Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Eggert Fjölsótt Um 35 sjálfboðaliðar starfa fyrir göngu- og öryggisstjórnina á göngudaginn, enda að mörgu að huga. verið ánægt með hana; í dag hafi fólk meiri möguleika á því að setjast niður á meðan það fylgist með göngunni, útsýnið yfir gönguna sé betra og ör- yggismálin komin í betra horf. Áhuginn á gleðigöngunni er gríðarlega mikill og hafa 80-90 þús- und manns fylgst með viðburðinum í miðborginni undanfarin ár. Hvað beina þátttöku í göngunni varðar get- ur hver sem er sótt um að fá að vera með en um hana gilda þó ákveðnar reglur. „Við í raun og veru skipuleggj- um sárafá atriði í göngunni; það eru nokkur atriði sem eru á okkar vegum eins og stóri regnbogafáninn og lúðrasveitin en annars er þetta bara fólk; félög, fjölskyldur og ein- staklingar sem sækja um að fá að taka þátt. Og einu reglurnar sem gilda hjá okkur eru öryggisreglur; þ.e. það verður að hlíta ákveðnum reglum, sérstaklega hvað varðar bíla, og í öðru lagi þá erum við með reglur varðandi auglýsingar, það er strang- lega bannað að auglýsa fyrirtæki í göngunni,“ segir Ásta Kristín. Fólk má vera alls konar Hún segir að göngustjórnin geri einnig þá kröfu að atriðin í gleðigöng- unni tengist hinsegin málefnum á ein- hvern hátt. Hún segir að gangan í ár verði mjög fjölbreytt; pólitísk atriði í bland við glamúr og allt þar á milli. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að ákvörðun yrði tekin um að sleppa göngunni eitthvert árið svarar hún neitandi og segir m.a. enn fulla þörf fyrir hana. „Maður heyrir oft hvort það sé ekki bara komið nóg; samkyn- hneigðir séu komnir með öll þau laga- legu réttindi sem þeir þurfa á að halda og svo framvegis. Að við eigum bara að hætta þessari sýniþörf og frekju, eins og sumir kalla það. En málið er bara að það eru ennþá for- dómar í samfélaginu,“ segir Ásta Kristín. Þá sé full ástæða til að fagna fjölbreytileikanum. „Það þurfa ekki allir að vera eins þótt þeir hafi sömu réttindi. Þannig að við erum í raun að fagna því að fólk megi vera alls konar og þurfi ekki að falla í sama formið. Og það er full þörf á því og það hjálpar öllum held ég, ekki bara samkynhneigðum og trans- fólki eða þeim sem við setjum undir hinsegin regnhlífina. Ég held að það hjálpi öllum að mega vera eins og þeir vilja.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Prófaðu heilsurúmin í Rúmfatalagernum Þú sefur betur á Gold heilsurúmi frá okkur, bæði vegna þægind- anna og verðsins. Þú átt það skilið! Komdu og prófaðu úrvalið hjá okkur og láttu gæðin koma þér þægilega á óvart! www.rumfatalagerinn.is Láttu gæðin koma þér þægilega á óvart Rafmagsnrúm – verð frá 99.950 kr. Rúm ámynd Höie rafmagnsrúm verð pr. stk. 299.950 Gerið gæða- og verðsamanburð! „Við munum horfa yfir Laugardalinn frá holtinu við Áskirkju og þá sjáum við hvað dalurinn hefur þróast mikið og hvað gróskan hefur aukist á und- anförnum árum,“ segir Hildur Arna Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í Grasagarði Reykjavíkur, um garða- göngu um Laugardal og Laugarás sem farin verður kl. 10 á morgun. Að göngunni standa Grasagarðurinn, Garðyrkjufélag Íslands og íbúa- samtök Laugardals og þátttaka er ókeypis. Gangan hefst í Grasagarðinum og að sögn Hildar verða gerð stutt stopp í skrúð-, rósa- og aldingörðunum en þaðan verður rölt eftir Sunnuvegi upp á Laugarásveg, þar sem farið verður inn í einkagarð Bryndísar Jónsdóttur, sem hún ræktaði upp með manni sínum Snæbirni Jón- assyni heitnum. „Garðurinn ber þess merki hvað þau sinntu honum vel,“ segir Hildur en í honum er að finna fágætar plöntur, lyngrósir, sígræna runna og annan áhugaverðan gróður. Frá garði Bryndísar verður gengið upp á holtið við Áskirkju en þaðan verður farið eftir Vesturbrún og niður að einkagarði Ragnhildar Þórarins- dóttur og Bergs Benediktssonar, sem umlykur Gamla pósthúsið. Sá garður þykir ævintýralega skemmtilegur og geymir m.a. fjölda gamalla og nýrra trjáa og úrval fjölæringa. „Gangan er fyrir allt garð- áhugafólk, áhugafólk um garðmenn- ingu og borgarlíf og göngutúra. Þetta verður skemmtilegt,“ segir Hildur. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Grasagarðurinn, Garðyrkjufélagið og íbúasamtökin standa að gönguferð en að sögn Hildar verða þær fleiri. „Við sjáum fyrir okkur að framhald verði á, að við verðum með svona sameiginlegar hverfistengdar göng- ur, þar sem farið verður inn í almenn- ingsgarða og einkagarða og horft yfir þróun gróðurs í hverfinu,“ segir hún. holmfridur@mbl.is Gengið um gróðursælan Laugardalinn Ljósmynd/Grasagarður Reykjavíkur Gægst í alls konar garða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.