Morgunblaðið - 09.08.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 09.08.2014, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Öruggir ökumenn Gestir þurfa ekki ökupróf til að keyra kassabíl á Árbæjarsafni enda óþarfi. Árni Sæberg New York – Síðast þegar Ísrael átti í stríði á Gaza, árið 2009, líkti þáverandi utanrík- isráðherra landsins, Avigdor Lieberman, átökunum við styrjöld Bandaríkjanna og Jap- ans. Engin þörf væri fyrir að senda innrásarher landleiðina; hægt væri að knýja óvininn til uppgjafar með sprengjuregni úr lofti. Þessi samanburður, svo hneykslanlegur sem hann þótti, var ekki algerlega rangur. Né er hann það í dag. Sú herstjórnarstefna sem Ísrael hefur fylgt og fylgir enn gagnvart Gaza-svæðinu, þar sem Hamas ræður ríkjum, felst í að valda sem mestum skaða úr lofti. En jafnvel þótt fallist sé á að Ísraelar hafi lögmætan rétt til að loka jarðgöngum sem notuð eru til að koma palestínskum vígasveitum til Ísraels, skýrir það ekki hvers vegna nauð- synlegt er að varpa sprengjum á skóla, orkuver, spítala, bænahús og þéttbýl íbúð- arsvæði þar sem óbreyttir borgarar búa. Máttur sprengnanna Hin opinbera skýring er sú að sprengjuf- laugar Palestínumanna séu faldar í íbúðar- hverfum. Vel getur það verið rétt. En leið- togar Ísraels virðast einnig trúa því að með því að láta sprengjunum rigna yfir Gaza og íbúa þar sé hægt að brjóta baráttuþrek Pal- estínumanna á bak aftur. Sá tími muni renna upp að fólki finnist nóg komið og gef- ist upp – snúist jafnvel gegn eigin stjórn- völdum. Þetta er það sem kallað var „markvísar sprengjuárásir“ (strategic bombings), sprengjuárásir til að vekja skelfingu; her- stjórnarlist sem miðar að því að gera að engu sjálfstraust fólks með því að eyði- leggja lífsnauðsynlegar miðstöðvar sam- félaga. Helstu hugmyndasmiðir þessarar að- ferðar, sem mótuð var á þriðja áratugnum, voru Ítalinn Guilio Douhet, Bandaríkjamað- urinn William Mitchell og Englendingurinn Hugh Trenchard. Bretar beittu þessari aðferð fyrst um miðjan þriðja áratug- inn í Mesópótamíu, þar sem þeir reyndu að brjóta sveitir íraskra og kúrdískra andstæð- inga nýlendustefnunnar á bak aftur með því að þurrka út heilu þorpin með sprengj- uregni úr lofti, stundum með sprengjum sem búnar voru sinnepsgasi. Hátindur þess- arar blóðugu stefnu var í ágúst 1945 þegar Bandaríkja- menn vörpuðu kjarnorkusprengjum til að afmá borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan – og það var kannski það dæmi sem Lieberman, ísraelski utanríkisráðherrann, var með í huga. Markvisst sprengjuregn Fjölmörg önnur dæmi eru um „markvísar sprengjuárásir.“ Nasistar í Þýskalandi reyndu að brjóta baráttuþrek Breta á bak aftur með því að láta sprengjum rigna yfir stór svæði í London, Birmingham og Cov- entry, auk annarra staða. Þegar Japanar lentu í vandræðum með að koma Kína Chi- ang-Kai-sheks á kné á fjórða áratugnum, var skapað skelfingarástand í Shanghai, Chongqing og Hankow með stöðugum sprengjuárásum á borgirnar. Árið 1940 lögðu Þjóðverjar miðborg Rotterdam í rúst. Enn verra var þá framundan hjá Jap- önum. Löngu áður en Hiroshima og Naga- saki voru lagðar í rúst, tókst Bandaríkjaher undir stjórn Curtis LeMay hershöfðingja að brenna allar helstu borgir Japans til kaldra kola með eldsprengjum. Markvísar sprengjuárásir eru þáttur í því sem kallað er „algert stríð“ (total war), en þá er litið á alla óbreytta borgara sem bar- dagaliða og þar með lögmæt skotmörk. Árið 1965 þegar Norður-Víetnamar sýndu að þeir voru þrjóskir viðureignar, hótaði LeMay hershöfðingi að „sprengja þá aftur til stein- aldar“. Hefur aldrei virkað Vandinn við markvísar sprengjuárásir er að þær virðast aldrei hafa virkað, nema þá hugsalega í Rotterdam (en þá höfðu Hol- lendingar reyndar þegar verið sigraðir). Í stað þess að uppræta baráttuþrek fólks í London, Berlín, Tókýó eða Hanoi, urðu sprengjuárásirnar yfirleitt til að styrkja þrek þess. Þegar fólk stendur frammi fyrir ógn upp á líf og dauða þyrpist það í kring- um þá einu leiðtoga sem geta eitthvað gert til að verja það, jafnvel þótt það hafi ímu- gust á þessum sömu leiðtogum. Þannig börðust Þjóðverjar allt til þeirrar stundar að sameinaður herafli Bandamanna yfirbugaði þá 1945. Japanir gáfust að lokum upp vegna þess að þeir óttuðust innrás Sov- étríkjanna. Norður-Víetnamar gáfust aldrei upp. Og Palestínumenn, hvort sem þeim er stjórnað af Hamas eða ekki, munu ekki hætta að berjast gegn Ísrael, allra síst á Gaza, þegar hin algera eyðilegging hefur leitt til þess að þeir hafa nánast engu að tapa lengur. Hvers vegna fylgja ríkisstjórnir þá þess- ari grimmilegu en gagnslausu hern- aðarstefnu? Blóðþorsti – ánægjan sem fylgir því að láta hataðan óvin finna til sársauka – hefur kannski eitthvað með það að gera. Kannski var það þess vegna sem Harris hershöfðingi lét varpa sprengjum aftur og aftur á þýskar borgir, jafnvel eftir að það þjónaði engum hernaðartilgangi. Fyrir heimavígstöðvarnar En ofbeldishneigð og löngunin til að hefna sín getur ekki verið eina skýringin, ekki einu sinni meginskýringin. Líklegra er að stefnumiðaðar sprengjuárásir snúist ein- mitt um baráttuanda, en ekki þó óvinarins. Það er baráttuandi fólks á heimavígstöðv- unum sem glæða þarf, þegar aðrar leiðir virðast ekki tækar. Winston Churchill ákvað að beita sprengjuárásum á almenning í Þýskalandi þegar sigur Bandamanna var ekki í sjón- máli. Hann þurfti að blása baráttuanda í Breta með því að sýna fólki hvernig afli hersins væri beitt gegn óvinum sem árum saman höfðu varpað sprengjum á Bret- land. Annar ávinningur af sprengjuherferð- unum, sem þeir menn stóðu fyrir í seinni heimsstyrjöldinni sem ekki hafði liðið úr minni blóðbaðið í fyrri heimsstyrjöldinni, fólst í því að þannig þurfti ekki að hætta á að missa jafnmarga hermenn úr eigin liði. Vitaskuld dóu margir breskir sprengju- flugmenn, en mun fleiri hermenn hefðu fall- ið í orrustum á jörðu niðri. Sannleikurinn er sá að með yfirburðum í lofti, eins og í Mesó- pótamíu á þriðja áratugnum eða í Japan 1945, er hægt að drepa fjölda fólks með lít- illi eða engri áhættu. Pyrrusarsigrar Önnur skýring á einnig við og hana má rekja til þriðja áratugarins. Með sprengju- árásum var, eins og Churchill orðaði það, hægt að verja sig „á ódýran hátt“. Upp- reisnarmenn mátti stöðva með því að fella nógu margt fólk hátt úr lofti. Það hvernig Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, not- ar dróna í Afganistan, Pakistan og Jemen byggist á sömu hugsun. En þetta eru alltaf Pyrrusarsigrar, því fyrir hvern óbreyttan borgara sem er veg- inn rís nýr bardagamaður upp og tekur til vopna fyrr en síðar. Ef Benjamín Net- anyahu forsætisráðherra Ísraels veit þetta ekki, er hann kjáni. Og ef hann veit þetta, er hann kaldrifjaður maður sem gefið hefur upp alla von um varanlegan frið. Erfitt er að segja hvort er verra. Eftir Ian Buruma Ian Buruma er prófessor í lýðræði, mannrétt- indum og fjölmiðlun við Bard College. Hann er höfundur bókarinnar Year Zero. A History of 1945. Hvers vegna að varpa sprengjum á óbreytta borgara? » Þegar fólk stendur frammi fyrir ógn upp á líf og dauða þyrpist það í kringum þá einu leiðtoga sem geta eitthvað gert til að verja það, jafnvel þótt það hafi ímugust á þessum sömu leiðtogum. Ian Buruma Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, vakti verðskuldaða athygli á brýnu máli í aðsendri grein í Morgunblaðinu í byrjun mán- aðarins, þar sem hann benti á fyrirsjáanlega mikla þörf á fleiri hjúkrunarrýmum í land- inu. Að vísu eru þær ábend- ingar ekki nýjar af nálinni. Þetta er staðreynd sem við sem störfum við þjónustu fyrir aldraða höfum bent á í langan tíma. Meðal annars var þetta brýna mál þungamiðjan á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofn- ana síðasta vor. En það er ástæða til að fagna þeim liðsauka sem málstaðnum hefur borist frá Alþingi. Þetta er bráðnauðsynleg umræða sem vonandi verður til þess að ráð- ist verður í nýja stefnumótun í málaflokkn- um eins og þingmaðurinn hvetur til að gert verði. Í grein sinni benti þingmaðurinn á að í ljósi breytinga á aldurssamsetningu þjóð- arinnar, þar sem öldruðum fer fjölgandi þurfi á næstu tíu árum að bæta við að minnsta kosti 500 nýjum rýmum á öldr- unarheimilum landsins. Mikilvægt er að átta sig á því að þessi fjölgun á rýmum fyr- ir aldraða yrði ekki til þess að bæta núver- andi ástand sérstaklega og koma til móts við þann mikla fjölda einstaklinga sem bíð- ur eftir að flytjast á hjúkrunarheimili, heldur aðeins til að viðhalda núverandi ástandi. Það er svo önnur umræða hvort núverandi ástand er ásættanlegt eða ekki. Fjölgun í hópi veikra aldraðra sem bíða eftir hjúkrunarrýmum bitnar á þjónustu sjúkrahúsanna, einkum Landspítala sem hýsir fjölda veikra aldraðra einstaklinga sem hjúkrunarheimilin í landinu ættu að vera búin að taka við. Má í því sambandi nefna að nú þegar eru yfir 10% allra rýma á Landspítalanum bundin við þessa þjón- ustu en dvöl fyrir einstakling á Landspítala, sem bíður eftir hjúkrunarrými, er töluvert dýr- ari fyrir samfélagið en ef sami aðili væri á hjúkrunarheimili. Í ljósi þessa blasir við hversu há- alvarlegt ástandið er í mál- efnum aldraðra þegar kemur að búsetuúrræðum. Það er rétt að taka undir með Guðlaugi Þór að í nýrri heildar- stefnumótun í málaflokknum verður nauðsynlegt að skoða vel aðferðafræði nágrannalandanna undanfarin ár með það að markmiði að auka fjölbreytni í þjónustu og innleiða það besta sem gert hefur verið erlendis. Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að gera þarf stórfellt átak í byggingu nýrra hjúkr- unarheimila. Það verður ekki að veruleika nema með endurskoðun á forgangsröðun verkefna á vegum stjórnvalda vegna tak- markaðra fjármuna sem ríkissjóður ræður yfir um þessar mundir. Hins vegar, verði ekki betur að gert en nú er raunin, er hætta á að vandamálið vindi svo upp á sig á næstu árum að erfitt verði fyrir ríkissjóð að ná tökum á því, jafnvel þegar kemur að því að ríkissjóður verði aflögufær um fjármuni. Það er því hárrétt sem heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið 6. ágúst að til að mæta óskum um uppbyggingu í mála- flokknum þurfi að koma til verulega auknar fjárveitingar. Eða eins og ráðherra sagði: „Þetta verkefni hverfur ekki frá okkur, heldur vex eftir því sem tíminn líður.“ Eftir Pétur Magnússon » Í ljósi þessa blasir við hversu háalvarlegt ástand- ið er í málefnum aldraðra þeg- ar kemur að búsetuúrræðum. Pétur Magnússon Höfundur er forstjóri Hrafnistuheimilanna og formaður Öldrunarráðs Íslands. Gera þarf betur en að halda bara í horfinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.