Morgunblaðið - 09.08.2014, Page 42

Morgunblaðið - 09.08.2014, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Dagurinn í dag er stór dagur í lífi þeirra Söndru HrafnhildarHarðardóttur og Guðmundar Atla Péturssonar, en þaumunu ganga í það heilaga í dag. Dagsetningin á brúðkaups- afmæli þeirra mun sennilega aldrei gleymast, en brúðurin á nefni- lega afmæli í dag og er hún 29 ára gömul. „Við ætlum að gifta okkur í Höfða í Mývatnssveit. Þetta verður útiathöfn og svo verður veisla á Breiðamýri í Reykjadal um kvöld- ið,“ segir Sandra og á hún von á 60 gestum í brúðkaupið. Þau Sandra og Guðmundur eiga saman einn son, Aron Berg Guð- mundsson, sem verður tveggja ára í nóvember, og Sandra á eina dóttir, Amelíu Rún Arnþórsdóttur, sem varð sex ára í fyrradag. Sandra segir að upphaflega hafi ekki staðið til að halda brúð- kaupið sama dag og hún ætti afmæli. „Þar sem veislusalurinn var tvíbókaður í júlí, þegar við ætluðum að gifta okkur, fór þetta svona.“ Sandra er ættuð úr Reykjadal og Mývatnssveit og hefur fjöl- skyldan dvalið síðastliðinn mánuð fyrir norðan, hjá ömmu Söndru, í sumarfríi en Sandra og fjölskylda búa í Reykjavík. Hún vonast eftir því að veðrið verði gott í dag en segir að brúð- kaupsgestirnir verði bara að klæða sig í lopapeysurnar sé hitastigið þeim ekki þóknanlegt. „Hann á að hanga þurr þannig að við ætlum bara að kýla á þetta,“ segir Sandra. Hún segir að framvegis verði nokkur pressa á Guð- mundi að muna eftir deginum, 9. ágúst, því nú sé hann bæði afmælisdagur og þau eigi brúðkaupsafmæli. ash@mbl.is Sandra H. Harðardóttir er 29 ára í dag Fjölskylda Þau Sandra Hrafnhildur Harðardóttir og Guðmundur Atli Pétursson ganga í hnapphelduna í dag, á afmælisdegi Söndru. Brúðkaup í afmælisgjöf Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Það er ekki oft sem fimm ættliðir koma saman. Það tilefni gafst við skírn Kar- ítasar Guðmundsdóttur, f. 16. mars 2014. Nokkur aldursmunur er á yngsta ættliðnum og þeim elsta eða um 94 ár. Á myndinni eru (efri röð) Berglind Brynjarsdóttir, f. 1990, Sigrún B. Pálsdóttir, f. 1968, (neðri röð) Sigrún Rósa Steinsdóttir, f. 1920, sem heldur á Karítas Guð- mundsdóttur, og Steinunn María Einarsdóttir, f. 1949. Fimm ættliðir M ireya fæddist í Reykjavík 9.8. 1964 en ólst upp í Kópa- vogi: „Við áttum heima í sveitabæn- um Lundi í Kópavogi þar til ég var sjö ára en þá fluttum við vestarlega á Kársnesið, Kópavogsmegin. Pabbi og mamma festu þar kaup á húsi sem þau stækkuðu verulega og breyttu mikið og þar hafa þau átt heima síðan.“ Mireya var í Kársnesskóla og Þinghólsskóla, stundaði nám við MA og lauk þaðan stúdentsprófum 1985: „Ég var ekkert of ánægð í skólunum í Kópavogi og vildi gjarn- an prófa eitthvað nýtt en þá voru átthagafjötrar á menntaskólum svo það var erfitt að fara í menntaskóla í Reykjavík. Hins vegar komst ég á heimavistina í MA og var mjög ánægð fyrir norðan. MA er mjög Mireya Samper myndlistarkona – 50 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Með afmælissýningu Mireya bregður á leik er hún setur upp sýningu sína í Gerðarsafni sem verður opnuð í dag. Með listina í farangr- inum víða um heim Hjá mömmu Mireya Sampler og Asra Rán Björt Zawarty Samper. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gaurarnir sem sjá til fless a› ekki sjó›i upp úr pottunum 2 í pakka, hvítur og rauður aðeins kr. 1.790,- LID SID Bjargvættirnir á brúninni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.