Morgunblaðið - 09.08.2014, Síða 33

Morgunblaðið - 09.08.2014, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 þriðjudagskvöldið 22. júlí s.l. og skipulagði loksins Reykjavíkur- ferð þar sem ákveðið var að hafa dekurhitting í borginni. Sú ferð verður nú farin til annars eftir að hafa fengið sorgarfréttir nokkrum klukkustundum síðar. Nú komum við saman og syrgj- um þig með tárum er við skrifum þessi orð til þín. Fallegar minn- ingar eru okkur efst í huga og munu fylla hjörtu okkar hlýju. Þú varst alltaf svo sterk, traust, glæsileg og glaðvær. Þú varst yndisleg manneskja og hugsaðir einstaklega vel um fjölskylduna þína og passaðir upp á allt og alla. Þú varst tilbúin að aðstoða ef þörf var á og sýndi það sig best í nýliðinni sorg í litla hópn- um okkar. Hópurinn okkar var samheldinn og oftast var engin ein ófrísk í einu og það sannaðist t.d. þegar þú og Helga eignuðust Önnu Karen og Helga Eðvald með nokkurra klukkustunda millibili. Þrátt fyrir samheldnina tókst okkur ekki að safna fyrir ferðinni okkar til Hollywood sem var markmið saumaklúbbsins okkar. Þegar þið Magga fluttuð suður áttum við nokkrar krónur inni á bankabók sem voru end- urgreiddar eftir að gjaldkerinn sagði upp störfum eftir 10 ár. Þó tókst þér og Díönu að fara sam- an til Danmerkur í tveggja vikna ferðalag með fjölskyldum ykkar sem var yndisleg ferð og geymir þar dýrmætar minningar. Takk, elsku Fríða Birna, fyrir að vera alltaf til staðar, takk fyr- ir að veita okkur gleði, takk fyr- ir hrósið, fyrir alla hjálpina og alla samveruna, takk fyrir öll þorrablótspartýin, takk fyrir samfylgdina og takk fyrir að vera þú. Við munum ávallt vera þakklátar fyrir allar dýrmætu minningarnar sem við áttum saman og geyma þær í hugum okkar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku hjartans Gummi, Mark- ús, Anna Karen, Andrés, Anna og Markús, megi góður Guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Hinsta kveðja Díana, Fjóla, Halldóra, Helga og Sólveig. Elsku hjartans Fríða Birna. Við kveðjum þig með harm í huga. Við erum innilega þakklát fyrir að hafa kynnst þér og fjöl- skyldunni allri. Betri nágrannar og vinir eru vandfundnir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Gummi, Markús, Anna Karen og aðrir aðstandendur. Guð gefi ykkur styrk á erfið- um tímum. Þórunn og Reynir. ✝ Helgi Frið-þjófsson fæddist í Seljalandsseli, V- Eyjafjöllum, 9. jan- úar 1946. Hann lést á krabbameinsdeild 11E á Landspít- alanum Hringbraut 30. júlí 2014. Foreldrar hans voru Guðbjörg Jón- ína Helgadóttir, f. 10. október 1928, d. 18. júní 1998, og Friðþjófur S. Másson, f. 25. mars 1927. Helgi átti sjö systkini; sammæðra hon- um tvíburabróðir hans Guðlaugur S., d. 2. janúar 1999, og Knútur S. Halldórsson, f. 1957. Samfeðra honum Inda Marý, f. 1949, Einar, f. 1950, Anna, f. 1957, Már, f. 1959, og Svanhvít, f. 1965. Eftirlifandi eiginkona Helga er Sigrún Adolfsdóttir frá Önundar- heiðar eru Edda, f. 1990, unnusti hennar er Haukur, f. 1986, þeirra dóttir er Bergþóra, f. 2011, Ernir, f. 1998. 2) Sigurbjörg Stefáns- dóttir, f. 1975. Börn hennar eru Stefán Blær, f. 2000, og Ásrún Ýr, f. 2002. Helgi ólst upp í Seljalandsseli með bræðrum sínum og frænd- systkinum. Helgi gerðist bóndi þar og var það til dánardægurs. Ásamt því að stunda búskap var hann bifreiðarstjóri í vörubílstjór- afélaginu Fylki. Síðar annaðist hann svo skólaakstur í sveitinni samhliða búskapnum. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi, var til margra ára í stjórn UMF Trausta og Björgunarsveitinni Bróð- urhöndinni. Helgi var refaskytta í sveitinni og hafði hann í mörg ár ásamt Sigrúnu eiginkonu sinni umsjón með félagsheimilinu Heimalandi. Útför Helga Friðþjófssonar fer fram frá Stóradalskirkju, V- Eyjafjöllum, í dag, 9. ágúst 2014, og hefst athöfnin klukkan 11. horni, A- Eyjafjöllum, f. 18. ágúst 1954. For- eldrar hennar voru Kristjana G. Ein- arsdóttir, f. 29. júní 1919, d. 2. febrúar 2002, og Adolf And- ersen, f. 5. desember 1913, d. 20. sept- ember 1987. Dætur Helga og Sigrúnar eru: 1) Guðlaug Jóna, f. 1985, hennar dóttir er Lilja Björg, f. 2010. 2) Hugrún, f. 1991, sambýlismaður hennar er Alexander Þór Harðarson, f. 1988. Börn Sigrúnar eru; 1) Ólaf- ur Guðni Stefánsson, f. 1973, hans kona er Ragnheiður Guðmunds- dóttir, f. 1972. Börn þeirra eru Ragnheiður Edda, fædd andvana 2004, Anna Sigrún, f. 2005, og Viktor Örn, f. 2007. Börn Ragn- Í dag kveðjum við fóstra, tengdapabba og afa. Hann Helgi afi í sveitinni var heimakær, fannst best að fólk sækti hann heim og naut sín vel á heimavelli, gamansamur og kátur á slíkum stundum. Alla tíð var hann vak- andi yfir velferð sístækkandi hóps afkomenda. Hafðu hjartans þakk- ir fyrir allt. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Ólafur Guðni, Ragnheiður og börn. Elsku Helgi. Ósköp er nú óraunverulegt að þessi stund sé runnin upp, aðeins einum og hálfum mánuði eftir greiningu, nei, ég átti ekki svo sannarlega ekki von á þessu strax. Auðvitað dreifstu þetta af eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég fluttist heim til þín á Seli aðeins átta ára gömul og á ég margar góðar minningar með þér. Allar ferðirnar inn á af- rétt með féð, þær voru nú spenn- andi og ekki má gleyma öllum smalamennskunum þar sem þú skiptir hreinlega um ham, eins og svo margir fjárbændur gera, og skipaðir okkur fyrir með öllum þínum mætti og þá sérstaklega okkur áttavilltu manneskjunum, mér og Valborgu. Já, þú hreinlega bara náðir því ekki að við skyldum ekki kunna áttirnar, þvílíkir heimskingjar sem við vorum því þetta var nú svo auðvelt, suður í átt að sjó og norður í átt að fjalli, auðveldara gat þetta nú ekki ver- ið. Við fyrstu bílakaup mín fannst þér nú ekkert liggja á því þú hafð- ir heldur ekki mikla trú á að kven- fólk gæti keyrt bíl, en þú fékkst líka oft í staðinn að heyra frá okk- ur að við vissum alveg hvernig þeir keyrðu sem væru með meira- próf. Yndislegu stundirnar sem barnabörnin áttu með þér og þá stundin þegar Stefán Blær, að- eins þriggja ára, var að kenna þér vísuna um Lata Geir á lækjar- bakka og þú gerðir grín í drengn- um og þóttist þú ekki með nokkru móti geta lært hana og drengur- inn gat nú ekki skilið að afi gæti ekki lært þessa vísu og fóruð þið mörgum sinnum með vísuna þetta kvöld. Þegar þú gerðir spilagaldr- ana fyrir börnin mín og þau skildu ekkert í því hversu göldróttur þú værir og mikið var nú hlegið og skemmtuð þið ykkur konunglega yfir þessu, þú ekki síður en börn- in. Öll jólin sem ég hef átt með þér síðan ég flutti að Seli og börnin mín líka eftir að þau fæddust, ef ég var ekki á Seli á aðfangadag þá komuð þið mamma á mitt heimili það kvöld. Jólin í ár verða ansi tómleg þetta árið hjá okkur. Ég gæti talið upp margar aðrar minningar en allar minningarnar verða geymdar í hjörtum okkar. Ég kveð þig í dag með síðasta samtalinu okkar sem mér þykir óendanlega vænt um að hafa náð með þér: „Þú ert stelpan mín líka, þótt aðrir segi að þú sért það ekki“ (tárin komu fram í augun þín). „Já, ég er stelpan þín líka.“ „Þú ert stelpan mín líka, þótt aðrir haldi að svo sé ekki.“ „Við leyfum þeim bara að halda það.“ „Já.“ „En við vitum betur.“ „Já, við vitum betur.“ (Þá kom smá bros og gleði í augun þín.) Stelpan þín líka, Sigurbjörg. Elsku afi. Það er bæði skrýtið og tómlegt að hafa þig ekki lengur hjá okkur. Að sjá þig ekki sitja lengur við eldhúsgluggann og taka þannig á móti okkur. Enginn til að taka af okkur sjónvarpið af því að það eru komnar fréttir. Við fengum margar góðar stundir með þér, sauðburður, heyskapur (að binda fyrir rúllurnar), jólin, sumarbústaðarferðirnar, spila- mennskan, þar gafst þú okkur ekkert eftir, spilagaldrar og ekki má gleyma vísnastundinni. Lati Geir á lækjarbakka lá þar til hann dó. Vildi hann ekki vatnið smakka, var hann þyrstur þó. Við söknum þín. Stefán Blær og Ásrún Ýr. Um helgar í sumarfríum og í jólafríum lá leiðin alltaf í sveitina, austur að Seli. Þar voru langamma, langafi, Bogga amma, Knútur, Siggi og Helgi. Í okkar huga var þetta venjulegt fyrir- komulag í sveit, fullt af fólki og engin lognmolla. Þétt setið við eldhúsborðið, alltaf eitthver til að spila við og samræður sem end- uðu oft í háværum hlátrasköllum. Við systur fengum að vera vinnumenn í Seli þegar við elt- umst. Helgi var sanngjarn hús- bóndi og aldrei var gert mál úr því þó við værum ekki alveg með átt- irnar á hreinu í smalamennskunni eða þó keyrt væri með múgavél- ina þversum í gegnum bæjarhlið- ið. Helgi gat hlegið að klaufa- skapnum. L-14 er bílnúmerið hans Helga. Það var alltaf gott að sjá bílinn hans standa fyrir utan Litlagerð- ið. Ekki síst var það gott á ung- lingsárunum ef maður lenti í því að vera aðeins í seinni kantinum heim. Þá var hægt að treysta því að við hefum bandamann við af- sakanir því hann stóð alltaf með sínum dekurrófum. Lagið sem Vilhjálmur söng „Ég bý í sveit, á sauðfé á beit og sællegar kýr út á túni. Sumarsól heit, sem vermir nú reit en samt má ég bíða eftir frúnni“ hélt ein okkar að væri sérstaklega samið um Helga frænda en hann var frekar seinn að ná sér í konu. Sig- rún kom eins og kölluð inn í líf hans þegar hann var tæplega fer- tugur og saman eiga þau sam- rýndan og flottan barna-, barna- barna-, og barnabarnabarnahóp. Helgi var bóndi og átti fallegt fé. Hann fylgdist vel með þjóð- málum og var áhugamaður um allar íþróttir. Hann var ekki mikið að flíka tilfinningum en það var auðvelt að sjá að honum leið illa ef eitthvað bjátaði á hjá hans nán- ustu. Í tilveru hvers manns eru ákveðnir fastir punktar. Þannig hefur Helgi verið okkur systrum fastur punktur í lífinu alla tíð. Hann var góður frændi en ekki bara frændi heldur líka hinn helmingurinn af pabba. Eftir að pabbi dó höfum við átt í honum eigingjarnan þráð sem hefur tengt okkur við pabba. Nú er ekki bara þessi fasti punktur í tilveru okkar horfinn heldur tengingin okkar brostin. Það eina sem huggar nú er að sjá fyrir sér þá bræður sameinast á ný með til- heyrandi fjöri og hláturrokum Elsku Sigrún, Ólafur Guðni, Sigurbjörg, Guðlaug Jóna, Hug- rún og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur Guðrún Jóna, Valborg Hlín og Guðlaug Helga. Þegar ég kveð Helga systurson minn koma margar góðar minn- ingar upp í hugann um þennan trausta og orðvara frænda sem ekki sagði eitt í dag og annað á morgun. Því sem hann ákvað varð ekki breytt nema mikið lægi við. Sleggjudómar um menn og mál- efni voru ekki á dagskrá í hans huga, ekki einu sinni viðkomandi þjóðfélagsmálefnum. Helgi tók við í búi í Seli af afa sínum og ömmu. Fyrst í félagsbúi með Boggu móður sinni og Gulla tvíburabróður sínum ásamt Sigga Sigurþórs uppeldisbróður mín- um. Þegar þau síðan mynduðu sín heimili tók Helgi við búinu einn. Það reyndist Helga mikið gæfu- spor því þá kom hin góða kona Sigrún Adolfsdóttir með börnin sín tvö, Ólaf Guðna og Sigur- björgu, til hjálpar við heimili og búskap. Sigrún varð síðan eigin- kona Helga og eiga þau saman tvær dætur, Guðlaugu Jónu og Hugrúnu. Þarna hlaut Helgi þá gæfu sem allir þrá, góða fjöl- skyldu, börn og síðar barnabörn og barnabarnabarn. Eitthvað fyr- ir barngóðan mann sem Helgi svo sannarlega var. Helgi, faðir minn og afi Helga, var á heimilinu til dauðadags, þá 93 ára. Hann átti eina ósk, að fá að vera heima í Seli til æviloka. Helgi og Sigrún upp- fylltu þá ósk og önnuðust hann til hinstu stundar af mikilli alúð. Hann sagði að Guð hefði sent heimilinu þessa konu enda var Sigrún einstaklega góð við hann. Þökk sé þeim Helga og Sigrúnu. Helgi eldri, sem var bóndi af gamla skólanum, var ekki alltaf ánægður með búskaparhætti nú- tímans. Svo þegar Helgi yngri lagðist í hádeginu í stóra rúmið við hliðina á afa sínum átti sá gamli það til að hafa allt á hornum sér um „þetta ráðslag“ eins og hann sagði svo oft. Þá var nafni hans og dóttursonur ekkert að æsa sig, brosti og sagði: „Ég kem aftur afi minn þegar betur liggur á þér.“ Þetta segir meira en mörg orð um persónu Helga. Veikindi Helga bar brátt að en eins og áður lét hann vel af sér. Eftir á sést að hann hafði gert sér grein fyrir alvarleika veikind- anna. Þeim var mætt með æðru- leysi eins og hans var von og vísa. Sigrún og fjölskylda, Knútur og fjölskylda og fjölskylda Gulla, innileg samúð frá mér og fjöl- skyldu minni. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Guðberg Helgason. Fallinn er frá góður nágranni og vinur, Helgi í Seli, eins og hann var alltaf kallaður, úr þeim sjúk- dómi sem marga leggur að velli alltof fljótt. Tvíburabróðir hans féll úr þessum sjúkdómi fyrir all- mörgum árum, langt um aldur fram. Hann tók við búi ásamt tví- burabróður sínum, uppeldisbróð- ur og móður á Seljalandsseli af afa sínum og ömmu sem hann ólst upp hjá. Byggt var íbúðarhús og fjárhús og komið upp fjárbúi sem þau ráku saman í nokkur ár. Síð- an drógu þau sig út úr búinu og stofnuðu sín eigin heimili en Helgi tók yfir búið. Þá kom til hans ráðskona, Sigrún Adolfsdóttir frá Önundarhorni. Var það mikil gæfa fyrir hann og reyndist hún honum ákaflega vel. Stofnuðu þau síðan fjölskyldu. Saman ráku þau gott sauðfjárbú og voru þau sam- hent alla tíð. Helgi fór vel með bú- peninginn og var glöggur á sitt sauðfé. Seinustu árin voru þau farin að draga saman búskapinn. Helgi átti vörubíl í nokkur ár og vann á honum uppi í virkjunum og í vegagerð í sýslunni. Akstur- inn átti vel við hann. Seinna eign- aðist hann litla rútu og fór að keyra börnin í sveitinni í skólann og keyrði hann þau allt fram á seinasta vor. Hann var í sóknarnefnd Stóra- Dalskirkju um tíma. Þá var hann í stjórn umf. Trausta í nokkur ár. Hann tók þátt í íþróttamótum og þá helst í langhlaupum og sigraði hann oft í þeim. Þá var hann for- maður björgunarsveitarinnar Bróðurhandarinnar um árabil. Einnig var hann í fjallskilanefnd og fylgdist þar vel með gangi mála. Margar fjallferðir fórum við saman, yfirleitt þrjár að hausti, jafnvel fleiri. Hann var mikill göngugarpur á sínum yngri árum svo aðrir höfðu varla við honum. Hann var einkar laginn að taka úr sveltum og var hann aðgætinn og öruggur í þeim aðgerðum. Hann var alltaf vel ríðandi í fjallferðun- um og átti hann góðan hest sem hann hélt mikið upp á. Eitt sinn inni á fjalli var ég með hestana alla í lest. Þurfti þá einn fjallmað- ur að fá hest til að ríða fyrir kind- ur. Hesturinn hans var í miðri lestinni en hesturinn hans Helga var fremstur og var hann tekinn. Fékk ég litlar þakkir frá Helga fyrir að leyfa smalanum að taka hestinn hans. Stundum í eftirleit- um þegar við vorum þrír eða fjór- ir var tekið í spil á kvöldin en hon- um þótti gaman að spila. Var þá oft mikið fjör og menn höfðu æði hátt. Stutt er á milli bæjanna og hef- ur samgangur ávallt verið mikill. Það verða mikil viðbrigði fyrir okkur Möggu að geta ekki skroppið niðrúr í kaffi og spjall um daginn og veginn, en það var ávallt létt yfir Helga og var hann skemmtilega orðheppinn. Ná- grennið verður fátækara á eftir þegar hans nýtur ekki lengur við. Margs er að minnast frá liðinni tíð en að leiðarlokum þakka ég honum fyrir samfylgdina og vin- áttuna um áratugaskeið. Eigin- konu og börnum og öðrum ætt- ingjum votta ég innilega samúð. Baldur Björnsson. Helgi Friðþjófsson Símonar, er hann söng hið fallega lag María af slíkri innlifun að þak- ið ætlaði að rifna af Sigtúni af fögnuði. Árgangurinn sem hóf nám í VÍ́62 sama ár og Landróver hélt hér innreið sína var heilsteyptur, stóð þétt saman og hefur gert æ síðan. Eitt árið var erfitt að fá sumarvinnu og afréðum við Sím- on að munstra okkur á Karlsefni, síðutogara til„saltfiskveiða“við Grænland. Að veiða í salt var áður vænlegt og átti að sjá hvort svo væri enn. Þetta var ógleymanleg- ur tími, að koma sem óreyndir landkrabbar í hóp vaskra þraut- reyndra sjóara sem vildu stríða þessum græningjum. Eina stím- vaktina var Símon beðinn að fara niður í vélarrúm fyrir karlinn/ skipstjórann að ná í lykil að tog- klukkunni. Þetta var gamalt trikk sem fólst í því að senda viðkom- andi niður í vélarrúm þar sem honum var fenginn stærsti skipti- lykillinn fleiri kíló að þyngd og láta hann rogast með hann upp í brú til skipstjórans. Er þangað kom stóð þar vakthópurinn og skellihló og benti á að togklukkan væri bara vísar á vegg til að muna hvenær kastað var og þar þyrfti engan lykil. „Fyrst svo er þá er lykillinn óþarfur,“ sagði Símon, gekk út á brúarvæng og henti lyklinum í hafið. Símoni var ekki strítt eftir þetta og við teknir í hópinn sem gildir félagar. Símon kom úr stórum systkina- hóp og hafði stofnað fjölskyldu þegar í VÍ. Fyrir nokkrum árum er heilsu hans fór að hraka var yndislegt að sjá hve sterk kona hún Anna hans var. Hún hafði alla tíð staðið sem klettur við hlið hans í einu og öllu og þegar dró að lok- um ákvað hún að hann yrði heima svo hún gæti annast hann. Þar náði ég að kveðja minn gamla vin til 50 ára, stuttu fyrir andlát þar sem hann hvíldi svo bjartur og fal- legur eins og hann alla tíð var þó mikið væri af honum dregið. Við vorum 14 félagar úr þess- um árgangi VÍ frá ’62 sem höfum hist einu sinni í mánuði og rætt málin auk þess að halda vor- og jólahátíðir. Er Símon sá þriðji sem fellur frá úr þeim hópi. Við sendum Önnu, börnum, tengdabörnum og öðrum ættingj- um innilegar samúðarkveðjur og óskum Símoni velfarnaðar á þeirri braut sem hann nú hefur lagt á. Blessuð sé minning Símonar Hallssonar. Arnar Hauksson. Elsku afi. Þó við kveðjumst núna mun ég aldrei gleyma stundunum sem við áttum saman. Þó ég sé yngst af barnabörnunum og hafi þess vegna fengið minnsta tímann með þér hefur þú fært mér ómetanleg- ar minningar. Ég mun alltaf muna eftir göngutúrunum í skóginum uppi í Litlaseli og þegar þú sýndir okkur fuglahreiðrin. Hvernig við skárum niður epli og gáfum fugl- unum og bátsferðirnar okkar í ára- bátnum. Þú varst líka oft með sjón- aukann við gluggann og leyfðir mér að sjá fegurðina sem blasti við augum. Þegar ég gisti hjá ykkur ömmu var ljúffengur morgunmat- ur tilbúinn þegar ég vaknaði, egg, brauðsneið og appelsínudjús. Stundum fórum við í lautarferðir eða bara eitthvað sem okkur datt í hug. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar ég fór með leikskólanum í bæjarferð að skoða Ráðhúsið. Þar voruð þið pabbi að vinna og tókuð á móti okkur og þú sýndir okkur síð- an allar skrifstofurnar þó að það væri kannski ekki alveg leyfilegt og síðan söngstu fyrir okkur því þér fannst alltaf svo gaman að syngja enda varstu í Karlakór Reykjavíkur. Ég man líka að þegar við í fjölskyldunni áttum afmæli þá söngstu húrrasönginn fyrir okkur hvort sem við vorum heima eða í útlöndum þá söngstu hann bara í gegnum símann. Dýrmætasta minningin mín var þegar pabbi, mamma og ég komum til þín á síð- asta afmælisdaginn þinn og borð- uðum saman konfekt og kökur. Þú varst kátur og gantaðist í okk- ur og við dönsuðum saman og síð- an sungum við húrrasönginn þinn fyrir þig. Takk fyrir allar minningarnar, elsku afi. Þín sonardóttir, Írena Huld Hallsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Fríðu Birnu Andrés- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.