Morgunblaðið - 18.08.2014, Side 19

Morgunblaðið - 18.08.2014, Side 19
✝ Geir Runólfs-son fæddist í Reykjavík 2. októ- ber 1926. Hann and- aðist á Landakots- spítala 2. ágúst 2014. Geir var yngsta barn hjónanna Elku Jónsdóttur, ljós- móður og feldskera frá Neðri-Hrepp í Skorradal, f. 10. apríl 1888, dáin 11. nóvember 1982, og Runólfs Jónssonar, skip- stjóra frá Holtsmúla í Landsveit, f. 6. janúar 1870, d. 11. október 1932. Hin voru Guðrún Rebekka, f. 27. febrúar 1917, d. 15. ágúst 1985 og Fanney Árný, f. 26. mars 1924, d. 7. febrúar 2008. Fyrir hjónaband átti Elka soninn Geir (faðerni ekki vitað), hann lést í barnæsku. Fyrri kona Geirs var Guðrún Hjálmfríður Sigurð- ardóttir, fædd og uppalin í Reka- vík bak Höfn, Sléttuhreppi, N- Ísafjarðarsýslu. Hún var fædd 27. nóvember 1927. Guðrún lést fyrir bifreiðastjóra á leigu- bifreiðum til mannflutninga 20. mars 1947. Geir byrjaði ungur að vinna og var í sveit á sumrin í Flóanum. Hann var í Bretavinn- unni. Geir gerði út vörubíl korn- ungur og byrjaði að keyra leigu- bíl sem hann gerði út fram yfir 1954. Hann vann einnig í eitt ár, 1950-1951, við endurskoðun í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Fljótlega eftir að hann kom heim árið 1951 hóf hann störf hjá Landsbanka Íslands og vann þar óslitið til ársins 1993 eða í rúm 40 ár. Geir starfaði sjálfstætt við bókhald og endurskoðun sam- hliða starfi í bankanum fyrstu 20 árin eftir að hann kom frá Bandaríkjunum. Hann sat í stjórnum nokkurra stofnana, meðal annars í sóknarnefnd Bú- staðakirkju. Þá sat hann í stjórn- um ýmissa félaga. Hann starfaði innan Frímúrarareglunnar þar sem hann gegndi trún- aðarstörfum. Áhugamál Geirs voru framan af útivist og á seinni árum ferðalög utan- og innan- lands. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju mánudaginn 18. ágúst nk. og hefst kl. 15. 9. júní 1976. Börn þeirra eru Sævar Geirsson, f. 15. jan- úar 1952, bygginga- tæknifræðingur í Reykjavík. Gylfi Sigurður Geirsson, f. 8. apríl 1952, bif- reiðaskoð- unarmaður í Kópa- vogi. Jóhanna Elka Geirsdóttir, f. 28. febrúar 1956, bókari í Kópavogi. Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir, f. 22. desember 1958, búsett í Kópa- vogi. Barnabörnin eru 15 og barnabarnabörnin 19. Seinni kona Geirs er Sigrún Jóhannesdóttir, f. 28 október 1933, d. 28. júlí 2014. Þau giftu sig í apríl 1979. Geir gekk í Barnaskóla Aust- urbæjar og þaðan í Gagnfræða- skóla Austurbæjar þaðan sem hann útskrifaðist með góðum vitnisburði. Þaðan lá leiðin í Samvinnuskólann þaðan sem Geir útskrifaðist með 1. einkunn þann 2. maí 1947. Geir lauk prófi Elsku pabbi minn, mikið þykir mér skrítið að sitja hér og skrifa þessi orð til þín. Stuttu eftir að Sigrún kvaddi sátum við og rædd- um um hana – það hvarflaði ekki að mér að þú myndir fylgja á eftir henni einungis nokkrum dögum síðar. Það er huggun harmi gegn að þið hefðuð bæði kosið að hafa þetta á þennan veg hefði valið ver- ið ykkar, því þið voruð mjög sam- rýmd og ástin og virðingin á milli ykkar var þvílík að eftir var tekið. Við vorum miklir vinir og fé- lagar, elsku pabbi minn, og áttum ófáar yndislegar stundir saman sem ylja mér um hjartarætur þeg- ar ég hugsa til baka. Sumarbú- staðaferðirnar að Álftavatni í æsku, þar sem mikið var um gestagang og útiveru. Ameríku- ferðirnar okkar, sú síðasta að heimsækja Fanneyju systur þína og Ásdísi, þar sem þú keyrðir eins og herforingi á milli borga með Sigrúnu á landakortinu í framsæt- inu og mig, Fanneyju og Kristínu frænku í aftursætinu. Heimsóknir ykkar Sigrúnar til okkar að Efri- Þverá og áramótin sem við eydd- um saman undanfarin ár, svo eitt- hvað sé nefnt. Það var alltaf gam- an þar sem við vorum saman komin, mikið hlegið og gantast. Þú varst algjör prakkari, elsku pabbi minn, og hafðir gaman af því að hafa gleði og gaman í kring- um þig. Ég gleymi því ekki þegar ég gaf þér töng til að tína upp dót til að þú þyrftir ekki að beygja þig, þá hljópst þú á eftir Sigrúnu út um allt hús og þóttist ætla að klípa hana með tönginni. Hláturinn í þér og Sigrúnu gleymist seint. Ég er ánægð með að þú hafir kynnst góðri konu og félaga eins og Sigrúnu eftir að mamma kvaddi þennan heim á besta aldri. Góðri konu sem var samferða þér í gegnum lífið, ferðaðist með þér út um allt og fer núna samferða þér í stærstu ferð ykkar beggja. Hvílið í friði, elsku pabbi minn, og Sigrún. Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir. Í dag kveð ég aldraðan föður minn, Geir Runólfsson. Hann lést nýverið eftir slæma byltu. Andlát hans kom mér í opna skjöldu enda var heilsa hans tiltölulega góð þrátt fyrir háan aldur. Ég naut góðs atlætis foreldra minna, þau reyndust mér vel og veittu mér margt. Ég minnist skemmtilegu veiðitúranna sem ég var tekinn með í, fyrstu kennsl- unnar við stangveiðina og túranna á skakið sem ég fékk kornungur að koma með í. Ég minnist sög- unnar sem þú sagðir mér að gerð- ist eftir eins árs búsetu þína í Am- eríku, þegar það átti að senda þig til Kóreu í stríð, þú varst ekki tals- maður átaka milli manna eða þjóða. Ég minnist sumarferðanna sem mótuðu mig, þær veittu mér gleði sem ég hef alltaf búið að. Foreldrar mínir ýttu mér út í lífið með hvatningu og góðum ráðum, fyrir það er ég þakklátur. Pabbi var fulltrúi kynslóðar bankamanna sem ekki voru valdir að hruni eða neinni óráðsíu. Pabbi var alltaf flott klæddur og snyrti- legur, af því er ég stoltur. Síðustu árin voru pabba erfið, Sigrún kona hans veik og komin inn á stofnun, það fannst honum sárt. Síðustu árin fór heilsu pabba að hraka, hann var ekki alltaf sátt- ur þegar fjaraði undan, við vorum ekki alltaf sáttir hvor við annan, það var stundum tekist á, en þessi átök stóðu alltaf stutt og voru ekki mörg. Á endanum var það alltaf kærleikurinn sem hafði sigur. Ég kveð í dag föður minn, Geir Runólfsson, sem verður minnst fyrir hlýju, umhyggju og góða hvatningu. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum.) Sævar Þór Geirsson og fjölskylda. Geir Runólfsson, mágur og vin- ur, hefur kvatt þessa jarðvist. Ungur kvæntist hann stúlku frá Rekavík bak höfn á Hornströnd- um. Rúna var hún kölluð, kær systir og frænka. Hún lést langt um aldur fram. Geir og Rúna eignuðust fjögur börn. Hann var stoltur og ábyrgðarfullur faðir sem ávallt var hægt að treysta á. Geir helgaði sína starfskrafta Landsbankanum lengst af starfs- ævinni. Fyrst og fremst var hann mágur og vinur. Minnið kallar fram skemmtilegar stundir, heim- sóknir, símtöl, ferðalög innan- lands sem erlendis. Sigrún, seinni kona Geirs, kom inn í líf hans á erfiðum tíma, það var hans gæfa. Saman gengu þau seinni hluta æv- innar og saman kvöddu þau þessa jarðvist. Tíminn er afstæður, það er afar sárt og vont að sjá á eftir sínum. Með virðingu og þakklæti kveðjum við Geir og Sigrúnu. Við sendum innilegar samúðarkveðj- ur til ættingja þeirra. Hvíl í friði með þökk fyrir allt og allt. Kveðja, Sigríður (Sigga mágkona) Ingibjörg Bára og Sigrún. Geir Runólfsson MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 ✝ Sigrún Jóhann-esdóttir fædd- ist 28. október 1933. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 28. júlí 2014. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Bárðardóttir og Jó- hannes Sigurðsson. Bróðir hennar er Gunnar Jóhann- esson, f. 4. febrúar 1936, búsett- ur í Seattle. Sigrún giftist Snorra Sturlusyni rafvirkja- meistara, f. 26. desember 1929, d. 9. ágúst 1976. Hann var sonur Ólafíu Kristínar Sigurðardóttur og Sturlu Hólm Kristóferssonar. Börn þeirra eru: 1) Björg Jó- hanna, f. 5. júní 1952, 2) Ólafía Kristín, f. 18. maí 1955, d. 19. júlí 1986, 3) Sturla f. 1. apríl 1958, d. 20. nóvember 1980, 4) Arndís f. 2. október 1964, búsett í Nor- egi. Seinni maki Sigrúnar var Geir Runólfsson banka- starfsmaður, f. 2. október 1926, d. 2. ágúst 2014. Sigrún var húsmóðir mestan hluta ævi sinnar, en eftir lát Snorra lauk hún námi frá Sjúkraliðaskóla Íslands og starf- aði í nokkur ár á Borgarspít- alanum. Útför hennar fer fram frá Bú- staðakirkju mánudaginn 18. ágúst og hefst athöfnin kl. 15. Í dag kveðjum við yndislegan afa og yndislega ömmu, hlátur- milt, hjartahlýtt og ástfangið fólk, minning þeirra mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Elsku afi og amma, margs er að minnast og á svona tímum eru litlu stundirnar svo mikilvægar og dýr- mætar. Þið voruð dugleg að ferðast og njóta lífsins og okkur fannst alltaf svo gaman að skreppa í kaffi til ykkar og heyra sögur frá ferðalögunum og skoða myndir. Viðtalið sem Fanney tók við þig, elsku afi, fyrir skólaverk- efni um uppvaxtarárin þín er okk- ur ómetanleg gersemi. Flíkurnar og teppin sem þú prjónaðir, elsku amma, og þið gáfuð okkur í sæng- urgjafir eru geymd sem gull. Mikið breyttist þegar þú flutt- ist á Sunnuhlíð, elsku amma, en ástin og virðingin á milli ykkar tveggja kom sterklega fram þá þegar þú, elsku afi, fórst á hverj- um degi og last blöðin fyrir elsk- una þína, við sáum hvað það var sárt fyrir þig að hafa hana ekki alltaf hjá þér. Þótt við séum ekki tilbúin að kveðja ykkur þá erum við ánægð með að þið fáið að fara saman. Að þið leiðist til himna og hittið þar Guðrúnu ömmu og Snorra og haldið áfram ferðalaginu, fjögur saman um ókomna tíð. Við mun- um án efa skála fyrir ykkur í hvert sinn sem við förum út fyrir land- steinana því ef við þekkjum ykkur rétt þá verðið þið þar með okkur. Elsku afi og amma, takk fyrir allt, hvílið í friði Guðrún Helga og börn, Hulda og börn, Már og Fanney. Sigrún Jóhannesdóttir ✝ Okkar ástkæri sonur, faðir, afi, bróðir og frændi, ÓLAFUR HVANNDAL, Álfaskeiði 123, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 9. ágúst. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Jón Eggert Hvanndal, Hjördís V. Hvanndal, Arnar Ólafur Hvanndal, Hildur Ýr Hvanndal, Kristófer Eggert Hvanndal, Þórey Hvanndal, Dóra Hvanndal, Björg Hvanndal og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK KRISTJÁNSSON, Lönguhlíð 3, Reykjavík, áður til heimilis í Einarsnesi 42 A, Skerjafirði, lést á Landspítalanum, Fossvogi, laugardaginn 9. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bjarni Friðriksson, Efemía Mjöll Guðmundsdóttir, Marianna Friðriksdóttir, Freddy Michaelsson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HLÍF GUÐMUNDSDÓTTIR, Nesbyen, Noregi, áður til heimilis að Flateyri við Reyðarfjörð, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. ágúst. Útförin fer fram í Nesbyen föstudaginn 22. ágúst kl. 11.00. Sigurborg Hallsteinsdóttir, Pálmi Guðmundsson, Lars G. Hallsteinsson, Björnfríður F. Þórðardóttir, Þórdís Hanna Hallsteinsdóttir, Þuríður Sólveig Hallsteinsdóttir, Heiðrún María Hallsteinsdóttir, Mange Engebakken, Ívar Kristinn Hallsteinsson, Tove Nöbben, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts GUÐRÚNAR ÞORVALDSDÓTTUR frá Stóra-Vatnsskarði. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Árnadóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR Hjúkrunarh. Mörk, áður til heimilis að Ljósheimum 14, Lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðvikudaginn 13. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 13.00. Rafn Viggósson Viðar H. Eiríksson Guðrún Guðmundsdóttir Guðjón Þór Rafnsson Ingrid Kaufmann Guðrún J. Rafnsdóttir Gunnar S. Gunnarsson Rafn Rafnsson Sif Sigurðardóttir Barnabörn og barnabarnabörn. andardráttinn. Elsku mamma mín, ég sakna þín endalaust og ég veit að þú ert hjá mér þegar ég hugsa til þín. Elska þig að eilífu og er þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum saman. Nú kveð ég móður mína og minningarnar skína og létta þessa stund, um elsku’ og ástúð þína sem aldrei virtist dvína og þína glöðu léttu lund. (Björn Már Ólafsson.) Þín dóttir og örverpi, tengda- sonur þinn og loðboltarnir þínir, Jóhanna Bjarndís og Rafá. Það er komin kveðjustund. Hún er sár en ég reyni að brosa í gegnum tárin og ylja mér við góð- ar minningar. Þannig hefði mamma viljað hafa það. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson.) Það er óendanlega dýrmætt að hafa verið hjá þér allt til enda og átt með þér þessar lokastundir. Haldið í hönd þína, strokið vanga þinn, lesið, spilað uppáhaldslögin þín og gert fallegt í kringum þig, brosað við upprifjun allra góðu stundanna, grátið og að lokum kvatt. Allt í þínum anda því þú varst mikil tilfinningavera, elsk- aðir bækur, tónlist og fallega hluti. Við fjölskyldan stóðum sam- an þarna eins og alltaf. Ein kærleikskeðja eins og þú sagðir svo oft. Nú tekur annar kafli við hjá okkur sem óneitanlega verður tómlegri. Þú varst það mikill hluti af lífi okkar allra. Minningin um ástkæra móður mun lifa í hjörtum okkar. Við Baldvin biðjum algóðan guð um að gæta þín. Þín dóttir, Guðleif Sunna. Elsku tengdamamma, blíða fal- lega Álfheiður. Eftir 19 ára sam- veru er komið að kveðjustund. Frá fyrstu stundu sýndir þú mér óendanlega ást og kærleika og tókst mér sem þinni eigin dóttur. Þú varst hláturmild, gjafmild, kærleiksrík og með hjarta úr gulli. Ég gat ekki verið heppnari með tengdaforeldra en þig og Sævar. Ég sagði þér einu sinni að þú minntir mig á ömmu mína og ég veit að þér þótti vænt um þau orð og langar mig því að kveðja þig með sama ljóði og ég kvaddi ömmu mína með. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Ég kveð þig með þakklæti og söknuði, elsku tengdamamma, og bið að allir englar Guðs vaki yfir þér. Þín elskandi tengdadóttir, Ásta Ósk Hákonardóttir.  Fleiri minningargreinar um Álfheiði Bjarna- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.