Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Íslensku liðin sem tefla á ól-ympíumótinu í Tromsö í Nor-egi hafa bæði hlotið sex stig,karlasveitin er með 14 vinn- inga sem er 70% vinningshlutfall; í sjálfu sér ágætt en þó ber að hafa í huga íslenska sveitin hefur mætt tveim frekar slökum sveitum. Eftir sigra í fyrstu umferðunum kom bak- slag: tap með minnsta mun fyrir Serbum var gremjulegt. Vænlegar stöður gáfu aðeins jafntefli á 1. og 4. borði. Kvennasveitin hefur hlotið 11 ½ vinning úr skákum sem er nokkuð eftir bókinni. Sjö þjóðir eru með 9 stig en í efsta sæti á stigum er sveit Aserbaídsjan. Í kvennaflokknum leiða Kínverjar með 10 stig. Norska sjónvarpið hefur verið með beinar útsendingar alla keppn- isdagana og beinist athyglin mest að heimsmeistaranum Magnúsi Carl- sen. Honum hefur verið fylgt hvert fótmál eftir sigurinn í heimsmeist- araeinvíginu sl. haust og skákir hans frá ýmsum mótum sem hann hefur tekið þátt í eftir Indlandseinvígið oft í beinni á norsku sjónvarpsstöðv- unum. Ungur landi hans, Frode Urkedal, sem teflir fyrir Noreg 2, stal þó senunni er hann lagði Vasilí Ivantsjúk að velli í 2. umferð. Tapið virðist hafa slegið Ivantsjúk út af laginu en hann tapaði aftur í fimmtu umferð og er nú vart mönnum sinnandi. Opni flokkurinn er fyrir bæði kyn- in en aðeins fjórar konur tefla á þeim vettvangi. Judit Polgar er að venju farsæl og hefur unnið allar skákir sínar hingað til fyrir ung- versku sveitina. Aðstæður eru að mörgu leyti góð- ar í Tromsö og flestir virðast vera búnir að gleyma þeirri óvissu sem ríkti áður en mótið hófst. Öryggis- gæsla er afar ströng. Aftur að Magnús Carlsen. Eftir dauft jafntefli i fyrstu umferð gegn Finnanum Tomi Nyback vann hann næstu skák án þess að sýna mikið en í fjórðu umferð komu loks heims- meistaratilþrif. Pólverjinn Wojtas- zek er geysiöflugur skákmaður og er vel heima í flóknum byrjana- afbrigðum. En eins og stundum áður vék Magnús frá alfaraleiðum, fór í smiðju til Spasskí þegar hann valdi lokaða afbrigðið gegn Sikileyjarvörn og vann með tilþrifum: Magnús Carlsen – Radoslaw Woj- taszek Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. d3 Bg7 6. Be3 Spasskí tefldi lokaða afbrigðið yf- irleitt með því að leika 6. f4 strax. 6. … e5 7. Rh3 Rge7 8. f4 Rd4 9. O-O O-O 10. Dd2 Bd7 11. Rd1 Dc8 12. Rdf2!? Fram að þessu hefur þetta allt verið eftir bókinni en þessi leikur er óvenjulegur. 12. … Rdc6 13. c3 b5 14. fxe5 Rxe5 15. Bh6 R7c6 16. Bxg7 Kxg7 17. Rf4 Dd8 18. Had1 Hc8 19. De2! Eftir rólega byrjun þar sem leikir svörtu drottningarinnar hafa kannski orkað tvímælis finnur Magnús góða áætlun. Bein hótun er nú 20. d4. 19. … h5 20. d4 cxd4 21. cxd4 Rg4 22. h3 Rxf2 23. Dxf2 Re7 24. Hd3! Beinir spjótum að f7-peðinu. 24. … b4 25. Hf3 De8? Slakur varnarleikur. Hann gat haldið í horfinu með 25. … Kg8. 26. g4!? Blæs til sóknar. Annar góður leik- ur var 26. d5! 26. … hxg4 27. hxg4 Bb5 28. He1 Dd8 29. g5! Db6 30. Bh3 Hcd8 31. Be6! Bætir biskupinum í sóknina. 31. … Be8 32. Rd5 Rxd5 33. Bxd5 og Pólverjinn gafst upp. Aðal- hótun svarts er 34. Hh3 og 35. Df6+. Svartur á engan nothæfan leik, t.d. 33. … De7 34. Hh4 f6 35. Hh7+! Kxh7 36. Dh4+ og 37. Dh6 mát. Glæsileg skák tefld í sönnum heims- meistarastíl. Heimsmeistara- taktar í Tromsö Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Bifreiða- verkstæði Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Skattfrádráttur Umsóknarfrestur til 1. september vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar Fyrirtækjum sem stunda rannsókna- og þróunarstarf gefst kostur á að sækja um frádrátt frá tekjuskatti vegna slíkra verkefna, skv. lögum nr. 152/2009 með síðari breytingum. Fyrirtæki sem ekki greiða tekjuskatt geta fengið samsvarandi endurgreiðslu. Rannís tekur við umsóknum, leggur mat á hvort þær uppfylli skilyrði laganna og tilkynnir fyrirtækjum og ríkisskattstjóra um niðurstöðuna. Sótt er um rafrænt á www.rannis.is/sjodir/atvinnulif/skattfradrattur/ Nánari upplýsingar, reglur og leiðbeiningar má fá á heimasíðu Rannís eða í síma 515 5800. Ég þreytist aldrei á því að segja fólki þessa þversögn: „Ég er fylgj- andi laxeldi.“ Þegar fólk horfir á mig með undrunarsvip bæti ég við: „Á landi eða í lok- uðum kerfum.“ Staðreyndin er sú að margt er spennandi og áhugavert við laxeldi (og fiskeldi almennt) í lokuðum kerfum, þar sem neikvæðra umhverfisáhrifa gætir ekki. Ókosturinn við laxeldi í opnum sjókvíum er sá að undir yf- irborðinu leynist mikið sem enginn sér og enginn vill að við sjáum. Að- allega vegna þess að þeir hinir sömu og neita því og vilja ekki að við sjáum þetta, vilja ekki borga til að koma í veg fyrir það sem er að ger- ast. Undir yfirborðinu leynist mikil mengun. Fiskar sem ala sinn aldur í opnum sjókvíum skila frá sér úrgangi sem hleðst upp á botninum nema straum- ar séu þeim mun öflugri (sem þeir eru óvíða í íslenskum fjörðum). Í fyrstu er þessi úrgangur eins og líf- rænn áburður en þegar hann safnast upp í svo miklu magni að hann skol- ist ekki í burtu drepur hann annað lífríki á botninum og í hafinu um- hverfis. Engin lifandi vera þrífst með slíka mengun í kringum sig, ekki einu sinni maðurinn. Laxalýs eru einnig stöðugt vanda- mál í opnum sjókvíum. Lýsnar leggj- ast bæði á eldisfiskinn og á villtan laxfisk sem syndir í hafinu í kring, ekki síst á seiði og silunga sem lús- afaraldur frá sjókvíaeldi getur stór- skaðað svo liggur við útrýmingu. Við Ísafjarðardjúp hafa nú í sumar veiðst illa lúsbitnir laxar. Til að stemma stigu við vaxandi lúsavanda- máli er notast við ansi sterk eitur- efni sem eyðileggja skelfisk í hafinu og eru öðrum tegundum mjög hættuleg. Eiturefni þessi safnast einnig í eldisfiskinn með þeim afleið- ingum að það getur verið beinlínis hættulegt fyrir manneskjur að neyta hans. Til dæmis hafa norskir vís- indamenn ráðið þung- uðum konum frá því að borða eldislax. Alfarið. Af hverju ætti ég, sem bý í bæjarfélagi þar sem fiskeldi er í hafinu í grennd, að hafa áhyggjur af þessu? gætu sumir spurt sig? Þetta skapar jú störf! Kannski er þetta ekki áhyggjuefni á þessu ári, en í náinni framtíð munu vanda- mál gera vart við sig og þá kemur upp sú krafa að einhver borgi fyrir að þrífa upp úrganginn og bæta skaðann sem úr- gangurinn, lýsnar og efnin hafa valdið. Afskaplega ólíklegt tel ég að fyrirtækin sem eru í fiskeldi ætli sér þá að opna pyngjuna og borga fyrir skaðann, enda engin fordæmi fyrir slíku nokkurs staðar í heiminum. Þvert á móti. Íbúar í Nova Scotia, Nýju Bruns- wick, Bresku Kólumbíu og á Ný- fundnalandi hafa þurft að nota skattfé sem nemur tæplega 15 millj- örðum íslenskra króna til að bæta fyrir mengaðan og dauðan fisk í fisk- eldi. Er þá ekkert búið að huga að umhverfisskaðanum á hafsbotni og í lífríkinu, sem ætla má að sé margfalt meiri í krónum talið. Til dæmis hef- ur sjókvíaeldið stórskaðað humar- og krabbastofna á þessum slóðum. Það er fásinna að stinga hausnum í sandinn og reyna að halda fram þeim ósannindum að þetta muni ekki líka gerast hér á Íslandi. Norðmenn stjórna um 90% af öllu laxeldi í heiminum og eru nú að vakna við vondan draum í þessum efnum. Heima fyrir eru þeir nú farnir að gera mun strangari kröfur en áður til alls fiskeldis, og stefna hraðbyri að því að ýta öllum sínum iðnaði inn í lokuð kerfi eða eldi á landi. Að halda að við Íslendingar, sem höfum nú þegar farið mörgum sinnum á haus- inn með laxeldi í sjó (allt á kostnað skattgreiðanda), séum svona miklu klárari en Norðmenn sem eru ráð- andi í þessum iðnaði, er að mínu mati mjög lélegur brandari. Nú í sumar er ekkert lát á slæm- um fréttum af slysum og óútskýr- anlegum dauðsföllum í sjókvíaeldi á laxi, frá Noregi, frá Kanada og frá Chile. Sams konar fréttir berast héðan frá Íslandi. Úr kvíum á Vest- fjörðum sluppu nýverið „í mesta lagi 200 laxar“ sem sérfræðingur þess fyrirtækis sem átti kvíarnar fullyrti að „myndu synda út á haf og deyja“, en eru svo veiddir í gríð og erg í ám og ósum á Vestfjörðum um þessar mundir! Við eigum að taka frumkvæði og gera þá kröfu að framtíðinni sé ekki fórnað með umhverfisslysum sem við arfleiðum komandi kynslóðir að, í boði núverandi kynslóða. Laxeldi í sjó: Ekki er allt sem sýnist Eftir Árna Vilhjálm Jónsson » Laxeldi í opnum sjókvíum er ávísun á umhverfisslys. Árni Vilhjálmur Jónsson Höfundur er veiðimaður og áhuga- maður um ábyrga nýtingu á auðlind- um. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.