Morgunblaðið - 09.08.2014, Page 12

Morgunblaðið - 09.08.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is H a u ku r 1 .1 4 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Heildverslun með sælgæti. Ársvelta 65 mkr. Góð afkoma. • Lítið, fallegt og mjög vinsælt hótel á góðum stað á suðvestur horninu. Stækkunarmöguleikar til staðar • Snyrtivörur - hlutafjáraukning. Þekkt snyrtivörufyrirtæki með eigin framleiðslu. Hefur góða markaðshlutdeild á Íslandi og selur til rúmlega 30 landa. Í boði allt að 50% hlutur við hlutafjáraukningu, sem notuð verður til að fara af krafti inn á Bretlandsmarkað. • Skífan - Gamestöðin. Þekktasta sérverslun landsins með yfirburða markaðsstöðu á sínu sviði. Útsölustaðir í Kringlunni og Smáralind. Ársvelta 350 mkr. Auðveld kaup. • Hestaleiga á höfuðborgarsvæðinu sem gerir út á stutta túra með erlenda ferðamenn. Gott og stórt hesthús, hestar og allur búnaður til staðar. • Þvottahús í miklum vexti. Velta nú 9 mkr. á mánuði. • Ein elsta og þekktasta heildverslun landsins með pípulagningavörur, en eigandi vill fara að draga sig í hlé sökum aldurs. Stöðug velta síðustu árin um 300 mkr. og góð framlegð. • Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í varahlutum og viðgerðum á diesel vélum til sjós og lands. Ársvelta 100 mkr. Góð afkoma. • Þekkt sérverslun með heilsurúm. Mikil sérstaða. Ársvelta 180 mkr. og vaxandi. • Tískuverslunin Kroll á Laugavegi. Góð velta og afkoma, besti tíminn framundan. Auðveld kaup fyrir einstakling eða hjón. Skákfélagið Hrókurinn hefur hleypt af stokkunum nýrri heimasíðu, hrok- urinn.is, sem ætluð er áhugafólki á öllum aldri. Þar er hægt að nálgast fréttir, fróðleik og fræðslu, og áhersla lögð á skemmtileg efnistök að því er fram kemur í tilkynningu frá ritstjóranum, Hrafni Jökulssyni. „Á heimasíðunni eru sagðar nýj- ustu fréttir úr skákheiminum, en hún er jafnframt gnægtabrunnur fróðleiks og skemmtunar úr skák- sögunni. Nú er til dæmis hægt að lesa viðtal Hróksins.is við Dirk Jan Ten Geuzendam, ritstjóra New in Chess sem er vinsælasta skáktíma- rit heims. Dirk Jan hefur skrifað um skák í þrjátíu ár og verið viðstaddur alla helstu skákviðburði veraldar á þeim tíma. Hann rifjar upp þegar hann var gestur á fyrstu skákhátíð Hróksins á Grænlandi 2003, sem hann segir alltaf koma upp í hugann þegar hann er spurður um hvaða skákviðburður er minnisstæðastur. Dirk Jan spáir því að Magnus Carl- sen haldi titli sínum í heimsmeist- araeinvíginu við Anand og rifjar upp viðtöl við ódauðlega snill- inga,“ segir í til- kynningunni. Lögð er áhersla á að hrók- urinn.is sé að- gengileg síða fyr- ir áhugamenn á öllum aldri. „Glæsilegar, sérkenni- legar og merkilegar skákir eru rifj- aðar upp daglega, auk þess sem les- endur geta spreytt sig á skákþraut dagsins, tekið þátt í skoðanakönnun um mesta skákmann allra tíma eða gengist undir próf í skáksögunni,“ segir ritstjórinn. Á síðu Hróksins er jafnframt hægt að nálgast upplýs- ingar um hvar er skemmtilegast að tefla á Netinu, auk þess sem verið er að byggja upp gagnagrunn um skák- kennslu og námsefni, sem allir geta nálgast. Tómas Veigar Sigurðarson hafði veg og vanda af hönnun og uppsetningu síðunnar. Skákefni í boði á nýrri heimasíðu  Hrókurinn.is tekur til starfa Hrafn Jökulsson Gunnar Björnsson Tromsö Sex umferðum af ellefu er nú lokið á Ólympíuskákmótinu í Tromsö. Þokkalega hefur gengið hjá íslensku liðunum. Liðið í opnum flokki hefur 7 stig af 12 mögulegum en kvenna- liðið hefur 6 stig. Í gær gerði ís- lenska liðið 2-2 jafntefli gegn Fær- eyjum í opnum flokki þar sem gjafmildi íslenska liðsins var einstök en kvennaliðið tapaði ½-3½ gegn Ísrael. Vildi ekki drottninguna Hannes Hlífar Stefánsson vann glæsilegan og öruggan sigur á Helga Dam Ziska á fyrsta borði. Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli á 2. og 4. borði með svörtu og því var allt undir í skák Guðmundar Kjartanssonar og Olafs Bergs á þriðja borði. Þar var Guð- mundur í vörn. Færeyingurinn leikur hins vegar af sér drottningunni í 30. leik. Skildi hana einfaldlega eftir oní riddara Guðmundar. Guðmundi var hins vegar fyrirmunað að sjá það – af- þakkaði drottninguna og þurfti að gefast upp 10 leikjum síðar. Svekkj- andi að gera 2-2 jafntefli við Fær- eyinga. Þrátt fyrir að þeim hafi farið mikið fram eigum við að öllu jöfnu að vinna Færeyinga. Stelpurnar töpuðu 3½ - ½ fyrir Ísrael sem er í samræmi við styrk- leikamun sveitanna en þær ísraelsku voru miklum mun stigahærri. Elsa María Kristínardóttir gerði jafntefli en Lenka Ptácníková, Hallgerður Helga og Tinna Kristín töpuðu sín- um skákum. Spennandi toppbarátta Aserar og Kúbumenn eru efstir í opnum flokki með 11 stig. Í kvenna- flokki leiða svo Rússar og Kínverjar. Norðmenn eru efstir Norð- urlandaþjóðanna í báðum flokkum. Norðmenn í stuði Ólympíuskákmótið í Noregi vekur gríðarlega athygli. Beinar útsend- ingar eru alla daga í norska rík- issjónvarpinu og fjölmiðlalætin fara ekki framhjá neinum. Sterkustu skákmenn Norðmanna eru skyndi- lega orðnir vel þekktir einstaklingar í heimalandi sínu og margir þeirra vinna við norska fjölmiðla í kringum mótið. Miklar kröfur eru gerðar til Norð- manna og virðast þeir ætla að standa undir þeim. Í gær unnu þeir Ítali 3-1 sem verða að teljast afar góð úrslit. Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, vann Ítalann unga Fabiano Caruna, sem margir telja munu verða helsta andstæðing Magnúsar á komandi misserum. Magnus lætur ekki skákina duga sér því hann er duglegur að spila fót- bolta á kvöldin – meðal annars við ís- lensku keppendurna. Rymur í rússneska birninum Það vakti athygli í aðdraganda mótsins þegar rússneska kvennalið- inu var meinuð þátttaka á mótinu. Það var gert vegna þess að skráning þess barst ekki í tæka tíð. Skýringin var að Rússarnir voru að bíða eftir því að ríkisfang Katharyna Lagno frá Úkraínu yfir til Rússlands gengi í gegn.Þegar það loks gekk í gegn hjá alþjóðlega sambandinu voru rík- isfangsskipti hennar undirrituð af sjálfum Vladimir Pútín! Norðmenn gáfu eftir og leyfðu rússneska kvennaliðinu að taka þátt sem og öðrum þjóðum sem ekki skráðu sig í tíma. Rússarnir láta hins vegar ekki þar við sitja og hafa kært mótshaldarana fyrir norskum yf- irvöldum og krefja þá um 1,2 millj- ónir norskra króna eða um 22 millj- ónir íslenskra króna! Þeir segja það eingöngu vera fyrir lögfræðikostn- aði og áskilja sér rétt til að koma með frekari kröfur síðar. Kæra þessi veldur eðlilega mikilli gremju og reiði meðal Norðmann- anna. Friðrik styður Kasparov Í dag birtist yfirlýsing Friðriks Ólafssonar, fyrrverandi forseta FIDE, á heimasíðu Kasparovs. Frið- rik lýstir þar stuðningi við Kasparov með þeim orðum að hann voni að skákheimur eigi eftir að upplifa Kasparov sem forseta FIDE. Kosn- ingarnar fara fram 11. ágúst. Ljósmynd/Gunnar Björnsson Keppnisgleði Hallgerður Helga og Lenka Ptácníková. Lenka vann afar góðan sigur á fyrsta borði gegn Ísrael. Íslensku liðunum gengið þokkalega  Sex umferðum af ellefu lokið á Ólympíuskákmótinu í Tromsö  Jafntefli gegn Færeyjum og tap gegn Ísrael Ljósmynd/Gunnar Björnsson Taflmenn Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson eru hugsi við taflborðið. Helgi Áss Grétarsson fylgist spenntur með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.