Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 DON CARLO eftir Giuseppe Verdiwww.opera.is Frumsýning 18. október kl. 20 25. október kl. 20 1. nóvember kl. 20 8. nóvember kl. 20 Sýnt í Eldborg í Hörpu Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 Miðasala hefst kl. 12 í dag Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að við drögum þá línu að fólk sem komið sé yfir sjötugt fái ekki þá þjón- ustu sem því ber er nokkuð sem ég kannast alls ekki við og er ekki á stefnuskránni,“ segir Páll Matt- híasson, forstjóri Landspítalans. Í pistli í Morgunblaðinu um helgina sagði Styrmir Gunnars- son, fv. ritstjóri, Landspítalann vera í erfiðri stöðu og að ekki væri hægt að veita fólki þjónustu, svo sem vegna hrönunar í augnbotnum, hjartsláttaróreglu, blóðtappa og blæðingum við heila. Þá fengju krabbameinssjúkir eldri en sjötugir ekki nauðsynlega meðferð á sjúkra- húsinu. Fjárveitingar ráða Páll segir rétt hjá Styrmi að staðan á Landspítala sé um margt þröng. Enn skorti fjármagn til að taka upp ný verkefni þó að unnið sé að mörgum góðum verkefnum um þessar mundir. Hvað varðar einstök atriði sem Styrmir nefni skili auknar fjárveiting- ar til tækjakaupa sér til dæmis í því að verið sé að setja upp búnað sem geri mögulegar æðaþræðingar við heila- blóðfall. Rekstrarkostnaður bæði við bakvaktir og æðaleggi þýði hins vegar að ekki sé hægt að taka upp þessa mikilvægu meðferð nema aukið rekstrarfé komi til. Krabbameins- lækningar séu í þröngri stöðu því fag- fólk hafi vantað til starfa, en unnið sé að lausn þess máls. Svona megi halda áfram. Allt sé þetta þó undirorpið fjárveitingum til sjúkrahússins. Atvik ráða en ekki aldur „Við sinnum öllum sem til okkar leita og leysum úr málum eftir atvik- um en ekki aldri sjúklings. Kunni menn raunverulegt dæmi um slíkt vil ég fá að heyra þau og taka málið upp við viðkomandi starfsmenn. Stefnu- mótun og forgangsröðun eru mikil- væg en slíkt hlýtur að byggjast á víð- tæku samráði og sátt. Tekið verður mið af jafnræði, árangri og kostnaði og þetta mun ekki snúast um aldurs- takmarkanir,“ segir Páll Matthías- son. Vill fá raunveruleg dæmi  Aldur ræður ekki þjónustu á Landspítala  Staðan er þröng en öllu sinnt, segir forstjórinn  Fé þarf í ný verkefni Páll Matthíasson Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is „Hann hefur allt sitt líf verið óað- skiljanlegur þáttur í íslensku djass- lífi,“ segir Pétur Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykjavíkur, um Vernharð Linnet, en þakkargjörð hátíðarinnar í ár var tileinkuð honum með sérstakri tón- listardagskrá í gær. „Hann er ákveðin loftvog á veðr- áttuna í íslensku djasslífi. Vern- harður vann ótrúlegt brautryðj- endastarf með því að kynna djassmúsík í gegnum Jazzvakningu. Hann er á pari við Jón Múla Árna- son hvað varðar kynningar- og fræðslustarf um djasstónlist hér á landi,“ segir Pétur. Vernharður, sem verður sjötugur í lok mánaðar, hefur helgað líf sitt djassmúsíkinni. Hann var einn af aðalframtaksmönnum Jazzvakning- arinnar og sat um árabil í stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur og var framkvæmdastjóri hennar 1992– 1996. Þá hefur hann í áratugi haldið úti útvarpsþáttum um djasstónlist og verið helsti djassgagnrýnandi þjóðarinnar, en hann hefur skrifað djassgagnrýni fyrir Morgunblaðið um áratugaskeið. Meðal þeirra sem undanfarin ár hafa hlotið þakkar- gjörðina eru Jón Múli Árnason, Björn R. Einarsson og Árni Ísleifs- son. „Mér finnst stórkostlegt að hafa fengið þessa viðurkenningu á starfi mínu. Ég held að það séu fáir sem hafa skrifað gagnrýni í hálfa öld sem eiga jafnmikið af góðum vinum úr tónlistarheiminum og ég,“ segir Vernharður, en hann vinnur nú að bók um djasssögu Íslands og er bjartsýnn á framtíðar djass- tónlistarinnar á Íslandi. „Ungir menn hafa komið á sjónar- sviðið sem hafa gjörbreytt sýn ungs fólks á djassinn. Rytminn og sveiflan verða alltaf til staðar,“ segir Vern- harður. Morgunblaðið/Eva Björk Þakkargjörðin Vernharður Linnet með Pétri Grétarssyni, framkvæmda- stjóra Jazzhátíðar Reykjavíkur, eftir tónleikana á þakkargjörðinni í gær. Umvafinn djass- tónlist í hálfa öld  Vernharður Linnet heiðraður Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Veisla Boðið var upp á kræsingar í tilefni dagsins. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Það ríkti hátíðarstemming á hafn- arbakkanum á Þórshöfn þegar nýj- asta skip Ísfélagsins, Sigurður VE-15, sigldi inn höfnina í fyrsta sinn á föstudagkvöldið og íbúar fjöl- menntu niður að höfn til að fylgjast með innsiglingunni. Daginn eftir var almenningi boðið um borð að skoða skipið og þiggja veitingar. Stöðugur straumur fólks var við höfnina meðan móttakan stóð yfir í þessu nýja veiðiskipi, sem margir Sigurður VE til Þórshafnar í fyrsta sinn  Heimamenn tóku á móti skipinu með gjöfum  120 manns á vöktum á háannatímanum Tæki Hörður Már skipstjóri og Rafn Jónsson, rekstrarstjóri Ís- félagsins á Þórshöfn, fara yfir fullkominn tæknibúnað skipsins. líktu við glæsihótel og gátu svo vel hugsað sér að vinna þar. Líklegt er að færri en vilja komist í pláss á skipinu sjálfu. Tólf manns eru í áhöfninni núna en verða síðan átta þegar full reynsla er komin á skipið og veiðarnar. Öllu fleira fólk þarf svo í landi til að vinna úr aflanum sem þetta 3.000 tonna skip getur borið. Fagnað með gjöfum Fulltrúi sveitarstjórnar Langa- nesbyggðar bauð skip og áhöfn vel- komin til Þórshafnar og afhenti gjöf, þar sem m.a. Langanesfjöllin eru rist á silfurskjöld á svörtum steini. Fleiri gjafir bárust Sigurði VE í móttökunni, bækur og málverk.Til þessa hefur skipið verið í prufu- keyrslu og landað í smáslöttum í heimahöfn í Vestmannaeyjum en að sögn skipverja er þessi túr og lönd- un á Þórshöfn í raun fyrsti „alvöru- túr“ skipsins með hráefni til vinnslu. Um 350 tonn af makríl Vaktahlé hafði verið hjá starfs- fólkinu í frystingunni á Þórshöfn í nokkra daga meðan beðið var eftir hráefni en vakt hófst aftur á mið- nætti eftir löndun úr Sigurði, um 350 tonn af makríl. Skipið hafði verið á veiðum vestur af landinu. Sumarvertíðin á Þórshöfn hófst seint í júlímánuði og unnið hefur verið á tvískiptum tólf tíma vöktum, hráefnið nær eingöngu makríll. Um sextíu manns eru að jafnaði á vakt svo 120 manns þarf til að manna vaktirnar á þessum háannatíma, að sögn verkstjóra. Mikið er um fram- haldsskólanema sem sækja í þessa uppgripavinnu sem er þeim mik- ilvæg vegna skólakostnaðar kom- andi vetrar. Ekki hefur þó tekist að halda samfelldum vöktum frá vertíð- arbyrjun og hlé hefur orðið á vinnu í einhverja daga á milli vinnutarna. Í fyrrasumar voru samfelldari vaktir og nær látlaus vinnutörn. Ísfélagið er stöðugt að endurnýja vinnslubúnað sinn á Þórshöfn og mikið af nýjum tækjakosti var sett upp fyrir þessa vertíð í vinnslusaln- um. Reiknað er með að sum- arvertíðin standi eitthvað fram í október, sagði verkstjóri hjá Ísfélag- inu og vonað að hráefni berist reglu- lega til að halda uppi stöðugum sólarhringsvöktum. Gjöf Hörður Már Guðmundsson skipstjóri tekur við gjöf og árnaðaróskum frá Þorsteini Egilssyni, varaoddvita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.