Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Við erum eins og svo margir aðrir engan veginn tilbú- in að kveðja þig núna, elsku Fríða. Við vorum svo heppin að kynnast þér þegar Jón Ágúst og Gummi voru saman á sjónum fyrir vestan. Svo þegar við fluttum suður þá voruð þið flutt til Sandgerðis og samgang- urinn varð enn meiri. Allar veiði- ferðirnar, heimsóknirnar, matar- klúbburinn okkar og Hofsósferðirnar sem tengdust að sjálfsögðu líka veiði eins og svo margt í okkar lífi. Það er svo stutt síðan að við fórum síðast í veiðiferð. Hún var lýsandi fyrir okkar vinskap. Mennirnir frið- lausir af veiðiþrá, fundu veiði- kofa og lausar stangir. Með sól- arhringsfyrirvara vorum við lögð af stað í spennandi ferð þar sem við áttum saman dásamlegan sól- arhring. Daginn eftir gerðumst við túristar í nágrenni Hafnar- fjarðar. Skoðuðum Djúpavatn, skógrækt, Hvaleyrarvatn og nutum samvista og náttúrufeg- urðar sem er svo víða í kring um okkur. Sorgin er sár en minning- arnar ljúfar. Við munum varð- veita allar okkar minningar um þig, elsku vinkona. Fríða Birna Andrésdóttir ✝ Fríða BirnaAndrésdóttir fæddist 17. mars 1974. Hún lést 23. júlí 2014. Fríða Birna var jarð- sungin 6. ágúst 2014. Guð fylgi þér, engill, þá ferð sem þér ber. Þótt farin þú sért, þá veistu sem er að sorg okkar hjörtu nístir og sker. Við sjáumst á ný þegar kemur að mér. (KK – Þýð. ÓGK) Elsku Gummi, Markús, Anna Kar- en og fjölskylda, við sendum ykkur samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á erfiðum stundum. Jón Ágúst og Þórunn. Kveðja til okkar ástkæru Fríðu Birnu Andrésdóttur. Eins og að jörðin hefði hætt að snúast, þannig er það, alveg stórfurðulegt að þú ert farin, mín kæra. Ung, kraftmikil kona í blóma lífsins. Dásamleg mann- eskja sem við elskum öll og mun- um alltaf gera. Það er ólýsanleg sorg sem við stöndum enn einu sinni frammi fyrir. Stundum held ég að þessi fjölskylda okkar sé gerð úr bergtegund, svo harðri og einstakri að lífið þurfi endalaust að gera tilraunir til að brjóta bergið en það mun ekki takast. Við erum harðir klettar og svo sannarlega höfum við styrk frá hvert öðru og ómælda ást og umhyggju. Við hjálpumst að, erum til staðar fyrir hvort annað. Táraflóð, sorg og and- vökunætur brjóta okkur ekki, heldur styrkja kærleikann og samheldnina. Margar minningar brjótast um í huga mínum, ótelj- andi samtöl, gleði og samveru- stundir, líka erfiðar sorgar- stundir þar sem þú, elsku Fríða Birna mín, varst kletturinn okk- ar. En fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa fengið að vera sam- ferða þér, þekkja þig og allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Eðalskvísa með hjarta úr gulli, umhyggjusemi, jákvæðni, kær- leika, vináttu og gleði sem fyllti heiminn okkar allra. Sterka, skipulagða, fallega, kjarkaða vinkona mín. Það er ein setning sem ómar endalaust í höfðinu á mér, þú sagðir þetta svo oft: „Þetta er ekkert mál , þegar allir hjálpast að“, og það munum við gera, verðum til staðar fyrir yndislegu gimsteinana þína, börnin þín og Gumma frænda. Elsku hjartans Fríða mín, kærleikans góðsemd frá þér skín. Í hjarta mér áttu þitt demantaskrín, ég elska þig, fallega vinkona mín. (Höf. ÁBK) Elskurnar mínar Gummi Jón, Markús, Anna Karen, Anna frænka, Markús stóri, Katrín Dröfn mín, Vignir og börn, Andr- és og systkini Fríðu Birnu og fjölskyldur, ættingjar og vinir. Megi kærleikur og fallegar minn- ingar umvefja okkur öll og ég trúi því að allir englarnir okkar muni taka vel á móti elskunni okkar og umvefja hana ást og umhyggju. Takk fyrir allt, ljúfust. Ágústa Björg Kristjáns- dóttir og fjölskylda. Það kemur fyrir okkur öll að missa og er þá tilhneigingin oftar en ekki sú að reyna að grípa eða ná taki á viðkomandi í fallinu. Þegar okkur barst sú harma- fregn að Fríða Birna væri látin urðu viðbrögðin lamandi og eng- in orka eða möguleiki að grípa í þótt óskin og löngunin væri mik- il. Undir þessum kringumstæð- um vaknar sú spurning af hverju og hvers vegna? Af hverju miss- um við yndislega konu á besta aldri í blóma lífsins en fáum eng- in svör. Við áttum því láni að fagna að kynnast Fríðu Birnu með sitt fallega bros er hún giftist inn í fjölskyldu okkar, honum Guð- mundi Jóni. Síðan eru liðin þó- nokkur ár en það er þó eins og gerst hafi í gær. Í hvert sinn er við hittum Fríðu var hún bros- andi og útgeislunin slík að mað- ur gat ekki annað en hrifist með. Hún var ávallt tilbúin að rétta hverjum þeim sem á þurfti hjálparhönd og skipti engu máli hvort stóð vel eða illa á hjá henni sjálfri. Þó missirinn sé mikill og sár er ákveðin hamingja fólgin í því að hafa fengið að kynnast slíkri manneskju sem hún var og ylja sér við minningarnar sem hún skilur eftir handa okkur. Þó svo að þessi sár grói aldrei er minn- ingin það veganesti sem mun fylgja okkur um ókomna tíð. Það er með ólíkindum hvað lagt er á sumar fjölskyldur og eru sárind- in því ennþá meiri. Elsku besti Guðmundur Jón, Markús og Anna Karen, við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð og góðir vættir og minningin um yndislega konu fylgja ykkur um ókomin ár. Markús, Anna, Katrín og Andr- és, við vottum ykkur og fjöl- skyldum ykkar einnig okkar dýpstu samúð. Jón H. Guðmundsson og fjölskylda. Í dag kveðjum við með tár á kinn kæra vinkonu okkar, Fríðu Birnu. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minning- anna. Við munum ætíð ljúfa vina- fundi, gleði, hlátur, væntum- þykju og kærleika. Fríða var einstök kona sem helgaði sig fjöl- skyldu sinni og heimili af mikilli alúð og umhyggju. Samrýndari hjón en Fríðu og Gumma var vart að finna og aðdáunarvert að sjá virðinguna, traustið og ástina sem þau báru hvort til annars. Þau voru oft nefnd í sömu andrá og voru sem eitt. Börnin þeirra, Markús og Anna Karen bera þess vott að hafa notið ástríks uppeldis þar sem Fríða lagði allt sitt af mörkum til þess að búa þau sem best undir lífið. Þau hafa gott veganesti en söknuðurinn er sár og þau syrgja ástríka móður. Heimili fjölskyldunnar hefur ætíð verið opið vinum og ekki síst börnunum sem hafa alltaf farið með tilhlökkun í matarboð til Sandgerðis en Fríða hafði þann eiginleika að láta öllum líða vel í kringum sig með fallega og bjarta brosinu sínu og léttri lund, ætíð ráðagóð og með hjarta úr gulli. Við fjölskyldan geymum fegurð minninganna og vitum að Fríða Birna er nú í Guðs hönd- um. Elsku Gummi, Markús, Anna Karen og aðrir ættingjar og vin- ir, megið þið njóta Guðs bless- unar á þessum erfiðu tímum. Hinsta vinarkveðja, Elías og Soffía. Í dag kveðjum við systur mína, hana Fríðu Birnu, unga konu í blóma lífsins. Þú varst yngst af okkar stóra systkinahóp og finnst mér það ótrúlegt að við skulum vera að kveðja þig hér í dag. Á yngri ár- um kölluðum við systkinin þig Fífí. Margs er að minnast, þú lítil í Fjarðarstrætinu, ljóshærð, stutt- klippt í útprjónuðum peysum eft- ir mömmu og valhoppandi um. Þú varst ekki bara einhver, þú varst Fríða litla systir mín. Snemma fluttist þú að heiman, byrjaðir að búa með ástinni í lífi þínu, honum, Guðmundi Markús- syni frá Bolungarvík og eigið þið tvo gullmola saman (börnin þín). Stolt fylgdist ég með þér og litlu fjölskyldunni þinni. Þú varst mikil húsmóðir, sjómannskona og góð móðir barna þinna Mark- úsar og Önnu Karenar. Þú varst dugleg og vel liðin í því sem þú tókst þér fyrir hend- ur, 100% kona hvert sem litið var, bæði í lífi og starfi, enda vina- mörg og mikil barnagæla. Rætur þínar eru sterkar fyrir vestan enda Vestfirðingur um- fram allt og dvölduð þið fjöl- skyldan þar löngum stundum eft- ir að þið fluttuð suður. Fríða, þú hefur alltaf verið ákveðin, dugleg, þrjósk, blíð og umfram allt mannleg, falleg utan sem innan. Megi góði guð styrkja litlu fjölskyldu þína, Gumma, Markús og Önnu Karen á erfiðum tímum. Takk fyrir að hafa fengið að kynnast þér, hvíl þú í friði. Þín systir Jóhanna Berglind Andrésdóttir og fjölskylda. Elsku Fríða Birna. Þú ert ekki lengur hjá okkur, elsku vinkona, og tilveran hefur breyst talsvert sem einkennist af sorg, söknuði og hugsunum um það hvað lífið getur breyst snögglega. Saumaklúbburinn þinn hittist Hittust æsir á Iðavelli, þeir er hörg og hof hátimbruðu; afla lögðu, auð smíðuðu, tangir skópu og tól gerðu. (Úr Völuspá) Þetta skrifaði frændi minn í bók sem hann og Anna gáfu mér fimmtugum. Gaman var að koma til Önnu og Símonar í bústaðinn við Selvatn, en þar var Símon í essinu sínu. Alltaf að smíða og dytta að bústaðnum og landinu og hugsa til framtíðar, sem endaði í því að hann og Anna byggðu glæsilega við bústaðinn og bjuggu þar um tíma. Nú er hann er allur, Símon Hallsson endurskoðandi, stór- frændi minn og vinur. Sárt er að horfa á eftir þessum dáðadreng. Ljúfar minningar hrannast upp þegar horft er yfir farinn veg. Ættrækinn var Símon. Eitt sinn hafði hann samband og sagð- ist vera búinn að setja saman nefnd ættingja, einn afkomanda frá hverjum bræðranna af Vest- urgötunni og ég væri fulltrúi míns leggs. Verkefnið var að koma fyr- ir legsteini á leiði ömmu og afa í gamla kirkjugarðinum. Við Sím- on, Atli og Ása hittumst hjá hon- um og hafist var handa, steinninn pantaður og komið fyrir á leiði þeirra mætu hjóna. Stórfjölskyld- an hittist við þetta tækifæri og átti ánægjulega stund saman, fyrst í garðinum og síðan heima hjá Símoni föðurbróður okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír Símon Hallsson ✝ Símon Halls-son fæddist 2. júlí 1946. Hann lést 28. júlí 2014. Útför Símonar var gerð 6. ágúst 2014. deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Anna, Eyj- ólfur, Hallur og Guð- rún, makar og börn, við Helga vottum ykk- ur okkar dýpstu sam- úð. Rúnar Gunnarsson. Símon Hallsson endurskoð- andi, vinur minn og söngfélagi, er fallinn frá um aldur fram, eftir langvarandi veikindi. Honum kynntist ég fyrst er ég gekk til liðs við Karlakór Reykjavíkur í lok áttunda áratugarins. Þar var hann söngmaður um árabil ásamt föður mínum heitnum, Ástvaldi Magnússyni. Um svipað leyti starfaði ég hjá föður mínum, en þeir Símon ráku bókhaldsskrif- stofur í sama húsi. Gafst mér því tækifæri til að kynnast Símoni ná- ið og urðum við hinir mestu mát- ar. Fljótt varð mér ljóst að hann var mikill hæfileikamaður. Bráð- greindur, talnaglöggur með af- brigðum og mikill eljumaður í bókhalds- og endurskoðunar- störfum. Ekkert raskaði stóískri ró hans. Hann var fylginn sér, ein- arður, úrræðagóður og skaraði fram úr í fagi sínu og í félagsstörf- um. Var söngmaður ágætur, glað- lyndur, alltaf til í grín og glens, einkar skemmtilegur og hlýr í við- móti. Oft var glatt á hjalla í sameig- inlegri kaffistofu föður míns og Símonar. Þeir voru miklir vinir, léku á als oddi, sögðu gamansögur og tóku lagið. Að vera með þeim félögum í matar- og kaffitímum var veisla í hvert sinn. Minnist ég þessara gleðistunda með mikilli ánægju. Við Símon vorum ferðafélagar í Kínaferð Karlakórs Reykjavíkur haustið 1979. Ferðin var söguleg- ur viðburður og öllum ógleyman- leg. Ég minnist Símonar sem frá- bærs ferðafélaga í þessari mögnuðu ferð. Símon er farinn til hins eilífa vors. Við þau tímamót kveð ég hann hinsta sinni og þakka honum af heilum hug áralöng kynni og vináttu, samfylgdina í lífinu, söng- inn, lífsgleðina og hlýju í minn garð alla tíð. Hann var í mínum huga einstakur mannkostamaður og umfram allt drengur góður. Ég votta fjölskyldu og vinum Símonar mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Símonar Hallssonar. Magnús Ástvaldsson. Sumum mönnum er það eðlis- lægt að láta öðrum líða vel með nærveru sinni. Og þú hverfur á braut með þessa vellíðan. Þegar ég sá að frændi minn og söngfélagi til margra ára, Símon Hallsson, var allur fann ég þessa tilfinningu. Það var eins og hann væri aftur nálæg- ur. Leiðir okkar lágu saman hjá Karlakór Reykjavíkur. Það var ekki lakara að eiga frænda í þeim hópi. Um skamma stund áttum við svo aftur samleið hjá eldri félögum kórsins. Sú samleið var allt of stutt. Eitt sinn átti ég erindi við Símon á skrifstofu hans hjá borgarendur- skoðun. Þá sá ég málverk á vegg sem mér fannst ég kannast við. Ég var líklega níu ára gamall og í heimsókn til höfuðborgarinnar með móður minni, komin vestan af Snæfellsnesi. Þá var komið við á Vesturgötunni hjá Ástu frænku minni Hallsdóttur og ömmu Sím- onar. Hún sýndi mér þá málverk í stofunni og sagði að það væri mál- að af Kjarval, sem ég hafði nú reyndar aldrei heyrt nefndan áður. „Sérðu nokkuð sérstakt í mynd- inni?“ spurði Ásta. Ekki kannað- ist ég við það enda lítt þjálfaður í að skoða málverk. „Sérðu þetta?“ sagði Ásta. Þá var eins og opn- aðist undraheimur. Nafn Kjarvals festist strax í minni. Þessa minn- ingu rifjaði ég upp við skrifborðið hjá Símoni. Þá sagði Símon: „Þarna er myndin“ og sagði sög- una af því hvers vegna hún væri uppi á vegg hjá sér. Við áttum þá báðir sömu upplifun. Einhvern vetrardag vorum við Ritva kona mín á göngu hjá Nesjavallavegi. Þá komum við allt í einu að litlu vatni í vinalegri kvos. Við bröltum þarna áfram í snjónum og þá var allt í einu kallað: „Reynir frændi.“ Stendur þá ekki Símon á pallinum framan við reisulegan bústað og býður í bæinn. Þarna voru þá þau Anna í ríki sínu við Selvatn. Og það var eins og að vera kippt út úr kuldanum inn i sælureit. Síðan kemur Selvatn alltaf í hugann þegar ekið er um Nesjavallaveg. Hvað er tilviljun og hvað er ekki tilviljun? Það mun seint fást svar við því en mikið er ég þakk- látur fyrir að hafa átt samleið á vængjum söngsins með þessum frænda mínum um nokkur ár. En nú verður manni ekki lengur heilsað með kveðjunni: „Sæll frændi.“ Kæra Anna og fjölskylda: Inni- legar samúðarkveðjur, Reynir Ingibjartsson. Lífið er undarlegt ferðalag má vel segja nú um verslunarmanna- helgina þegar vinur minn til langs tíma, Símon Hallsson, kveður og tekur nýja braut. Símoni var margt til lista lagt og munu aðrir minnast starfa hans sem endurskoðanda, félags- mála-, söng- og fjölskyldumanns, en á þessum tímamótum er mér efst í huga árin okkar í VÍ. Við komum sinn úr hvorri áttinni er við hófum nám í VÍ 1962. Ég úr KR-mýrinni hann af Víkingsholt- inu. Símon var glæsilegur maður, hrókur alls fagnaðar, söngmaður, sögumaður og hló svo dátt að aðr- ir hlógu með þó þeir vissu ekki til- efnið. Við vorum bekkjabræður, fórum í skólakórinn hjá Jan Morávek og tókum virkan þátt í málfundum og kappræðum í MFVÍ, nemendafélagi VÍ. Á þriðja ári mynduðum við fimm manna hóp sem bauð sig fram til forystu MFVÍ og höfðum sigur og þótti sjálfsagt að fá Símoni for- mennsku í skemmtinefnd. Mörg- um er enn í minni er VÍ setti upp söngleikinn West Side Story á Nemendamóti og frammistaða ✝ Móðir okkar, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hæli í Flókadal, er dáin. Jarðarför verður auglýst síðar. Einlægar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Boðaþingi 5–7, fyrir umhyggju þess og hlýhug í garð hinnar látnu. Björk, Ásgeir, Ingunn og Helga Ingimundarbörn. ✝ Konan mín, KARIN LOODBERG, andaðist föstudaginn 25. júlí. Jarðarförin verður í Klosterkyrkan í Lundi fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 14.00. Högni Hansson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGGERT HJARTARSON frá Hvammstanga, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 3. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 13. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Grensásdeild Landspítalans. Guðrún Pálsdóttir, Hreinn Eggertsson, Íris Árnadóttir, Skúli Eggertsson, Rasa S. Alfonsdóttir, Sólveig Eggertsdóttir, Sigurður Þ. Sigurjónsson og barnabörn. ✝ MAGNÚS HAUKUR ÁGÚSTSSON læknir, fæddur 26. janúar 1921, lést á heimili sínu í Kingston, New York, Bandaríkjunum, föstudaginn 20. júní síðastliðinn. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.