Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 43
góður skóli sem mér þykir síðan af- ar vænt um. Öll menntaskólasumrin var ég svo hjá afa og ömmu á Ljósafossi og starfaði við mötuneyti Lands- virkjunar á Írafossi. Það voru frá- bær sumur á Suðurlandi – alltaf feikilegt stuð á sveitaböllunum á Minni-Borg og í Aratungu og víð- ar.“ Marseille – París – Berlín Mireya fór til Frakklands að læra frönsku eftir stúdentspróf, við Faculté de lettres Paul Valery í Montpellier 1986-87, stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla Ís- lands 1987-90 og stundaði nám í myndlist við Ecole d’Art de Luminy í Marseille í Frakklandi frá 1990 og lauk þaðan mastersprófi 1993 og fékk jafnframt styrk til sérnáms í steinhöggmyndalist við Academia di Bologna á Ítalíu 1992. Mireya bjó síðan í Marseille og í París en flutti til Berlínar 1995 þar sem hún var með vinnustofu í yfir- gefinni, austur-þýskri verksmiðju sem myndlistarmenn höfðu fengið til afnota og breytt í stúdíó. Mireya stundaði leiðsögu- mennsku fyrir erlenda ferðamenn hér á landi, að mestu á hálendinu, í áratug frá 1988. Hún eignaðist dóttur sína í Berlín en þær komu alkomnar til Íslands 1998. „Ég setti einmitt upp mína fyrstu einkasýn- ingu hér í Gerðarsafni árið 1999 og viku eftir að sú sýning var opnuð fór ég til Indlands til að taka þátt í alþjóðlegri myndlistahátíð. Þessi fyrsta Indlandsferð mín varð örlagarík. Ég féll gjörsamlega fyrir Indlandi, fór aftur til Indlands á hverju ári í sjö ár, bjó þar um skeið, hélt þar einkasýningu í Bombay, vann við kvikmyndagerð í Bollywood, var „programmator“ fyrir kvikmyndahátíðir í Kalkútta og í Bombay og kynnti þar m.a. íslenskar kvikmyndir.“ Mireya hefur tekið þátt í sam- sýningum og myndlistarhátíðum víða um heim og haldið fjölda einkasýninga í ýmsum löndum. Hún er nú að fara að opna einkasýningu í Japan og taka þar þátt í samsýn- ingum. Ferskir Vindar í Garði Árið 2010 lét Mireya gamlan draum rætast er hún stofnaði Listahátíðina Ferskir Vindar í Garði, suður með sjó. Ferskir Vind- ar er alþjóðlegur tvíæringur sem tekur á móti 50 listamönnum í senn. Listamennirnir dvelja í Garði í fimm vikur og skapa þar list af öll- um toga. Í lokin er haldin uppske- ruhátíð með sýningum, tónleikum, gjörningum og fleiru, almenningi að kostnaðarlausu. Fjöldi þeirra verka sem þarna sjá dagsins ljós verður síðan eign sveitarfélagsins. Ferskir Vindar hafa blásið þrisv- ar sinnum og munu næst blása í desember 2015 og fram í janúar 2016. Hátíðin hefur slegið í gegn en þar komast alltaf færri að en vilja. Mireya var sjö ára er hún lærði að prjóna hjá gamalli nágranna- konu sinni. Hún hefur prjónað síð- an: „Ég prjóna öllum stundum og sérstaklega ef ég vil slaka á. Þá horfi ég á kvikmynd og prjóna í leiðinni. Ég hef hannað prjónaflíkur frá því í menntó. Fyrst prjónaði ég af fingrum fram en fór svo að skrifa þetta niður, þegar ég var beðin um uppskriftir fyrir blaðið og bókina Saumaklúbburinn. Þessi hönnun mín á prjónaflíkum kom því eigin- lega bara af sjálfu sér.“ Fjölskylda Sambýlismaður Mireyu er Víðir Árnason, f. 27.11. 1961, smiður. Dóttir Mireyu er Asra Rán Björt Zawarty Samper, f. 10.12. 1995, nemi, búsett í Kópavogi. Systkini Mireyu eru Baltasar Kormákur, f. 27.2. 1966, leikari, leikstjóri og kvikmyndaframleið- andi, og Rebekka Rán, f. 5.5. 1967, myndlistarkona og verkefnastjóri, búsett í Kópavogi. Foreldrar Mireyu eru Kristjana Samper, f. 12.10. 1944, myndlist- arkona, og Baltasar Samper, f. 9.1. 1938, myndlistarmaður. Þau eru búsett í Kópavogi. Úr frændgarði Mireyu Samper Mireya Samper Joan Bascompte stórkaupm. í Barcelona Jeanne La Kanale húsfr. í Barcelona Ramiro Bascompte La Kanal efnaverkfr. í Barcelona Maria Samper frú í Barcelona Baltasar Samper myndlistarmaður í Kópavogi Baltasar Samper tónskáld í Barcelona Maria Samper de Cortada píanókennari í Barcelona Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri Rebekka Rán myndlistarkona Guðbjartur Guðbjartsson vélstj. í Rvík Halldóra Salóme Sigmundsdóttir húsfr. í Rvík Guðni Jón Guðbjartsson stöðvarstj. á Ljósafossi Ragnheiður Guðmundsd. húsfr. á Ljósafossi Kristjana Samper myndlistark. í Kópavogi Guðmundur Þórarinn Guðmundsson stýrim. í Nævranesi Guðmunda Kristjana Benediktsdóttir b. í Nævranesi ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Eggert Theodór ÞórðarsonJónassen fæddist í Reykja-vík 9.8. 1838. Foreldrar hans voru Þórður Jónasson, amt- maður, háyfirdómari og alþing- ismaður, og k.h., Dorothea Sophia Rasmusdóttir, f. Lynge húsfreyja. Hálfbróðir Theodórs, samfeðra, var Þórður Þórðarson, prófastur í Reykholti í Borgarfirði. En meðal alsystkina Theodórs voru Jónas Jón- assen, landlæknir og alþingismaður í Reykjavík, en kona hans var Þórunn Pétursdóttir Jónassen, f. Havstein, hálfsystir Hannesar, skálds og ráð- herra, og voru þau Hannesi mjög innan handar á skólaárum hans í Reykjavík. Þá má nefna Marie Kristine Jónassen, eiginkonu Ole Peter Ólafsson Finsen, póstmeistara í Reykjavík. Þau voru foreldrar Vil- hjálms Finsen, fyrsta Norðurlanda- búans sem tók loftskeytapróf og stofnanda og fyrsta ritstjóra Morg- unblaðsins. Fyrri kona Theodórs var Elín Magnúsdóttir Jónassen, f. Steph- ensen sem lést 1878 og eignuðust þau eina dóttur, Margréti, sem lést á barnsaldri. Seinni kona Theodórs var Caroline Jónassen, f. Siemsen húsfreyja. Þau voru barnlaus. Theodór lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1858 og embættis- prófi í lögfræði frá Kaupmannahafn- arháskóla 1867. Hann starfaði um skeið á skrifstofu land- og bæjarfóg- eta, var settur sýslumaður í Borgar- fjarðarsýslu 1968 og jafnframt sýslumaður í Mýra- og Hnappadals- sýslu ári síðar, var skipaður sýslu- maður í Mýrasýslu 1871 eftir að þessar sýslur voru aðskildar, veitt Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 1871 eftir að þær voru sameinaðar og sat í Hjarðarholti í Stafholtstungum. Theodór var skipaður bæjarfógeti í Reykjavík 1878 og skipaður amt- maður í suður- og vesturamtinu 1886 og gegndi því embætti til æviloka. Hann var konungskjörinn alþing- ismaður 1887-91 og gæslustjóri við Söfnunarsjóð Íslands um skeið. Þá var hann bæjarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1886-91. Theodór lést 29.9. 1891. Merkir Íslendingar Theodór Jónassen Laugardagur 108 ára Guðrún Jónsdóttir 95 ára Guðrún Magnúsdóttir 90 ára Jón Kristjánsson 85 ára Búi Snæbjörnsson Guðmunda Ágústsdóttir Hörður R. Hjartarson Sigríður Eygló Gísladóttir 80 ára Einar Reynir Finnbogason Jóhanna Þorbjörnsdóttir Sigmar H. Sigurðsson Skúli Brynjólfur Steinþórsson Þórhildur Katrín Helgadóttir 75 ára Ásta Pétursdóttir Brekkan Magnús Jakobsson Stefán Óskarsson 60 ára Ársæll Hauksson Ásrún Sólveig Leifsdóttir Bergþór Heiðar Sigfússon Bogey R. Hreiðarsdóttir Guðbjörg K. Aðalbjörnsdóttir Guðrún Ásdís Lárusdóttir Hafsteinn Ólason Halldóra Magnúsdóttir Haukur Garðarsson Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir Hrefna Eyjólfsdóttir Ingunn Guðlaug Guðmundsdóttir Jakob Ragnar Magnússon Jóhannes Ævar Hilmarsson Jón Svavar Úlfljótsson Margrét Klara Jóhannsdóttir Ómar Guðmundsson Óskar Þór Óskarsson Ragna Björk Proppé Ragnheiður Haraldsdóttir Sigríður Friðjónsdóttir 50 ára Aðalsteinn Páll Eiríksson Anna Sveinsdóttir Ágúst Kárason Edmundas Jucevicius Elín Guðjónsdóttir Elísabet Alexandersdóttir Grazina Sarkauskaije Kawini Buchaphan Sigríður V. Sigurðardóttir Sigurbjörg Ásgeirsdóttir 40 ára Arnar Óskar Þór Stefánsson Birgir Pétursson Gunnar Jónsson Marzena Kozicka Mizuho Watanabe Sigurður Már Andrésson Thitikan Janthawong Þorbjörg Jónsdóttir Þórhallur Sölvi Barðason 30 ára Ari Lár Valsson Ágúst Sigurjónsson Bernharð Már Sveinsson Brynhildur Ösp Þorsteinsdóttir Elísabet Rut Heimisdóttir Hafdís Kristín Lárusdóttir Heiðar Ingi Ólafsson Kristín Guðbjört Guðmundsdóttir Rúnar Helgason Sigrún Ágústa Erlingsdóttir Stefán Sigmar Símonarson Sævar Helgason Þorleifur Örn Gunnarsson Sunnudagur 90 ára Aðalsteinn Sigursteinsson Svanhildur Björnsdóttir 85 ára Gunnar Nikulásson Jóhanna Gunnlaugsdóttir 80 ára Rut Margrét Friðriksdóttir Unnur Gísladóttir 75 ára Aðalheiður Erlendsdóttir Anna Ingólfsdóttir Galyna Danylova Guðmundur Símon Guðleifsson Guðrún Auður Marísdóttir Jóna Jakobsdóttir Sigríður Sigtryggsdóttir Steingerður Ingadóttir Svavar Sverrisson 70 ára Elínborg Nanna Jónsdóttir Elsa Ingvarsdóttir Haukur Hallsson Júlíus Þorbergsson Magnús Benediktsson Margrét Kaldalóns Ólafur Laufdal Jónsson 60 ára Árni Óskarsson Baldvina G. Valdimarsdóttir Hafliði Elíasson Heiðrún Jóhannsdóttir Helga G. Hjörleifsdóttir Herdís Snorradóttir Ingigerður S. Höskuldsdóttir Karl Antonsson Kolbrún Þóra Björnsdóttir Maritza Teresa Sepulveda Benner María Jónsdóttir Ragna Finnsdóttir Rannveig Haraldsdóttir Susanne Marie Ólafsson Sævar Pálsson 50 ára Anna Vala Arnardóttir Antoni Mazurkiewicz Guðrún Bryndís Halldórsdóttir Haraldur Birgisson Iain Mcboyle Howard Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir Jóel Jóhannsson Sigríður Birna Björnsdóttir Sævar Örn Sigurbjartsson Trausti Finnbogason 40 ára Guðrún Kristín Jónsdóttir Hafliði Ingason Hafþór Ingi Samúelsson Hanna Tryggvadóttir Ingimar Waldorff Ingveldur Hera Magnúsdóttir Karl Jónas Thorarensen Kristjana Þ. Sigurbjörnsdóttir Kristján Elvar Guðlaugsson 30 ára Anna Sigríður Hafliðadóttir Áslaug Hallgrímsdóttir Domingos Videira Pedro Elín Sigurðardóttir Guðjón Gunnar Bjarnason Ívar Örn Þráinsson Jacek Karasinski Jens Sigurðsson Margrét G. Thoroddsen Ragúel Páll Sæmundsson Rósar Örn Guðnason Sólveig Sveinsdóttir Stella Stefánsdóttir Til hamingju með daginn Ármúli 32 | 108 Reykjavík | Sími 568 1888 | www.parketoggolf.is Brooklyn Pine Stærð: 8x243x2200mm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.