Morgunblaðið - 18.08.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 18.08.2014, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góðheyrnerokkuröllummikilvæg.ALTAeruný hágæðaheyrnartæki fráOticonsemgeraþér kleift aðheyra skýrt ogáreynslulaust í öllumaðstæðum. ALTAheyrnartækinerualvegsjálfvirkoghægter að fáþau ímörgumútfærslum. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar er nú með til skoðunar tillögu um stofnun íþróttaskóla fyrir leikskóla bæjarins. Samþykki bæjarstjórn tillöguna væri sama fyrirkomulag á íþróttakennslu á leik- og grunn- skólastigi. Þær Jóna Margrét Brandsdóttir og Birna Dís Bjarna- dóttir standa að tillögunni. Enginn stuðningur til staðar Jóna Margrét segir að fram- takið myndi tryggja öllum börnum hreyfingu. „Hugmyndin er að börnin kæmu í skipulegan íþrótta- tíma 1-2 í viku. Eftir hrun var af- numinn íþróttastyrkur bæjarins til barna yngri en sex ára. Foreldrar þessara barna fá því engan fjár- hagslegan stuðning til að senda börnin í íþróttir. Með þessu erum við líka að færa íþróttaiðkun barnanna yfir á skólatíma, fremur en að hún fari fram eftir skóla eða um helgar. Þá myndu líka öll börn stunda hreyfingu, en núna ræðst íþróttaiðkun þessa aldurshóps oft af áhuga og fjárhag foreldra. Í starfsáætlun leikskóla stendur að börn eigi að fá hreyfingu, en síðan er afar mismunandi hvort rými sé til á leikskólum fyrir hreyfinguna. Þetta framtak myndi því tryggja öllum börnum hreyfingu,“ segir Jóna Margrét. Til að byrja með myndu 5 ára börn sækja íþróttatímana, þetta er síðasta árið á leikskólum, og kennslan stæði yfir frá september fram í maí. Þetta hefur aldrei ver- ið gert áður á Íslandi, þannig að um er að ræða frumkvöðlaverkefni að sögn Jónu. Þá segir hún þetta ekki kostn- aðarsamt. „Kostnaðurinn felst í leigu á húsnæði í Kaplakrikanum og launum tveggja til þriggja starfsmanna. Þetta er ekki há upphæð. Síðan gæti þetta sparað samfélaginu annars staðar í fram- tíðinni. Þetta er nefnilega visst forvarnarstarf. Börnin auka þol, snerpu og félagsþroskann í svona tímum.“ Leggja þarf mat á kostnaðinn Bæjarstjórn á eftir að taka end- anlega afstöðu til málsins, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir hana opna fyrir öllum góðum hug- myndum. „Við ætlum að heyra hug leik- skólastjóra til hugmyndarinnar og greina kostnaðinn til hlítar áður en lokaákvörðunin verður tekin. Um er að ræða 2-3 stöðugildi, leigu á húsnæði og mögulega líka akstur barnanna í og úr íþrótta- tímum. Verði verkefnið samþykkt færi það ekki af stað á næstum vikum, heldur þegar næsta fjár- hagsáætlun tæki gildi á næsta ári. Þetta er samt metnaðarfull hug- mynd og það er gaman þegar fólk hugsar út fyrir rammann,“ segir Rósa. Vilja íþróttakennslu fyrir leikskólabörn  Hafnafjarðarbær er með tillöguna til skoðunar Morgunblaðið/Styrmir Kári Hreyfing Margir leikskólar hafa ekki aðstöðu fyrir skipulagða hreyfingu. Morgunblaðið/Eva Björk Frumkvöðlar Jóna Margrét og Birna Dís eru höfundar tillögunnar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mikil fjölgun ferðamanna leiddi til þess að við þurftum að ganga af krafti í þetta verkefni og hraða fram- kvæmdum,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson í Vík í Mýrdal. Síðustu misser- in hefur verið unnið að bygg- ingu nýs fjögurra stjörnu hótels sem rekið verður undir merkjum Icelandair. Byggingin er um 2.500 fermetrar og hófust fram- kvæmdir 2. janúar 2013. Á síðasta ári voru 20 herbergi tekin í gagnið. Í beinu framhaldi – og fyrr en áformað var – komust móttöku- og veitinga- salir í notkun. Á þessum tímapunkti eru alls 36 herbergi orðin klár og tvær svítur til viðbótar. Eftir er að fullbúa tíu fjölskylduherbergi sem verða á tveimur hæðum hvert og heilsulind sem verður klár á vetri komanda. Nýtingin er góð „Nýtingin hjá okkur er virkilega góð. Gestirnir eru að langstærstum hluta útlendingar,“ segir Sigurður Elías. Þau Vilborg Smáradóttir eigin- kona hans standa saman að þessu verkefni, en þau eru umsvifamikil í atvinnurekstri í Mýrdal. Reka þau meðal annars N1 Víkurskála, veit- ingastaðinn Ströndina og 42 her- bergja Edduhótel, en nýja Iceland- air-hótelið er sambyggt því. Það þykir skapa hagræði því margt megi samnýta. Sóknarfæri á veturna „Sumarið er blómatíminn í ferða- þjónustunni hér. Við höfum ályktað sem svo að hér í Vík stoppi rúmlega 3.000 manns á dag yfir háanna- tímann, sem reyndar er að lengjast bæði inn á vorið og lengra inn í haust- ið. Á veturna eru hér sóknarfæri og nýja hótelið gefur okkur betra svig- rúm til þess að nýta þau,“ segir Sig- urður Elías. Heildarkostnað við byggingu nýja hótelsins segir hann verða um einn milljarð króna. Fjár- mögnunin sé tryggð og borð fyrir báru. Í Mýrdal, eins og víðast hvar ann- ars staðar á landinu, fjölgar ferða- mönnum mjög. Í Vík hefur til dæmis fjölgað mjög skipulögðum dagsferð- um, en áætlunin í þeim er sú að farið er austur í Mýrdal og snúið þar við. Á þessari leið, sem gjarnan er nefnd Suðurströndin, eru staðir sem komið hafa sterkir inn að undanförnu, s.s. Seljalandsfoss og Reynisfjara, en þar og víðar hefur nú verið komið upp veitingaaðstöðu sem nýtur vinsælda. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vík Ferðamönnum sem koma í Mýrdal hefur fjölgað mjög og því þurfti að flýta framkvæmdum við hótelbygginguna frá því sem áformað var. Fjögurra stjörnu hótel senn tilbúið  Fjárfestingin er einn milljarður kr. Sigurður Elías Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.