sem viðskiptabannið snertir
og staðan á þeim er núna breytt. Allt
hefur farið á hreyfingu og ný staða
er að skapast á markaðnum í heild.
Ég þori ekki að segja hvert fram-
haldið verður. Það er of snemmt að
spá, þannig að ég held að það sé best
að spá sem minnstu.“
„Rússarnir eru í slökkvistarfi“
Óvissa ríkir um áhrif viðskiptabannsins á íslenskan efnahag Rússnesk fyrirtæki þreifa fyrir sér
Viðskiptabannið breytir stöðunni á öllum fiskmörkuðum Ekki enn sýnt áhuga á að versla meira
Friðleifur
Friðleifsson
Kolbeinn
Árnason
„Þetta gengur frekar hægt og bít-
andi,“ segir Gunnlaugur F. Gunn-
laugsson, stöðvarstjóri í hvalstöð-
inni í Hvalfirði, spurður hvernig
hvalveiðarnar gangi. Veiðst hafa 70
dýr það sem af er sumri.
Hvalvertíðin hófst um miðjan
júní og fór vel af stað. Veiði gekk
vel framan af en hefur hægst síðan.
Í byrjun júlí hægði mikil bræla á
veiðunum og lágu bátar við bryggj-
una dögum saman. Veiði hefur þó
komist í gang aftur, en að sögn
Gunnlaugs hefur veður sett strik í
reikninginn. „Það er búið að vera
leiðindatíðarfar og því hafa verið
tafir út af veðri,“ segir hann, en allt
byggist á því á hvalveiðum að
skyggni sé gott svo sjáist til
hvalanna. Gunnlaugur telur veiðina
minni en á sama tíma í fyrra en er
vongóður um framhaldið, „Við von-
um bara það besta,“ segir hann.
Um 90 manns starfa í Hvalstöð-
inni í Hvalfirði í sumar. Auk þess
starfa 32 hjá Hval hf. á Akranesi,
15 í Hafnarfirði og samtals 26 eru í
áhöfnum hvalbátanna tveggja. Alls
hafa því 163 vinnu við hvalveiðarnar
í sumar, fyrir utan afleidd störf við
ýmsa þjónustu við veiðarnar.
if@mbl.is
Veður hefur sett strik í reikn-
inginn á hvalveiðum í sumar
Morgunblaðið/RAX
Hvalur Veiðst hafa 70 dýr í sumar.
Ísland seldi sjávarafurðir til
Rússlands fyrir 6,5 milljarða frá
því í byrjun janúar og til maí á
þessu ári. Mest er selt af
makrílafurðum, en síldar-,
loðnu- og karfaafurðir eru
einnig seldar í miklum mæli til
Rússlands. Nú þegar Vesturlönd
geta ekki selt sjávarafurðir til
Rússlands gæti staða Íslands á
Evrópumarkaði veikst.
Mikið flutt til
Rússlands
STAÐAN GÆTI VEIKST
Þriggja ára
stúlku var í gær-
dag bjargað frá
drukknun í sund-
lauginni í Vest-
mannaeyjum eft-
ir að hún hafði
tekið af sér arm-
kútana í laug-
inni.
Að sögn lög-
reglunnar í Vestmannaeyjum voru
sundlaugargestir fljótir til og var
stúlkunni komið til bjargar.
Atvikið náðist á öryggismynda-
vél, en stúlkan hafði verið í kafi í
stutta stund.
Samkvæmt upplýsingum sem
lögreglan í Vestmannaeyjum veitti
mbl.is í gær varð stúlkunni ekki
meint af.
Stúlku bjargað frá
drukknun í Eyjum
Vestmannaeyjar.
Knapinn Aníta
Margrét Ara-
dóttir er í 12.–
17. sæti eftir
þriðja keppn-
isdag í gær í
reiðkeppninni
Mongol Derby í
Mongólíu. Aníta
komst í búðir 10
í gærkvöldi
ásamt fimm öðrum keppendum, en
ellefu knapar eru komnir í búðir
11. Alls lögðu 45 keppendur af
stað og er Aníta því enn nokkuð
framarlega í keppninni, en fimm
knapar hafa hætt nú þegar. Að-
stæður á mongólsku sléttunum
voru erfiðar í gær, en mikið
rigndi og víða var svað og bleyta
sem gerði keppendum erfitt fyrir.
Aníta nokkuð fram-
arlega í keppninni
Aníta Margrét Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er nú haldin í
fjórtánda sinn á Dalvík og hafa tugþúsundir gesta
lagt leið sína í bæinn í tilefni þess. Í gærkvöldi var hið
fræga fiskisúpukvöld og gátu gestir og gangandi rölt
á milli staða í bænum og fengið að smakka fiskisúpu,
en um 120 fjölskyldur tóku þátt og buðu heim í súpu. Í
dag hefst dagskrá klukkan 11 og verður ýmiss konar
afþreying í boði í bænum. Tónlistaratriði, uppistand
og Latabæjarsýning eru meðal þess sem fer fram, en
dagskráin endar með risaflugeldasýningu sem
Björgunarsveitin á Dalvík setur upp.
Fiskisúpa og flug-
eldasýning á Dalvík
Fiskidagurinn mikli haldinn í fjórtánda sinn á Dalvík
Ljósmyndir/Helgi Steinar Halldórsson