Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 34
✝ GestheiðurGuðrún Stefánsdóttir fæddist í Ólafsvík 21. desember 1926. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Jaðri í Ólafsvík aðfaranótt 1. ágúst sl. Foreldrar henn- ar voru Svanborg María Jónsdóttir, f. 14. júní 1891, d. 4. október 1978, og Stefán Sumarliði Kristjánsson, f. 24. apríl 1884, d. 14. nóv- ember 1968. Systkini Gest- heiðar Guðrúnar voru Sigríð- ur Hulda, f. 13. mars 1912, d. 28. janúar 1986; Fríða Ey- fjörð, f. 8. febrúar 1915, d. 23. mars 1998; Þorgils Valdimar, f. 23. september 1918, d. 28. desember 2011; Alexander, f. ísabet Sigfúsdóttir, f. 12. apríl 1964, börn þeirra eru Vaka Ýr, Heiðdís Huld og Freyr. Gestheiður Guðrún ólst upp í Ólafsvík. Hún stundaði nam við Húsmæðraskólann á Laug- arvatni og starfaði við verslun Kaupfélagsins Dagsbrúnar í Ólafsvík. Þau Elinbergur giftu sig á annan dag jóla 1948 og hófu búskap í Ólafsvík. Auk húsmóðurstarfs starfaði Gest- heiður við gæsluvöll Kven- félags Ólafsvíkur en mestan hluta starfsævi sinnar starfaði hún við afgreiðslustörf í útibúi Apóteks Stykkishólms í Ólafs- vík. Hún gegndi og af- greiðslustörfum í Apóteki Ólafsvíkur frá stofnun þess og um árabil. Gestheiður Guðrún var virk í félagsstarfi Kven- félags Ólafsvíkur, Slysavarna- deildarinnar Sumargjafar, So- roptamistaklúbbs Snæfellsness, sat í stjórn Krabbameinsfélags Snæfells- ness og Rauða krossdeild- arinnar í Ólafsvík. Útför Gestheiðar Guðrúnar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 9. ágúst 2014, kl. 13. 6. október 1922, d. 28. maí 2008, og Erla, f. 4. apríl 1930, d. 28. janúar 2010. Eftirlifandi eig- inmaður Gestheið- ar Guðrúnar er Elinbergur Sveins- son vélstjóri, f. 14. júlí 1926. Börn þeirra eru Sig- urður, f. 23. apríl 1949, dætur hans eru Rakel, Jóhanna og Heiða; Svanborg, f. 1. maí 1950, d. 26. júní 2003, synir hennar eru Bergur Heið- ar og Birgir Örn; Sveinn Þór, f. 28. september 1956, maki Inga Jóhanna Kristinsdóttir, f. 16. nóvember 1956, börn þeirra eru Sigurbjörg, El- inbergur, Sigrún Erla og Gest- heiður Guðrún; Stefán Rafn, f. 16. desember 1961, maki El- „Áfram Birgir minn, amma er komin,“ heyrðist gjarnan á Ólafs- víkurvelli og vakti iðulega mikla kátínu meðal annarra vallargesta og ekki síður þeirra leikmanna sem til heyrðu. Þetta er sannur vitnisburður um stuðning ömmu minnar til okkar allra í gegnum tíðina. Amma var merkileg kona. Hún starfaði í apóteki bæjarins um nokkurra áratuga skeið og kynntist þar bæjarbúum af öllum stærðum og gerðum og myndaði við þá marga traust vináttubönd. Viðmót hennar og náungakær- leikur hefur kristallast í þeim kveðjum sem borist hafa fjöl- skyldu okkar síðustu daga. Allir hafa góðar minningar um ömmu og er hún sannarlega ein af dætr- um Ólafsvíkur sem markað hafa sögu og tíðaranda bæjarins í gegnum tíðina. Amma gat verið beinskeytt og gagnrýnin. Hún var með bein í nefinu og varði börn sín, barna- börn og barnabarnabörn gegn öllum þeim hættum og hindrun- um sem í vegi gátu orðið. Hún barði í brjóst okkar hvatningu til þess að leita eftir innihaldsríku og hamingjusömu lífi með heil- brigði og kærleik að leiðarljósi. Ég minnist þess aldrei að hafa verið skammaður heldur var það frekar svo að jákvæð hegðun og framkoma var verðlaunuð. Heimili okkar allra var að Skálholti 11. Þar liggja minning- ar okkar greyptar í stein og flæða þær nú um huga og hjörtu okkar allra. Í höll minninganna var mikil hlýja, reglusemi og fiskur í flest mál. Ég var svo heppinn að fá að búa hjá ömmu og afa um langt skeið. Þessir tímar eru mér dýrmætir enda mótuðu þeir mig sem einstakling. Langar kvöldstundir í stofunni að spjalla um heima og geima við undirleik Richard Clayderman í Kenwood-græjunum, nú eða jólaundirbúningur undir undra- verðum tónum Roger Whittaker. Þetta gat ekki verið betra enda alltaf nægur tími til staðar til þess eins að gefa af sér og njóta samverunnar. Eftir að ég fluttist að heiman hef ég verið í nánu sambandi við bæði ömmu og afa. Hugurinn leitar til þeirra á öllum stundum. Er ég hóf búskap hafði ég aldrei haldið jól án þeirra og mömmu og var það ansi þung byrði að breyta til. Gekk það samt vel enda um- burðarlyndi unnustu minnar nær endalaust og því fékk ég að halda í ákveðna þætti hátíðarhalda Skálholts 11. Man vel eftir því að hafa hringt í ömmu á jóladag þegar ég þurfti að undirbúa jafn- ing með hangikjötinu. Því var reddað símleiðis og í dag tel ég mig búa til afbragðs jafning, þökk sé elskulegri ömmu minni. Amma var minn helsti stuðn- ingsmaður og hvatti mig áfram í mínu námi frá fyrstu til síðustu kennslustundar. Á seinni stigum námsins hugsaði ég til hvatning- arorða hennar og lagði aðeins harðar að mér til þess að ná settu marki og kannski líka smá til þess að bregðast ekki henni, né mér sjálfum. Er ég kveð þessa fallegu og mögnuðu konu, vinkonu og ömmu þá hlýnar mér. Þvílíkur fé- lagsskapur, nánd og heiður, að hafa fengið að eiga hana verður aldrei frá mér tekið. Eftir stend- ur elsku besti afi minn og á hann hug okkar allra og munum við umvefja hann hlýju og kærleika sem aldrei fyrr. Hvíl þú í friði, elsku besta amma mín. Birgir Örn og fjölskylda. Elsku amma Heiða! Fallegu brúnu augun þín, brosið þitt, kærleikurinn í garð okkar Daða og strákanna okkar, kjötsúpan, bóndarósirnar í garð- inum, slæðurnar og fínu skórnir þínir. Ég get lengi talið upp allar fallegu minningarnar um þig, elsku amma mín. Þið afi hafið ávallt verið mér svo miklar fyrirmyndir og verðið alltaf. Þið fylgdust alltaf svo vel með okkur barnabörnunum og létuð ykkur svo annt um að öllum farnaðist vel og væru sáttir við lífið. Mér finnst svo stutt síðan ég skrapp í heimsókn í Skálholtið þar sem þú varst í eldhúsinu að útbúa eitthvað gómsætt með kaffinu og afi í bílskúrnum. Það voru allir velkomnir í Skálholtið enda alltaf heitt á könnunni og jólakaka á borðinu. Kærleikur- inn og hlýhugur þinn leyndi sér ekki enda leið mér alltaf vel hjá ykkur. Elsku fallega amma mín! Það eru örfáar vikur síðan þú talaðir um að þú gætir hjálpað mér að passa strákana svo ég gæti farið að vinna aftur. Hlutirnir eru fljótir að breytast og því er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir allar minningarnar og að hafa átt þig að. Allar góðu stund- irnar sem ég hef átt með þér og strákunum mínum eru mér svo dýrmætar. Við Daði og strák- arnir höldum áfram að eiga ynd- islegar stundir með afa þar sem hann heillar strákana með því að smella saman fingrum og humma. Elska þig, amma mín! Hvíldu í friði. Þín Sigrún Erla. Elsku amma Heiða. Í dag kveðjum við þig. Þótt sorgin og söknuðurinn fylli huga minn gerir þakklætið það líka. Orð fá varla lýst þakklæti mínu yfir að hafa átt þig sem ömmu mína. Þú varst mér svo kær, líka mín hjartavinkona. Hvergi annars staðar en í Skálholtinu, hjá ömmu og afa, hef ég fundið fyrir eins mikilli óskil- yrtri ást og stuðningi. Hvergi hef ég sofið eins vært. Einungis þurfti ég bara að taka upp sím- ann og hringja í þig ef mér leið illa. Bara það eitt að heyra í þér færði allt til betra horfs og líð- anar. Þótt þú værir ekki með lausnir við öllu þá leið mér strax betur við það eitt að heyra í þér. Þegar ég hef afrekað eitthvað hefur þú alltaf verið fyrst allra til að lýsa stolti þínu af mér og hrósa mér af slíkri einlægni að sjálfsmat mitt hefur um leið eflst. Ég á ótal góðar minningar. Sumar á ég fyrir mig eina, aðrar mun ég rifja upp með hverjum sem vill heyra. Sögur af sam- verustundum og skemmtilegum atvikum, í Ólafsvík og bæjarferð- um ykkar til Reykjavíkur; uppá- halds var að versla föt og fara í bíó, stundum með Erlu systur þinni, og svo heimsóknir ykkar gegnum árin hingað til Dan- merkur. Við áttum símtal sólarhring áður en þú fórst frá okkur, þar sem við minntumst þess þegar ég sem barn fór með þér á samkomu og tók upp á því, þér til skemmt- unar, að standa á borðum og syngja „Ég veit þú kemur í kvöld til mín“, laglaus og ef til vill takt- laus. Ég veit við áttum skap saman einmitt vegna þess hversu skap- gerð okkar er lík, hvassar á köfl- um en skemmtilegar, með eins fætur og hendur enda á ég nokk- ur gömul skópör þín sem smell- passa á mig og dýrmætasta hlut minn, hringinn sem afi gaf þér þegar pabbi minn fæddist og þú gafst mér síðar. Hann passar líka á fingur minn. Þú kenndir mér bænir mínar og það hryggir mig að þú munir ekki kynnast börn- um mínum einn daginn en ég lofa að kenna þeim bænirnar og hver kenndi mér þær. Fyrir hönd systkina minna, Freys og Vöku, sem og systur- barna minna, Ögmundar Stein- ars og Unu, þakka ég þér og afa fyrir allan þann ómetanlega kær- leik ykkar og alúð sem við öll höf- um fundið og notið í ógleyman- legum samverustundum okkar. Fjölskyldan ykkar afa, bræðurn- ir og frændsystkinin, er frábær og enda þið ætíð augljóslega stolt af henni. Ég er svo þakklát fyrir samheldni okkar allra. Þar finn ég huggun og ég veit að elsku Svana tekur á móti þér. Það sefar sorgina. Ég mun ætíð minnast orða þinna til mín þegar við kvödd- umst áður en ég fór aftur til Dan- merkur 13. júlí sl., og þakka þér fyrir alla þína eiginleika og öll þín gæði. Takk fyrir að vera þú. Ég tel það blessun að hafa átt þig að mín 29 ár og geymi ég allar minningarnar í hjartanu mínu, alltaf. Öll símtöl okkar enduðu með að ég bað þig kyssa afa frá mér. Núna skal ég kyssa afa. Gullið hennar ömmu sinnar. Heiðdís Huld Stefánsdóttir. Elsku amma mín, ég trúi því eiginlega ekki að þú sért farin. Margar minningar sækja nú á huga minn enda vorum við nánar því ég hef notið þeirrar gæfu að fá að alast upp hér í Ólafsvík með ykkur afa, nánast á hverjum degi. Fyrir það er ég ykkur afar þakklát, fyrir að hafa átt þig sem ömmu og vinkonu mín uppvaxt- arár. Þú varst svo einlæg og hjartahlý kona. Ég gat alltaf leit- að til þín, elsku amma. Sem barn dvaldi ég oft hjá þér og afa í Skál- holtinu. Þú varst vön að segja að Skálholtið væri ekki bara heim- ilið ykkar heldur heimilið mitt líka. Ég var afar háð ykkur báð- um. Dekur- og „kósístundir“ voru margar og þið gáfuð ykkur mikinn tíma í að sinna mér, ræða við mig, leika við mig og síðast en ekki síst að fara með mig, og stundum vinkonur mínar, í bíl- túra út í náttúruna enda sóttist ég eftir því að fá að dvelja hjá ykkur. Fallegu og skemmtilegu myndirnar sem afi tók við slík tækifæri eru líka margar og varðveita þessar skemmtilegu stundir okkar. Ég á svo margar góðar minn- ingar með þér og afa, t.d þegar afi sótti mig á hverjum einasta degi í skólann á „Gullvagninum“ og fór með mig í Skálholtið til þín þar sem þú varst búin að baka eða elda eitthvað fyrir okkur afa. Eftir grunnskólan fór ég síðan í framhaldsskólann í Grundafirði en hefðin breyttist lítið því þegar ég kom heim með rútunni þá labbaði ég alltaf í Skálholtið til ykkar, fékk mér að borða og síð- an sagðir þú alltaf: „Gestheiður mín, leggðu þig nú hérna í sóf- ann.“ Þá lagðist ég í sófann frammi í stofu og þú komst með stóra hvíta og rauða teppið og breiddir yfir mig. Þú varst ekki bara amma mín heldur varstu einnig góð vinkona mín. Við náðum svo ótrúlega vel saman þrátt fyrir 70 ára aldurs- mun. Ég man vel eftir því þegar við fórum í „fegurðarsamkeppn- isleikinn“. Þá varst þú dómarinn og ég allir keppendurnir; ég klæddi mig í alla flottu kjólana þína og hælaskóna og labbaði margar umferðir. Síðan kom að úrslitunum. Þá útbjóst þú kórónu úr einhverju skrauti sem þú fannst og krýndir sigurvegarann. Síðan átti sigurvegarinn alltaf að labba eina umferð í viðbót og þá kallaðirðu á afa. Þá settust þið í sófann fram í stofu og klöppuðuð fyrir mér á meðan ég labbaði með kórónuna eins og algjör prinsessa. Þú sagðir mér nú oft hvað þú værir ánægð að ég bæri nafnið þitt og er ég virkilega stolt að fá að heita þessu fallega nafni. Ég skal lofa þér því að ég verð dugleg að heimsækja og knúsa afa. Ég elska þig elsku amma mín! Ég mun ætíð varðveita fal- lega minningu þína. Þín nafna, Gestheiður Guðrún Sveinsdóttir. Í dag kveð ég elsku ömmu mína sem lést eftir skammvinn veikindi. Amma Heiða var ein- stök kona, alltaf vel til höfð, elskuleg, blíð og góð. Ég var svo heppin, fimm ára gömul, að tengjast Skálholtsfjöl- skyldunni. Frá fyrsta degi var mér tekið sem þeirra barnabarni, frá sama degi kallaði ég þau ömmu og afa. Síðustu daga hafa minningarnar hrannast upp; gleðitár, bros og hlýja. Þegar ég, mamma og pabbi vorum á leið- inni til Ólafsvíkur biðu þau eftir okkur uppi á Fróðárheiði og ég stökk yfir í bílinn þeirra og þar beið mín suðusúkkulaði og heimanýbökuð jólakaka. Mér þótti gott að labba eftir skóla nið- ur í Apótek til ömmu að fá faðm- lag og stundum apótekaralakkr- ís. Stolt var ég af því að eiga hana fyrir ömmu. Hún var hlý og góð við alla. Á sumrin lékum við barnabörnin í fallega garðinum hjá ömmu og afa. Hápunkturinn var þegar afi blés upp litlu sund- laugina. Jólaboðin í Skálholtinu. Þar var allt svo fallega skreytt eins og ömmu einni var lagið. Plata sett á fóninn, spil, spjall og loks slidesmyndasýning afa. Mér hlýnar um hjartaræturnar við þessar minningar. Á haustin var alltaf sláturgerð í Skálholtinu og var ég látin taka virkan þátt í því. Ég reyndi nú oft að komast hjá því en komst sjaldnast upp með það. Við tókum þar síðast slátur fyrir tveimur árum. Amma ætl- aði bara að leiðbeina okkur og koma okkur af stað. Það endaði þó þannig að hún, mamma og Gummi maðurinn minn gerðu þetta allt. Ég færði þeim bara kaffi af og til og hlustaði á sög- urnar. Amma kenndi mér margt. Náungakærleikur var þar efstur á blaði; alltaf að koma vel fram við aðra og sýna áhuga, virðingu og hlýju. Amma sagði mér að við ættum alltaf að vera vel til hafðar og snyrtilegar. Þannig var hún alltaf, stórglæsileg kona sem alls staðar var tekið eftir. Ég heim- sótti hana á spítalann fyrir tveimur vikum og þá hafði hún miklar áhyggjur af hárinu á sér. Hún yrði að fara að komast á hárgreiðslustofu í litun. Þetta lýsir ömmu vel. Nokkrum dögum seinna fór hún aftur heim og sem betur fer gat mamma bjargað þessum málum og litað á henni hárið. Amma lést í faðmi fjölskyld- unnar, hjá afa og sínum nánustu, alveg eins og hún óskaði sér við þessar kringumstæður. Mikið á ég eftir að sakna þess að sitja við eldhúsborðið og spjalla við hana um allt milli him- ins og jarðar. Ég veit að „Maís- tjarnan“ hennar hefur tekið vel á móti henni. Ég bið algóðan Guð að vaka yf- ir elsku afa og veita honum styrk. Guð veri með þér, elsku amma mín. Sigurbjörg og fjölskylda. Elsku besta amma mín! Takk fyrir allar góðu stundirnar okk- ar. Það var alltaf svo gott að vera hjá þér og tala við þig. Ég sakna þín mikið og hugsa til þín með miklu þakklæti fyrir allt sem þú varst mér. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þinn langömmustrákur, Aron Logi. Kær frænka mín, Gestheiður eða Heiða eins hún var ætíð köll- uð, er látin. Heiða var eldri systir Erlu móður minnar. Þær systur voru alltaf mjög nánar og sam- skiptin einstaklega góð. Þegar ég var yngri fórum við systkinin vestur til Ólafsvíkur á hverju sumri og dvöldumst hjá Sigríði elstu systur mömmu, en hún bjó ásamt afa og ömmu í næsta húsi við Heiðu í Skálholt- inu. Samgangur var því mikill við Heiðu og Begga og syni þeirra Stefán Rafn og Svein Þór, sem voru á líku reki og ég og Sigga systir mín, en einnig nutum við góðra samvista við Sigurð og Svönu, eldri börn þeirra, sem voru mun eldri en við. Með nafni Heiðu kemur alltaf upp nafn Begga, Elinbergs, eiginmanns hennar og lífsförunautar. Þau hjón voru einstaklega falleg hjón og samheldin. Sannar fyrirmynd- ir. Það var yndislegt að fá að upp- lifa sumrin í Ólafsvík. En ekki síst að finna þá hlýju og vænt- umþykju sem systurnar Sigga og Heiða og allt hennar fólk sýndu okkur. Upp í hugann koma marg- ar ánægjustundir sem þessi ár gáfu mér og ég gleymi ekki. Og síðar naut ég ríkulegrar aðstoðar Heiðu og Begga þegar ég gerðist kennari við Grunnskólann í Ólafsvík. Við Vala hófum okkar búskap í Ólafsvík og þau sæmd- arhjón útveguðu íbúð og stóðu þétt við bakið á okkur. Heiða hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og það var sérstaklega gaman að heyra mömmu og hana ræða um stjórn- mál og málefni líðandi stundar. Hún var ákveðin manneskja hún Heiða en ætíð sanngjörn í sam- skiptum sínum. Þau hjónin fylgd- ust vel með sínu fólki og veittu þeim góðan stuðning. Við Vala heimsóttum Heiðu og Begga í fyrra á Dvalarheimilið í Ólafsvík og áttum þá ánægjulega stund. Við ákváðum að endurtaka leik- inn nú í júlí en þá var Heiða far- inn suður til Reykjavíkur að leita sér lækninga. Því miður náði ég því ekki að hitta hana. Ég kveð frænku mína með virðingu og hlýju og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Ég og fjölskylda mín sendum Begga og fjölskyldunni allri inni- legar samúðarkveðjur. Megi minning Gestheiðar Stefánsdótt- ur lifa. Stefán Snær Konráðsson. Kær móðursystir mín, Gest- heiður Guðrún Stefánsdóttir, er látin. Hún kveður síðust sex systkina frá Uppsölum í Ólafsvík, barna Svanborgar Jónsdóttur og Stefáns Kristjánssonar. Snæfellsjökull, baðaður sól, blasti við á leið minni vestur í síð- ustu viku. Þetta reyndist síðasta ferð mín af svo ótalmörgum vest- ur að heimsækja Heiðu frænku. Útsýni á jökulinn frá ýmsum hliðum og nágrenni hans var okkur Heiðu báðum mikilvægt og kært. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur Heiða verið til staðar. Hún var um margt líkust móður minni af þeim systrunum og ég tengdist henni kannski nánast þess vegna, þó að þær væru mér allar mjög kærar. Sem barn dvaldi ég lengri eða skemmri tíma á hverju sumri fyrir vestan hjá ömmu og afa. Heiða og El- ínbergur Sveinsson, eiginmaður hennar, byggðu sér hús við hlið- Gestheiður Guðrún Stefánsdóttir 34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.