Morgunblaðið - 09.08.2014, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
✝ Runólfur Ing-ólfsson fæddist
í Reykjavík 20.
júní 1947. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnun
Patreksfjarðar 31.
júlí 2014.
Foreldrar hans
voru Ingólfur
Hannesson, f. 8.
janúar 1924, d. 24.
júlí 1990, og Sig-
ríður Sólveig Runólfsdóttir, f.
23. nóvember 1925, d. 1. mars
2005. Runólfur var þriðji í röð
15 systkina sem öll eru á lífi.
Hann ólst upp í Kópavogi, en
foreldrar hans voru meðal
fyrstu íbúa Kópavogs og ráku
þar myndarlegt hænsnabú um
áraraðir. Runólfur giftist eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Guð-
björgu S. Friðriksdóttur, 9.
desember 1973. Börn þeirra
Rafmagnsveitunni á Bíldudal
og síðar Orkubúi Vestfjarða
alla sína starfsævi, fyrst sem
rafstöðvarstjóri en síðar sem
svæðisstjóri á suðursvæði
Orkubúsins. Runólfur var um-
boðsmaður fyrir Ríkisskip á
níunda áratug síðustu aldar
og umboðsmaður fyrir Sjóvá
til fjölda ára. Fyrir rúmu ári
fékk Runólfur alvarlegt heila-
blóðfall þar sem hann var við
störf á Patreksfirði. Eftir
endurhæfingu á Grensásdeild
LSH dvaldi Runólfur á Heil-
brigðstofnun Patreksfjarðar
til dánardags. Runólfur var
virkur í ýmiss konar félags-
störfum, hann var meðlimur í
Lionsklúbbi Bíldudals, virkur í
starfi Sjálfstæðisflokksins og
mörg handtökin vann hann
fyrir golfklúbbinn og íþrótta-
félagið á staðnum. Hann var
formaður Skógræktarfélags
Bíldudals til margra ára og
má sjá afrakstur hans í sí-
stækkandi trjám víðs vegar
um Bíldudal.
Útför Runólfs fer fram frá
Bíldudalskirkju í dag, 9. ágúst
2014, klukkan 14.
eru: 1) Bjarni Þór,
f. 2. september
1968, giftur Sig-
rúnu Theodórs-
dóttur. Börn
þeirra eru Kristín
Heiða og Þorgeir.
b) Margrét, f. 4.
október 1971, gift
Eiríki Sigfússyni.
Dætur þeirra eru
Sædís og Arna
Lind. c) Sigríður
Sólveig, f. 27. apríl 1976. Dótt-
ir hennar er Karen Sól. d)
Friðrik, f. 21. nóvember 1980,
unnusta hans er Karin Krist-
jana Hindborg. Synir þeirra
eru: Styrmir og Sölvi.
Runólfur var menntaður
rafvirki frá Iðnskólanum í
Reykjavík. Hann starfaði sem
rafvirki í Reykjavík en árið
1974 fluttist hann til Bíldu-
dals. Runólfur starfaði hjá
Elsku pabbi minn.
Mikið á ég eftir að sakna þín
en það sem veitir okkur öllum
styrk núna er að ylja okkur við
allar góðu minningarnar um þig
og það sem þú gerðir með og fyr-
ir okkur.
Upp í hugann koma minningar
um þig þar sem þú ert boðinn og
búinn til að hjálpa til við ýmis
tækifæri og skipti ekki neinu
hvort það var hjá okkur börn-
unum þínum eða félagasamtök-
um hér heim á Bíldudal, bónbetri
mann er erfitt að finna.
Það voru nú ófáar ferðirnar
inn í Reykjafjörð í sund og út í
Hvestu að leika á sandinum og
auðvitað fengum við að prufa að
keyra, þú varst líka viljugur að
skutla okkur upp á fjall á skíði.
Trjárækt og gróður var eitt af
þínum áhugamálum og ber garð-
urinn heima á Arnarbakkanum
þess merki og er það ein af
mörgum góðum minningum sem
ég á um þig. Hvað það var gaman
að fá að vera með þér og vinna í
garðinum enda voru það ófáar
ferðirnar sem við röltum út í
garð þegar ég kom í heimsókn og
oftar en ekki var nú líka trítlað
upp í hlíð fyrir ofan húsið og kíkt
á trén sem þú varst búinn að
planta þar.
Ég man að oft vorum við að
skoða fuglana og held ég bara að
þér hafi tekist vel til að kenna
mér að þekkja þá.
Þú varst svo dásamlegur afi
og fannst Sædísi og Örnu Lind
gaman að koma til afa og ömmu á
Bíldó og leika úti í garði í Afakoti
en það var kofinn sem þú smíð-
aðir alltaf kallaður.
Ferðir á bryggjuna til að veiða
voru margar og var nú oft komið
við á Hótelinu hjá Hannesi
frænda og Helgu á eftir til að
kaupa ís, það þótti afastelpunum
ómissandi sem og að fá að fara í
heimsókn í vinnuna til þín í
hverri ferð sem við komum vest-
ur.
Þú kenndir mér svo margt,
það var alveg sama hvað þú tókst
þér fyrir hendur hvort sem það
var að baka vöfflur, steikja klein-
ur, stytta buxur, elda, grilla, allt
leystir þú af mikilli snilld.
Að grilla var alveg ómissandi
þegar við hittumst, þið Eiki vor-
uð þá í essinu ykkar við grillið að
spjalla og skiptast á ráðum og
ræða saman. Ég veit að þessar
stundir eru honum Eika mjög
dýrmætar.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum
með þér eftir að þú veiktist fyrir
rúmu ári en óneitanlega hefðum
við fjölskyldan mín viljað geta
hitt þig oftar á þessum tíma en
við fengum alltaf fréttir af þér.
Vikan sem við áttum með þér
síðast þegar við komum til Bíldu-
dals var yndisleg, þó sér í lagi
laugardagurinn þegar þú komst í
heimsókn á Arnarbakkann og
skoðaðir hvernig okkur systkin-
unum og mömmu hafði tekist til
við að taka til í bílskúrnum, svo
var farið út í garð að skoða gróð-
urinn. Mamma bakaði pönnukök-
ur sem þér þóttu svo góðar og
svo var flaggað. Já, þú gafst ekki
upp á að koma mér í skilning um
að þú vildir flagga, settir höndina
upp í loft hvað eftir annað og
horfðir út að flaggstönginni og
mikið varstu glaður þegar fáninn
var kominn upp. Eiki grillaði svo
fyrir okkur og auðvitað var ís á
eftir, þetta er ein fjölmargra fal-
legra minninga sem við setjum í
minningabókina um þig. Ég gæti
haldið áfram að rifja upp minn-
ingar um þig, elsku pabbi, en nú
er komið að kveðjustund.
Hvíl í friði, elsku pabbi minn.
Margrét.
Lífið er skrýtið. Það er erfitt
að skilja að þú sért farinn frá
okkur, farinn eftir hetjulega bar-
áttu síðastliðið ár. Nokkuð sem
ekkert okkar sá fyrir.
Þú varst pabbi minn, alltaf til
staðar, alltaf hægt að treysta á
þig. Svo á svipstundu var allt
breytt. Ég sakna þess að geta
ekki sagt þér sögur af litlu afa-
strákunum þínum, Styrmi og
Sölva, sem ég veit að þú varst
óendanlega stoltur af og ég veit
að þeir eiga eftir að sakna þín.
Ég veit að þeir eiga eftir að njóta
þess að leika sér á Arnarbakk-
anum fyrir vestan; í garðinum,
bílskúrnum og kofanum. Rétt
eins og ég gerði þegar ég var lít-
ill.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt þig sem pabba, það uppeldi
sem þú veittir mér og þau gildi
sem þú kenndir mér. Það frelsi
sem þú gafst mér til að vera lítill
strákur og gera hluti sem strák-
ar gera, frelsi til að læra af eigin
mistökum og tilraunum. Þú
stóðst alltaf við bakið á mér,
reiddist mér aldrei þó að ég gerði
eitthvað af mér. Þú talaðir við
mig, leiðréttir mig og lífið hélt
áfram. Frá því að ég man eftir
mér fékk ég að taka þátt í öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Þú hafðir alltaf eitthvað fyrir
stafni, hvort sem það var í vinnu
eða heima fyrir, og alltaf fékk ég
að koma með og hjálpa til. Þú
gafst þér tíma til að tryggja að
ég hefði alltaf eitthvað spennandi
að gera. Þessar minningar munu
fylgja mér alla tíð og eru efni í
ótal sögur sem ég mun segja
strákunum mínum.
Ég er þakklátur fyrir þann
tíma sem við fengum með þér
eftir að þú veiktist. Þá fékk ég
tækifæri til að segja þér svo
margt sem mig hafði lengi langað
til að segja þér, hversu mikið ég
elskaði þig og hversu góður
pabbi þú varst. Þú fékkst líka að
fylgjast með litlu afastrákunum
stækka og dafna í eitt ár í viðbót.
Ég er þakklátur fyrir síðasta
daginn sem við eyddum saman.
Ég man þegar ég sat hjá þér á
kvöldin á Borgarspítalanum og
var að segja þér að berjast, hetj-
unni minni. Ég sagði þér að þetta
væri ekki búið, að einn daginn
myndum við sitja úti í garði á
Arnarbakkanum og njóta þess að
vera saman. Og við fengum
þennan dag, fallegan dag á
Bíldudal þar sem við gerðum allt
eins og í gamla daga: Fórum í
bílskúrinn, út í garðinn þinn,
kíktum í kofann og sátum á pall-
inum og grilluðum. Við rifjuðum
upp gamla tíma og þú gerðir grín
að mér, litla stráknum þínum.
Minningin um þennan dag mun
alltaf lifa með mér.
Ég elska þig pabbi.
Friðrik Runólfsson.
Elsku besti, fallegi pabbi minn
er dáinn og kemur aldrei aftur.
Elsku pabbi minn með stóra
hjartað sitt. Við vissum öll að
þessi stund kæmi en ég var samt
sem áður alls ekki undirbúin fyr-
ir þessa miklu sorg. Ég og Karen
vorum nýkomnar aftur frá Bíldu-
dal þar sem við áttum frábærar
stundir með þér, mömmu,
Möggu, Friðriki og fjölskyldum
þeirra þegar við fengum þær
sorgarfréttir að þú værir horfinn
úr þessum heimi. Helgina áður
komst þú heim og eyddir með
okkur dýrmætum stundum sem
ég gleymi aldrei. Þú komst heim
á Arnarbakkann í góðu veðri á
fallegum sumardegi. Við sýndum
þér garðinn þinn sem þú hafðir
lagt hjartað þitt og sálu í að gera
sem fallegastan og við höfðum
reynt að halda við eftir bestu
getu með hjálp frá góðum vinum.
Mamma bakaði pönnukökur með
kaffinu og um kvöldið héldum við
grillveislu með öllu tilheyrandi
og ís í eftirrétt. Það fannst þér
sko ekki slæmt!
Skyndileg veikindi þín síðast-
liðið sumar voru mikið reiðarslag
fyrir alla fjölskylduna. Þú sem
hafðir alltaf verið hreystin upp-
máluð. Þú tókst á veikindum þín-
um eins og þú tókst á hverju
öðru vandamáli, stóru sem smáu,
með jafnaðargeði, þolinmæði og
ákveðni. Fleiri ætla ég ekki að
hafa orðin um veikindi þín, þau
skilgreina þig ekki heldur það
sem þú afrekaðir í lífi þínu; það
voru afrek þín og gjörðir sem
gerðu þig að þeim einstaka
manni sem þú varst. Ég er svo
stolt af þér og er svo óendanlega
þakklát fyrir það að þú varst
pabbi minn.
Allt sem þú tókst þér fyrir
hendur lagðir þú sóma þinn í að
gera sem best. Þú varst vinur
vina þinna, mikill fjölskyldumað-
ur; ólst með mömmu upp fjögur
börn og barnabörnin orðin sjö
talsins og voru þau þér hvert
öðru kærara því þú varst mikil
barnagæla og fráfall þitt er þeim
mikill missir. Ég er mjög þakklát
fyrir það að dóttir mín hafi átt
svona góðan afa. Allt sem þú
gerðir fyrir hana met ég mikils
og hún mun aldrei gleyma þér.
Ég hef, frá því að ég man eftir
mér, verið mikil pabbastelpa.
Fannst fátt skemmtilegra en að
eyða tíma með þér hvort sem það
var heima, úti í náttúrunni eða að
fá að fara með þér í vinnuna. Þú
kenndir mér margt sem ég er svo
þakklát fyrir. Þú kenndir mér að
vera sjálfstæð og sjálfri mér nóg.
Þú kenndir mér að meta náttúr-
una, kenndir mér nöfnin á fugl-
um, fiskum, fjöllum, jurtum og
blómum. Þú treystir mér alltaf til
þess að taka mínar eigin ákvarð-
anir, hrósaðir mér þegar vel til
tókst og studdir mig þegar ég
gerði mistök. Ég gat alltaf leitað
ráða hjá þér með allt milli himins
og jarðar. Ég veit að það var vel
tekið á móti þér hinumegin, hlýr
faðmur ömmu Siggu hefur verið
það fyrsta sem þú hefur mætt
þar. Þín verður sárt saknað í litla
þorpinu okkar og við fjölskyldan
eigum eftir að sakna þín á hverj-
um degi, oft á dag.
Þú ert hetjan mín, takk fyrir
allt, pabbi minn. Þín dóttir,
Sigríður Sólveig.
Það var erfitt að fá símtalið frá
elsku Bjarna hans Rulla að Rulli
bróðir hefði látist þá um nóttina.
Eftir erfið veikindi síðastliðin ár
var kallið komið.
Rulli bróðir var eins góður
drengur og þeir gerast. Hann
var okkur mjög kær og allt hans
fólk og niðjar. Það er margs að
minnast frá því að við vorum litl-
ir og mikið var gaman að vera
með Rulla þegar vel lá á honum,
sem var eiginlega alltaf því Rulli
var mikill gleðigjafi og skipti
ekki mikið skapi.
Í svona stórum systkinahópi
eins og við eigum eru minningar
margar og flestar eru þær góðar
og skemmtilegar um Rulla, sem
samt flutti snemma vestur á
Bíldudal og bjó sér og sínum fal-
legt hús og fallegan garð sem
hann fékk verðlaun fyrir því allt-
af var hann að gera garðinn sinn
fallegan.
Við minnumst þess líka þegar
við bræður, ég og Guðjón, heim-
sóttum hann á Patreksfjörð í vet-
ur og fórum með hann í bíltúr
niður á höfn og mikið var erfitt
að kveðja hann og sáum við tár á
hvarmi en samt var stutt í brosið
og húmorinn.
Við minnumst Rulla með mik-
illi hlýju og Guðbjörgu eftirlif-
andi eiginkonu hans biðjum við
góðan guð um að gefa styrk í
þessari miklu sorg.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við einnig til elsku
Bjarna, Möggu, Friðriks og
Siggu Sollu og maka og barna-
barnanna allra.
Mikið var gott að sjá hvað þið
nutuð ykkar vel öll samankomin
á Bíldudal síðustu dagana hans
Rulla. Það hefur honum þótt
vænt um því þið voruð honum
allt.
Við Guðný þökkum þér, kæri
vinur og bróðir, fyrir allt og allt
og vonum að nú sért þú kominn á
stað þar sem enginn er veikur og
þú ert örugglega kominn í ein-
hver stór verkefni hjá þeim sem
öllu ræður.
Ég veit að pabbi og mamma
Runólfur
Ingólfsson
HINSTA KVEÐJA
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku afi, og
takk fyrir allt. Þín afa-
stelpa,
Karen Sól.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
KRISTJÁNS HÓLM JÓNSSONAR,
fyrrverandi sérleyfishafa,
Klettahlíð 14,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Ási fyrir góða umönnun.
Una Runólfsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir, Helgi Hannesson,
Helga Guðný Kristjánsdóttir, Björn Birkisson,
Runólfur Þór Jónsson, Guðrún Hanna Guðmundsdóttir,
Harpa Kristjánsdóttir, Atli Einarsson,
Gígja Kristjánsdóttir,
Birkir Kristjánsson, Valgý Arna Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, unnusti,
bróðir og mágur,
JÓN VALGEIR GÍSLASON,
Neshömrum 18,
Reykjavík,
sem lést á gjörgæsludeild
Landspítalans föstudaginn 25. júlí,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 12. ágúst kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Berglind Eygló Jónsdóttir, Gunnar Þórisson,
Birna Björg Gunnarsdóttir,
Björn Þórður Jónsson,
Brynja Guðmundsdóttir,
Sigurður Valur Sveinsson,
Gunnþórunn Birna Gísladóttir, Ólafur Waage,
Elías Bj. Gíslason, Halla Margrét Tryggvadóttir,
Magnús Þorkell Gíslason, Rósa Rögnvaldsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
BALDUR SIGURÐSSON,
Tunguvegi 32,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn 2. ágúst.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 12. ágúst kl. 13.00.
Matthildur Finnbogadóttir,
Hörður Ómar Guðjónsson, Eyrún Anna Ívarsdóttir,
Þorgerður Baldursdóttir, Vilhjálmur Guðbjörnsson,
Sigurður Óli Baldursson,
Gísli Baldursson, Ásta Sólrún Guðmundsdóttir,
Kristinn Óskar Baldursson,
Heimir Baldursson,
Hlín Baldursdóttir, Víðir Sigurðsson,
Þórdís Baldursdóttir,
Vilborg Baldursdóttir,
Solveig Baldursdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ARNMUNDAR ÓSKARS
ÞORBJÖRNSSONAR,
Hraunbúðum,
áður Brimhólabraut 6.
Sérstakar þakkir til samferðafólks í
Vestmannaeyjum fyrir vináttu og hlýhug.
Ásta Arnmundsdóttir, Sigurður Jónsson,
Gyða M. Arnmundsdóttir, Viðar M. Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru
GYÐU KRISTÓFERSDÓTTUR,
Maríubakka 16,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og á
krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum við Hringbraut
fyrir einstaka hjúkrun og hlýju.
Melkorka Ýr Jóhannsdóttir,
Alda Guðmundsdóttir, Kristófer Valgeir Stefánsson,
Stefán Kristófersson, Katrín Svava Jónsdóttir,
Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Jón Valgeir Stefánsson.