Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 Gæði og þægindi síðan 1926 D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12 . SPARAÐU 25% AFÖLLUM SUMARVÖRUM TILBOÐGILDAÚT ÁGÚST ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 „Oddur er að vinna einstakt starf. Hann fer út fyrir Íslandsstrendur með Íslendingum sem flutt hafa út og bætir við fólki sem hér hefur sest að. Með þessu er hann að auka við merkilegum kafla í okkar þjóðmenn- ingarsögu,“ segir Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, um skráningu ORG-ættfræðiþjónust- unnar á ættum kanadískra hermanna af íslenskum ættum sem börðust í fyrri heimstyrjöldinni. Margir hermenn af íslenskum ætt- um létu lífið í skotgröfunum í Evrópu. Svo vill til að meðal þeirra var Gunn- ar Richardson, föðurbróðir Þórs, og Sigurður Pálmason Gíslason, móð- urbróðir Lúkasar Karlssonar en Þór og Lúkas hittast stundum í kaffi hjá ORG-ættfræðiþjónustunni í Skerja- firði. Á sínum tíma var reist minn- ismerki um þá kanadísku hermenn sem féllu á vígvellinum. Það er við borgina Amiens í Norður-Frakk- landi. Þar eru meðal annarra skráð nöfn Gunnars og Sigurðar. Heimsækja minnisvarðann Þór hefur tvisvar farið að minn- ismerkinu og segir áhrifaríkt að koma á þennan stað. Lúkas Kárason fer á næstunni með fjölskyldu sinni út til Frakklands til að leggja blómsveig að minnisvarðanum. „Ég geri það til að friða samviskuna. Ég átti að heita eftir Sigurði en nafninu var breytt vegna draums,“ segir hann. ORG-ættfræðiþjónustan hefur skráð í ættfræðigrunn sinn fjölda Ís- lendinga sem fluttu vestur um haf og afkomendur þeirra og einnig Bras- ilíufarana. Nú er verið að skrá inn hermennina úr fyrri heimstyrjöld- inni. Oddur Helgason æviskrárritari segir að síðan verði hafist handa við að skrá upplýsingar úr bókum um hermenn af íslenskum ættum sem tóku þátt í seinni heimstyrjöldinni. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Ættfræði Þór Magnússon, Gerður Tómasdóttir og Lúkas Kárason fylgjast með Nönnu Halldóru Sigurðardóttur skrá inn upplýsingar um kanadíska hermenn af íslenskum ættum sem börðust í fyrri heimstyrjöldinni. Skrá ævi hermannanna  ORG ættfræðiþjónustan hefur safnað upplýsingum um ættir kanadískra hermanna af íslenskum ættum „Mesta vinnan er að finna réttar tengingar við ættirnar á Íslandi,“ segir Oddur Helgason, æviskrárrit- ari hjá ORG-ættfræðiþjónustunni, um skráningu upplýsinga um kan- adíska hermenn af íslenskum ætt- um. Hann segir að ágætar upplýs- ingar séu um hermennina, hvar þeir börðust, hvort þeir særðust, féllu eða hvenær þeir snéru heim. Meiri vinna sé að finna út réttar tengingar. Það hafist með tækninni. Auk þess mikla ætt- fræðigrunns sem ORG hefur byggt upp hefur ættfræðiþjónustan að- gang að ættfræðigrunnum víða um heim og er í sambandi við af- komendur. Nefnir hann sem dæmi að í gær hafi komið maður með upplýsingar um frænda sinn, Vest- ur-Íslending. Sá hafi verið skráður í grunninn en maðurinn getað bætt við konu hans og börnum og upplýsingum um ævi hans og störf. „Þetta byggist mikið á manninum sem kemur inn af göt- unni,“ segir Oddur. Fólkið kemur til að fá upplýsingar um ættmenni sín og veitir um leið upplýsingar sem vantar í grunninn. Oddur segir að mikill fengur hafi verið að því að fá aðgang að upp- lýsingum sem Atli Steinarsson og Anna Bjarnason söfnuðu um Vest- ur-Íslendinga þegar þau dvöldu vestra. Atli kom með 14 möppur og er skráning langt komin. Þarf að finna réttar tengingar Gögn Mikilvægar upplýsingar um Vestur-Íslendinga er að finna í kan- adísku hermannatölum og upplýsingamöppum Atla Steinarssonar. GÓÐAR UPPLÝSINGAR ÚR HERMANNATÖLUM Samfélagsstyrkir Landsbankans voru veittir á fimmtudag og fengu alls 26 verkefni styrk. Styrkþegarnir skiptu á milli sín tíu milljónum króna sem Samfélagssjóðurinn veitti. Um 400 umsóknir bárust sjóðnum, en styrkjunum er ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknar- málum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfu- starfsemi. Stærstu styrkina, upp á eina millj- ón króna hvort, hlutu ABC barna- hjálp og Borgar Magnason. ABC barnahjálp mun nýta styrkinn til kaupa á lestrar- og vinnubókum fyrir þrettán skóla ABC barna- hjálpar í Pakistan, og Borgar Magnason fyrir samantekt og úr- vinnslu á höfundaverki Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Þá veitti bankinn styrki upp á 500.000 krónur og fóru þeir m.a. til Blindrafélagsins og Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar að auki hlutu 16 verkefni styrk upp á 250.000 krónur. if@mbl.is Landsbankinn veitti 10 milljónir í styrki  ABC barnahjálp hlaut 1 milljón króna Morgunblaðið/Golli Landsbankinn 26 verkefni hlutu styrk frá Samfélagssjóði bankans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.